Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJOÐVXLJINN — Föstudagur 15. september 1967. Félagsmálanámskeið haldið á vegum BSRB um næstu helgi Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gcngst fyrir þriggja daga félagsmálanámskeiði fyrir for- ustumenn og trúnaðarmenn í samtökunum um næstu helgi. Er þar um nýmæli a» ræða í starf- semi bandalagsins og er ætlun- in að þetta geti orðið upphaf að fjclbreyttri fræðslu- og upplýs- ingarstarfsemi. Stjóm B.S.R.B. skipaði sér- staka nefnd til að annast undir- búning þessa fyrsta námskeiðs bandalagsins, og hefur hún á- kveðið eftirfarandi tilbögun. Lagt verður af stað frá Rvík að morgni föstudagsins 15. sept. og haldið að Hótel Borgarnesi, en þar verður námskeiðið haldið og munu þátttakendur búa þar. ~l ; Frumkvæði um friS í Vietnam GENF 12/9 — Heimssamband Félaga Sameinuðu þjóðanna hef- ur lagt til að æðstu menn Sov- étríkjanna, Bretlands, Póllands, Imdlands og Kanada komi sam- an á fund til að reyna að finna leiðir til að semja frið í Viet- nam. Formaður sambandsins, Júgó- slavinn Ales Bebler, sagði að hann hefði sent tillöguna til for- sætisráðherra þessara fimm landa svo og forseta Norður- Vietnams, Ho Ohi Mihns, Jchn- sons forseta og Ú Þants. Ríkin eru valin með tilliti til þess að Sovétríkin og Bretland höfðu forsæti á Genfarráðstefnunni um Indókína 1954 og hin löndin þrjú eiga sæti í eftirlitsnefnd- inni sem þá var vkosin. Eftir hádegi verður námskeið- ið sett og að því loknu flytur Kristján Thorlacius, formaður bandallagsins, erindi um skipu- lag og starf B.S.R.B. Síðan verð- ur flutt erindi um fÆeðslustarf- semi samtaka opinberra starfs- -manna á Norðurlöndum. Það flytur Egon Rasmussen, ritari hjá Fællerádet for dansike Tjenestemands og Funktionær- organisationer, en honum hefur verið boðið hingað til lands af þessu tilefni. * Um kvöldið flytur Guðjón B. Baldvinsson erindi um samnings- rétt og starfskjör opinberra starfsmanna. Daginn eftir flytur svo Harald- ur Steinþórsson erindi um launa- stiga og launakjör starfsmanna, og að iokum mun Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögfræðingur, flytja erindi um Kjarasamninga- | lögin. Þátttakendur munu skiptast í umræðu- og starfshópa, sem fjalla um ákveðna þætti þeirra mála, sem framsöguerindin og umræður gefa tilefni til. Starfs- hópar þessir skila síðan áliti fyr- ir sameiginlegan fund á sunnu- dag og ao því loknu mun nám- skeiðinu ljúka um kvöldið. Félögum innan B.S.R.B. var gefinn kostur á að ráðstafa þátttökunni á riámskeiði þessu, sem var takmörkuð vegna hús- næðis og þess hámarksfjölda. sem hentugt er talið að sé á slíkum námskeiðum, enda munu bandalagsfélögin yfirleitt greiða að öHlu eða nokkru leyti þátt- tökugjaldið, sem er 1800 krónur á mann. Alls munu taka þáit í frasðslunámskeiði þessu yfir 40 manns og eru þeir frá rúm- 1 lega tuttugu bandalagsfélögum. ----------------------------------«> Sovézk geimfaraefni • Bandarískir og sovézkir vísinðamenn vinna markvisst að þvi að senda mönnuð geimför til tunglsins í náinni framtíð, margvísleg tæki eru reynd, geimfarar þjálfaðir o-s.frv. Á myndinni sjást sov- ézkir gcimfarar eða geimfaraefni að æfingum. Stað- fastur tinsoldáti Morgunblaðið birtir í gær á fremstu síðu mynd af hin- um hátignarlega prófíl for- sætisráðherra síns þar sem hann horfir á Berlínarmúrinn af þvílíkri grimmd að mik- ið má vera ef það mannvirki stendur ósprungið eftir. „Við þessa sjón“, segir Morgun- blaðið, „varð íorsætisráð- herra að orði: „Þetta er hræði- legt“,“ og er sannarlega ekki að undra þótt jafn spakvitur ummæli séu símsend landa í milli. í þessu sambandi grein- ir Morgunblaðið einnig frá því að Bjami Benediktsson hafi átt viðtal við Kiesinger, kanzlara Vestur-Þýzkalands, og segir m.a. svo frá því sem þar fór fram: „Bjarni Bene- diktsson lýsti þeirri skoðun sinni, að sameining Þýzka- lands mundi þjóna hagsmun- um friðarins í Evrópu". Tvívegis á þessari öld hafa menn fengið reynslu af því x hversu mjög sameining Þýzka- lands þjónar hagsmunum frið- arins í Evrópu; einnig fslend- ingar þekkja þá reynslu af öðru en afspurn einni. Það er einnig alkunna að stefna vesturþýzkra stjórnarvalda í málefnum Þýzkalands er al- varlegasta ágreiningsefnið sem óleyst er í Evrópu um þessar mundir. í Bonn er því haldið fram að Þýzkaland eigi að ráða yfir öllu því land- svæði sem heyrði til Ríkinu 1937. þegar Hitler fór þar með völd. Vesturþýzk stjóm- arvöld neita að viðurkenna tilveru Austur-Þýzkalands: stjómin í Bonn telur sig hafa rétt til að hremma Það land þegjandi og hljóðalaust ef Ritgerl um fjárhags- forsendur Arnasafns getan hrykki. Sama máli gegnir um stóra hluta af Pól- landj og raunar sneið af Sov- étríkjunum. Þetta eru einu al- varlegu landakröfumaf sem nú eru uppi í Evrópu og valda miklu um óvissu og hervæð- ingu í þeim heimshluta. Hin ofstækisfulla stefna vestur- þýzku stjómarinnar á þessu sviði hefur notið lítillar hylli meðal annarra Evrópuríkja, og hefur það komið fram leynt og ljóst, nú síðast til að mynda í síendurteknum yfir- lýsingum de Gaulle Frakk- landsforseta í Póllandi, þess efnis að vesturlandamæri Pól- lands séu endanleg. Vestur- þýzka stjómin hefur raunar sjálf talið þann kost skynsam- legastan að draga úr ofstæki sínu; lengi vel hafnaði hún öllu stjómmálalegu samneyti við ríki sem viðurkenndu austurþýzku stjómina; nú eru sendiherrar fyrir bæði þýzku ríkin í Moskvu og Búkarest og vesturþýzka stjórnin geng- ur á eftir fleiri ríkjum að taka upp sömu tilhögun. Veruleikinn sjálfur er smátt og smátt að vinna bug á ó- raunsæjum • og háskalegum landvinningadraumum. Það heyrist oft í Bonn að vestrænir bandamenn hafi brugðizt í báráttunni fyrir því að endurheimta 30 ára gömul landamæri Þýzkalands. Vera má að það hafi orðið sumum stjómmálamönnum vesturþýzkum nokkur fró- un þegar allt í einu birtist einn staðfastur tin- soldáti utan af fslandi og reyndi að beina alkunnum skapsmunum sínum að Berlín- armúmum gegnum augnaráð- ið. En skyldu ekki fleiri hafa brosað? — Austri. Komin er út sérprentuð grein eftir Sigurð Ólason hæstaréttar- lögmann og nefnist hún „Fjár- hagsforsendur Árnasafns og fleiri athugasemdir“. Upphaf- lega birtist grein þessi í Eim- reiðinni, öðru hefti í ár. Tilefni greinarinnar er bæk- lingur sem Westergárd-Nielsen prófessor, formaður Ámanefnd- ar í Kaupmannahöfn, gaf út. í fyrra og nefndist „Hvem var Arne Magnussons formand?“ — hver var forveri Árna Magnús- sonar? Reynir höfundux þar að finna fyrri mann Mette Fischer sem síðar giftist Áma Magnús- syni, færa rök að því að hann hafi verið fjáður og að þeir fjármunir hafi farið til stofn- imar Árnasafns. Mun Wester- gárd-Nielsen hugsa sér þessa könnun sem einhverskonar rök- semd í handritamálinu! í grein sinni gerir Sigurður athugasemdir við fjölmörg at- riði í bæklingi Westergárds-Ni- elsens, þar á meðal leitina að forveranum. Megináherzlu legg- ur hann þó á þá niðurstöðu sína „að það er algerlega rangt að nokkur eiginleg orsakatengsl séu milli þessara einkamála Áma Magnússonar og stofnsetn- ingar Ámasafns, hvað þá heldur að það sé konunni eða pening- unum hennar að þakka, að hand- ritunum var haldið til haga.“ Ritgerð Sigurðar Ólasonar er 22 síður. Kennedy gegn reykingum WASHINGTON 12/9 -/ Robert Kennedy öldungadeildarþing- maður lagði í dag fram þrjú lagafrumvörp sem miða að því að takmarka tóbaksauglýsingar og gera fólki kleift að skilja hvaða sígarettur eru hættuleg- astar. - Leggúr hann til að aHar tó- baksauglýsingar í útvarpi og sjónvarpi verði að byrja með orðunum: Það er hættulegt að reykja, reykingar geta leitt til lungnakrabba. Þá skuli sett á- kvæði sem takmarka tóbaksaug- lýsingar og banni þær í sjón- varpi fyrir kl. 9 á kvöldin og ennfremur skuli settur auka- skattur á sígarettur sem innih. mest af tjöru og nikótíni. Kenn- edy segist með þessu móti vilja bjarga þeim 4—5 þús. banda- rískra barna sem byrji að reykja á degi hverjum. ------------------------------- 5TEíHPÖÖ°s Frá Tónlistarskólunum í Reykjavík Næsta kennslutímabil hefst 2. október. Um- sóknarfrestur er til 20. septamber. Inn- tökupróf verða sem hér segir: Píanónemendur, mánudaginn 25. sept. kl. 4. Nemendur á strengja og blásturshljóðfæri, mánudaginn 25. sept. kl. 6. Söng og tónfræðinemendur, mánudaginn 25. sept. kl. 7. Nemendur í söngkennaradeild, þriðjudag- inn 26. sept. kl. 5. Athygli nemenda skal vakin á því að í haust hefst kennsla við skólann f meðferð sláttarhljóðfæra. Væntanlegir nemendur í þeirri grein eru beðnir að koma til viðtals miðvikudaginn 27. sept. kl. 4 s.d. Umsóknareyðublöð eru afhent í Hljóðfæra- verzlun Poul Bemburg, Vitastíg 10. SKÓLASTJÓRI. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 FRÁ KASSACtRD RtYKJA VÍKUR Höfum til sölu hvitar vaxbomar mataröskjur af - ýmsum stærðum. Öskjumar eru sérstaklega hentugar til geymslu á hvers konar matvælum, sem geymast eiga í frosti. Sími 38383. Kassagerð Reykjavíkur Rleppsvegi 33. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.