Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 12
Myndirnar til vinstri eru úr Hljóðfærahúsinu, sú efri tekin í leðurvörudeild, hin af ungnm viðskiptavinum að hlusta á nýjustu bítlaplötuna í þar tii gerðum hlustunarkössum í tónlistardeildinni. — Á efri myndinni til hægrri eru ungu stúlkurnar að skoða háu leð- urstígvélin í Skóverzlun Péturs Andréssonar og neðst til hægri sést Helgi Guðmundsson úrsmiður í sinni verzlun. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Opnuðu í þessum mánuði: Þrjár verzlanir saman í nýju húsnæði Þrjú fyrirtæki, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Skóverzlun Péturs Andréssonar og Cra- og skart- gripaverzlun Helga Guðmunds- sonar, voru nýlega opnuð í glæsilegum, nýinnréttuðum húsa- kynnum að Laugavegi 96. Er vérzlunarhúsnæðið á tveim hæðum, á þeirri neðri er Hljóð- færahúsið og úra- og skartgripa- verzlunin, en á þeirri efri sko- verzlun Péturs og leðurvörudcild Hljóðfærahússins. Var blaða- VerkfaSls- heim'id Almennur fundur í Verka- lýðsfélagi Vopnafjarðar á föstudag samþykkti einróma að gefa stjórn félagsins fullt umboð til þess að lýsa yfir verkfalli 1. desember ef eklti hefur tekizt samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar fyrir þann tíma. Képavogur ★ Aðalfunduir Félags óháðra kjósenda verður í Þinghól mánu- daginn 20. nóvember kl. 8.30- ★ Einnig verður rætt um bæjar- mál. — STJÓRNIN. mönnum boðið að skoða verzlan- irnar nú í vikunni. Gunnar Magnússon húsgagna- arkitekt hefur skipulagt verzlun- arhúsnæðið á hinn smekklegasta hátt, en innréttingamar smfðuðu Guðjón Halddórsson og Kristinn Ragnarsson. Elzta verzlun sinnar tegundar Elzta fyrirtækið á Laugavegi 90 og jafnframt elzta verzlun sinnar tegundar hér á landi er Hljóðfærahús Reykjavíkur, sem stofnað var árið 1916 af frú önnu Friðriksson og þótti mörg- um bjartsýni á þeim tíma að ætla sér að verzla með hljóð- feeravörur eingöngu. Verzlunin færði brátt út starfssvið sitt og 1926 tók Hljóðfærahúsið upp þá nýbreytni að efna til hljómleika- halds með innlendum og enlend- um listamönnum og komu marg- ir heimsþekktir listamenn hingað til lands á vegum fyrirtækisins á þessum árum og bæjarbúar kunnu vel að meta þetta starf. Nokkrum árum síðar stofnaði fyrirtækið leðurvörudeild sem enn er rekin samhliða tónlistar- deildinni. Hljóðfærahúsið var lengi stærsti útgefandi nótna hérlend- is og ennfremur voru fyrstu ís- lenzku hljómplöturnar gefnar út á vegum þess. Starfssvið fyrir- tækisins nú er heiildsala og smá- sala á flestum tónlistarvörum <>g hefur það umboð margra þekktra framleiðslufyrirtækja á þessu sviði. Þá hefur fyrirtækið árum saman haft einkaumboð fyrir Linguaphone Institute í Englandi, sem gefur út á plötum lingua- pl önenámskeið á 30 tunguimál- um, en notkun slíkra námskeiða við málanám eykst sífellt hér sem annarsstaðgr. Hljóðfærahús Reykjavikur er hlutafélag o- er núverandi fram- kvæmdastjóri Árni Ragnarsson. Þriggja ára Yngsta fyrirtækið í hópnum er verzlun Helga Guðmundssonar úrsmiðs, stofnuð fyrir þrem ár- um og hefur ævinllega verið til húsa við Laugaveginn, fyrst nr. 65, síðan 85 og nú á 96. I verzlun Helga eru úr, klukk- ur, skartgripir ^g skrautvörur. en einnig annast fyrirtækið alla viðgerðaþjónustu í sambandi við úr og klukkur. Sjálfur hefur Helgi starfað í iðninni í 13 ár. Þriðja skóbúð Péturs Pétur Andrésson skókaupmað- ur opnaði fyrstu skóverzlun sína á Framnesvegi 2 árið 1942 og tiu árum síðar aðra á Laugavegi 17. Hefur Pétur jafnan lagt ríka á- herzlu að hafa úrvalið sem fjöl- breyttast og má að hans eigin sögn finna í verzlunum hans skótau allt frá Rauða Kína vest- ur til Frakklands og frá fjöilda landa þar á milli. Hann leggur mikið upp úr því að skoða sýn- ingar erlendis og fylgjast þann- ig með öllum nýjungum. 1 nýju verzluninni færir Pétur út. kvíarnar og býður tipp á að- stöðu sem ekki var fyrir hendi i eldri búðunum, þannig að rými er þarna miklu meira og allt fyr- irkomulag miðað við að við- skiptavinirnir hafi sem greiðast- an aðgang að vörunum og finni auðveldlega það sem þá vantar. I verziuninni vinna 4 manns og verzlunarstjóri er Valborg Jóns- dóttir. * Tvö nýíslenzk Hknarfrímerki Á miðvikudaginn kemur 22/11 1967 gefur póst- og símamála- stjómin út tvö ný líknarfrímerki kr. 4,00+50 aurar og kr. 5,00+50 aurar. Yfirverðið, 50 aurar af hvoru merki, rennur til Lfknar- sjóðs Islands. Annað frimerkið er með mynd af sandlóuhreiðri, en hitt af rjúpuhreiðri og eru egg í hreiðr- unum. Bæði frímerkin eru prent- uð hjá Courvoisier í Sviss eft- ir litljósmyndum, sem Björn Bjömsson tók. Líknarfrímei’ki voru fyrst gef- in út á íslandi árið 1933, því Reykjavíkurmótinu haldið áfram í dag Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik verður haldið áfram í dag, sunnudag — og þá leikið bæði síðdegis og um kvöldið í Laugardalshöllinni. Kl,- 2 hefst keppni í 1. og 2. flokki karla, en tol. 8,30 hefst keppni í meistara- flokk ikarla. Þá leika Þróttur og Víkingur, KR og Ármann, Val- ur og ÍR. næst 1949 og 1965. Auk þess vom svo gefin út frímerki með yfirverði árið 1956 til styrktar Skálholti og 1963 til styrktar Rauða Ki-ossinum. Að vanda verður hægt að fá fn'merkin stimpluð með' hinum sérstöku útgáfustimplum hjá póststofunni í Reykjavík. Gerið skil + Fyrir nokkru er hafin saia á miðum í Happ- drætti Þjóðvfljans 1967 og eru aðalvinningamir í happdrættinu tvær fólks- bifreiðir: Moskwitsch og Trabant de lux. Verður dregið i happdrættinu á Þoriáksmessu. ★ Þeir sem fengið hafa senda miða í happdrætt- inu eru vinsamlega beðtt- ir að gera skil eins fljótt og þeir geta, annað hvort í skrifstofunni að Tjarnar- götn 20 eða á afgreiðslu Þjóðviljans að Skólavörðu- stíg 19. Ódýrir karlmannaskór Stórglæsilegt og fallegt úrval Nýjar sendingar. — Verð ótrúlega hagstætt. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. Hóu þýzku V-þýzkir vinnuklossar loðfóðruðu kuldastigvélin fyrir karlmenn Uppreimaðir - Fóðraðir - Vandaðir og þægilegir. fyrir karlmenn, komin aftur Ný sending 'i • ■ . . • ‘ SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. Laugavegi 100. DIODVIlllNN Sunnudagur 19. nóvember 1967 — 32. árgangur — 263.. tölublað. 30 ára afmælistén- leika Rögnvaldar Eins og frá hefur verið sagt í Þjóðviljanum heldur Tónlistar- félagið tíundu og síðustu tónleika sína fyrir styrktaríélaga á bessu ári annað kvöld og þriðjudags- kvöld kl. 7 bæði kvöldin í Aust- urbæjarbíói og er það Rögnvald- ur Sigurjónsson píanóleikari sem þar kemur fram. Þetta em afmælistónleikar Rögnvaldar því að fyrir réttum 30 ámm hélt hann fyrstu opin- bem tónleika 'sína, það var í október 1937. Síðan hefur Rögn- valdur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og enlendis eins og öllum tónlistarunnendum er kunnugt. Rögnvaidur Sigurjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.