Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINTSr — Miövilfcudaisur 26. aprffl 1967. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalietaflokk' urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.; Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðusfc 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- t----------------------------------------------- Verður hún viðurkennd? pasistastjórnin í Grikklandi heldur áfram að herða einræðistök sín í skjóli hervalds. Forus'tumenn í stjómmálum og opinberu lífi eru handteknir þúsundum saman og fluttir á fangaeyjar, einhverj- ar illræmdustu djöflaeyjar okkar tíma. Það tak- markaða lýðræði sem allir dómbærir menn töldu þó að veita myndi vinstriflokkunum sigur 1 næstu kosningum hefur verið afnumið með öllu, prent- frelsi og félagafrelsi að engu gert, og í s'tað borg- aralegs réttarkerfis koma nú herdómstólar um land allt og flokka vanþóknanlegar skoðanir sem glæpi. jpróðlegt verður að fylgjast með því hvernig þau ríki sem einkanlega kenna sig við lýðræði bregðast við þessum atburðum. Og það verður einnig lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum íslenzkra stjómarvalda. Ríkisstjórn íslands hefur haft stjómmálasamband við Grikkland; Magnús V. Magnússon, sendiherra íslands í Vestur-Þýzka- landi hefur einnig verið sendiherra í Grikklandi. Ætlar rfkiss'tjórn íslands að viðurkenna einræð- isstjóm þá sem nú hefur hrifsað völdin? Forneskjuviðhorf I^Jálmiðnaðarmenn hófu skyndiverkföll sín í gær með algerri þátttöku, og á sama tíma hefur að- staða íslenzks járniðnaðar komizt á dagskrá á næs'ta fróðlegan hátt. Eins og greint hefur verið ífrá hér í blaðinu hafa íslenzk fyrirtæki gert til- boð í viðgerð á Bjarima, og var lægsta tilboðið kr.-6.235.000. Frá Vestur-Þýzkalandi barst hins veg- ar tilboð í sama verk og nam aðeins 2,2 miljónum króna, rúmum þriðjungi af íslenzka tilboðinu. Þeg- ar Þjóðviljinn spurði formann meistarafélags jám- smiðjanna hverju þessi munur sætti svaraði hann eins og eitthvert fomaldarfyrirbæri að megin- ástæðan væri sú að íslenzkir jámiðnaðarmenn fengju allt of hátt kaup. gins og rakið var hér í blaðinu í gær er þessi full- yrðing ósæmilegur uppspuni. En jafnvel þótt hún væri sönn myndi hún engu breyta. Munurinn á tilboðunum er svo mikill að jafnvel þótt íslenzk- ir jámsmiðir ynnu gersamlega kauplaust yrði kostnaðurinn miklu meiri hérlendis. Ef atvinnurek- endur í jámiðnaði kynnu að hugsa raunsætt myndu þeir fljótlega átta sig á því að meginvandi járniðnaðar hérlendis stafar af tvennum ástæðum. Annars vegar er hin samfellda óðaverðbólga sem hefur gert allar greinar íslenzks iðnaðar ósaim- keppnisfærar. Hins vegar er glundroði og skipu- lagsleysi; afkastageta og framleiðni jámiðnaðar á íslandi er í engu samræmi við þær óhemjufúlgur sem lagðar hafa verið í þá iðngrein að undanfömu. Ef breyta á þessu ástandi þarf nýja efnahagsstefnu í landinu og grundvallarbreytingar á skipulagi járniðnaðarins með margfalt betri nýtingu á vél- um og aðstöðu. Á þann hátt þurfa atvinnurekend- ur að temja sér þau nútimaviðhorf að setja metn-. að sinn í að halda uppi atvinnurekstri sem tryggt getur starfsmönnunum lífskjör sem jafnast á við þau sem bezt eru annarstaðar. — m. ÆSI ÍAN 061 SOSiAUSI l/IINN Ritstjóri: Leiíur Jóelsson. Ritnefnd: Jón Sigurðsson, Sigurður Magnússon, Vemharður Linnet. Neisti kemur út 1. maí Blaðið f jallar eingöngu um verkalýðsmál — er 48 síður og vandað að öllum frágangi — verður selt á útifundinum Viðtal við ÚLF HJÖRVAR Æskulýösfylkingin hefur um skeið haft í undirbúningi út- gáfu 1. maí blaðs Neista um verkalýðsmál. Vonandi er, að útkoma blaðsins verði til að lifga hugi manna nokkuð í þeirri deyfð, sem einkennt hefur rekstur íslenzkrar verka- lýðshreyfingar sáðari ár „Við- reisnarinnar". Blaðið kemur út í 2500 eintökum og verður selt í lausasölu við 1. mai hátíða- höldin. Verkalýösmálanefnd Æ. F. hefur annazt útgáfuna, en rit- stjóri blaðsins er Úlfur Hjörv- ar, sem áður hefur komið mikið við sögu Neista. Fer viðtal við Úlf hér á eftir. — Hverj ar ástæður eru fyrir því, TJlfur, að Æskulýðsfylking- in hefur ráðizt í þetta stór- virki? — Þessi útgáfa er beint fram- hald þeirra atburða, er urðu á 22. sambandsþingi Æskulýðs- fylkingarinnar s.l. haust. A þinginu var samþykkt allharð- orð ályktun um verkalýðsmál, og er hún birt í fyrsta skipti opinberlega í þessu 1. maí blaði Neista. í þeirri ályktun og í umræðum á þinginu kom fram mi-kil gagnrýni á þeirri deyfð, sem ríkir í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar, og þá ekki hvað sízt í fræðslu- og útgáfu- málum. Nú eru liðin tiu ár síðan Vinnan og verkalýðurinn, sem var verkalýðsmálgagn sós- íalista, hætti göngu sinni. Al- þýðusambandið er hætt að gefa út málgagn sitt Vinnuna reglu- lega, en útgáfa hennar og ann- arra rita á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar takmarkast æ meira við afmælis- og minning- arritaútgáfu. 1 blöðum sósíalista er fjallað minna en áður um þau raunverulegu vandamál, sem verkalýðshreyfingin á við að etja á hverjum tíma. Þá var -------------------------------$ enn talið óverjandi að nota ekki þinghlé Alþýðusambands- ins til þess að ræða opinberlega þær stófelldu og umdeildu skipulagsibreytingar, sem á að leggja fyrir þingið, þegar það kemur aftur saman í haust. Æskulýðsfylkingin vildi gera meira en gagnrýna þetta á- stand, heldur áleit það og^. skyldu sína að taka frumkvæði, þar sem aðrir aðilar virtast ekki reiðubúnir til þess. Munið 1. maí fagnað Æsku- lýðsfylkingar- innar sunnudag- inn 30. apríl í Glaumbæ Öm Friðriksson, form. verkalýðsnefndar Æ.F. — Hvaða efni er helzt í blað- inu? — Þar má nefna grein um pólitíska afstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar í dag og aðra um þróun íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar síðari ár. Þarna er og viðtal við Margréti Auðuns- dóttur, formann Sóknar, þar sem hún gagnrýnir harðlega ýmsa þætti í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar á undanförn- um árum. Nokkuð er um þýdd- ar greinar um verkalýðsmál, og allmörg ung skáld leggja blað- inu til gott efni. Leitað var til nokkurra forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar, en efni frá A Balfundur ÆFR á fímmtudagskvöld Aðalfundur ÆFR verður haldinn annað kvöld og hefst kl. 20.30 að Tjarnargötu 20. Dagskrá fundarins: 1 Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Endurskoðaðir reikningar og uppá- stungur um næstu stjórn og fulltrúaráð liggja frammj að Tjamargötu 2. — Stjómin. þeim er minna en vonir stóðu til. — Heldurðu að framhald geti orðið á slíkri útgáfu Æskulýðs- fylkingarinnar sem þessari? — Það er undir ýmsu komið, meðal annars því, hvemig þessu blaði reiðir af. Vissulega er full þörf á því, að slíku blaði sé haldið úti áð staðaldri, og meðan aðrir aðilar láta það undir höfuð leggjast, mun Æskulýðsfylkingin vafalaust reyna að halda þessu áfram. tllfur Hjörvar, ritstjóri Neista. VERKAL ÝÐSMÁL ÆskulýðsfyIki ngi n hefur lát- ið verkalýðsmál meira til sín taka siðasta vetur, en venja hefur verið á undanfömum ár- um. Miklar og fjörugar um- ræður urðu um verkalýðsmál á sambandsþingi Æ. F. á síð- astia hausti, t>g þingið sam- þyfckti ályktan um málefni verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur verið allumdeild. Á- lyktanin hefur á margan hátt verið grundvöllur og hvati starfs Æskulýðsfylkingarinnar að verkalýðsmálum í vetar. Verkalýðsmálaklúbbur hefur tekið til sterfa innan Æsku- lýðsfylkingarinnar í Rvík. Flestir málfundir sósíalista, sem Æskulýðsfylkingin hefur beitt sér fyrir, hafa fjallað um efni, er snerta verkalýðshreyf- inguna beinhnis; og sérprent- uð hefur verið grein Lofts Guttormssonar: Verkalýðs- hreyfingin í Vestur-Evrópu andspænis nýkapiteiisma. Stærsta verkefnin em þó undirbúningur vandaðrar út- gáfu 1. maí blaðs Neista, sem helgast verkalýðsmálum ein- göngu og undirbúningur að landsráðstefnu sósíalista um verkalýðsmál, sem haldin verð- ur á næsta hausti. Eins og sjá má af þessari upptalningu, þá eru þarna verkefni, sem að öllu jöfnu ætta ekki að teljast viðfangs- efni sósíaliskrar æskulýðshreyf- ingar; æskulýðssamtök hafa ekki aðstöðu til þess að beita sér í verkalýðsmálum af mikl- um þrótti, og mörg önnur verk- efni eru þeim vissulega nær- tækari. Ástæða þess, að Æsku- lýðsfylkingin hefur tekið þetta fnjmkvæði, er sú, að við enga aðra aðila hefur verið við að keppa, og skortar á umræðum um þessi mál á breiðum grund- velli er orðinn svo tilfinnan- legur, að ekki er lengur unnt að sitja auðum höndum. Þjóðfélag í Norðvestur-Evr- ópu hefur tekið gjörbreyting- um eftir síðari heimsstyrjöld. Þessar breytingar valda því, að róttækt endurmat á starfshátt- um verkalýðishreyfingarinnar og baráttumálum verður að fara fram. Hið sama gildir um hugmyndafræði stjórnmála- flokka hennar, stjómlist þeirra og vinnustíl. Verfcalýðsstéttin hefur viðast hvar unnið sigur í barátta sinni fyrir sjálf- sögðusta mannréttindum og tryggt sér sæmilegt lífsöryggi. En í hinum svo kölluðu „vel- ferðarríkjum“ er mönnum að verða æ ljósara, að aðeins hálfur sigur er unninn; sam- félagshættir „velferðarríkisins" gete efcki tryggt launlþegum mannsæmandi lífsskilyrði. Fjöl- miðlunartæki og þjónusta- starfsemi einkaauðmagnsins beygja launþegana miskunnar- laust til þess að aðlaga líf sitt þörfum vörumarkaðar einka- auðmagnsins og launabaráttan missir að verulegu leyti gildi sitt. Verkalýðshreyfingin er einnig að vakna til meðvitand- ar um það, að „hagræðing“ í atvinnulifinu, lausnarorð borg- araflokkanna, merkir oftast í veruleikanum gjörnýtingu vinnuaflsins, er stefnir heilsu launþega í bráðan voða, og áður óþekktir atvinnusjúkdóm- ar birtast. Loks er þáttar ríkis- valdsins í stjóm efnahagslífs- ins orðinn það stór, að stéttar- baráttan verður í vaxandi mæli barátta gegn ríkisvaldi einkaauðmagnsins: hin faglega barátta breytist í pólitiska bar- áttu. Aukinn þáttur ríkisvalds- ins í áhrifum á efnahagslífið og verðmyndun, tilraunir með áætlanagerð o. fl. valda því að samvinna við verkalýðs- hreyfinguna verður ríkisvaldinu óumflýjanleg, eigi að vera hægt að reka þjóðfélagið- Þannig á verkalýðshreyfingin um tvo kosti að velja í megin- atriðum: að taka við hlutverki þjónsins og láta innlima sig í ríkisvél nýkapitalismans eða stefna baráttu sinni í vaxandi mæli út1 fyrir ramma þjóðfél- agsháttanna, berjast fyrir nýj- um lífsháttum launþega og nýrri menningu á grundvelli félagsreksturk og félagslegrar þjónustu; taka forystu í þjóð- félaginu með mætti samtaka sinna. Á þeim umræðufundum, sem Æskulýðsfyfkingin hefur beitt sér fyrir, hafa þessar nýju að- stæður verið ræddar og þau mál, sem snerta verkalýðs- hreyfinguna beint og óbeint. Það hefur verið tilefni nokk- urra vonbrigða, að forystamenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki sótt þessa fundi og tekið þátt i umræðunum. Það sem íslenzkri verkalýðshreyfingu er nú nauðsynlegast framar öllu öðru er að marka sér nýja Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.