Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 13. júlí 1967 — 32. árgangur — 153. tölublað. Arkitektar teikna aðeins 5. hverja ibúð □ 1 greinargerð, sem >jóðvil.ian- um hefur borizt frá Arildtekta- félagi Islands, segir m.a. að arkitektar — þ.e. þeir sérfróðu menn sem rétt hafi til að bera þetta starfsheiti — hafi að- eins teiíknað um það brl 20°',, íbúðarhúsa í tveimur nýjustu byggingarfwerfum Eeykja- víkur. 1 hverfinu við Sæviðarsund er aðeins 1 af 12 einbýlishúsum teiiknað af arkitekti, 2 af Í5 tvíbýlishúsum og 3 af 10 rað- húsum. Hvorugt 8 hæða stór- hýsan-na í hverfinu er teikn- að af arkitektum og af þriggja hæða blokkunum eru 2 teikn- aðar af arkitektum. Ef tekið er hlutfall alls hiverfisins í rúmmetrum kemur í ljós að arkitektar hafa átt hlut að tæpum 20% af byggðum fbúð- arrúmmetrum. □ 1 Árbæjarhverfi er svipaða sögu að segja. Af 130 einbýl- ishúsum eru 9 teiknuð af arki- tektum, þar af 4 eigin hús ankitefctanna. 1 garðhúsahverf- inu eru 5 af 43 húsum teikn- uð af arkitektum og af 34 ‘ sambýlishúsum við Hraunbæ hafa arkitektar átt hlut að 3. □ Greinargerð Arkitektafélagsins verður birt í heild hér íblað- inu síðar. 80 miljón kr. í útsvörum velt af félögum yfir á einstaklinga Landleiðavagn tekinn úr umferð: Strætisvagninn hafði ekið áskoðaður / nær tvo mónuði I fyrradag gerðist sá einstæði atburður að strætisvagn í áætl- unarferð var tekinn úr umferð vegna þess að eigendur hans höfðu vanrækt í meira en 7 vik- ur að færa hann til skoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu. Auk þess reyndist vagninn ekki i ökufæru ástandi að dómi skoðunarmanns. Þetta gerðist um sexleytið í fyrraþvöld að* vegalögreglan og skoðun’arm'aður frá bifreiðaeftir- litinu stöðvuðu einn af strætis- vögnum Landleiða á Kópavogs- hálsi, þar sem hann var í áæt!- unarferri *í] Fafnarfjarðar full- sk'.paður 'ar'.iegum. Við athugun kom í ljós að vagninn var óskoð- aður, enda þótt 'skylt hafi verið að færa hann til skoðunar í síð- asta lagi 22. maí sl., þ.e. komið var 7 vikur fram yfir þann tíma sem skylduskoðun á stræt- isvagninum átti að 'fana fram. ökumanni var leyft að ljúka við ferðina á endastöð á Hval- eyrarholti í Hafnarfirði. >ar skoðaði eftirlitsmaður vagninn og reyndist hann í óökufæru ástandi, m.a. voru hemlar bilaðir. Var vagninn þegar tekinn úr umferð og skrásetningarnúmer skrúfuð af honum. \ ' Lengi hefur verið vitað að vagnar Landleiða á Hafnarfjarð- Framhald á 7. síðu. Sól og sumar í Reykjavík ★ Bezti dagur sumarsins var I gær og fögnuðu Reykvíking- ar bonnm ósparí. Hvarvetna sást fólk léttklætt í sólbaði í skemmtigörðum borgarinn- ar, einkagörðum og á sund- stöðunum. ★ Götumyndin breyttist á svip- stundu: yfirhafnir voru skild- ar eftir heima og bros ljóm- aði á mörgu andliti — þrátt fyrir útkomu skattskrárinnar. ★ Strákana tvo á efri myndinni, Kjartan og Magnús, hittum við í Nauthólsvíkinni þar sem þeir voru að hressa sig á appelsíni eftir sundið. ★ Á neðri myndinni sjást fjór- ar kotrosknar Reykjavíkur- dömur mcð fósturböm sín í Hljómskálagarðinum. (Ljósm. Þjóðv. — vh) Eins og bent var á hér í blaðinii í gær hafa tekjuút- svör einstaklinga hækkað um 118.2 miljónir króna frá þvi í fyrra en tekjuútsvör félaga hafa hinsvegar aðeins hækkað um 7.7 miljónir króna frá síðasta ári. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villzt að sú ó- heillaþróun sem átt hefur sér stað í álagningarmálum hér i Reykjavik hcldur enn áfram, það er: að einstaklingar bera sífellt stærri og stærrí hlut af álögðum útsvörum en hlutur gróðafélaga og stórfyrirtækja í útsvarsbyrðinni minnkar sífellt að sama skapi. Félög báru 24% 1960 en 12% í ár Samkvæmt skattskránni bera einstaklingar í ár 88.1% álagðra tekjuýtsvara en félög og fyrirtæki aðeins 11.9%. Samsvarandi töl- ur í fyrra voru: Einstaklingar tæp 87% ogsfélög rúm 13%. Samkv. þvi hefur við álagningu útsvaranna í sumar rösklega 1% útsvars- byrðarinnar verið létt af gróðafélögum og stórfyrirtækjum borg- arinnar 'og lagt á herðar einstaklinga, hinna almennu skattborg- ara. I beinum peningum reiknað nemur þessi upphæð a.fn.k. 7-8 miljónum króna- Eí litið er á lengra tímabil kemur bó enn gleggra í ljós, hve þessi þróun er stórstíg og uggvænleg. Árið 1960 báru einstaklingar 76% álagðra tekju- útsvara í Reykjavík en nú, 7 árum síðar, rösk 88%. Hlutfall félaga hefur hins vegar lækkað úr 24% árið 1960 í tæp 12 prósent í ár. Verk íhaldsmeirihlutans í Reykjavík Hefði við álagningu tekjuútsvara í Reykjavík í ár verið haldið sama hlutfalli í skiptingu út- svarsbyrðarinnar á milli einstaklinga og fyrirtækja og árið 1960 væru tekjuútsvör einstaklinga nú að- eins um 513 miljónir króna í stað 593,4 milj. króna en tekjuútsvör fyrirtækja hins vegar um 161 mil- jón króna í stað 80,4 miljóna. Með öðrum orðum: Á 7 ára tímabili hefur rösklega 80 miljóna króna útsvarsbyrði verið létt af herðum stórgróðafyrir- tækjanna og þær lagðar á bök hinna almennu skatt- borgara hér í Reykjavík. Þessi breytta stefna í álagningu útsvara er verk íhaldsmeiri- hlutans i borgarstjóm Reykjavíkur og gegn henni hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjóm barizt ár eftir ár. íhaldið í Reykjavík undir fomstu Geirs borgarstjóra hefur launað bprgur- um Reykjavíkur að þeir hafa tvívegis á þessum 7 árum gefið því meirihlutaaðstöðu í borgarstjóm með því að. leggja á þá í ár 80 miljónir króna í tekjuútsvör, sem stórgróðafyrirtækin í borginni hefðu átt að bera í þeirra stað, ef fylgt hefði verið sömu álagningarskiptingu og árið 1960. Og það eru ekki aðeins þessar 80 miljónir króna í ár sem um er að ræða- Sl. 6 ár hefur iþaldið einnig beitt þessari sömu aðferð og tekið tugi milj- óna króna árlega af skattborgumnum, sem auðfélögin hefðu átt að greiða. Emstaklingar 18,1% hækkun félög 1,7% lækk. Á öðrum stað hér í bflað- inu er sýnt fram á það hvemig Wlutur gróðafélagaí tekjuútsvörum Reykjavíkur- borgar hefur læikkað á sL 7 árum úr 24% árið 1960 í tæp 12 prósent í ár og frá í fyrra hefur hlutur félag- anna lækkað úr röskum 13 prósentum í 11,9 prósent. Þessar tölur em miðaðar við heildarupphæð álagðra tekjuútsvara. Ef við lítum hins vegar á meðaflútsvar bæði einstaklinga og félaga nú í ár og á sl. ári kemur þetta í ljós: f fyrra, 1966, var meðal- útsvar einstaiklinga í Rwiflí kr. 18.407. f ár hefur það hins vegar hætekað í 21.741 krónur, þ.e. um 3.334 krón- ur eða 18,1 prósent. Meðalútsvar fyrirtækja í Reykjavflt var hinsvegarkr. 63.481 í fyrra en er nú 62.393- ^rónur. Þau hafa með öðrum orðum lækkað um 1.088 krónur eða 1,7%. 15 til 20% aukning á farþegatöiu ÞJÓÐVILJINN náði tali í gær- dag af Gunnari Hilmarssyni hjá Flugfélagi íslands og innti hann frétta af hinni nýju-þotu og hvernig rekstur hennar gengi. ÞETTA GENGUR Y^L hjá Gullfaxa, sagði Gunnar, og hefur aukningin fram að þessu verið 15 til 20f,',n á farþegatölu við tilkomu þotunnar, enda tekur hún 108 farþega í sæti. GTJLLFAXI kom klukkan átján í gærdag úr nítjándu ferð- inni og kemur frá Kaup- mannahöfn og Glasgow og er sætanýtingin svo til 100% i ferðunum hingað, — hinsveg- ar er pressan ekki eins mik- il frá landinu þessa dagana frá ferðamönnum. NÚNA ER HÁANNATtMINN og ferðamannastraumurinn ligg- ur til landsips, — hinsvegar snýst þetta við eftir hálfan mánuð, þá fer straumurinn að verða meiri út úr landinu en inn. ANNARS VERÐA komnar nokk- uð heillegar niðurstöður eft- ir tvo mánuði og væri þá gam- an að gefa skýrslu um aukn- ingu. Árni Friðriksson mun koma , \ hingað til lands í ágúst — sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur í viðtali í gærdag í gærdag náði Þjóðviljinn tali af Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi, sem staddur er í skipasmíðastöð í Lowestoft norðaustur af London til þess að fyigjast með smiði hins nýja liafrannsóknarskips fyr- ir íslendinga. Ennfremur er þar staddur tón Grímsson, 1. vélstjóri og líður þeim félögum vel. Jak- ob kvaðst þó vera orðinn ó- rólegur og þungt í sinni < hefði smíðin orðið fyrir tö um, — væri skipið ekl væntanlegt fyrr en í næs mánuði hingað til lands .< Framhald á 7. síð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.