Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 3
&*&*&&* m <*#*« 1067 - MWM - síða 3
Tass-fréttastofan:
Daglegt líf í Kína
færíst í samt horf
Fréttaritari NTB í Moskvu
vekur athygli á hessari frásögn
hinnar sovézku fréttastofu og
segir að hún hafi aldrei birt
slíkar fregnir frá Kína nema að
vandlega athuguðu máli.
Tass segir að skólanemendur
og stúdentar í Peking hafi nú
aftur hafið nám, enda hafi beim
að öðrum kosti verið hótað brott-
vísun úr skóla.
Daglegt líf í Peking sé nú að
kómast í samt horf og það var
í fjrrir menningarbyltinguna.
AHIee lávarður
látinn, 84 ára
Veggblöð með árásum á and-
stæðinga Maos hverfi nú af hús-
vegg.ium og árásunum sé aðeins
haldið áfram í d^gblöðum og út-
varpi. Ástandið hafi batnað í
mörgum fylkjum. en Tass segir
að það hafi ekki oVðið vegna
sigurs varðliðanna, heldur vegna
málamiðlunar milli þeirra og
leiðtoganna á hverjum stað.
Bandariska virkið við Con Thien sem Iátlausir bardagar hafa staðið mn mánuðum saman; á einum degi féllu 903 sprengjur á það.
Brezka leyniþjónustan myrti
Sikorski að boði Churchills
Leikrit Hochhuts, „Hermennirnir", frumsýnt í gær,
höfundurinn ítrekar ásökun sína um morð Sikorskis
Bandaríska vikuritið „Time”:
Vaxandi efasemdir
um Vietnamstríðið
□ í síðasta tölublaði bandaríska vikuritsins „Time“
fjallar aðalgreinin um stríðið í Vietnam. Það má marka
himar miklu óvinsældir stríðsins. einnig í Bandaríkjunum
sjálfum, af því að greinin er kynnt á kápu ritsins með
þessum orðum: „Vaxandi efasemdir um stríðið“, en fram
að þessu hefur. „Time“ ekki haft slfkar efasemdir í há-
mælum.
MOSKVU 9/10 — Tass-fréttastofan skýrði frá' því í dag
að nú væri orðið tiltölulega rólegt í Peking og ástandið
að komast í samt lag í hinum ýmsu fylkjum Kíná eftir
að tekizt hefði málamiðlun milli fylgismanna Maos og
forystumanna þar.
Attlee lávarður
Grísku herforíngjarnir
„hreinsa ti!" í hernum
Sikorski og Churchill, myndin tekin 1940.
BERLÍN 9/10 — Á fundi sem þýzka leikskáldið Rolf
Hochhuth hélt með blaðamönnum í dag í Berlín ítrekaði
hann þá ásökun sína að brezka leyniþjónustan hefði á
stríðsárunum með samþykki Churchills komið póska hers-
höfðingjanum Wladislaw Sikorski fyrir kattarnef.
LONDON 9/10 — Attlee lá-
varður (Clement Attlee), leið-
togi brezka Verkamannaflokks-
ins um tveggja áratuga skeið
(1935-1955) og forsaatisráðherra
ríkisstjóma hans á árunum
1945-1951, lézt í gær á spítala í
London, 84 ára að aldri. Attlee
sem var lögfræðingur að mennt-
un hófst til valda í Verka-
mannaflokknum fyrir starf sitt
í borgarstjórninni í London,
varð varaformaður þingflokks-
ins 1931 og formaður flokksins
1935. Hann varð innsiglisvörður
í samsteypustjórninni á stríðsár-
unum og tók við stjórnarforystu
eftir hinn mikla sigur Verka-
mannaflokksins í þingkosning-
unum 1945. Hann mótaði störf
og stefnu flokksins hin erfiðu
ár fyrst eftir stríðið, og ef hon-
um ber að þakka það sem á-
vannst við endurbætur á brezku
þjóðfélagi, bar hann einnig á-
byrgðina á því sem miður fór og
þá einnig á hinum miklu óförum
flokksins í kosningunum 1951.
Hann lét af flokksforystu 1955
og var aðlaður sama ár. Frá
1959 var hann forseti Brezk-
sovézka félagsins.
Róstur í Hongkong
HONGKONG . 9/10 — Enn urðu
óeirðir í Hpngkong í dag og beið
a.m.k. einn maður bana.
AÞENU 9/10 — Gríska herfor-
ingjastjórnin tilkynnti í dag að
143 foringjar í hernum hefðu
verið settir á eftirlaun. Meðal
þeirra eru 14 hershöfðingjar, 31
ofursti, 60 majórar og 38 höf-
uðsmenn.
Sagt er að átján herforingj-
anna hafi verið leystir úr her-
þiónustu að eigin ósk eða vegna
þess að þeir voru komnir á eft-
Blaðamannafundurinn var
haldinn í tilefni af þvi að leik-
rit Hochhuths, „Hermennimir“,
var i kvöld frumsýnt í Vestur-
Berlín. “
Ætlunin Hfefði verið að frum-
sýning leikritsins yrði í brezka
þjóðleikhúsinu fyrr í ár og hafði
það verið tekið þar til sýningar
af leikhússtjóranum, sir Laur-
ence Olivier, en stjórn leikhúss-
irlaunaaldur, en ekki er getið
um ástæður fyrir því að hinir
hættu herþjónustu. Það er hins
vegar vitað að herforingjakdíkan
hefur lengi viljað losa sig við
ýmsa foringja i hemum sem
hún taldi sér ótrygga og hefur
því verið haldið fram að á þvi
einu hafi staðið að Konstantín
konungur hafi neitað að undir-
rita tiLskipun þar að lútandi.
ins bannaðd sýningar á þvi. Sú
skýring var gefin á banninu að
Churchill væri í leikritinu — en
hann er ein aðalpersóna þess —
sakaður um óhæfuverk sem eng-
inn fótur væri fyrir.
Hoohhuth staðfesti á fundin-
um í Berlín í dag að í leikrit-
inu væri Ohurchilll látinn fyrir-
skipq. að Sikorski skyldi myrtur.
Sikorski sem var leiðtogi land-
flótta Pólverja fórst f flugslysi
við Gibraltar 1943, en Hochhuth
heldur því fram að brezka leyni-
þjónustan hafi verið völd að
slysinu. Ástasðan hafi verið sú,
að Churchill hafi viljað ryðja
Sikorski úr végi, vegna þess að
hann hafi spillt samvinnu Bret-
lands og SOvétríkjanna.
Hin sviplegu endalok Sikorsk-
is munu aðeins vera eitt af
mörgum atriðum í þessu leikriti
Hochhuths, sem fella í sér gagn-
rýni á Ohurehill. Hann hefur
sjálfur sagt að hugmyndina að
leikritinu hafi hann fengið þeg-
ar hann las frásögn af morðárás-
inni á Dresden í stríðslokin sem
ákveðin var í þeim eina tilgangi
að sýna Sovétrikjunum í tvo
heimana á sama hátt og kjam-
orkuárásin á Hiroshima.
Hochhuth sagði á fundinum í
Berlín í dag að hann teldi sig
hafa gögn sem leiddu óyggjandi
líkur að þvi að Sikorski hefði
verið myrtur. Brezkir blaðamenn
Rolf Hochhuth
spurðu hann af mikilli vandlæt,-
ingu, hvort hann gæti ímyndað
sér að Churchill hefði gefið slíka
fyrirskipun. Hochhuth kvaðst
viðurkenna sjónarmið þeirra, en
það gæti hann vel.
Hochhuth varð heimsfrægur
fyrir leikrif sitt „Staðgengillinn“
sem hafði að geyma harða gagn-
rýni á framkomu Píusar páfa í
r4ríðinu. Hið nýja leikrit hans
erður á næstu mánuðum sýnt
víða um lönd, m.a. í Hollandi,
Finnlandi, Svíþjóð, Danmörkuog
Sviss.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•
Ástæðan til þessa hughvarfs
er sú, einsog fram kemur í grein-
inni, að „til skamms tíma stafaði
mestöll andstaðan (gegn stríðinu)
frá menntamönnum og æsku-
fólki, frá prestum og prófessor-
um. En nú hefur þeim bætzt
mikill liðsauki ópólitiskra kaup-
sýslumanna ©g áhyggjufullra
stjómmálamanna sem hafa hug-
ann við kosningarnar 1968 og
séð hafa andstöðuna gegn stríð-
únu korria fram við skoðana-
kannanir. Þingið er í uppreisn-
arhug, og uppreisnin breiðist ört
út frá röðum Demókrata þar
sem forystan fyrir andstöðunni
gegn stríðinu var áður. yfir í
raðir Repúblikana“
f grein „Time“ er lýst hinum
látlausu bardögum um virki
Bandaríkjamanna við Cm Thien,
skammt fyrir sunnan vopna-
hlésmarkalínuna, og hinni erf-
iðu aðscöðu bandarisku her-
mannanna þar, sem eiga í vök
að verjast þrátt fyrir alla yfir-'
burði í vcpn, búnaði sem Banda-
ríkjame.nn sláta af.
Bent er á að manntjón Bandn-
ríkjamanna síðan 1961 nálgist
nú 100 000, stríðskostnaður’nn
nemi 24 miljörðum dollara á ári
og orðrómur gangi um það á
Bandaríkjaþingi að Johnson
muni þuría 4 miljarða til við-
bótar á þessu ári.
Meginastæðumar fyrir vax-
andi áhyggjum og óþolinmæði
Bandarikjamanna með gang
stríðsins segir tímaritið vera
þessar:
Flestir Bandaríkjamenn telji
að því fari mjög fjarri að loft-
árásirnar á Norður-Vietnam sem
vakið hafi mótmæli um allan
heim hafi náð þeim tilgangi sem
þeim var ætlaður.
Bandaríkjastjórn sé svo upp-
tekin af stríðinu að hún hafi
engan tíma til að sinna aðkall-
andi verkefnum heimafyrir,
stríðið hafi spillt sambúð Banda-
ríkjanna við ýmsa bandamenn
þeirra og dregið úr líkum á sátt-
um og samkomulagi milli þeirra
og Sovétríkjanna.
Enda þótt því verði tæplega
haldið fram að ríkasta þjóð
heims hafi ekki ráð á þessu
stríði, séu margir Bandaríkja-
menn farnir að horfa í hinar
miklu fjárfúlgur sem stríðið
kostar án þess að nokkuð fáist
í aðra hönd.
„Time“ bendir á skoðanakönn-
un sem gerð var i Kalifomíu,
fjölmennasta fylki Bandaríkj-
anna, sem hæglega getur ráðið
úrslitum í forsetakosningum.
Niðurstaða þeirrar könnunar var
sú að „kjósendur vilja að stríð-
Framhald á 9. síðu.
André Maurois
látinn, 82 ára
PARlS 9/10 — Einn kunnasti og
afkastamesti rithöfundur þess-
arar aldar, André Maurois, lézt
í París í dag, 82 ára gamall.
Menn hafavarla
tölu á þeim bók-
um sem hann
setti saman, en
þær munu hafa
verið um 120,
— auk óteljandi
ritsmíða. iunn-
astur er hann
fyrir ævisögur
sínar og leitaði
hann víða fanga
til þeirra. Hann
Shelley, Byron,
Proust, Georges Sand, Ghateau-
briand, Balzac, Túrgenéf, Tol-
stoj, Tsékof, um Játvarð 7.,
Disraeli. Cecil Rhodes og sir
Alexander Fleming, svo að nokk-
ur nöfn séu nefnd. Hann samdi
auk þess margar skáldsögur og
smásögur, einnig sögu Banda-
ríkjanna, og var sískrifandi f- i
andlátið.
A. Maurois
skrifaði um
Dumas, Hugo,
Enn er Guevara
sagíur hafa
veriS drepinn
LA PAZ 9/1« — Stjómar-
VÖld í Bolivda tilkynntu í
dag að allar Kkur væru á
þvi að Emesto „Che“ Gue-
vara hefði fallið í viður-
eign s tj órn arhersins við
skæruliða í gær í nágrenni
við bæinn Higuerss, tæp-
lega 500 km fyrir suðaust-
an La Paz. Engin sönnun
er færð fyrir þessu, aðeins
sagt að líklega hafi Gue-
vara verið einn af þremur
skæruliðum eem sennilega
hafi faHið.
Fregnir um að Guevara
hafi verið veginn hafa bor-
izt hvað eftir annað und-
anfarm tvö ár, siðast frá
La Paz í síðustu viku