Þjóðviljinn - 24.09.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.09.1967, Qupperneq 4
4 St»A — ÞJÓÐVILJXNN — 24. september 1967. Otgefandi: Sameiningarflokktxr alþýöu — Sósíaiistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustfg 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Atvinnuöryggi m ^ síðasta borgarstjómarfundi í Reykjavík flut'tu fulltrúar Alþýðubandalagsins tillögu þess efn- is að kosin yrði sjö manna atvinnumálanefnd, og voru verkefni hennar skilgreind þannig: „1. Að kynna sér svo nákvæmlega sem unnt er hverjar horfur eru um atvinnu í hinum ýmsu starfsgrein- um og hjá helztu atvinnufyrirtækjum í borginni á komandi vetri. Skal um þessa athugun höfð sem nánust samvinna við verklýðsfélögin og atvinnu- rekendur. 2. Að gera, ef þurfa þykir, tillögur um ráðstafanir af hálfu borgar og ríkis eða með sam- vinnu þessara aðila og einstaklinga eða félaga, er orðið gætu til eflingar atvinnulifsins og hindrað að til atvinnuleysis dragi.“ í framsöguræðu fyrir tillögunni benti Guðmundur Vigfússon á að menn hefðu á þessu hausti miklar og vaxandi áhyggj- ur af atvinnuöryggi í höfuðborginni. Stórfelldur samdráttur hefur orðið í ýrnsum atvinnugreinum [t.d. iðnaði, en í tíð viðreisnarinnar hefur fólki sem starfar að iðnaði í Reykjavík og nágrenni fækk- að um 'tvo fimmtu. Þetta á einnig við um undir- stöðuiðngrein eins og málmiðnaðinn, en þar hef- ur ástandið verið mjög alvarlegt um eins árs skeið eins og kunnugt er af fréttum, þrjár deildir Héð- ins eru t.d. lokaðar með öllu og fyrirtæki eins og vélsmiðjan Bjarg og Stálsmiðjan hafa hætt reks'tri. í almennri verkamannavinnu hefur einnig orðið verulegur samdráttur; eitt sf^ersta frystihús borg- arinnar hefur gefizt upp og hin eru koimin að þrotum. Mikil óvissa er í byggingariðnaði vegna fjárskorts, m.a. hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. það var viðurkennt af öllum sem tóku þátt í um- ræðunum á borgarstjómarfundinum að ástand- ið í atvinnumálum væri ískyggilegt. Fullfrúar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins lögðu til að tillaga Alþýðubandalagsins yrði samþykkt, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn því að kosin yrði sérstök atvinnumálanefnd. Létu þeir lið sitt ákveða að fela þetta verkefni borgarhag- fræðingi og ráðningarskrifstofu. í þeirri afgreiðslu er auðvitað fólgin sú stefna borgarstjórnaríhalds- ins að ekki skuli gera neinar nýjar ráðstafanir umfram venjuleg störf embættismanna. rr\ ^stæðulaust er að una þessum ímálalokum í borg- arstjórn. Verklýðshreyfingin 1 höfuðborginni hlýtur að láta þessi mál til sín taka á næstunni og gera kröfur til þess að ráðamenn borgarinnar sinni því mikilvæga verkefni að tryggja atvinnu- öryggi borgarbúa. Eigi að koma í veg fyrir alv- arlegt ástand hér í vetur veitir sannarlega ekki af að taka til hendinni nú þegar. — m. X. minningarmét dr. Dagana 16. júlí til 2. ágúst fór fram í Salgótarjan í Ung- verjalandi minningarmót um dr. Asztalos hið tíunda í röð- inni, en mót þessi eru haldin árlega. í fyrsta skipti í sögunni tók nú íslenzkur skákmaður þátt í móti þessu, Ingi R. Jó- hannsson alþjóðlegur skák- meistari; segir sagan að Ung- verjar hafi talið sig standa í þakkarskuld við Inga fyrir að sjá þeim fyrir 3ja sæti á Ól- ympíumótinu í Havana, og vilj- að laima honum að einhverju. Segir mér svo hugur um að ekki séu Ungverjar jafn þakk- látir Inga nú en auk þess að sigra hina gömlu kempu þeirra Gideon Barcza og koma þar með í veg fyrir að þrír Ung- verjar yrðu í efsta sæti, gerði hann jafntefli við þá Bilek og Baiczay og kom þar með einn- ig í veg fyrir að Ungverjar hlytu einstaklingssigur í þessu móti. Úrslit mótsins urðu ann- ars sem hér segir: 1.—3. Barczay (Ungv.) Bilek (Ungv.) og Schamkowitsch (Sovétr.) 10 v., 4.—5. Damja- novic (Júgósl.) og Simagin (Sovétr.) 9% v., Barcza (Ungv.) 9 v., 7. Szabo (Ungv. 8%, 8. Haag (Ungv. 8 v., 9. Csom (Ungv.) 7% v. 10.-11. Ingi R og Flesch (Ungv.) 6% v„ 12. Ko- vács (Ungv.) 6 v„ 13. Paoli (Ítalía) 6 v„ 14. Cobo (Kúba) 5 v„ 15.—16. Kávalek (Tékkó- slóvakía) og Pietzsch (A-Þýzka- land) 4 vinninga. Um frammistöðu Inga er það að segja að hún er mjög heið- arleg, ef til vill ofurlítið lak- ari en hinir bjartsýnustu höfðu vonað en sé tekið tillit til þess að Ingi er æfingarlítill og andstæðingar hans flestir at- vinnumenn er raunverulega ekkert út á þessa frammi- stöðu að setja. Þá er það einn- ig athyglisvert að Ingi fær betra á móti hinum sterkari hluta mótsins, t.d. SVz v. út úr 8 skákum gegn stórmeisturun- um. Við skúlum nú líta á eina af beztu skákum Inga úr mót- inu en hún er við stórmeist- arann Barcza, og réði sem fyTr segir úrslitum mótsins. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Gideon Barcza Kóngsindverskt tafl. 1. c4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 dfi 4. e4 Rd7 5. Be2 e5 6. Rf3 Re7 7. Be3 exd4 (Svartur á ofurlítið úr vöndu að ráða, f5 gengur ekki vegna Rg5. Mjög til álita kom þó að hróka og reyna að halda<$> spennunni). 8. Rxd4 Rc5 9. 0—0 0—0 10. Dd2 Re6 11. Hadl Rc6 12.' Rc2 (Allir aðrir leikir myndu hjálpa svörtum við að ná völd- um á d4). 12. — a6 13. f4 Rc5 14. Bf3 Be6 15. b3 Rd7? (Svarta staðan er erfið, en þessi leikur býður hættunni heim. Betra virðist að reyna mót-spil á drottningarvæng með t.d. Hb8 og síðan b5). 16. f5! (Skemmtileg peðsfóm, sem opnar línumar hvítum í hag. Svarta kóngsstaðan verður nú mjög erfið). 16. — gxf5 17. extS Bxf5 18. Bxc6 Bxc2 19. Dxc2 hxc6 20. Re4 Dh4? (Betra virðist Re5 og c5 og síðan t.d. Rg6) 21. Rg3 Rf6 22. Hf5! h6 (Hvítur hótaði Bg5). 23. Bd4 Hae8 Asztabs 24. Db2 He6 25. Hdfi Re8 26. H5f4 Dg5 (Ef t.d. Dd8 þá Rf5 t.d. Be5, 28. Hg4t — Kh8, 29. Bxe5 — dxe5, 30. Hh4 — Kh7, 31. Dc2 og hvítur vinnur , eða 28. — Kh7 frá BxB og síðan Dc2). '27. Re4 Bxd4f 28. Dxd4 29. Da7 Dg4 (Hvítur vinnur nú peðið aft- ur og þarfnast lokin vart skýr- inga). 29. — c5 30. Rg3 Dg6 31. Dxa6 Rgr7 32. Dc6 He7 38. Hf6 Dg5 34. Df3 De3t 35. Dxe3 Hxe3 36. Hxh6 Hc3? 37. Re4 Rf5 (36. leikur svarts stafaði af tímahraki þessi síðasti leik- ur er örvænting). 38. Hxf5 Hclt 39. Kf2 Kg7 40. Hfh5 Hc2t 41. Kf3 Hxa2 42. Hh7t Kg6 43. g4 •— og svartur gafst upp, enda verður mót ekki varið. ★ FRÉTTIR: Svo sem fram hefur komið var hið nýja skákheimili T.R. og S.í. formlega tekið í notk- un sl. sunnudag með keppni milli Austur- og Vesturbæjar. Sigruðu Vesturbæingar með 8 vinningum gegn 7. ★ í einvígi um rétt til þátttöku í millisvæðamótinu sem hefst í Túnis um miðjan næsta mán- uð sigraði Matulovic Uhlmann með 2V2 — 1/2. Jón Þ. Þór. Innritun hefst á morgun (mánudag) í Miðbæ j arskólanum. Innritað verður kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Enskuskóíi fyrir börn Kennslan í enskuskóla barnanna hefst mánudag- inn 2. október. Kennslan fer þannig fram, að ensk- ir kennarar kenna bömunum og TALA ÁVALLT ENSKU. Bömin þurfa ekki að stunda heima- nám, en þjálfast í notkun málsins í kennslu- stundunum. DANSKA er kennd á svipaðan hátt og enskan. Taltímar í ensku fyrir unglinga í gagn- fslandsmótið I. DEILD Úrslit í íslandsmótinu Á sunnudag kl. 2 leika á Laugardalsvelli: Fram - Valur Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Karl Jóhannsson og Hreiðar Ár- sælsson. Aðgangseyrir: Stúka kr. 100,00 — Stæði kr. 60,00 — Böm kr. 25,00. MÓTANEFND. fræðaskólum. Málaskólinn MÍMIR Hafnarstræti 15 og Brautarholti 4, sími 2 16 55 og 1000 4 (kl. 1—7). KOMMÓ^ — teak og eík SÖLUBÖRN! SÖLUBÖRN! Seljið blað og merki Sjálfsbjargar í dag. Komið í bamaskólana í Reykjavík, Ár- bæjarhverfi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. — Opið frá kl. 10 f.h. Húsgagitaverzlun Axels Eyjólfssonar Skipholti 7 — Sími 10117. Einungrunurgler Húseigendur — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um isetningu og allskonaT breytingar ð gluggum. Útvegum tvöfalt gler í lausaföí? og sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með baulreyndu gúmmíefni Sjálfsbjörg. Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.