Þjóðviljinn - 23.11.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.11.1967, Qupperneq 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 23, nóvember 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 56 — Af hverju vildi hann tala við þig? — Hann virtist ímynda sér að ég gæti fengið þig til að hætta við þetta. — Hefurðu hugsað þér að reyna það? — Nei, því að ég veit að það er tilgangslaust. — En þú myndir kannski reyna, ef þú héldir að það kæmi að einhverju haldi? Segðu mér Mamie — sténdurðu með hon- um eða stendurðu með mér? Ég starði út um gluggann. Og eins og daginn 'sem ég talaði við Terry, var mér alveg sama- Þetta kom mér ekki við. Er það ekki héma sem við eigum að þeygja til vinstri? — EÍ þú ert á bandi hinna, þá segðu það. — Já, en það er ég ekki, sagði ég. — Ég er á þínu bandi, Mark — í þessu máli. En ég sagði það víst ekki með nægilegri sannfæringu, þvi að HARÐVIÐAR tlTIHURDIR TRÉSMIÐJA P. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 W TIZH fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laagav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968 hann horfði á mig eins og hann væri sannfærður um að það væri ekki sátt. Þessar eltingaveiðar áttu að fara fram á Thornhill landar- eigninni- Thomhill var geysistór jörð og aðalbyggingin sjálf var vist í svokölluðum viktoríustíl, þvi að hún var úr brúnum múr- síeini og býsn af vafningsviði uxu upp með veggjunum, oghá- ir, mjóir stromparnir minntu á sæg af plöntum. öðrum megin var geysistór garðstofa með gler- þaki, og þakið var í laginu eins og glerhjálmar í kaffihúsum sem notaðir eru tíl að setja yfir föt- in til að verja kökumar fyrir flugunum. Allt var morandi í fólki þeg- ar við riðum heim að húsinu í fylgd með Newton-Smith mæðg- inunum,, Það voru tíu bílar og fjórir hTOssaflutningsbílar og tveir aftanívagnár og tíu til fimmtán reiðmenn og sumir voru á baki en aðrir voru stignir af baki; og svo voru líka nokkrir hestastrákar í flauelsbuxum. Áð- ur en ég hafði samþykkt að fara é veiðarnar, hefði ég beðið Mark að komast að því, hvort Arthur Strutt færi nokkum tíma á veið- ar en það sýndi sig að hann gerði það ekki, svo að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af hon- um. Mark reið stórumbrúnumhesti, sem var fremur eirðarlaus og baldinn, og *ég reið Forio spöl- korn frá honum, því að Forio yar reyndar meðfærileg skepna, en hann var viðkvæmur. Svo kom maður í rauðum jakka og með svarta flauelsreiðhúfu, og Rex kynnti hann sem formann- inn, einn af stjórhendum veið- anna- Og svo fórum við öll af baki og stóðum og spjölluðum, en ég hlustaði nú ekki mikið á það sem sagt var, þvi að þetta var mér alveg nýtt, og þott ég hefði meiri áhuga á morgundeg- inum en deginum í dag, þá var ég að vissu leyti glöð yfir því að hafa fengið að reyna þetta áður en ég hljópst á brott. Ég hafði að vísu oft séð reiðmenn og hunda þeysast yfir engin í Glo- cestershire, en ég hafði aldrei komið nálægt þeim, enda hafði rnínn staður ekki verið á meðal þeirra fyrr. Nú komu hundarnir og þeir gáfu frá sér kynleg hljóð og dilluðu rófunum í allar hugsan- legar áttir. Og svo var allt í einu ein.s og við værum orðin miklu fleiri og allir töluðu og hagræddu ístöðunum og stigu á bak — einn af veiðistjórunum stjómaði hundunum og svokomu þrír menn með kúluhatta og í gulum reiðbuxum og hrossin tróðu niður grassvörðinn — og það kom ung .stúlka í bláum reiðfötum — mig hefði langað í þau — og hún reið hesti með hvíta vafninga um framfætuma — og svo kom gamall maður með kinnar eins Og epli. Forio var farinn að ókyrrast, hann hafði aldrei áður verið í svona örtröð; ég hélt við hann eftir beztu getu — og svo fórum við af stað til allrar hamingju. Allur skarinn fór á hreyfingu samtímis, talandi og hlæjandi eins og gestir í skógarferð á sunnudegi; tveir í senn riðu gegnum garðshliðið og niðurstíg með djúpum hjólförum. Stígurinn tók enda hjá dá- litlu skógarbelti. Einhverjir höfðu stanzað fyrir framan, svo að við ýttumst öll og tróðumst til og frá. — Þeir hafa fundið slóð, sagði einhver framar í hópnum, og það var eins og rafstraumur færi um alla. Maðurinn sem reið við hliðina á mér, beit harka- lega á neðri vörina og gerði til- raun til að troðast áfram, þptt það væri óhugsandi. Svo fóru þeir á undan á hreyfingu;, þeir beygðu inn um hlið og riðu upp brekkuna meðfram skógar- beltinu. Og svo heyrðist allt í einu í hominu. Ég hafði áður heyrt í svona horni úr fjarlægð: en það lætur allt öðru vísi í eyrum, þegar maður er sjálfur þátttak- andi- Hundamir virtust hafa hlaupið upp brekkuna, þvi að allir eltu þá leiðiná; en það var erfitt að komast áfram; það var álíka og að aka bíl í . Oxford- stræti; ég hugsaði með mér að ég hefði miklu heldur viljað ríða út ein en sitja föst í þess- ari bendu. Mark reið upp að hlið mér og hann varð alltaf að halda í við stóra, brúna og órólega hestinn sinn. — Er allt í lagi?’ spurði hann, en það var enn kvíðasvipur í augum hans eftir það sem hafði farið okkur í, milli í bílnum. Ég kinkaði kplli. Állt í einu vorum við komin á bersvæði og gátum sprett úr spori og það var yndislegt að finna ferska goluna leika um andlitið — og svo hafði ég dá- litla illgirnislega nautn af því, að hestur Marks hafði ekki við Forio. — Það kæmi mér ekki á ó- vart þótt refurinn hefði skotizt inn í Coxwoodskóginn sagði maður með kúluhatt og virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja, og virtist ánægður með það sem hann sá- — Og þá töpum við slóðinni, því að það er ómögu- legt að rekja hana í Coxwood- skóginum. Á hálftíma þeystum við um, upp og niður brekkur, yfir engi og stíga, við sulluðumst yfir polla og leirinn skvettist upp um fæturna á hestunum, við biðum óþolinmóð hvert eftir öðru, þegar fara þurfti gegnum hlið og við riðum hvert í veg fyrir annað og ég hugsaði með mér: Þetta er alltof margt fóík, og ég hugs- aði líka: þetta tókst þér vel, rebbi, þú hefur teymt okkur öll á asnaeyrunum, — haltu þig bara í greninu — láttu þér ekki detta í hug að gefa þessum hund- um tækifæri til að sýna hve snjallir þeir era. En þegar klukkan var orðin tólf fundu hundarnir annan ref, og hann virtist ekki eins slyng- ur og sá fyrsti. Maðurinn með hornið blés aftur af öllum kröft- um *og ég reið á eftir Mark yfir gerði og tók eftir því að hesturinn hans hljóp mjög létti- lega yfir torfærana — og allt í einu tók við jafnslétta og við þutum yfir opið engi meðfram járnbrautarstokk. Langt fram- undan gat ég séð hundana og manninn sem stjómaði þeim og auk þess veiðistjórann og hina reiðmennina -þrjá; svo kom siða- meistarinn og tveir enn og svo sem hundrað metrum fyrir aft- an þá komum við Mark; ,en nú hljóp ég hann af mér, bæði hann og hóp annarra. Hinir höfðu allir verið svo óheppnir að teppast við brú sem þeir höfðu komið að samtímis. Við urðum að hægja ferðina við nýtt hlið og heiðin sem framundan var bauð sannarlega ekki upp á annað betra en halda hraðanum. Ég var orðin sveitt en í rauninni naut ég þessa. Munurinn á venjulegri útreið og þessu var sá, að hér var ein- hver sem sagði manni fyrir verkum pg það var spennandi, og í svipinn hugsaði maður alls ekká um hvað var. verið að elta. En svo þeystum við niður brekku og náðum næstum hund- unum sem smeygðu sér undir gaddavírsgirðingu. Sumir reið- mannanna fyrir framan mig tóku á sig krók til að finna hlið en ég sá að siðameistarinn hleypti sínum hesti yfir girðinguna og það tókst vel, svo að ég gerði hið sama við Forio og hann flaug yfir. Hann kom vel nið- ur á fætuma og nú hafði ég dregið á þá sem á undan mér vora. Ég heyrði dynk fyrir aftan mig, en það var ekki Mark; það var maðui^nn með kúluhattinn; Mark hafði tekizt vel stökkið og var aðeins tuttugu metrum á eftir mér. Ég hafði litið við á vensta tíma og lág grein hafði næst- um rifið af mér reiðhúfuna Pg kvistur. reif á mér eyrað og hálsinn. Nú voru aðeins þrir á undan mér og ég var í upp- námi af eftirvæntingu. Hund- arnir höfðu stanzað en aðeins andartak, svo tóku þeir á sig stóran sveig, framhjá bóndabæ þar sem lítill drengur hékk fram á girðinguna, þvert yfir mal- bikaðan veg og niður mjóan hliðarstíg, framhjá þrem hjól- reiðamönnum sem hrópuðu og veifuðu, — yfir þétt limgerði og gegnum skóg, þar sem dúfurnar flugu á loft og hundamir geltu. Síðan aftur út á bersvæði. Það rann úr augunum á mér af hraðanum og Forio var renn- sveittur og gekk upp Dg niður. Við komum að nýrri og hærri gaddavírsgirðingu, og yfir hana sluppum við með naumindum. Reiðmennimir þrír voru enn á undan mér, en ég hafði dregið á þá. Og svo sá ég hundana. Og svo kom ég auga á refinn. Lelðin lá aftur upp brekku' og ég sá refinn þjóta eins og dökka rák yfir lágt grasið, og ég sá að brátt var úti um hann. Ég sá hann líta við, og ég sá hann hníga niður einu sinni og hlaupá síðan áfram. Þarna hljóta að hafa verið éinir fimmtíu, hund- ar. Þeir höfðu gelt allan tímann, en nú breyttist hljóðið í þeim; Þeir sáu refinn Dg vissu að þeir myndu ná í hann og nú lét geltið allt öðra vísi í eyram og hárin risu á þeim og skottin urðu alveg stinn. Og ég hugs- aði með mér að nú gæti hann ekki sloppið frá þeim. Hvert sem hann hleypur, þá er alls staðar bersvæði- Hann hefur hlaupið prýðisvel, en nú er hann þreytt- ur og örmagna og á nú ekki annað eftir en skelfilegan dauð- daga. Kannski á hann yrðlinga heima í greninu; en þá sér hann aldrei framar. Og ég hugsaði; það er enginn sem hjálpar hon- um. Enginn. Ég sló í Forio og reyndi að keyra hann hraðar áfram, því að ég hafði einhverja undarlega hugmynd um að ég gæti kom- ið í veg fyrir það sem nú ætti að gerast. En svo gerðist auð- vitað ekkert annað en það að Forio jók hraðann og ég komst enn nær og sá allt saman enn betur- Hundarnir vora nú aðeins nDkkrum metram fyrir aftan ref- inn og nú*-gat hann ekkt meira og í örvæntingu sneri hann sér urrandi á móti þeim; þeir vora fimmtíu gegn einum. Andartak , eitt ðfn SKOTTA stóð hann þarna. ITnstakt j fíFA auglýsir ! I Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti. | Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut) I ! I Donni málaði bilinn sinn blágrænan með gráum doppum, það er í stíl við augun mín. Enangrunargler Húseigendui — Byggingameistaiár. Útvegum tvofalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu • og allskonaT breytingar ð lluggum Útvegum tvöfalt gler í iausaföa oe siá- um um máltöku. Gerum við sprungur 1 steyptum veggju<m með baulrevndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NÝKOMID Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJONUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Lótið stiila bílinn Önnumst. hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur, ljósasamlokux — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun, bremsuskálai.- • Slipum bremsudælur. • Límum a bremsuborða. Hemlastilling hf. Suðarvogi 14 - Simi 30135. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.