Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 3
Miðvilcudagur 26. aprfl 1967 — ÞJÓÐVXLJINN — SÍÐA 3 Bandaríkjamenn herða enn stríðið í Vietnam Loftárásir gerðar á Hanoi og Haiphong Loftárásir á flugvelli í Kína nú undirbúnar með því að fullyrða að Norður-Vietnamar hafi þá til afnota SAIGON 25/4 — Enn í dag hertu Bandaríkjamenn stríð sitt í Vietnam þegar þeir gerðu miklar loftárásir á borg- imar Hanoi og Haiphong í Norður-Vietnam, mun nær mið- biki þeirra en nokkru sinni fyrr. í gær höfðu þeir í fyrsta sinn ráðizt á flugvelli þar sem staðsettar eru orustuþotur af sovézkri gerð og bandaríska herstjórnin í Vietnam er þegar tekin að undirbúa að slíkar árásir verði gerðar á kínverska flugvelli; skýrt var frá bví í dag að komið hefði í ljós að norðurvietnamski flugherinn hefði afnot af flugvelli í Kína. I loftárásinni sem bandarískar flugvélar gerðu í dag á Hanoi var ráðizt á járnbrautarvcrkstæði sem aðeins er rúma þrjá km frá miðbiki borgarinnar, en í Haip- hong var ráðizt á sementsverk- smiðju sem er ekki nema hálfan annan kilómetra frá miðbiki þeirrar borgar. 1 fréttaskeyti Reuters segir að loftánásir Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam í gær og í dag marki greinilega stigmögnun stríðsins. Samkvæmt frétt frá Hanoi voru 15 bandarískar flug- vélar skotnar niður í árásunum £ dag, en níu í gær. Sjálfir við- urkenna Bandaríkjamenn aðeins að hafa misst þrjár flugvélar béða dagana, en segja þóaðskot- hríð úr loftvarnabyssum hafi aldrei verið harðari síðan árás- irnar á Norður-Vietnam hófust. „Ófyrirsjáanlegar afleiðingar“ Árásdmar á flugvellina í Norð- ur-Vietnam í gær voru þær fyrstu sem á þá hafa verið gerð- ar. Talsmenn bandaríska land- vamaráðuneytisins hafa fram að þessu haldið þvi fram að slíkar árásir myndu hafa í för með sér ástæðulausa hættu á útfærslu stríðsins. Mike Mansfield, leiðtogi Demó- krata í öldungadeild Banda- ríkjaþings, sagði að loftárásirnar á flugvellina myndu aðeins tor- velda friðarumleitanir í Vietnam. Ef Norður-Vietnamar flyttu flug- vélar sínar til kínverskra flug- valla, myndi skapast erfitt og hættulegt ástand og enginn gæti þá sagt fyrir um afleiðingarnar. Westmoreland, yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í Vietnam, lýsti í dag ánægju sinni yfir á- rásunum á flugvellina. Hann sagði að þær gætu leitt til þess að Norður-Vietnamar flyttu flug- vélar sínar til flugvalla í Kína og myndi notagildi þeirra minnka við það. Talsmaður bandaríska land- vamaráðuneytisins skýrði frá því í gærkvöld, samkvæmt AFP- frétt, að Norður-Vietnamar hefðu nú þegar afnot af kínverskri flugstöð í Meng-Tsu, en þaðan til Hanoi er aðeins um stundar- fjórðungs flug. Þar í flugstöðinni væri gert við flugvélarnar. Þar Vietnam-réttarhöidin byrja í Stokkhóimi á iaugardag STOKKHÓLMI 24/5 — Það er I ekki amast við því að dómstóll- nú haft fyrir satt að dómstóll | inn hefði aðsetur f Svíþjóð, enda sá sem kenndur er við Bertrand ! þótt hún hefði færzt undan því Russell og fjalla á um stríðs- 1 við aðstandendur hans að réttar- gJæpi Bandaríkjamanna í Viet- | höldin fæm fram þar. Sænska nam muni hefja störf sín í Stokk- j stjómin myndi ekki reyna að hólmi á laugardaginn. Muni ! koma í veg fyrir réttarhöldin svo hann koma saman í Alþýðuhús- fremi sem aðstandendur þeirra væm nú um 30 norðurvietnamsk- ar omstuþotur af sovézkri gerð. Skotar niður yfir Kína Bandarískar flugvélar hafa á undanförnum misserum hvað eft- ir annað flogið inn í kínverska lofthelgi. I dag var frá því skýrt í Peking að tvær bandarískar herflugvélar hefðu verið skotnar niður yfir Kvangsi-fylki sem er syðst í Kína. Þetta hefðu verið þotur af gerðinni F4b-Phantom, en það em einar fullkomnustu herþotur sem Bandaríkjamenn eiga. Bandaríkjastjórn hefur ekki staðfest þessa frétt, en í Wash- ington var sagt í dag að verið væri að athuga málið. Tilkynn- ing um það kynni að verða gef- in út síðar. Herdómstólar á stofn í öllum helztu borgunum í Crikklandi Enn reynt að láta líta svo út sem konungur hafi verið andvígur valdaráni hersins í síðustu viku AÞENU 25/4 — Herforingjarnir sem hrifsuðu völdin í sín- una °S ýms dönsk blöð, t.d. ar hendur í Grikklandi fyrir helgina létu þau boð út ganga ”Information - haía krafizt þess tíu í dag að komið hefði verið á fót herdómstólum stærstu borgum landsins og yrðu leiddir fyrir þá allir þeir sem brotlegir gerðust við herlögin sem gilt hafa í landinu frá valdaráninu. Þessi boðskapur herforingj- anna gefur til kynna að þeir óttist andstöðu almennings, þótt allir foringjar lýðræðisaflanna og verklýðshreyfingarinnar sem til hefur náðst hafi verið hand- teknir og þeir fluttir í fanga- búðir. Enn er reynt að láta líta svo út sem valdarán herforingjanna hafi átt sér stað án vitundar og vilja Konstantíns konungs, enda þótt það sé í fullu sam- ræmi við öll afskipti hans af grískum stjórnmálum síðan hann vék frá löglega skipaðri ríkisstjórn landsins fyrir tæp- um tveimur árum. „New York Times“ skýrði frá því í dag að konungur hefði i Minningarathöfn um Komarof í Moskvu Þúsundir manna vottuðu minningu hins látna geimfara virðingu sína. — Rannsókn ákveðin MOSKVU 25/4 — Þjóðarsorg ríkti í dag í Sovétríkjunum , þegar kvaddur var Vladimir Komarof ofursti sem fórst í gær þegar geimfar hans, „Sojús l.“, hrapaði til jarðar úr 7 kílómetra hæð. viðtali við bandaríska sendiherr- ann í Aþenu, Phillips Talbot, látið í ljós óánægju með valda- töku herforingjanna. Það var haft eftir konungi sem sagður er hafa rætt tvívegis við banda- ríska sendiherrann síðan valda- ránið var framið að hann hefði beitt sér gegn hernaðareinræðinu og hann reyndi enn að beita sér fyrir því að við völdum taki stjórn sem styðjist við ákvæði stjómarskrárinnar. Allt bendir þó til þess að valdaránið hafj verið framið með fullkomnu samþykki kon- ungs. Bornar eru til baka fréttir af því að hann sé fangi hersins í sumarhöll sinni við Aþenu og sagt er að hann sé alveg frjáls ferða sinna. Vaxandi mótmæli Valdarán herforingjanna hef- ur hvarvetna mælzt illa fyrir pg víða 1 Evrópu komið fram krödiur um að stjórn þeirra verði neitað um viðurkenningu. Stjóm danpkra sósíaldemókrata hefur þannig fordæmt valdatök- að danska konungsfjölskyldan slíti sambandi sínu við Kon- stantín konung, en drottning hans er Anne-Marie, dóttir Friðriks 9. Alþjóðablaðastofnunin í Zúrich (IPI) hefur mótmælt harðlega afskiptum herforingjanna grísku af blaðaútgáfu. Nú fá ekki að koma út í Grikklandi önnur blöð en málgögn hægrimanna og jafnvei þau lúta strangri rit- skoðun. Rætt aftur um að banna dreifingu kjarnavopnanna GENF 24/4 — Fulltrúar stjóma Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hófu aftur í dag viðræður í Genf um bann við frekari dreif- ingu kjarnavopna. Þeir William Foster og Alexei Rosjtsjín rædd- ust við í tvær klukkustundir. Sagt er að báðir hafi lýst þeirri von sinni að samkomulag hafi tekizt um alþjóðasáttmála um slíkt bann fyrir 9. maí n. k. þegar afvopnunarráðstefnan £ Genf hefst aftur eftir sex mán- aða hlé. inu þar. Ætlunin hafði verið að réttar- höldin færu fram í Frakklandi, færu að sænskum lögum. Einn af helztu frumkvöðlum dómstólsins er þýzk-sænski rit- Ótaldar þúsundir Moskvubúa vottuðu minningu hans virðingu sína í dag þegar krukku með ösku hans var komið fyrir í húsi sovézka hersins i Moskvu. Tug- þúsundir manna biðu klukku- stundum saman í röðum eftir því að fá að ganga fram hjá jarðneskum leifum hans og grétu margir hástöfum. Ýmsir leið- togar Sovétríkjanna, t.d. Kosy- gin forsætisráðherra, stóðu heið- ursvörð við krukkuna sem geymdi ösku Komarofs. Tilkynnt var í Moskvu að skipuð hefði verið nefnd til að rannsaka öll atvik slyssins. Skýrt var frá því í gær að geim- farið hefði hrapað til jarðar vegna þess að fallhlífar þær sem draga áttu úr fallhraða þess gegnum gufuhvolfið flæktust saman, en grunur leikur á að ákveðið hafi verið að láta geim- farið lenda fyrr en til hafði staðið vegna þess að einhver bilun hafi orðið. Aska Komarofs verður jarð- sett á morgun eftir hátiðlega athöfn á Rauða torginu. Krukk- an með öskunni verður látin í Kremlmúrinn, en þar eru geymd- ar jarðneskar leifar margra manna sem getið hafa sér mik- inn orðstír síðan byltingin var gerð fyrir hálfri öld. Ákvörðun um næstu helgi um umsókn Breta um EBE-aðiid? LONDON 25/4 — Tvö brezk ild að EBE er talið víst að drátt- blöð, Financial Times“ bg „Daily ! ur muni verða á þvi að samn- Mail“ ^kýrðu frá þvi í dag að ! ingaviðræður geti hafizt og auk brezka stjórnin myndi um næstu þess víst að þær viðræður geta helgi taka endanlega ákvörðun dregizt mjög á langinn. um það hvort hún eigi að sækja------------------------ um aðild að Efnahagsbandalagi _ _ ■ ok> ■ Johnson bauo de Stjormn muni verða kvödd saman á aukafund á sunnudag- O1 |||S41 |!| IICA inn á sveitasetri Wilsons forsæt- %8ÍðUEtU III llwM isráðherra til að fjalla um þetta mál sem síðan muni verða lagt j BONN 24/5 — Johnson Banda- fyrir þingið áður en hlé verður ríkjaforseti bauð de Gaulle, for- gert á þingstörfum um miðjan seta Frakklands að koma til næsta mánuð vegna hvítasunn- , Washington i sumar þegar þeir ræddust við sem snöggvast við Enda þótt ákvörðun verði tek- in á næstunni um hvort Bretar eigi að sækja formlega um að- útför Konrads Adenauers i dag. De Gaulle mun hvorki hafa þeg- ið boðið né afþakkað það. en í gær var frá því skýrt að ; höfundurinn Peter . Weiss. _ Hann de Gaulle forseti hefði lagt bann við þvf. Sænska fréttastofan TT hafði eftir Erlander forsætisráðherra í dag að sænska stjórnin myndi Innlent lán Framhald af 10. síðu. skírteinin eru einnig seld í af- greiðslu Seðlabankans, Ingólfs- hvoli, Hafnarstræti 14. Hefst salan eins og áður segir föstu- daginn 28. þ.m. Beggja vilji ••• Framhald af 10. siðu. að auka samskipti vísinda- manna, efla samvinnu á sviði vísindarannsókna og auka skipti á vísindalegum og tæknilegum upplýsingum um fiskveiðar og fiskiðnað. Ákveðið var að athuga mögu- leika á, að viðeigandi samning- ur verði gerður milli landanna, þar sem kveðið yrði á um viss atriði varðandi veiðar á fiski- miðum, þar sem fiskimenn beggja landanna stunda veiðar". sagði í dag að ekki væri ástæða til að ætla að neitt það gerðist sem hindraði störf dómstólsins. Búizt er við að kostnaður við réttarhöldin pg þær rannsóknir sem á undan þeim hafa gengið muni verða rúmlega 10 miljónir ísl. kr. Mikill hluti þess fjár kemur úr sjóði „Friðarstofnunar- innar“ sem ber nafn Russells en fé hefur einnig verið safnað með samskotum víða um heim, einnig í Bandaríkjunum. Um hundrað sænskir rithöfundar, listmálarar, tónskáld og leikarar hafa lagt fram um 200.000 ísl- kr. Útför Adenauers var gerð í gær BONN 25/4 — Útför Konrads Adenauers, fyrrverandi kanzlara, var gerð í dag og var hann jarðsettur í Rhöndorf við Rín eftir að kveðjuathöfn hafði far- ið fram í dómkirkjunni í Köln, en þar voru viðstaddir stjóm- málaforingjar og þjóðarleiðtog- ar frá mörgum löndum. Fyrr um daginn hafði Adenauers verið minnzt á sérstökum hátíðarfundi vesturþýzka þingsins í Bonn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.