Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 5
Að
„súnna
H
sig
— Og þú súnnar þig barasta
í skítnum úr göturæsinu Jói
kallinn. Orðinn sjóhræddur i
seinni tíð?
— Það er sami gaddavírs-
kjafturinn á þér og ævinlega,
Kalli Fúsa. Ég man ekki betur
en þú settir fast að fullu um
það leyti, sem þú fórst að
bleyta þig á undan brotinu. Og
skíturinn gæzkur! Varast skyld-
ir þú að tala óvirðulega um
opinberan skít. Skítinn okkar
lagsi. Svo borga þeir mér stór-
fé fyrir þetta andsko.tans fokk.
Bærinn stíngur fúlgunni í
vinstri vasann og tínir hana
svo aftur upp úr þeim hægri,
nema þá nokkrar kringlóttar,
sem ég sting undan í rássvas-
ann og afhendi ríkissjóði á einn
eða annan máta. Og ekki ætti
það að fara framhjá neinum að
ég er tæknivæddur upp fyrir
haus. Með hjólbörur og reku.
en þú ert ekki nema hvurt ann-
að vanþróað kallkvikindi.
Leppalúði sem ekki er hægt að
segja að hafi lappir til að ganga
á öllu lengur.
— Það er svosem auðheyrt
að þú ert ekki lítið upp' með
þér Jói gæzkur. 1 ræsinu bar-
asta! Fannst þér ekki fríðara,
þegar þú gazt rekið ótútlegt
snjáldrið út um gluggaboruna á
þessum lóðastampi, sem þú
kallaðir bát og gott ef ekki
skip, þegar sá gállinn var á
þér. Ög geiflaðir kjaftinn svo
yndislega, að þorskarnir flutu
dauðir upp á línunni, þá sjald-
an að nokkurt kvikindi var á!
— Dauöir segiröu. Náltúriega
urðu þeir að láta sitt líf til að
halda lífinu í þjóðinni. Eöa er
þaö ekki rétt gæzkur minn?
— Ég skil nú eklci aö nokkurt
þjóðarræksni, okki einu sinni
þessir örvitar þarna suður á
Tristan da hvaðþaðnúheitir,
hefði átt langa lífdaga á þeim
kvikindum sem þú sálgaðir
um ævina!
— Þú myndir víst geta trútt
um talað, þegar drápsmálin
eru annarsvegar. Ég neyðist
víst til að játa, að þar kemst
ég ekki með tærnar, þar sem
þú hefur hælana gæzkur. Eöa
er það kannski ekki satt að þú
hafir drepið hvorki Nmeira né
minna en heilan togaraskip-
stjóra og enskan í lx>kkabót?
— Það drepur enginn maður
enskan togaraskipstjóra Jói
minn og því máttu trúa og bera
mig fyrir.
— Ætlarðu þá að afneita
þessu eina þrifaverki, sem þú
hefur unnið um dagana? Ég hef
beint eftir mönnum, sem voru
með þér á tja-llanum, að þú
hafir losað krókinn úr vantin-
? Sunnudagur 19. nóvember 1967 — ÞJOÐVILJINN — SÍÐA g
um og slöngvað hónum íthaus-
inn á kallinum, þegár hann
hafði rotað pontarann oní kös-
ina.
I
Myndir og texti: Grétar Oddsson
— Það var ekki krókurinn.
Það stóð spanni út um bæði
eynun á honum síðast, þegar/ég
virti hann viðlits.
— Og spanninn hefur þá mátt-
úrlega haft vit fyrir ykkur aum-
ingjunum og mænustungið Ikall-
inn án þess að nokkur hjéRpaði
honum áleiðis?
— Æ, það var glórulausjand-
skotans bræla og kallhelvitið
ætlaði að streða oikkur á botn-
inn. Og allur fjandínn gat svo
sem skeð á þessum drullukoll-
um sem þeir kölluðu trollara í
þá daga.
— Samt má ég hafa eftir þér
að ekki sé hægt að drepa ensk-
an togaraskipstjóra! Ég heyri
ekki betur en bér sé farið að
fara alvarlega aftur í þrætu-
bókinni, annar eins bölvaður
þvargari og rugguhestur og þú
varst meðan þú gazt opnað al-
mennilega á þér kjafitinn.
— Æ sjáðu nú til. Jói minn
gæzkur. Enginn hvorki þú eða
ég eða nokkrir aðrir«geta drep-
ið það sem er dautttfyrir. Hann
var sko jafndáuður uppistand-
andi og útafliggjandi með
spannann í gegnum hausinn,
þorparinn.
— Ja, nú þykir mér hann
flauta í þér, sá gamlÐ!!!
— Enskir togaraekipstjórar
hafa enga sál og það sem er
sálarlaust er dautt og það ætti
jafnvel þinn hálfviti að skilja!
— Þá hefur þorskurinn lfk-
lega sál. Þú játaðir þó áðian að
ég hefði sálgað nokkrum kvik-
indum, þó sanngirni og sann-
leiksást væri þá jafn fjarri þér
og ævinlega.
— Þorskurinn hefur aldeilis
helvíta mikla sál, skaltu vita.
Hún hefur haldið lífinu bæði
í okkur og öðrum i þúsund ár
og gott betur og sá ekki högg
á vátni, fyrr en tjallinn kom.
— Nú er farið að slá alvar-
lega útí fyrir þér gæzkur.
Maður étur þó sjálfa skepnuna,
en ekki sálina úr henni. Má
verá að það sé satt, sem sagt
■er um þig, að undir allri heim-
spekihulunni, sértu ekki annað
en ljósbauja á feki.
— Það er ekki eins slæmt að
vera hálfviti og þú heldur Jói
sæll. Ég hef aldrei séð heppn-
ari menn til sjós. Einu sinni var
ég með fimm hálfvitum í einu
á skipi. Þeir voru svo vitlausir
að þeir gátu ekki staðið troll-
vaktir, nema undir ströngu eft-
irliti og þegar þeir vildu vita
hvað tímanum leið, gáðu þeir
á kompásinn. Einn þorði aldrei
að líta á dýptarmælinn, því að
hann sagði að sig svimaði
svona hátt yfir botninum. Þess-
ir menn fóru þurrir á milli f
öllum veðrum og ævinlega á
kulið og þó við hinir færum
allir á flot, vöknuðu þeir ekki
í litlu tána. Einn af þessum
höfðingjum var notaður i pont-
ið og hann var svo taktfastur
á rólinu, að hefði þýzki herinn
marsérað eftir honum, heföu
Rússarnir staðið gapandi. Svo
losnaði krókurinn einu sinni
úr vantinum í brælu. Þá skyldi
það standa heima, að í hvert
skipti, sem hann sveif þar yf-
ir, sem hausinn á Pontiusi átti
að vera, var sá hinn sami æv-
inlega að beygja sig eftir fiski
og þegar krókurinn stóð lárétt
út frá salningunni, rétti djöfsi
'úr sér og fleygði fiskinum nið-
ur í lest. Og svona nokkra
ganga og náttúrlega þorði eng-
inn að gefa frá sér hið minnsta
hljóð, því þá hefði vinurinn
farið út af laginu og legið méð
hnappinn í kássu. Svo greip
einhver krókinn og festi hann
á sinn stað.
— Og hver greip?
— Það var einhver, sem stóð
vel að því. Ég man það bara
ekki lengur. Svo skiptir það
ekki höfuðmáli, heidur hitt að
ponti lifir enn í dag og hefur
ekki hugmynd um, hvað hann
stóð nærri landamærunum nótt-
ina sælu.
— Og þú varst á forhleran-
um þá eins og ævinlega. Var
það ekki gæzkur? Þá hefurðu
semsé lagt einn tjalla útaf og
bjargað einum íslenzkum hálf-
vita. Það kalla ég nokkuð rétt
skipti, þó þú hefðir átt að fá
einhverja milligjöf fyrir tjalla-
kvikindið. Já þú ert ekki svo
bölvaður Kalli minn, þó kjaft-
urinn á þér sé eins og á ömmu
andskotans. Jæja, heyrirðu
hvernig hjólbörurnar eru farn-
ar að ískra af óþolinmæði eft-
ir að þjóna sínum herrum.
Skítnum í ræsinu, herrunum í
ráðhúsinu og mér. Okkur sem-
ur vel, mér og hjólbörunum.
Þær kjafta ekki frá, þó að ég
snapi mig af og til og svo er
þetta forláta spýtúbakki.
A helvegum hafsins—ný hók
um sjóslys og hetjudáðir
„A helveguœ hafsins" nefn-
ist nýútkomin bók, sem hefur
að geyma frásagnir af slysför-
um og hetjudáðum sjómanna á
hafi úti, skráðar af Jónasi St.
Lúðvíkssyni.
r bók þessari, sem er tæpar
200 síður og gefin út af Ægis-
útgáfunni, eru sex frásagnir.
í einni }>eirra, „í opinn dauð-
ann“, segir frá því þegar þýzka
beiliskipinu Bliicher var sökkt
í Oslóarfirði í síðarj heims-
styrjöldinni. Kaflinn „Dapur-
leg leiðarlok" íjallar um enda-
lok stórs farþegaskips, sem
skaddaðist í ís í norðurhöf-
um, komst úr þeirri nauð en
strandaði síðar við suðurodda
Ameríku. „Ægislys á Eystra-
salti“ er frásögn af skipinu
Mynchen III. sem síðar nefnd-
ist Steuben. „Upp á líf og
dauða“ nefnist þáttur um sjó-
orustu á' Kyrrahafi í síðari
heimsstyrjöldinni. Þá er sagt
frá Titanic-slysinu í bókarkaíla
sem ber fyrirsögnina „Sigling
til tortímingar" og loks er frá-
sögnin „Aleinn gégn iithafinu“,
bar sem segir frá einstæðu af-
reki ungs Norðmanns, er hann
synti á hafi úti milli skipa í
stórsjó og stormi.
Jónas St. Lúðvíksson hefur
áður tekið saman fjórar bæk-
ur af þessu tagi og hafa þær
allar notið mikilla vins'ælda
og selzt upp á skömmum tíma.
Jónas St. Lúðviksson