Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.07.1967, Blaðsíða 10
örœfaferð á 5 bílum Ekíð í fyrsta skipti yfir Skeiðarár sand í skemmtiferð að sumariagi Nú í byrjun júlímánaðar fór 50 manna hópur akandi á bílum austur yfir Skeið- arársand og austur í Öræfa- sveit. Mun þetta vera í fyrsta sinn að skemmti- ferðafólk fer þessa leið i bílum að sumarlagi. Skeiðarársandur er sem kunn- ugt er versti farartálminn á leið- inni til Austurlands og sá eini eftir að lokið hefur verið við að brúa Jökrulsá á Breiðamerkur- sandi nú í haust. Þessi leið hefur oft verið farin að vetrarlagi og er tiltölulega auðvelt að komast yfir sandana áður en hlýna tek- ur í veðri á sumrin og lítið er í ánum yfir sandinn. Ég vil taka það skýrt fram, sagði Pétur Kristjánsson fararstjóri í umræddri ferð í við- tali við Þjóðviljann. að bað er alls ekki einhlítt að fara bessa leið að sumarlagi og vaeri óðs manns- aeði að fara einbíla, og. jeppar komast bama alls ekki. Það sem hjálpaði okkur var hvað kalt hefur verið í veðri að und- anförnu og bess vegna lítið í vötnunum. Ég tel bað megi fara betta í bílum í júlímánuði beg- ar tíðarfar er eins og verið hef- ur að undanförnu, kuldar langt fram á vor. Við vorum 50 manns í ferðinni, og er þetta hópur sem haldið hefur saman á ferðalögum nú I þrjú ár, flestir eru úr Kópavogi. Við fórum á tveim stórum bilum af gerðihni Studerbaker-Reo og eru þeir með drifi á öllum hjól- um- Norðurleið á annan bílinn og ók ég honum en Gísli Eiríks- son á hinn og ók honum sjálfur. Auk þess voru með í ferðinni tveir Dodge-Weaponbílar og einnig slógust með í förina menn frá sjónvárpinu á Ford Bronco, þeir Magnús Bjamfreðsson frétta- maður og tveir upptökumenn- Við lögðum af stað úr Kópa- vogi kl. 9 um morguninn hinn 1. júlí og vorum komin austur að Núpsstað í Fljótshverfi kl. 9-10 um kvöldið og ókum strax út á Skeiðarársand. Frá Núpstað og að Skaftafelli í öræfasveit munu vera um 35 km og vorum við um 5 klst. að aka þessa leið yfir sandinn. Versti farartálminn á sandinum er Gígjukvísl, því að þar er eiginlega um aðeins eitt vað að ræða til að fara yfir. Skeiðará, sem er um 15 km aust- ar er hins vegar rhiklu breyti- legri og fyrir kunnuga má því alltaf finna þar hentugan stað til að fara yfir. Menn frá Svínafelli komu til móts við okkur vestur yfir Skeið- ará og voru þeir á vatnabílnum Dreka, var þetta gert til örygg- is en einnig Hjálpaði hann jepp- anum yfir. Vatnabíllinn Dreki er í eigu vegagerðarinnar og nota þeir öræfingar hann til 'að flytja dráttarvélar niður á sandana bæði við selveiðar og til að safna saman rekavið. Dreki var keyptur hingað til lands fyrir um þrem árum og kannast ég vel við gripinn, því að ég vann einmitt við að setja hann saman og var mikið með hann þar austur á söndunum fyrsta árið- Þetta er eins konar sambland af skriðdreka og inn- rásarpramma og hefur Dreki komið í góðar þarfir austur é Skeiðarársandi. Við dvöldumst svo fjóra daga í Öræfasveit bg skoðuðum okkur þar um og héldum sömu leið tii baka vestur yfir sanda- Urr þetta ferðalag okkar er annars lítið að segja, því að ekkert sét- stakt kom fyrir og allt gekk okkur mjög að óskum, en því er ekki að neita að margir töldu þetta. óráð og hið mesta flan í okkur að fara með svo stóran hóp yfir Skeiðarársand þegar komið er fram á sumar. Eftir ftð brúin yfir Jökulsá á Framhald á 7. sfðu. Fimmtudagur 13. júlí 1967 — 32. árgangur — 153. tölublað. ( Hótel Askja, nýtt hótel á Eskifirði Þeir Svínafellsmcnn Jón Pálsson og Magnús Lárusson, sem stýrðu Dreka yfir Skeiðará. (Ljósm. K.H.) Dreki með Dodgebílana í eftirdragi yfir Skeiðará. .r^v'.'sýb V- -v Sl. mánudag, 10. júlí, var nýtt gistihús opnað á Eskifirði, Hótel Askja. Hótelið er til húsa í læknis- bústaðnum gamla, miðsvæðis í kauptúninu; hafa gagngerðar endurbætur farið fram á húsa- kynnum öllum og eru þau nú mjög vistleg. Á efri hæð^hússins eru gisti- herbergi fyrir 13 manns, sex tveggja manna_ herbergi og eitt eins manns. Á neðri hæð er setustofa og borðsalur og geta 20 gestir setið við borð sam- tímis. Hótel Askja verður opið all- an ársins hring. Eigendur eru feðgarnir Viggó Loftsson og Sig- valdi Viggósson, sem jafnframt er hótelstjóri. Ferðamannastraumur til byggðanna á Austurlandi er mjög mikill og fer vaxandi með ári hverju, ekki hvað sízt um sumartímann. Til þessa hafa ferðamenn sneitt nokkuð hjá Eskifirði þegar þeir hafa farið um Austfirði, vegna þess að þar hefur ekki verið unnt að bjóða upp á fullkomna þjónustu við ferðafólk. Með tilkomu hins nýja gistihúss, Hótel Öskju, vænta Eskfirðingar þess að fleiri leggi nú en áður leið sína til heimabyggðar þeirrar. Forsetinn á heimssýningunni Forseti Islands, herra Ásgeir®" Ásgeirsson, mun skoða heimssýn- inguna i Montreai í dag, en dag- urinn er helgaður Islandi á sýn- ingunní. Forsetinn kom til Kan- ada í fyrradag og ræddi í gær við kanadíska ráðherra. Foifíetinn kom til Montreal með flugvél Loftleiða í fyrra- morgun og hélt þaðan til Ottawa þar sem opinber móttökúathöfn fór fram við þinghúsið. Land- stjóri Kanada, Roland Michener og forsætisráðherrann Lester B. Pearson fluttu ávörp og minnt- ust Islands og Vestur-lslendinga mjög vinsamlega og létu jafn- framt í ljós ánægju sina með heimsókn forseta til Kanada f tilefni af 100 ára afmæli sam- bandsrikisins. Forseti flutti heilla- óskir fslenzku þjóðarinnar í til- efni afmælisinsy 1 fyrrakvöld hélt landsstjórinn kvöldverðarboð til heiðurs for- seta í landstjórabústaðnum og í gærmorgun ræddu / forseti og Framhald á 7 síðu. Helgarferð ÆFR um uppsveitir Borgarfjarðar Nassta helgarferð ÆFR verður farin helgina 15.— 16. júlí. Lagt af stað kfl. 2 síðdegis á laugardag frá Tjarnargötu 20. Ekið verð- ur um ÞingveUi og Kalda- dal og tjaldað við Húsafell. Skoðað verður Halimund- arhraun, Víðgelmir, Skóg- arhraun, Kalfnanstunga, Húsafell, Húsafellsskógur, Geitland og Barnafossar. Fargjald er kr. 415,00. ÆFR leggur til tjöld, heit- ar súpur og kakó. öllum heimil þátttaka. Ungt Alþýðubandalagsfólk sérstaklega boðið velkomið. Skráning í ferðalagið fer fram í skrifstofu ÆFR í Tjamargötu 20, sími 17513. Þegar komið var austur yfir Skeiðarársand var fararstjórinn, Pét- nr Kristjánsson, sem sést hér á myndinni Iengst til vinstri, sæmd- ur verðlaunum fyrir happasæia fararstjóm. Ingibergur Sæmunds- son lögregluvarðstjóri í Kópavogi sést hér afhenda verðlaunín. Milli þeirra stendur Sigurður fsólfssoni Málarameistarafél. Rvíkur / tapaði ,Keldnaholts-málinu' □ 1 gær var kveðinn upp í bæjarþingi Reykja- víkur dómur í svonefndu Keldnaholtsmáli. * Þau urðu úrslit málsins, að Kristinn Guðmundsson mál- arameistari var sýknaður af kröfum Málarameist- arafélags Reykjavíkur og lögbannið, sem sett var á vinnu Kristins og starfsmanna hans í Keldna- holti fellt úr gildi. Var meistarafélagið dæmt til að greiða málskostnað. Mál þetta var höfðað fyrir bæj- aiiþmgimi til staðfestingar á fóg- etagerð, lögbanni sem Málara- meistárafélag Reykjavíkur fókk sett í síðasta mánuði á vinnu Kristins Guðmundssonar málara- meisitara í Keflavik við bygg- ingu rannsöknarstofnunar land- búnaðarins í Keldnaholti. Hafði málaravinna við fyrmefnda bygg- ingu verið boðin út af hálfu Ir.nkaupastofnunar ríkisins og samið við lasgstbjóðanda, sem var Kfistinn, en nokkrir mál- arameistarar úr Reykjavík höfðu sent tiliboð í verkið samhljóða upp á eyri. Taldi stjóm meist- arafélagsins umsamið tilfooð taxta- brot og af beim sökum hófst rriálareksturinn. Dómsorð hljóðaði svo í mál- inu: „Framangreind lögbainiisgerð er felld úr gildi. Aðalstefndu Krjstinn Guðmundsson & Go hf. og Kristinn Guðmundsson per- sónulega eiga að vera sýknir af þeirri kröfu aðalstefnenda Mél- arameistarafélags Reykjavfkur og Steinþórs M. Gunnarssonar að aðalstefndu verði Skyldaðir til að ráða eða láta skrá Steinþór M. Gunnarsson sem máflarameistara á byggingu rannsóknarstofnunar lnndbúnaðarins í Keldnaholti hér í borg. Aðalstefnendur greiði in soflid- um aðalstefndu og meðalgöngu- stefnanda Innkaupastofnun rik- isins vegna Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins kr. 15 þúsund í málskosfnað til hvers innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum“. Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari kvað upp dóminn í gær að viðstöddum verjendum ‘'ólafi Þorgrímssyni, lögfræðimgi fyrír Innkaupastofnun ríkisims og Ingv; Ingimundarsyni, lögfræðingi fyr- ir Málarameistarafélag Reykja vikur og Steinþóri Guðmundssyn ásamt pressu og tveim beibídoll um sem sknifurum. 14 skip með sam- tals 2490 lestir Sæmilegt veður var á síldar- miðunum austur af Jan Mayen fyrra sólarhring. Vitað var um a-fla 14 skipa, samtals 2.490 lestir. Raufarhöfn: Sóley 242 lestir, Dagfari ÞH 220, Gísli Ami GK 300, Guðrún Jónsd. IS 130, Faxi GK 90, Víkingur III IS 80, Snæ- féll EA 170. Dalatangi: Hafrún 15 200, Jón Finnsson GK 160, Sólrún IS 200, Asgeir RE 210, Skarðsvík SH 158, Imgvar Guð- jónsson SK 130, Sléttanes IS 200. FLOKKURINN VEGNA SUMARLEYFA mun skrifstofa félagsins verða op- in frá kl. 6 til 7 síðdegis virka daga og lokuð á iaugardögum, þar til annað verður ákveðið og tilkynnt í blaðinu < :n

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.