Þjóðviljinn - 10.10.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVH-nNN — Þriðjudagur 10. oktaber 1967.
Útgefandi:
NAð lenda í sidlfheldu
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflobk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19.
Siml 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Neyðarástand
^stæða er til að vekja athy^ii á viðtali við Guð-
mund J. Guðmundsson, varaformann Dags-
brúnar, í Þjóðviljanum í fyrradag, en þar var f jall-
að um húsnæðismálin í höfuðborginni. Guðmund-
ur átti mikinn þátt í því 1965 að framkvæmdir í
húsnæðismálum urðu liður 1 samningum um
kjaramál, en þá hétu stjórnarvöldin því að látá
reisa 1250 íbúði^ á árabilinu 1966—1970 og bjóða
láglaunafólki þær með mun betri kjörum en hér
hafa tíðkazt. Síðan hefur Guðmundur fylgt mál-
inu eftir, verið fulltrúi Alþýðusambands íslands
í Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar og nú
síðast tekið þátt í að úthluta fyrstu 283 íbúðunum.
|Jmsóknir urn þessar 283 íbúðir urðu 1440 og Guð-
mundur segir að það hafi verið nánast ógem-
ingur að gera upp á milli umsækjenda, það verk-
efni hafi verið líkt og að eiga að metta fimm þús-
undir með fimm byggbrauðum og tveim fiskum.
Langflestir umsækjendur hafi nauðsynlega þurft
á því að halda að komast í nýja íbúð og á sjöunda
hundrað fjölskyldna hafi búið við hreint neyðar-
ástand. Segir Guðmundur að náin kynni af þessu
vandamáli sanni að ástandið í húsnæðismálum sé
ennþá verra en anenn geri sér almennt ljóst.. Þ>ar
komi ekki aðeins til hversu margt fólk búi í óhæfu
húsnæði af hverskyns tagi, hjöllum, bílskúrum,
lélegum sumarbústöðum og kjöllurum með slaga
og raka sem spillir heilsu barna. Þessi vandamál
hafi menn fyrir augunum, en einnig sé hér mjög
mikið dulið húsnæðisleysi, ung hjón sem búi með
eitt, tvö eða þrjú böm hjá foreldrum sínum og
hljótist af því mikil vandamál og raunir. Við þe't'ta
bætist hlutskipti þeirra sem búa við okurleigu.
„Mjög algengt er“, segir Guðmundur, „að fjöl-
skylda þurfi að greiða sem svarar dagvinnutekj-
um láglaunamanna í húsaleigu fyrir mánuðinn.
Það kom alloft fyrir, að umsækjendur höfðu greitt
72, 79, 84 þúsund og jafnvel meira fyrirfram fyrir
árið í húsaleigu og uppsögn vofði yfir, ef ekki var
greitt árið fyrirfram hverju sinni. Þetta fólk á
engra kosta völ. Það er mergsogið af húsaleigu-
okrurum, heimilisfaðirinn grípur hverja eftir- og
næturvinnustund sem gefst, húsmóðirin vinnur
úti og bömin snapa það sem til fellur.. Þetta fólk
kemst ekki út úr vítahringnum — eigin íbúð er
fjarlægur drauimur“. '
^Juðmundur J. Guðmundsson bendir réttilega á
það að vandi þessa fólks verði ekki leystur með
almennum byggingum á frjálsum markaði, né
heldur innan þess húsnæðislánakerfis sem ríkið
stendur nú fyrir, og hann heldur áfram: „Þeir sem
hins vegar hafa horn í síðu þessara framkvæmda
eða halda uppi áróðri gegn þeim skulu hafa það
í huga, að hundmð fjölskyldna búa við óhæfan
aðbúnað, svo óhæfan að framtíð bamanna er í
veði. Lífshamingja þessara fjölskyldna er komin
imdir því, að þessar framkvæmdir haldi áfram
undanbragðalaust. . . Ég hef af þeim ástæðum
sjaldan verið ákveðnarí í nokkru máli sem því,
að berjast fyrir því að áarilunin verði framkvæmd
undanbragðalaust“. — m.
Ég hef eitt sirm lent í því á
skipi, að hafna inni í . skerj a-
garði í þoku og myrkri. En
þegar birti af degi og þokunni
létti, þá * voru brot á bæði
borð og brot fyrir stafni.
Þegar ég hugleiði ástandið
í íslenzkum sjávarútvegsmál-
um í dag, þá kemur þetta at-
vik eins og ósjálfrátt í hugann.
Við vorum komnir í sjálfheldu
þarna í skerjagarðinum því
að þrengslin voru það mikil
að ekki var svigrúm til að
snúa skipinu. Og þegar ég
húgleiði þetta nú, þá er ég
viss um að skipstjórinn gerði
það eina rétta sem hægt var
að gera undir þessum kring-
umstæðum, hann bakkaði
skipinu aftur á bak út í gegn-
um hin þröngu sund og komst
á frían sjó.
flslenzkur sjávarútvegur er
nú í dag staddur á álíka
hættusvæði eins og skipið
forðum inn á milli skerjanna.
Það brýtur á bæði borð og
brot eru líka framundan. Að
halda áfram og stýra óbreytta
stefnu, það þýðir strand.
Að hér er ekkert ofsagt, um
það vitnar fundur íslenzkra
útvegsmanna sem haldinn var
hér í höfuðborginni rétt fyrir
síðustu mánaðamót, þar sem
ástandið í íslenikum útvegs-
málum var til umræðu. Mikið
af flotanum er kominn í þrot
og getur ekki greitt umsamd-
ar afborganir ásamt vöxtum
af lánum. Þetta eru yfirleitt
bátamir sem aflað hafa hrá-
efnis fyrir hraðfrystihúsin.
selt aflann á gangverði upp úr
sjó. Hinsvegar ber því ekki
að neita, að innan bátaflotans
eru ■ til undantekningar. Þetta
eru bátar sem verkað hafa
aflann sjálfir í salt og skreið
á undangengnum árum og
menn setið við stjóm, þar sem
allrar hagsýnj í rekstri hefur
verið gætt, ásamt góðri kunn-
áttu í að verka aflann. Þessir
bátar eru sem betur fer til;
ástandið hjá heildinni er mjög
slaémt fyrir þvi. Ég sagði það
hér í .sumar í þættinum að
kostnaður síldarbátanna mundi
verða óvenju mikill sökum
hinnar löngu sóknar á miðin,
en verðið á bræðslusíld frek-
ar lágt miðað við tilkostnað.
Það mun nú líka koma á dag-
inn, að meðalaflinn getur ekki
borið uppi tilkostnað. Að tala
um aflabrest á síldveiðunum
í sumar er hrein fásinna. Það
er ekki aflabrestur sem veldur
hér erfdðleikum, heldur of-
mikill útgerðarkostnaður sam-
anborinn við verðmæti þess
afla sem skipin hafa flutt að
landi. Að tala um aflabrest i
þessu sambandi er sjálfsblekk-
ing og rangtúlkun á ástandinu.
Að fara í hring
Það hefur löngum verið tal-
ið órækt vitni um villu, þeg-
ar menn sem héldu sig fara
beina stefnu að ákveðnu marki
komu eftir langa og erfiða
göngu aftur á sama staðinn.
þar sem gangan hófst. Það
éina sem gat bjargað slík-
um mönnum var það, ef þeir
gerðu sér það fullkomlega
ljóst að þeir höfðu orðið
rammvilltir á göngunni. Aðrir,
sem gerðu sér þetta ekki Ijóst.
þeir fórust á íslenzkum hjam-
breiðum. Urðu úti.
Hin svokallaða viðreisn í ís-
lenzkum sjávarútvegsmálum er
búin að fara í hring á göngu
sinni og hefur fyrir nokkru
fundið þann stað sem hún
lagði upp frá. En í stað þess
að reyna að komast á rétta
leið og halda ferðinni áfram.
þá snýst hún nú kringum
sjálfa sig á sama blettinum
sem hún lagði frá í upphafi
Nú eru það orðin höfuðúrræð-
in til bjargar, sem harðas’
vom dæmd þegar lagt var af
stað. Uppbætur til atvinnu-
veganna hafa margfaldazt og
þó hefur ástand þessara sömu
atvinnuvega aHrei verið verra
á löngu tímabili. Almenning-
ur hefur hér á þessu tíma-
bili fengið söluskatt á allar
vörur og þjónustu sem var
réttlættur með því að beinir
skattar á almenningi myndu
lækka að sama skapi cða
jafnvel hverfa alveg. Nú er svo
komið eftir hringgönguna, að
launafólk landsins með 7,5%
söluskatt á bakinu hefur aft-
ur fengið beina skatta sem eru
hærri en nokkru sinni fyrr.
En viðreisnin hefur tekizt
m&Wi ÉírÆ 'S
Fl! 5KI M !AL
- 'X
—.———
vel á mörgum sviðum, segja
þeir sem snúast í kringum
sjálfa sig. Og málgögn þeirra
eru látin prenta það dag eft-
ir dag, að hvergi lifi almenn-
ingur í öðrum eins vellysting-
um og hér á íslandi. Sann-
leikurinn er hinsvegar sá um-
búðalaust, að hér hefur fólk
þurft að vinna 10—11 klukku-
stundir á dag til þess að geta
veitt sér sambærileg kjör og
aðrir höfðu við sambærilega .
vinnu í næstu löndum með
8 klukkustunda vinnudegi. En
nú, þegar mönnum verður ekki'
lengúr gefinn kostur á jafn-
Jöngum vinnudegi og tíðkað-
ist um síðustu aldamót, þá er
hætt við, að samanburður á
lífskjörum launafólks hér og
í næstu löndum fari að verða^
íslendingum óhagstæður. Þetta
er viðreisnin.
Hin svokallaða verðstöðvun
ríkisstjómarinnar sem dóms-
málaráðherra talar um að nú
þurfi að framlengja í eitt ár,
svo allt lagist, hún hefur fram
að þessu mest einkennzt af
því, að allt má hækka nema
kaupgjald launafólks. Olíufé-
lög og önnur slík hafa ekki
mátt skerða sinn hagnað, og
það versta er, að hið opinbera
vald hefur allsstaðar gengið
á undan með hækkaðar álög-
ur á almenningi og eru dráps-
klyfjar skattanna þar nær-
tækasta dæmið sem launafólk
þarf að muna vel. Hvergi hef-
ur verið sýndur hinn minnsti
vilji á því, að draga úr óhófs-
eyðslu hins opinbera, heldur
hefur hún aldrei verið meiri
en einmitt nú. Það sýna hækk-
andi niðurstöður fjárlaga ár
frá ári þar sem misjafnlega
þörfum sýndarembættum
fjölgar stöðugt líkt og gor-
kúlum á fjárhúshaug. Um
þetta virðist ekki vera neinn
ágreiningur á milli stjómar-
flokkanna. Hér hefur hið svo-
kallaða Parkinsonslögmál feng-
ið betri jarðveg til að þenjast
út og dafna heldur en í nokkru
öðru landi. Ekkert tillit virð-
ist tekið til þjóðarstærðar við
þessa embættafjölgun. En hitt
er einkennandi að þarfir ís-.
lenzkra atvinnuvega til tækni-
legrar uppbyggingar hafa
þarna algjörlega setið á hakan-
um og hafi eitthvað verið gert
á því sviði. þá er sýndar-
mennskan mjög áberandi. Sem
ságt,: Ankinn fjáraustur hefur
að aiboí stórurri hluta gengið
i það að stjórna landinu.
Að bjarga stjórnar-
stefnunni er ekki
æskilegt
Það er ekkert ofsagt, þó sagt
sé, að íslenzkir atvinnuvegir
hafi beðið meira og minna
skipbrot vegna núverandi efna-
hagsmálastefnu ríkisstjómar-
innar og sérfræðinga hennar.
Þessi ranga stefna í grundvall-
aratriðum, hún hefur kippt fót-
unum undan hverri iðngrein-
inni á fætur annarri. En sú
staðreynd að' fiskútgerð og
hraðfrystiiðnaður hafa hjarað
þessi árin má rekja beint til
metafla, hvað útgerðinni við-
kemur, en laígra hráefnisverðs
en hjá keppinautum okkar
hvað hraðfrystihúsunum við-
kemur. Undir ’ slíkum kringum-
stæðum þolir að sjálfsögðu ,
fiskútgerðin ekki að met-
aflinn lækki og hraðfrystihús-
in þola heldur ekki hinar
minnstu verðsveiflur á mörk-
uðunum, eins og komið hefur
á daginn.
Á einu vil ég þó vekja at-
hygli sérstaklega og það er sú
staðreynd, að talsvert íjár-
magn hefur vunnið beint frá
hraðfrystiiðnaðinum til upp-
byggingar á síldveiðiflotanum,
en án þessa fjármagns væri
ekki síldveiðiflotinn til í nú-
verandi mynd. Þannig verður
í sumum tilfellum hagur hrað-
frystiiðnaðarins verri en efni
standa til, sökum þess að
fjármagn hefur verið dregið
frá honum, af þeim ástæðum
að ekki var séð fyrir sérstöku
óháðu fjármagni til uppbygg-
ingar á síldarflotanum, frá
hendi lánastofnana og rjjdg-
valds.
Nú, þegar háttvirt nýkosið
Alþingi kemur saman, þá verð-
úr stáerstá vérkefni þéss þiiigs'
gjaldþrot núverandi efnahags-
málastefnu. rikisstjómarinnar
Þýðingarmestu verkefnin sem
koma munu fljótt til kasta
þingsins verða fiskútgerð ís-
lendinga og fiskiðnaður, þær
atvinnugreinar sem öll okkar
utanríkisverzlun byggist á.
Það mun verða höfð.að til
þjóðhollustu og menn hvattir
til að standa saman á neyð-
arstundu. En um hvað eiga
menn að standa saman, um ó-
breytta stefnu í efnahagsmál-
um, þá stefnu sem leitt hefur
til þess öngþveitis sem nú þarf
að glíma við. slíkt væri fjar-
stæða. Menn verða að gera
sér það ljóst, að aðeins nokk-
ur hluti þess vanda sem nú
blasir við er tilkominn sökum
verðfalls á okkar mörkuðum,
en meginhluti vandans á upp-
tök sín í þeirri efnahagsmála-
stefnu sem fylgt hefur verið
að undanfömu.
Það þarf stefnubreytingu, ef
þjóðin á að geta staðið sam-
an að björguninni, því «ð
björgun sjálfrar efnahags-
málastefnunnar er ekki æski-
leg. Þjóðin er sjálfsagt reiðu-
búin til að bjarga sínum at-
vinnuvegum frá hruni en það
er ekki hægt nema með
breyttri stefnu i efnahagsmál-
um. Þjóðarskútan verður að
bakka afturábak út í gegnum
hin þröngu sund og komast á
frían sjó, hún er komin hér í
algjöra sjálfheldu.
En hvað á þá að gera? Þess-
ari spumingu verður ekki
svarað hér í einstökum atrið-
um. En þó vil ég ekki skilj-
ast svo við þetta mál hér í
þættinum, að ég bendi ekki
á nokkur veigamestu atriðin,
sem ég álít að feinkenna ýurfi
björgunarstarfið, svo framar-
lega sem það á að takast.
1. Taka verður upp áætlun-
arbúskap, ekki bara hjá rík-
inu sjálfu, heldur líka hjá
höfuðatvinnuvegum okkar,
þannig að fjármagninu verði
beitt á skipulegan hátt til upp-
byggingar í atvinnulífinu,
■þannig að sjálf undirstaðhh~sé
tryggð, áður en farið er að
byggja ofan á hana.
2. Endurskoðun fari fram á
ölLu embættismannakerfi rík-
isins og beinum stjómunar-
kostnaði með það fyrir augum
Framhald á 9. síðu.
POLARPANE
,o
2FALT POLARpAtoc:
3 falt e'nan9njnarg£E
n s°ensk
tpFALT ^oedovara
einkaiJmbod_________
MARS TRADIIMG
i, LAUGAVEG 103 S1MI 17373
Einangrunargler
Húseigendur — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um, ísetningu og allskonar breytingar á
gluggum. Útvegum tvöfalt gler í lausaföe os sjá-
um um máltöku.
Gerum við sprungm 1 steyptum veggjum með
baulreyndu gúmmíefni.
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMI 51139.
I