Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 6
0 SlÐA — — Þriðj*KÍagMr 28. náwartoer 1&87. Peter Matinson í vitnastúknnni. Dómstóllinn til haegri á myndinni. Hróarskeldu 23. nóv. — Peter Mártinson, 23 ára sái- fræðistúdent í Berkeley, seg- ir frá eigin athöfnum og at- hugunum. Hann var í Banda- ríkjaher i Víetnam frá nóv- ember 1966 til júní 1967. Hann yfirheyrði fanga með aðstoð túlks. Frásögn hans er sam- feffd ádeila á • styrjöldina og hvernig hún breytir ungum og lítt hörðnuðum Bandaríkja- mönnum í siðlaus, sadisk villi- dýr. Átján ára hermaður sagði einu sinni við hann: í>ú hefð- ir átt að sjá stelpuna, sem ég drap í gær! Hann minntist einnig á þyrilvængjuflugmenn, sem lékju sér að fómardýrum sinum eins og köttur að mús áður en vélbyssan bindi enda á leikinn. Hann segir frá því, hvernig hann í eigin ■ persónu pyndaði víetnamska fanfea við yfir- heyrslur. — Fanginn hristi höf- uðið og sagðist ekkert vita. Ég vissi að hann laug. Ég sló hann. Það dugði ekki. Ég sló hann aftur og aftur. Þá tók ég talstöðina (field telephone). Ég pyndaði hann með straumnum frá rafhlöðunum. Ég tengdi leiðslurnar við kynfærin á honum. Það veldur miklum sársauka. — Við megum gera það sem við viljum við fangana, svo lengi sem ekki sér á þeim. Einn liðsforingi stakk bambus- flísum undir neglumar á fanga. Það mátti hann ekki. Einu fyrirskipanimar, sem við fá- um, er að ná í upplýsingar. Það er ekki erfitt að verja Rögnvaldur Hannesson: Þú hefðir átt að » sjá stelpuna, sem ég drap í gær! pyndingamar fyrir sjálfum sér. Annaðhvort pyndarðu þennan Víet Cong og færð hann til að tala, eða þú eða' félagi þinn verður drepinn vegna ónógra upplýsinga. Það hefur reyndar komið fyrir, að menn úr minni herdeild hafa gengið í gildru, sem fangi hefði getað sagt frá. En pyndingarnar eru kannski að mestu ’ leyti útrás fyrir reiði okkar og hatur gagnvart vitninu og óvininum og land- inu. Pyndingar em ekki bezta . leiðin til að komast að upp- lýsingum. Pyndaður fangi lýg- ur oft, og svo er alltaf hætta á að maður drepi hann. Liðs- foringi sem ég þekkti drap einu sinni fanga með rafmagn- inu frá talstöðinni. Hjarta- -<S> Saga Hitlers eftir Þorst Thorarens. tJt er komin bók eftir Þor- ;tein Ó. Thorarensen sem nefn- ist Að hetjuhöll, Saga Adolfs Hitlers. í undirtitli er og greint frá þvf að bókin segi frá upp- runa leiðtoga nazista, æsku og fyrstu baráttuárum. Og á kápu er því lofað, að höfundur reyni að skýra hvernig fátækur og ómenntaður almúgamaður, Ad- olf Hítler, náð.i algjörum tök- um á evrópskri forustuþjóð, hvernig skoðanif hans þróuðust og með hvaða hætti öfgastefna hans reis til áhrifa. Að hetjuhöll er allmikið rit, 446 bls. í stóru broti — og þó fjallar . það aðeins um fyrri hluta ævi Hitlers — lýkur því á misheppnaðri uppreisnartil- raun nazista árið 1923. Ekki er þess getið hvort annað bindi sé í vændum frá höfundi, þó má telja það h'klegt. Bókin er prýdd nokkrum myndum. Það hefur farið mjög ívöxt að undanförnu, að íslenzkir menn tækju saman ævisögur Adolf Hítler þekktra áhrifamanna erlendra, en þýðingum á slíkum verk- um hefur að sama skapi fækk- að. Nú hefur Adolf Hitler fengið um sig íslenzka bók — ásamt þeim de Gaulle (einnig eftir Þorstein ‘ Thorarensen), Churchill, Kennedy og Lincoln. bxlun, skrifaði læknirinn á dánarvottorðið. Ég náði beztum árangri, eft- ir að ég hafði lært svolítið í víetnömsku og gat talað við fángana sjálfur. Einu sinni lét ég fanga grafa gröf sína. Ég sagðist ætla að drepa hann. Ég taldi síðustu lífssekúnd- urnar á víetnömsku. Hann féll saman og fór að gráta. Ég yfirheyrði hann og hélt honum við efnið með því að minna á, að hann væri ekki dauður ennþá. Viðurstyggilegasti atburður, sem ég horfði upp á í Víet- nam var þegar 17 ára gömul stúlka dó úr gaseitrun. Tára- gas hafði verið sett inn í 10 km löng göng. Eftir margar klukkustundir kom fólk út um hinn endann Það er regla hjá okkur, að yfirheyra alla fanga, áður en þeir eru íluttir í burtu. Ég sá að stúlkunni leið illa, og kallaði á lækni. Hann taldi allt í ,lagi. Henni versnaði, og ég kallaði aftur á lækni. Hann taldi óhætt að yfirheyra hana fyrst. Að lok- um dó hún. Ég varð ofsareið- ur. Ég sagði lækninum og liös- foringjanum að þeir væru hel- vítis fífl. Af hverju ég sendi ekki skýrslu um málið? Yfir- maður minn ráðlagði mér að láta það vera, henni yrði fleygt í ruslakörfuna á æðri stöðum. Þegar ég fór til Víetnam, trúði ég því, að við værum að frelsa þjóðina undan oki kommúnismans og meirihluti fólksins væri með okkur. Eft- ir að ég lærði svolítið í víet- nömsku og gat farið að tala við fólk, veit ég, að flestir hata okkur. Það er skiljanlegt. því við erum á góðum vegi með að eyðileggja efnahag þjóðarinnar og menningu. Sai- gon er eitt griðarlegt hóruhús. Ein gleði'kona getur haft upp 300 dollara á viku, en meðal- laun í landinu eru 30 dollarar á mánuði. Bandarísku her- mennirnir líta niður á víet- naraa, og finnst þeir vera hirðulausir, fáfróðir og skít- ugir og nánast ekki eiga nær- veru sína skilið! Víetnamarnir eru svipað settir og negrarn- ir voru hjá okkur um 1850, þeir sópa fyrir okkur gólfin og vinna skítverkin, og víet- nömsku stúlkumar leggjast undir okkur á nóttunni. Ég segi þetta til að koma þjóð minni í skilning um, að það þarf ekki nazista til að drepa 6 miljónir gyðinga. John- son, sem býr neðar í götunni getur orðið stríðsglæpamað- ur, það sannar reynsla mín og margra annarra. Það þarf að svipta burt þeirri blekk- ingu, að Ameríkanar séu Am- eríkanar og fremji þessvegna ekki stríðsglæpi. Það hefur kostað mig harða baráttu við sjálfan mig og fjölskyldu mína að framkvæma þetta uppgjör. Fjölskylda mín hefur ásakað mig fyrir að draga nafn hennar niður í svaðið. Ég veit, að ég mun sæta aðkasti heima eftir þetta, og það verður erfitt fyrir mig að fá vinnu, og það er þeps vegna ekki víst að ég snúi aft- ur heim. Ég er á móti komm- únisma og ég er á móti stríði. Ég veit að kommúnistar geta notað frásögu mína í áróðri sínum, en ég álít skipta mestu máli að vinna gegn stríðinu. Martinson er einn þeirra fyrrverandi Víetnamhermanna, sem franski lögfræðingurinn Giséle Halimi hafði tal af í Bandaríkjunum nú fyrir skömmu. Tveir aðrir munu segja sögu sína á morgun. Ýmsir voru þó, sem ekki vildu koma af ótta við 'óhagstæðar afleiðingar, en frásögn þeirra hefur verið lögð fram á seg- ulbandi og kvikmyndum: Hér skulu tijfærð nokkur athygl- isverð dæmi: 25 ára gamall „leðurháls" írá Detroit segir: — Þegar verið var að þjálfa okkur í land- gönguliðið var okkur sagt: „Ef þið takið fanga og þeir valda ykkur erfiðleikum, megið þið drepá þá“. — Liðsforingi nokkur spurði: ,Hvað munduð þið gera, ef þið eruð að og komið allt í einu auga á börn í skotlín- unni?“ Enginn svaraði.' Liðs- foringinn sagði: „Drepið þáu“. Framhald á 9. síðu. ,Um eyjar og annes' 2. bindið komií út t)t er komið annað bindi rits- ins „Um eyjar 'og annes“ eftir Bergsvein Skúlason, en það hefur að geyma feröaþætti og minningar frá Breiðafirði. Þetta er allstór bók, nær 300 síður, útgefandi er Bókaútgáfan Fróði. 1 bókinni eru birtir ferðaþættir frá Patreksfírði Skor, Barðaströnd, Akureyjum, Rauðseyjum, Rúfeyjum og fleiri stöðum á Breiðafirði. Höfundur lýsir menningarháttum fyrri tíma á þessum slóðum, segir frá lífsbaráttu breiðfirzkra bænda og kvenna og lýsir önn fólksins á hverri árstíð. f bókarauka eru minninga- greinar um nokkra mæta karla og konur að vestan sem höf- undur hefur haft kynni af. Nafnaskrá fyrir bæði bindi rits- ins fylgir. f bókinni eru myndir og teikningar frá ýmsum merk- isstöðum sem við sögu koma. ,Myndir daganna' — III. bindi æviminninga séra Sveins Víkings Séra Sveinn Víkingur ætlar ekki að gera það end^isleppt i endurminningum sínum og er nú að koma á markaðinn III. bindi æviminninga hans. Hcf- ur það hlotið nafnið „Myndir daganna" með undirtitli Prests- árin. I Áður hafa komið út tvöbindi um æsku- og skólaárin. fþriðja bindi segir höfundur frá fyrstu messu sinni í Garðskirkju, að- stoðarprestsárum í Þingeyjar- sýslu, gömlum kynnum þar, ýmsum dulrænum fyrirbærum, veru sinni á Dvergasteini, trú- málaskoðunum sínum og fleiru. Þessar þrjár bækur haía komið út á vegum Kvöldvöku- útgáfunnar. f bókinni skiptast á gaman og alvara og hefxxr höfundur ’ednkar gott lag á þvi að klæða hina hversdagslegu atburðilist- Sveinn Víkingur rænum búningi. — Bókin er 203 bls. prýdd myndum og með nafnaskrá. séra Bjarna komin Minningabók um séra Bjarna Jónsson er komin út á vegum Kvöldvökuútgáfunnar, falleg að útliti og gerð. Formála að bók- inni ritar Andrés Björnsson, Iektor! Hefur hann einnig séð um útgáfu bókarinnar. Fyrsti hluti bókarinnar heit- ir „Meö séra Bjarna á æsku- slóðum“ og er eftir Matthías Johannessen, ritstjóra. Kristján Jónsson, forstöðumaður útgáf- unnar, kvað Matthías hafa náð séra Bjama einkar vel og geng- ur Matthías með hotiura um Vesturbæinn og segir Bjami frá þessum æskuslóðum sínum, — húskumbaldar komnir að falli eignast líf og margir gamlir Vesturbæingar kvikna fram í sviðsljósið í þessari frásögn. En í prestskaþartíð séra Bjarna óx Reykjavík úr litlu fiskiþorpi við Faxaflóa í borg. Þá kemur kafli tileinkaður fní Áslaugu Ágústsdóttur, konu séra Bjarna. Nefnist hann „Hver dagur var hátíð“ og er frásögn frú Áslaugar, skrásett af Andrési BjömsHyni. Síðan koma nokkrar ræður og hugvekjur eftir séra Bjarna, eins og erindi flutt á trúmála- viku Stúdentafélagsins árið 1922, kveðjuræða hans í Dóm- kirkjunni 3. júní 1951, Tjömin Austurvöllur og Fjallræðan. Hugmyndin um tilkomu þess- arar bókar ,kom fram fyrir brunann í Lækjargötu í marz sl. og hafði Andrés kannað ræð- ur séra Bjarna að hluta. Að lokum er ræða Magnúsar Jónssonar, prófessors á sextugs- afmæli síra Bjarna við útnefn- ingu hans sem heiðursdoktors og ræða herra Sigurbjöms Ein- arssonar biskups við útför hans. Fjöldi mynda er í bókinni, sem er 240 bls. Scra Bjam:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.