Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVruriNN — Þriðjudagur 28. nóvember 1963. WINSTON GRAHAM: - MARNIE 60 — Jæja, en það þýðir víst ekki að vera að hamra á þessu. Allt verður að hafa sinn gang. Hve- nær kemur Mark heim? ósköp fyrirgenginn að sjá. Við töluðum saman eins og við höfðum gert undanfama daga, og ég átti dálítið bágt með að — Á mánudaginn hugsa ég. — Gsetuð þér húgsað yður að fara út með mér á föstudaginn? — Nei, Terry, það get ég ekki- — Eruð þér ennþá eftir yður? — Mér líður bölvanlega. — 'Ætli þér þurfið bara ekki að komast dálítið að heiman. — Nei, þakk fyrir. Ég hef ekki áhuga á þvi. — Á föstudag, — þá yrði ég komin langt í burtu. — Nú skal ég segia yður eitt, sagði hann. Ég hringi aftur á morgun þegar ég kem heim af skrifstofunni. Þá sjáum við til hvort þér hafið ekki séð yður um hönd. — Segjum það þá, Terry. Ann- að kvöld yrði ég alls ekki hér. — Prýðilegt. Ég heimsótti Mark aftur á fimmtudagsmorgun og nú sat hann f stól, en hann var ennþá trúa því að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi han,n- Ég sagði við hann, að mér fyndist hann glaðlegur á svipinn og hann sagði: — Ég hef hug- boð um að þetta geti orðið ný byrjun fyrir okkur bæði. Og þegar ég leit upp, hélt hann á- fram: — Ég hef ekki neina sér- staka ástæðu til að halda það, enga rökrétta ástæðu .... mér fisnst ég bara vera að byrja upp á nýtt á atvinnusviðinu, og mér finnst allt í einu að ég eygja möguleika á því að sam- bandið milli þín og, mín — að loknum vissum formsatriðum — gæti ef til vill komizt í annað bg betra horf. — Þú ert þá enn reiðúbúinn til að gera tilraunina? — Já, ef þú ert það líka. HARÐVIÐAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 Mér líkaði betur við hann eins og hann var í dag — eða kannski var þetta af þessu vanalega; að við manneskjumar sjáum alltaf mest eftir því sem við erum að missa. Að minnsta kosti fann ég sem snöggvast til sársaukafullrar þrár eftir því lífi, sem við hefð- um getað átt saman. Það var eins og ég sæi allt í einu inn um opnar dyr. Það var eins og að vera f framandi landi og stara inn um opnar dyr á lífi sem maður veit ekkert um og hefur aldrei lifað. Maður iítur sem snöggvast inn úm gættina, andvarpar og gengur leiðar sinn- ar. Éf til vill óskar maður þess nokkur andartök að geta eignazt hlutdeild í þeirri tilveru. En þetta var ekki annað en tilfinn- ingasemi, sem stóð ekki í neinu samþandi við veruleikann, því að það líf var ekki áskapað mér- Þegar ég kom heim reyndi ég að skrifa honum bréf, aðeins nokkur prð til að kveðja hann. En þótt ég byrjaði sex sinnum á bréfinu því ama, þá varð ekk- ert læsilegt úr því. svo að ég brenndi allt saman. Ég sagði frú Leonard að ég ætlaði að búa hjá vinafólki í nánd við spítalann og ég myndi svo aka Mark á mánudag. Og því gat ég grumsemdhlaust farið út í bílinn með ferðatöskuna mína, og hún fylgdi mér út þeg- ar ég fór af stað- Rétt áður en ég fór gekk ég niðut- f hesthúsið og svipaðist um í síðasta sinn. Lyktin af Forio var þar enn. Richards var ekki að vinna í ganginum þennan dag, svo að ég gat ekki spjallað við hann; en þegar ég ók burt, fór ég fram- hjá blindu mönnunum tveimur sem voru úti að ganga. Ég stanzaði oftast bílinn eða flautaði að minnsta kosti Pg þá veifuðu þeir mér, en f þetta sinn laum- aðist ég framhjá þeim. Mér fannst ég vera eins og þjófur. Mér fannst ég vera þjófur — aft- ur. Það tæki mig klukkustund að aka til Bamet, þar sem prent- smiðjan var, hálftfma tæki það mig að komast inn og opna pen- ingaskápinn Pg komast aftur út, og svo væri ég fjóra eða fimm klukkutíma að aka til Torquay. Með öðrum orðum gæti ég kom- izt til mömmu fyrir klukkan tólf. Þær fóru alltaf beint að sofa Pg seint á fætur, og ef ég væri heppin, gæti ég komizt þangað áður en þær lokuðu og læstu undir nóttina. Ég ætlaði að gista hiá mömmu og Lucy og segja svo mömmu allt saman. strax um morguninn- Guð náði mig. Um hádegið næsta dag, eða ef til vill fyrr, legði ég svo af stað. Ég ætlaði að reyna að kom- ast burt frá flugvellinum í Ex- eter. Ég ók í áttina tH Barnet. En því lengur sem ég ók því undarlegar leið mér. Það var ekki líkamlega, nei, það voru tilfinningar mfnar sem voru svo furðulegar. Það var eins Dg allt þetta með Forio, að hánn skyldi deyja og hvemig og að það var mér að kenna — helltist yfir mig á ný. Tvisvar eða þrisvar á leið- inni varð ég að þurrka mér um augun með hönzkunum og einu sinni var ég næstum búin að aka á hjólreiðamann. Ég óskaði þess næstum að ég hefði glugga- þurrkur fyrir augunum. Það var dimmt og hráslaga- legt og þokuloft í hvert skipti sem maður kom á opið svasði, þótt ekki nema væri á engja- spildu. Ég villtist einu sinní og ég var meira en klukkutíma á leiðinni til Bamet. Ég lagði ekki bílnum hjá prentsmiðjunni, en bakvið smá- vöruverzlun var mjótt sund og þar skildi ég bílinn eftir. Nú gerði þbkan mér auðveld- ara fyrir og nú óskaði ég þess aðeins að hún hefði verið þétt- ari. Erfiðast var að komast inn í bygginguna óséð, og ég vissi ekki hver af lyklunum þremur gekk að útidyrunum. Ef maður stendur og rjálar við lykla hjá útidyrum, þá er ekkert líklegra en lögregluþjónn eigi einmitt leið hjá, en það var ekki um annað að gera en taka áhættuna. Aðalinngangurinn í x prent- smiðjuna var á götuhomi og götuljós beint á móti. Það var erfitt að komast hjá því að hugsanlegir vegfarandur sæju þann sem gengi um þær dyr. Ég stikaði beint að dyrunum og gekk upp þrepin tvö án þess að líta til hægri né vinstri. Og þegar allt kom til alls, þá var ég eiginkona forstjórans. Fyrsti lyk- illinn sem ég reyndi, rann inn í skráargatið, en snerist ekki, og svo var hann fastur Dg ég gat ekki losað hann. Ég togaði og hristi hann og á meðan óku tveir bflar framhjá. Loks tókst mér að ná lyklinum út og ég reyndi hinn n'æsta. Hann gekk a§ ég ég opnaði, Inni var niðamyrkur nema hvað dálítil skíma barst inn um hringgluggann yfir dyrunum. Eftir tvö skref kom önnur hurð, og þegar ég var búin að opna, skildi ég hana eftir í hálfa gátt til aö ég gæti notfært mér ljós- glætuna að utan. Það 'var kol- dimmt í ganginum fyrir. innan, en ég nauðþekkti hann eins Pg hanzkann minn. Eftir nokkur skref beypði maður til hægri og þá kom stiginn. Neðan við stigann voru dyr sem lágu inn í' prentsmiðjuna. Þær voru venjulega lokaðar á næturnar, en í kvöld í stóðu þær opnar. Ég stóð í gættinni og horfði inn í salinn. Ljósrákir féllu inn um glugg- ana hér og þar, þær féllu á stóru vélarnar og pappírshlað- ana, en það var þögnin sem hafði mest áhrif á mig. Ég hafði aldrei fyrr komið í prentsmiðj- una utan vinnutíma, og kyrrðin varð enn magnaðri af því að maður bjóst við að heyra hinn gamalkunna gný. Og í þessari dauðakyrrð, heyrði ég svp allt í einu skrjáf. Það kom frá þeim stað sem pappír- inm stóð. Ég uppgötvaði að ég kreisti lyklana svo fast að mig kenndi til. Ég slakaði á. Og svo gekk ég upp stigann. .Ég hafði haft með mér vasa- ljós, en ég notaði það ekki enn; ég þreifaði mig in-n gangin.n. Ég rakst á fötu, sem einhver ræst- ingakonan hafði gleyrnt að fjar- lægja. Ég kom að skrifstofunni þar sem símaborðið stóð og þreifaði mig gegnum hann. í þetta sinn rakst ég á stól; en dálítill há- vaði kom ekki að sök, því að enginn gat heyrt hann; aðeins Ijós gæti komið upp um mig, þvi að það gat sézt utanaf göt- unni. Dyrnar að gömlu skrifstofunni minni, gjaldkeraskrifstofunni, voru læstar, en ég fann lyki.linn og fór inn. Nú var það ungfrú Pritchett sem hafði starf mitt með höndum. Mark hafði sagt mér að> hún væri fimmtug og fær í starfi, en heldur sein. Ég velti fyrir mér hve mörgum launaumslögum hún og Susan Clahon hefðu gengið frá. Hér voru tveir gluggar og eng- in rennitjöld fyrir, svo að ég varð að bjarga mér í myrkrinu fyrst um sinn. Ég gekk að peningaskápnum og stekk lyklinum f lásinn. Hann rann inn og snérist jafnmjúk- lega og auðveldlega* og í vase- línskrukku. Ég opnaði og kveikti á vasaljósinu mínu. Allt virtist gánga eftip sörnu snúru á skrífstPfunni og áður. Launaumslögin lágu í snyrtilegri röð á bakkanum og afgangurinn af peningunum lá í skúffunni fyrir neðan. Ég dró skúffu fram og tæmdi hana i töskuna mína — það er að segja: ég tók auð- vitáð seðlana og silfurpeningana, en skildi koparinn eftir. Svo tók ég bakkann fram og fór að safna úmslögunum. Ég hugsaði með mér: þetta er alveg eins og það hefði verið fyrir sex mánuðum. Ég tek sömu peningana úr sama peninga- skápnum. Afskipti Marks hafa bara seinkað þessu um missiri. En afskipti Marks hafa því mið- ur líka orðið þess valdandi, að é| , er. þekkt undir mínu rétta nafni og verð að flýja úr landi ef ég á að bjarga mér. Og af- skipti Marks höfðu líka orðið til þess. að nú var ég gift og ckki frjáls, að Forio var dáinn, að Mark lá sjálfur á sjúkrahúsi og hann myndi næsta dag eða þar næsta dag fá nýtt áfall, þegar hann kæmist að raun um að ég var horfin. Ég tróð hlaða af umslögum niður í töskuna mína, en svo hætti ég. Því að á sömu stund þyrmdi allt í einu yfir mig aft- ur af sorg minní yfir Forio, og ég fór að skjálfa frá hvirfli til ilja. Hamingjan má vita, af hverju ég fór allt í einu að titra svona; en þannig gekk þetta nú til. Ég var fokreið út í sjálfa mig fyrir ræfildóminn. En mér fannst ég .allt í einu svo veik- burða að ég gæti með engu móti gengið út úr þessu húsi með þessa peninga og ekið til Torquay. En veikleikinn lá ekki aðeins f vöðvum mínum; harm var miklu fremur í vilja mímim — Pg það var það sem gerði mig svo reiða. Ég horfði á peningana, og ég horfði niður í töskuna mína og ég lagði hvort tveggja frá mér á gólfið, og svo settist ég niður hjá bakkanum og töskunni og reyndi að stappa stálinu í sjálfa mig. Það er hræðilegt þegar FÍFA auglýsir Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar n^eð 10% — 50% afslætti. Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut), KARPEX hreinsar gólfteppin á angabragði SKOTTA — Víst er ég að læra- Ég nota bana bíxnann vel og dansa um leið. Einangranarg/er Húseigendur — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonai breytingar é fluggum Útvegum tvöfalt gler f lausafög os sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjiun með baulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Símj 40145 Lótið stilla bílinn Önnums't hjóla-, ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32/sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.