Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 12
Átok á vinnumarkaðinum og truflanir í framleiðslu verða afleiðingar ráðstafana ríkis- stjórnarinnar □ Frnmvarp ríkisstjórnai- innar um nokkux fram- kvæmdaatriði gengisfell- ingarinnar var afgreitt við allar þrjár umræður á laugardag í efri deild Al- þingis og gert að lögum. Greiddu allir stjómar- flokkaþingmenn í efri deild atkvæði með því, en allir þingmenn stjómarandstöð- unnar í efri deild vom á móti. □ Við 1. umr. frumvarpsins flutti Karl Guðjónsson ýt- arlega ræðu og deildi fast á ríkisstjómina fyrir kjara- skerðingaráform hennar. Ræðu ^sinni lauk Karl á þessa leið:_ Það er auðvitað alveg rétt, að framtíðin sker úr því, hvemig tekst að láta þá aðila borga, sem ríkisstjórnin greinilega hugs- ar sem klyfjahesta sína undir þær byrðar, sem hún nú er að binda, þ.e.a.s launaanenn í land- inu, hinn almenna borgara í landinu, daglaunamenn, fast- launamenn og sjórúenn, því í þeim yfirlýsingum, sem fram hafa komið, er kannski ekkert augsýnilegra en það, að ríkis- stjórnin hugsar sér að skerða hlut sjómanna, sem við fiskveið- ar fást. Þeir fá kaup sitt greitt í afla- hlut, og því er slegið föstu, af hálfu talsmanna þessarar geng- isfellingar, að við þá verði að minnka hlut. Það verði að stofna sérstakan sjóð til að jafna á miili hinna einstöku aðila, sem að út- vegi eða útflutningsframleiðslu sjávarútvggsins vinna, og hvað hver á að fá og af hverjum á að draga liggur ekki fyrir, en það liggur þó eitt fyrir, að af sjómönnum á að draga. Hvernig þeir koma til með að una því, þegar þar að kemur, vitum við heldur ekki, en það mundi margur mæla, að ómak- legri aðili til refsingar í þjóðfé- lagipu væri vart finnanlegur heldur en einmitt sá, sem dreg- ið hefur að landi þau verðmæti, sem þjóðin hefur lifað á og lif- að sitt blómaskeið á nú á und- anförnum árum. En stjómarvöld landsins geta hugsað sér ýmislegt og, talið nauðsyn. Við höfum ekki fengið að sjá það, hvað hér stendur til i raun og veru. Stjórnin tilkynn- ir það, að allt hafi borið áð með svo bráðum hætti, að hún hafi ekki haft tfma til að útfæra það nánar, en orðið er. Ég fyrir mitt leyti tel nú, að þetta sé ekki eins nýtt mál fyrir ríkisstjórnina eins og hún vill vera láta. Ég tel það a.m.k. víta- vert gáleysi af henni, ef hún hef- ur ekki hugsað málið út frá þeirri hlið fyrr heldur en á iaugardaginn var, að hér gæti þurft að fara fram gengisfelling. Það er kannski eðlilegt, að ég sé dálítið tortryggnari áþaðheld- ur en menn almennt, þegar stjóm- arvöld segja, að hlutina beri að með bráðum hætti, geti það ver- ið tilbúmngur viðkomandi stjóm- ar sjálfrar. Ég rpinnist þess t.d., að þegar ég var formaður fjár- veiti nganefndar, sem einn fyrsti reikningurinn, sem rekinn var frarnan í mjg sem slíkan, frá vegagerð ríkisins, sem hún hafði eytt umfrarn fjárlög efti'r ráð- herraheimild, og rökstuðningur- inn fyrir því, að þessi .reikning- ur væri til orðinn, var á þálund, að 900 ára afmæli Skálholtsdóms hefði borið að með bráðum hætti, svo veginn þangað heim hefði þurft að leggja í nætur- vinnu. Þetta rifjast nú upp fyrir mér. þegar ríkisstjórn Islands segir, að gengisbreytinguna hafi borið að með svo bráðum hætti, að hún hafi bara aldrei hugleitlþáð fyrr en búið var að fella gengi pundsins. Þá má hver lá mér sem vill, að ég er dálítið van- trúaður á, að þetta sé svona í raun og veru. En eitt er víst, að allar þessar aðfarir, sem. hér eru hafðar í frammi, bjóða upp á átök á vinnumarkaðinum. Þær eiu líklegar til þess að valda truflunum í framleiðslu þjóðar- innar og ég er ekki enn sann- færður um, að hinn vísi mað- ur, sem 'ég hef áður vitnað til og sagði fyrir ekki ýkja löngu, að gengisfellingin mundi skapa fleiri vandamál en hún leysti, hafi haft rangt að mæla. Frá doktorsvöminni. Doktorsefnið lengst til vinstri í ræðustól, þá annar andmælendanna, Kristján Sveinsson dósent I ræðustól, síðan dr. Tómas Helgason forseti læknadcildar og loks hinn andmælandinn, prófessor Júlíus Sigurjónsson. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Margt manna var við doktorsvömina, er fór fram í hátíðasal háskólans, og bar þar að sjálf- sögðu mest á mönnum úr læknastétt- — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) I Guðmundur Björnsson ver doktorsritgerð i Sl- laugardag kl. 2 síðdegis fór fram doktorsvöm við læknadeild Háskóla Islands. Var það Guðmundur Bjöms- son augnlæknir sem þar varði doktorsrit sitt um gláku á Is- landi (The primary Glaucoma in Iceland). Andmælendur af hálfu læknadeildarinnar voru Kristján Sveinsson augnlækn- ir, dósent, og prófessor Júlí- us Sigurjónsson, en forseti læknadeildarinnar, dr. Tómas Helgason, stjómaði athöfninni. Ritgerð sína byggir hinn nýi doktor á visindalegum rannsóknum sem hann hefur gert á un^lanfömum árum á gláku hér á landi, en sam- kvæmt niðurstöðum þeirra munu þrír af hverjum fjórum blindum mönnum hér á landi, sem komnir eru yfir sextugt, hafa orðið blindir af völdum gláku. Er tiltölulega auðvelt að lækna sjúkdóminn, ef hann finnst á byrjunarstigi, en menn geta' gengið með hann lengi án þess að vita af því- Fjallar dr. Guðmundur m.a. í ritgerð sinni um leiðir til þess að finna sjúkdóminn áð- ur en einkenni koma í ljós. > ! I Almenn verðhækkun 8% Stjórmn ætlar að skófla 1000 milj. kr. í ríkissjóð Á fundi neðri deildar alþingis í gærkvöld skýrði Lúðvfk Jós- epsson frá upplýsingum er Jón- as Hsralz hafði gefið fjárhags- nefnd «m gengisfellingarmálið, en ráðherramir hafa semkunn- ugt er engum fyrirspumum svarað. □ Jónas haföi m.a. talið líklegt að almenn verðlags- hækkun af völdum gengis- lækkunarinnar yrði a.m.k. 8 prósent. □ Ráðgert væri að halda ijllum tekjuöflunarráðstöf- unum úr hinu fyrra efna- hagsmálafrumvarpi ríkis- stjómarinnar, nema far- miðaskattinum. □ Lúðvik sýndi fram á að með þessu móti virtist rík- isstjórnin ætla að skófla um 1000 miljónum króna í rík- issjóð auk hagnaðar af gengislækkuninni. Víðtækar breytingartillögur við frumvarpið um afnám verðtrygg- ingar launa sameiginlega frá Alþýðubandalaginu og Fram- sóknarflokknum, m.a. um að taka upp verðtryggingarákvæði sömu og 196é felldi stjómarliðið og samþykkti frumvarpið óbreytt úr neðri deild. Hitalaust í suðvesturbænum Aðalæðin sprakk í Skothúsveginum I fyrrakvöld sprakk aðalæð hitaveitunnar sem liggur um Skothúsveg til Vesturbæjarins og var allur Suðvesturbærinn hita- laus af þessum sökum í gærdag. Viðgerð stóð yfir í allan gærdag og var henni ekki lokið um kl. 20.30 er Þjóðviljinn hafði sam- band við hitaveituna en þá var búizt við að henni lyki á hverri stundu. Er þess því að vænta að fólk í þessum bæjarhluta haii fengið hitann að nýju seint í gærkvöld. Var viða orðið mjög kalt í húsum af þessum sökum, enda hvassviðri og kuldi í gær. Ný verðlagsnefnd Lagt var fram á alþingi í gær- kvöld stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um verðlags- mál og er það efni þess að til ársloka 1968 fari 9 manna nefnd — verðlagenefnd — með verð- lagsákvarðanir- Fjórir nefndar- manna skulu tilnefndir af Al- þýðusambandi Islands, 2 af Vinnuveitendasambandi tslands, 1 af Verzlunarráði Islands, 1 af Sarrrbandi íslenzkra samvinnufé- laga og oddamaður er ráðuneyt- isstjórirm í viðsfciptamálaráðu- neytinu og skal hann vera for- maður. Meirihluti atkvasða ræð- ur ákvörðun verðlagsnefndar, verði atkvæði jöfn skal atkvæði formanns ráða. Núverandi verð- lagsnefnd skal lögð niður. Frumvarpið var tekið til með- ferðar á kvöldfundi í gær og mun ætlunin hafa verið að af- greiða það úr neðri deild i nótt. Ölvun við akstur: Aðfaranótt sunnudagsins varð umferðarslys ‘á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Bifreið úr Reykjavik var ekið austur Miklubraut. 3 meiddúst í þessum árekstri. ökumaður og farþegi i bílnum sem ók suður Kringlumýrarbraut slösuðust, ökumaðurinn slasaðist á höfði og — þrennt slasast var fluttur á Slysavarðstofuna. en talið var að hann væri olvað- ur. Farþegi í þeim bil mun hafa viðbeinsbrPtnað og farþegi í hin- um bílnum meiddist á fótum. Flytja varð báðar bifreiðamar frá slysstaðnum með kranabíl þar sem þær voru ekki ökufær- ar vegna skemmda- Bát rak upp á sker við Sjávarhóla Fjórir ungir menn lentu í hrakningum 1 fyrradag rak Svöluna RE-245, sem er fimm tonna trilla, upp að skerjum við Sjávarhóla á l'jalaimesi. Fjórir ungir menn voru um borð i trillunni: Alex- andes Árnason, Harry Sigur- jónsson, Hreinn Sigurjónsson, og Sveinbjörn Bjömsson. Voru mennimir hætt komnir, sérstak- lcga einn þeinra sem fór fyrr frá borði en hinir, en allir kom- ust þeir þó lífs af úr háskanum. Mennirnir lögðu af stað frá Reykjavík rétt eftir hádegi í fyrradag og var ætlun þeirra að huga að íugli í Hvalfirði. Á móts við Brautarholtsnes á Kjalar- nesi bilaði vélin í bátnum. Komu þeir vélinni ekki I gang aft-ur og tóku þann kostinn að vinda upp segl og gátu þannig varizt strandi í alllangan tíma. Það fór þó svo að lokum að báturinn lenti á skerjum á móts við bæinn Sjávarhóla. Þrír mannanna voru í bátnum þar sem hann velktist í brimgarðin- um en einn þeirra reyndi að koma sér á þurrt. Lenti sá f miklum hrakningum og er talið að hann hafi brákazt eitthvað. Þar kom að hinir þrír urðu áð yfirgefa Svöluna líka og um fimmleytið komu þeir allir fjórir að bænum Sjávarhólum. Þeir voru síðan fluttir á Slysavarð- stofuna í Reykjavík. Ekki mun vera unnt að ná Svölunni út enda hefur hún orð- ið fyrir töluverðum skemmdum. Munu mennirnir hafa ætlað að flytja hana á bil til Reykjavík- ur. Tveir þeirra sem lentu í hrakningúnum í fyrradag voru eigendur bátsins. Nýja gengis- skráningin í gær birti Seðlabankinn hina nýju skráningu er- lendrar myntar eins og hún er eftir gengisfall íslenzku krónunnar í sl. viku: 1 Bandar. dollar 57,07 1 Sterlingspund 138,09 1 Kanadádollar 52,91 100 Danskar krónur 763,72 100 Norskar krónur 798,88 100 Sænskar krónur 1.102,85 100 Finnsk mörk 1.366,12 100 Franskir frankar 1.164,65 100 Belgiskir frank. 115.00 100 Sviissn. frankar. 1322.51 100 Gyllini 1.587.48 100 Tékkn. krónur 792,64 100 V-þýzk mörk 1.434,80 100 Lírur 9,17 100 Auskirr. sch. 220,77 100 Pesetar 81,53 100 Reikningskrónur Vöruskiptalönd 100,14 1 Reikningspund- Vöruskiptalönd 136,97

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.