Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVll-nNN — Mlðvífcudagur 26. appffl 1967. BRÉF til forráðamanna Þjóðleikhússins Heiðruðu mikilmenni: Á dögwnium b.ió ég mig uppá og fór að sjá „Loftsteininn" í Þjóðleikhúsinu ok'kar. Það væri fjarri mér, fávisri kon- unni, að fara að setja út áfrá- ganginn á leiksýningu hjá sprenglærðu fólki — þó maðnr hugsi náttúruilega sitt eins og gengur. En það er leiiksikráin, sem mig langar ti'l að minnast á við ykikur. Hún er seld á kr. 25,00 og fuill af faliegum aug- lýsingum, sem gott er að fara eftir við innkaupin. Þar má lfka sjá nöfn Jeikenda ogstarfs- fólks fyrir utan annan fróðleik um leikritið og hötfundinn. Og það er einmitt þessi fróð- leikur í téðri leiksikrá, sem bögglast ögn fyrir brjóstiminu — og raunar einnig annarra, sem ég hef rætt málið við- Þessi fróðlei'kur, í samantekt leikstjórans, er á tungumáli, sem fróðir menn tjá mér, að ekki muni vera löggilt í neinu þelkfctu ríki. Það væri ósæmi- legt að fará að birta þessar greinar í heilu lagi hér — á hinn bóginn er það vandaverk að taka eitt framyfir annað í þessu óskepi þar sem allt er á eina bókina Jœrt. Mér er sagt að maður nokk- ur, sem hafði það að atvinnu fyrir aiHmörgum árum að skrifa svona leikskrár fyrir ykkur hafi orðið að leita sér að ann- arri vinnu vegna þess að hann vildi ekki nota lögboðna staí- setningu íslenzka rí’Idsins. Þetta hefur vafalaust verið réttilætan- legt í svona menningarstofnun á vegum ríkisins. En nú er mér spurn — er ekkert til, sem heitir lögboðið málfar íslenzka ríkisins? Eða þá lögboðinn skýrleiki í hugs- un og framsetningu? 1 leikskránni, sem ég nefndi áðan er svona setning: „I síð- ustu senunni, í samtalinu við tengdamóður sína, mætast þess- ir tveir heimar“. Merkingsvona setningar er ógnllega dauf hvem- ig sem reynt er að komast Þ1 botns í henni t.d. með því að hugsa sem svo: tveir heimar, sem mætast í • lokaatriðinu í samtali við tengdamóður sína hljóta að vera kvæntir systrum: köld er mága ástin. En hverj- ar eru þá þessar systur? Og enn er merking setningarinnar í sömu þokunni. Væri maður ein- hverju nær ef uppvíst yrði hverjar þessar systur eru? Kannsike. Vafalaust er það ætlun Gisla Alfreðssonar að útskýra leik- ritið fyrir áhorfendum með þessum þrem greinum. Enmað- ur er bara öliu fjær en áður þvi filestar setnin'gamar em gestalþrautir á borð við þessatil- vitnuðu véfréttariþvælu um ekta- stand vepaldanna. Ég, lœt mér nægja að vitna til einnar setningar í viðbót — hún er úr mið-greininni og er svona: „..., en framrás leiksins getur leitt ieikarana út í shlkar ógön,gur, að engin rökfræði dugir lengur, þar sem eini möguleik- inn á undanhaldi er mælska, því leikrænn grundvöllur leik- ritsins og siðferðileg átök þess eiga ekki lengur saman“. Ekki hætti ég mér út á þann hála ís að geta mér til um merkingu þessarar orðabendu. Mér nægir að spyrja ykikur aft- ur, vísu menn: Er ekfci til nein Framhald á 7. síðu. Sjálfs- gagnrýni ? í eldhúsumræðunum frá Al- þingi rifjuðu málsvarar rík- isstjórnarinnar upp verk sín og komust að lokum allir að sömu niðurstöðu og guð al- máttugur: þau voru harla góð. Gagnrýni stjómarandstæð- inga, m.a. á ástandi útflutn- ingsatvinnuveganna, var af- greidd með því að þar væri um að ræða „barlóm" og „fjarstæðukenndar ýkjur“. Bjarni Benediktsson komst m. a. svo að orði um þessa gagn- rýni: „Mætti ætla af lýsingum háttvirtra stjómarandstæð- inga, að þeir byggju í allt öðru þjóðfélagi en við hinir. Þeir hafa í mörg ár talað svo sem hér væri allt í kalda koli, grundvöllur atvinnuvega brostinn og allsherjar upp- lausn framundan." Þessi ræða Bjarna forsætisráðherra var birt í Morgunblaðinu að morgni sumardagsins fyrsta, en að kvöldi sama dags stóð sami maður enn í ræðustóli, að þessu sinni í hlutverki sínu sem formaður á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Og Bjarni formaður hafði heldur betur annað að segja en Bjarni forsætisráðherra. Um ástandið í sjávarútvegs- málum sagði hann umbúða- laust að þar væri „óneitanlega um neyðarástand að ræða sem víða mundi talið horfa til öngþveitis“. Hér er svo fast að orði kveðið að stjórnarand- stæðingar komust naumast í hálfkvisti i eldhúsdagsræðum sínum; séu þeir búsettir í „allt öðru þjóðfélagi" hefur Bjarni formaður sannarlega tekið sér bólfestu þar með æmum um- svifum. Og Bjami formaður sagði meira. Um nýjustu ráð- stafanir ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum komst hann m.a. svo að orði: „Til þess að firra vandræðum, þá hefur ríkisstjómin beitt sér fyrir auknum bótum bæði til verð- hækkana á bolfiski til bát- anna og til hraðfrystihúsanna. Því ber ekki að neita, að slík- ar bætur eru neyðarúrræði." „Neyðarástand", „öng- þveiti", „vandræði" og „neyð- arúrræði" eru þannig þau orð sem Bjarni íormaður notar þegar hann er að lýsa ástandi atvinnumála eftir mesta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar og þegar hann er að skilgreina viðbrögð rík- isstjórnarinnar við því á- standi. Hann reynir að vísu að réttlæta sig með verðlækk- unum á íslenzkum afurðum, en eins og margsinnis hefur verið rakið hér í blaðinu nema þær verðlækkanir aðeins hluta af mjög stórfelldum verðhækkunum sem við höf- um notið árum saman, og hefðu því ekki átt að leiða til neinnar „neyðar“ ef allt hefði verið með felldu. Hin þungu orð Bjama formanns hljóta því að langmestu leyti að hitta sjálfan hann; kannski er hann farinn að ástunda sjálfsgagn- rýni þá sem annar formaður télur til marks um rétta hegð- un. — Austri. Fremri röð frá vinistri: Guðjón Jónsson, Pétur Böðvarsson, Þorsteinn Bjömsson, Arnþór Óskars- son, Hinrik Einarsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Sigurður Einarsson. Aftari röð: Frímann Vil- hjálmsson, Þorgeir Lúðvíksson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Gylfi Jóhannesson, Ingólfur Óskarsson, Gylfi Hjálmarsson, Tómas Tómasson, Amar Guðlaugsson, Karl Benediktsson, þjálfari og Birgir Lúðvíksson, formaður Handknattleiksdeildar Fram. Versnar milli Kína S og Indónesíu i DJAKARTA 24/4 — Sambúð Indónesíu og Kína fer enn versn- andi. Indónesíska stjórnin skýrði , frá því í dag að tveimur kín- verskum sendiráðsmönnum hefði ■ verið vísað úr landi og nokkru síðar fréttist frá Peking að stjóm Kína hefði svarað í sömu mynt og vísað úr landi tveimur sendiráðsmönnum Indónesíu. Þegar Malik, utanríkisráðherra Indónesíu, skýrði frá brottvís- un sendiráðsmannanna tók hann fram að indónesíska stjórnin ætlaði sér að halda áfram stjóm- málasambandi við Kína. Sam- bandsslit þeirra á milli myndu á engan hátt auðvelda lausn þess sem hann kallaði „kínverska vandamálsins" INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐSISLANDS1967, l.Fl ÚTBOÐ Fjármálaráðherra hefur á- kveðið að nota heimild í' lögum frá 22. apríl 1967 til þess að bjóða út 50 milljón króna innlent lán ríkis- sjóðs með eftirfarandi skil- málum: SKILMÁLAR fyrir verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs, sem gefin eru út samkvæmt lögum frá 22. apríl 1967 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyr- ir árið 1967. 1. gr. Hlutdéildarbréf láns- ins eru nefnd spariskír- teini, og eru þau öll gefin út tii handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. 2. gr. Skírteinin eru lengst til 12 ára, en frá 15. sept- ember 1970 er handhafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini inn- leyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við inn- lausn. Fyrstu 4 árin nema þeir 5% á ári, en meðal- talsvextir fyrir allan láns- tímann eru 6% á ári. Inn- lausnarverð skírteinis tvö- faldast á 12 árum og verð- ur sem hér segir að með- töldúm vöxtum og vaxta- vöxtum: Skírteini 1.000 10.000 kr. kr. Eftir 3 ár 1158 11580 —— 4 ár 1216 12160 _ 5 ár 1284 12840 ... 6 ár 1359 13590 _ 7 ár 1443 14430 _ 8 ár 1535 15350 _ 9 ár 1636 16360 _ 10 ár 1749 17490 _ 11 ár 1874 18740 _ 12 ár 2000 20000 Við þetta bætast vevðbæt- ur samkvæmt 3. gr. 3. gr. Við innlausn skír- teinis greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlut- falli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísi- tölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skírteinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa íslands reiknar vísitölu bygging- ariíostnaðar, og eru nú- gildandi lög um hana nr. 25 frá 24. apríl 1957. Spari- skírteinin skulu innleyst á nafnverði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnáð- ar lækki á tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki inn- leyst'að hluta. 4. gr. Fastir gjalddagar skírteina eru 15. septem- ber ár hvert, í fyrsta sinn 15. september 1970. Inn- lausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, vextir og vaxtavextir auk verð- bóta, skal auglýst í júlí ár hvert í Lögbirtinga- blaði, útvarpi og dagblöð- um, í fyrsta sinn fyrir júlílok 1970. Gildir hin auglýsta innlausnarfjár- hæð óbreytt frá og með 15. sept. þar á eftir í 12 mán- uði fram að næsta gjald- daga fyrir öll skírteini, sem innleyst eru á tímabilinu. 5. gr. Nú rís ágreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu verðbóta á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað til nefnd- ar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabanki Islands tilnéfnir einn néfndarmanna, Hæstirétt- ur annan, en hagstofu- stjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fell- ir fullnaðarúrskurð í á- greiningsmálum, sem hún fær til meðferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu bygg- ingarkostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli tengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnar vera fullnað- arúrskurðir. 6. gr. Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálst á sama hátt og sparifé, sanikvæmt heimild í nefndum lögum um lántöku þessa. 7. gr. Handhafar geta fengið spariskírteini sín nafnskráð í Seðlabanka ís- lands gegn framvísun þeirra og öðrum slulríkj- um um eignarrétt, sem bankinn kann að áskilja. 8. gr. Innlausn spariskír- teina fer fram í Seðla- banka Islands. Eftir loka- * gjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engar verðbætur eru greiddar vegna hækkunar vísitölu byggingarkóstn: aðar eftir 15. september 1979. 9. gr. Allar kröfur sam- kvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst. hjá Seðlabanka Islands innan 10 ára, talið frá 15. september 1979. 10. gr. Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðla- .banka íslands. Spariskírteinin verða til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkr- um verðbréfasölum í Reykjavík. Vakin er at- hygli á því, að spariskír- teini eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Ingólfshvoli, Hafnarstræti 14. Salan hefst 28. aprfl. Apríl 1967.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.