Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júli 1967 — 'ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Melina Mercouri. Melina Mercouri svip! þegnréiti AÞBNU 12/7 — Gríska herfor- mgjaklíkan hefur svipt hina heimskunnu grísku leikkonu, Melinu Mercouri, grískum þegn- rétti ásamt sjö ödrum Grikkj- um sem dveljast erlendis. Þau eru sökuð um ..andgríska starf- semi“. Melina Mercouri sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Aldrei á sunnu- dögum“ dvelst nú í New York. Einn hinna sjö er Nicholas Nic- olaides, sem er framkvæmda- stjóri æskulýðssamtaka Mið- bandalagsins. Hann dvelst nú í Kaupmannahöfn og sagði þar í dag að hann myndi sækja um danskt ríkisfang. Nýir árekstrar ísraelsmanna og Egypta vii Súeiskurðinn Unnið af kappi að því að senda eftirlitsmenn SÞ þangað til að fylgjast með að vopnahlé sé haldið KAÍRÓ og TELAVIV 12/7 — Samtímis því sem .unnið mr af kappi að því í aöalstöðvum Sameinuðu þjóðanna i dag að senda eftirlitstmenn til þess að fylgjast með því að vopnaihlé ísraels og araba sé haldið, urðu nýir á- rekstrar milli fsraelsmanna og Egypta við Súezskurð. Kairóútvarpið sagði að tveir ísraelskir sikriðdrekar hefðu vev- ið eyðiOagðir í viðureign sem átti sér stað fyrir sunnan bæinn Ism- ailia, sem stendur við skurðinn, um 80 km fyrir sunnan Port Sa- id. Talsmaður ísraelsku stjórnar- innar sagði í Telaviv að Egypt- ar hefðu rofið vopnahléið í ná- grenni Ismailia. Þeir hefðu haf- ið þar skothríð á tvo ísraelska jeppa. Einn israeilskur hermað- ur hefði særzt, sagði talsmaður- inn, sem minntist ekkert á að skriðdrekar hefðu komið við sögu. Egyptar halda þvi fram að ísraeflsmenn hafi nú sem fyrr orðið fyrri til að rjúfa vopnaihlé- ið. Þá er sagt í Telaviv að tveim egypzkum tundurskeytabátum hefði verið sökkt í gærkvöld í viðureign við ísraelska flotadeild undan strönd Sinaiskaga. Gefið var í skyn í ísraelskum blöðum HörS ádeila á skríf ítalsks kommáaista / sovézku blaði MOSKVU 12/7 — Fréttaritari NTB í Moskvu segir það hafa vakið athygli þar að í bók- menntablaðinu „Literatúrnaja Gaseta“ hefur verið birt grein þar sem farið er hörðum orðum um skrif ítalsks kdmmúnista, bókmenntafræðingsins Vittorio Strada, um sovézkt menningarlíf, “ en hann hefur haft sitthvað að því að finna. ■ Greinin í „Literatúrnaja Gas- við Krnstjof NEW YORK 12/7 — Bandaríska sjónvarpsfélagið NBC sendi í gærkvöld út dagskráratriði sem beðið hafði verið með eftirvænt- ingu. Það var viðtal við Nikita Krústjof, fyrrv. forsætisráðherra, tekið nýlega í Moskvu. Einkum þykja í frásö'gur færandi dómar hans um bandaríska stjórnmáln- menn. Hann kallaði Nixon ó- . nytjung og rótlausan galgopa. Þeir sem þekktu Eisenhower. | sagði Krústjof, bæru litla virð- I ingu fyrir honum bæði sem her- stjóra og Æorseta. Öðru máli I gegndi um Kennedy. — Hann var sannkallaður stjórnmálaskör- j ungur. Ég held að við hefðum nú ágæta sambúð við Bandaríkin ef Kennedy hefði lifað, því að hann hefði aldrei látið land sitt flækj- ast í það óþverrastríð sem nú er háð í Vietnam, sagði Krústjof. eta“ fyllir heila síðu og er birt undir fyrirsögninni „Nauðsynleg- ar mótbárur“. Þar er svarað greinaflokki eftir Strada þar sem hann hafði gagnrýnt stefriu Sovétríkjanna í menningarmálum og kallað hana íhaldssama. Nið- urstöðum hans er vísað á bug og sagt að þær beri keim af „borgaralegum áhrifum“. Þá seg- ir að það sé ekki til þess fallið að auka skilning á sovézkri list, að þeir sem um menningarmál fjalla í Sovétríkjunum ræði ekki fyrir opnum tjöldum og af fullri einurð við.þá menn erlendis sem séu á öndverðum meið, enda þótt þeir séu annars hliðhollir sov- ézku þjóðfélagi- Þau ummæli eru talin boða að fleiri slíkar greinar séu vænt- anlegar, en ýms atriði sovézks menningarlífs hafa að undan- förnu sætt vaxandi gagnrýni meðal kommúnista í Vestur-Evr- og þá ekki hvað sízt á ítal- opu, að tundurskeytalbátarnir hefðu átt að setja strandhöggsmenn á land. Sagt er að átta ísraelskir sjóliðar hafi særzt, en ekki er getið um manntjón Egypta. Til Súez án tafar Ú Þant framkvæmdastjóri skýrði öryggisráði SÞ frá þvi í dag að hann hefði gefið öllum þeim eftirlitsmönnum samtakanna sem tiltækir væru fyrirmæli um að fara till Súezskurðar án tafar. Hann kvaðst vera að ráða 25 liðsforingja handa vopnahlés- nefnd SÞ í Palestínu til viðbót- ar þeim sem hún hefur þegar í þjónustu sinni. Formaður vopna- hlésnefndarinnar er Norðmaður- inn Odd Bull. Ekki er vitað hve margir eftiríitsmennirnir verða fyrst um sinn, en þeir verða á- reiðanlega langtum fleiri en 25. Bæði Israelsmenn og Egyptar hafa nú fallizt á að leyfa eftir- litsmönnunum að gegna störfum sinum á þeim landsvæðum sem þeir ráða. Viðræður araba Meðan þessu fer fram halda á- fram stöðugar viðræður leiðtoga arabarfkjanna um leiðir til að vinna aftur af Israelsmönnum bað land sem þeir lögðu undir sig í stríðinu í síðasta mánuði. Nasser ræddi aftur í dag í Kaíró ;ið Arif, forsetá Iraks og Boum- ■dienne forseti Alsírs, hélt i Damasikus .áfrarn viðræðum sín- um við el-Atassi, forseta Sýrían'ds. Talið er liklegt að Boumedienne muni koma' við í Kaíró á heim- leiðinni. Leiðtogar A-Evrópu á fundi Flestir helztu ráðamenn ríkja Austur-Evrópu hafa verið á fundi í Búdapest. Hann hófst í gær og honum var lokið í dag. Meðal fuintrúa á fundinum voru þeir Bresnéf flokksritari og Kosy- gin forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Samþykkt var ályktun þar sem Bandaríkin, Israel og önnur heimsvaldasinnuð öfl í heimin- um eru sökuð um að ögra fríð- aröflum heimsins með yfirgangs- stefnu sinni. Lýst var yfir full- um stuðningi við araibarfkin í réttlátri baráttu þeirra fyrir þvf að vinna aftur það sem tapaðist. f árásarstríði Israels gegn þeim. Auk þeirra Bresnéfs og Kosy- gins voru á fundinum þeir Sjiv- kof frá Búlgaríu, Kadar frá Ung- verjalandi, Ulbricht og Stoph frá Austur-Þýzkalandi, Gomulka og Cyrankiewicz frá Póllandi, Nov- otny og Lenart frá Tékkósllóvak- íu og Tító frá Júgóslavíu. Ekki var getið neins fulltrúa frá Rúm- eniu, en Rúmenar hafa í þessu máli sem mörgum öðrum farið sínar eigin götur. Bora eftir olíu. Það er til marks um það að Israelsmenn hafi alls ekki í hýggju að afsala sýr þeim land- svæðum sem þeir hafa unnið 1 stríðinu að frá því var skýrt í Telaviv í dag að hafnar væru reynsluboranir eftir clíu á Sin- aiskaga. Borað er eftir olíun-ni við E1 Belayin, en olíulindirnar þar eru sameigirilleg eign egypzka ríkisins og olíufélagsins ENI. sem ítalska ríkið á. Þetta munu vera auðugustu olíulindirnar á Sinai- skaga. Talið er að framleiða mætti 4,5 miljónir lesta af olíu áríega á suðvesturhorni Sinaiskaga, en það er miklu meira magn en Israelsmenn hafa sjélfir þörf fyr- ir. Bardagarnir harðna víða í 5- Vietnam Thieu hershöfðingi segir að þörf sé fyrir verulega fjölgun í bandaríska herliðinu SAIGON 12/7 — Fréttir beirast af harönandi bardögum víða í Suður-Vietnam og virðist her Þjóðfrelsisfylking- arinnar verða vel ágengt í því að „opna, nýjar vigstöðv- ar“ til þess að neyða Bandaríkjamenn til að dreifia úr liði sínu. 1 dag bárust að vísu ekki fréttir a'f sérstökum viðureign- um í hæðardrögunum rétt fyrir sunnan 17- breiddarbaug þar sem einhverjar hörðustu og mann- skæðustu orustur Vietnamstríðs- ins hafa verið háðar undanfarn- ar vikur. Þeirra vegna hafa Bandaríkjamenn orðið að flytja mikið lið þangað norður úr öðr- um hlutum landsins, svo að þeir hafa aftur misst»vald yfir héruð- um sem þeir töldu sig hafa hrak- ið þjóðfrelsisherinn úr fyrir fullt og allt. Bandarískar hersveitir misstu 35 fallna og 26 særða i sex tíma bardaga sem háður var í þétt- um frumskógi skammt frá landa- mærum Kambodja. Þetta var á miðhálendinu, aðeins fimm km frá mörkum Pleikufylkis, en það var einmitt frá miðhálendinu sem Bandaríkjamenn höfðu flutt mest sitt lið til norðurhéraðanna við 17. breiddarbaug, Einnig á óshólmum Mekong- fljóts fyrir sunnan Saigon er sagt að bardagar hafi farið harðnandi síðustu daga. Herferð Bandarikjamanna gegn þjóðfrels- ishemum þar, sem hófst í vor, fór alveg út um þúfur, enda er þetta það hérað landsins þar sem Þjóðfrelsisfylkingin hefur búið einna bezt um sig. Heimta meiTi tíer Thieu hershöfðingi, sem titl- aður er „forseti" Saigonstjórn- arinnar, sagði i dag að „land hans“ þyrfti verulegan banda- rískan liðsauka til þess að geta fært sér í nyt það sem unnizt hefði á í stríðinu að undanfömu, eins og hann komst að orði. Hann sagði þetta við blaðamenn um borð í bandaríska flugvéla- skipinu „Constellation" á Ton- kinflóa. Hann ræddi einnig um fyrir- hugaðar „forisetakosningar“ þar sem þeir Ky hershöfðingi eru saman í framboði og sagði að meðan kosningabaráttan stæði myndi sett á ritskoðun sem ann- ars er bönnuð í „stjómarskrá“ landsins. Hann sagði að ritskoð- uninni myndi þó aflétt að kosn- ingum lo^num. NJÓIIÐ UBSINS, þið eruð á Pepsi aldrinum. jStern" ræddi við Tshombe 1 HAMBORG 12/7 — Vesturþýzlca vikublaðið „Der Stem“ skýrði frá því í dag að einn af blaða- mönnum þess hefði fengið að ræða við og Ijósmynda Moise Tshombe í herskála í Boufarik, um 40 km frá Aigeinsborg. Við- talið verður birt í næsta hefti Waðsins, en Tshombe sagði m a. áð hann hefði haft góðan að- ’-'únað og gerði ekki ráð fyrir að hinn yrði framseldur Kóngó- -.jórn. Bléðugar óciröir ennþá í Hongkong tJtgöngubannið sem nýlendustjórnin hafði sett var virt að vettugi af borgarbúum HONGKONG 12/7 — Enn voru tveir mepn vegnir í Hong’kong í dag, en þar hafa veriö látlausar óeirðir síð- an fyrir helgina. Ljóst er að íbúar nýlendunnar hafa að engu boð þau og bönn sem brezka nýlendustjórnin gef- ur út. Þrítugur maður var skotinn til bana og af líki annars manns mátti ráða að hann hefði verið stunginn til bana- Mikill mannfjöldi fór um göt- ur hverfisins Kowloon í Hong- kong og lét illum látum, enda þótt nýlendustjórnin hefði hótað öllu illu ef banni hennar við mannsöfnuði á götum úti yrði ekki sinnt. Lögreglan beitti táragasi gegn mannfjöldanum og skaut úr byss- um sínum, en hann lét það ekki á sig fá heldur hélt ferðinni á- fram, velti bílum, kveikti í stræt- isvögnum og hóf grjótkast- Kastað var grjóti og flöskum i lögreglumennina af efri hæðum háhýsa og enginn virti útgöngu- bann það sem sett var þegar ó- eirðirnar breiddust út frá Hong- kong-eyju til þess hluta nýlend- unnar sem er á meginlandinu. Margir menn eru sagðir hafa særzt í þessum átökum. ískalt Fepsi-Cola hefiir hið lífgandi bragð ★ Pepsi, Pepsi-Cola og Mirinda eru sikrásett vörumerki, eign PEPSICO TNC. N.Y,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.