Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. nóvember 1967 — ÞJÓÐVmiWHN — SÍÐA J Kalininstræti í Moskvu ! Moskvu 13/11 1967. — Nú er í þann veginn verið að ljúka við miklar byggingafram- kvæmdir við Kalininstræti nýju verzlunargötuna i mið- borg Moskvu, sem. er allt að því kílómetri að lengd. Þar hafa verið reisiar fjórar 26 hæða skrifstofubyggingar og fimm 24 hæða fbúðarhús. Við Kalininstræti eru 13 stórar verzlanir, 8 veitingahús og kaffihús, sem alls taka um 5.500 manns í sœti. Undir endilöngu Kalinin- stræti eru breið og velupplýst neðanjarðargöng. Þangað koma fhitningabílamir með vörumar, og þær fara með lyftum beint upp í vöru- geymslur og kæliklefa verzl- ananna. Það em 15 vörúlyft- ur neðan úr göngurmm upp i nýju matvömverzlunina i Kalininstræti, en þessi mat- vömverzlun er sú stærsta i Moskvu. 1 henni em yfir 30 kæliklcfar. Þegar verzlunin opnar munu um 150 af- greiðslustúlkur starfa þar. 1 kvikmyndahúsinu Oktjabr munu verða 2 stórir salir, sem sameina má í einn ef henta þykir, þar sem skilrúm eru færanleg. Veggirnir hafa ver- ið klæddir trópanel og komið hefur verið upp hengilofti í söhrnum, sem mun gera það að verkum, að hljómburður verður góður í húsinu.' Að utan hafa veggir kvikmynda- hússins verið skreyttir með geysistómm mosaikmyndum, sem sýna atburði úr bylting- unni og borgarastyrjöldinni. Eitt af veitingahúsunum í Kalininstræti er Ai’bat. Arbat er á þremur hæðum og rúm- ar um 2000 manns í sæti i sjálfu veitingahúsinu og í kaffihúsinu em sæti fyrirum 1000 manns. Þama er ednnig geysistórt eldihús, sem semdir mat til veitíngahúsanna og hægt er að framleiða 150.000 rétti á dag. * Og ekki allls fyrir löngu var opnuð bókabúð í Kalinin- stræti, Don knigi. Þetta er stærsta bókabúð í Evrópu, þar sem um 200.000 bækur em á boðstólum. Guðrún Kristjánsdóttir. ! ! * \ \ \ \ íbúatalan þrefaldast í Ind- landi og tvöfaldast í Kína Samkvæmt nýjustu útreikn- ingum er tala jarðarbúa nú 3. 356.000.000, segir í nýútkomnu riti Sameinuðu þjóðanna um manntal- Hún hækkar um 1,9 af hundraði á ári hvorju. Með sama vaxtarhraða vcrður íbúa- tala heimsins tvöfalt hærri ár- ið 2005 en hún er nú, þ c.a.s. á tæpum 40 árum. Landið scm flesta hefur íbúana, Kína, mun tvöfalda íbúatöluna á næstu 46 árum, ásamt með Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum, cn á' sama tíma mun næstmannflesta Iand heims, Indland, þrefalda íhúatölnna, og annað mann- margt Iand, Brasilía, mun fjór- falda ibúatöluna á þessum fjór- um áTatugum. Upplýsingamar í umræddri árbók Sameinuðu bjóðanna eru frá miðju ári 1966. Þá hafði jarðarbúum fjölgað um 61 miljón á einu ári. Það jafn- gildir daglegri mannfjölgun sem nemur 167.000 einstakling- um. Meðal annarra upplýsinga í árbókinni má nefna eftirfar- andi: '• Nálcga þrír fjórðu hlutar eða 72% mannkynsins búa í van- þróuðum löndum. Helmingur mannkyns býr í Asíu. ;í vanþróuðum löndum eru 41% íbúanna undir 15 ára aldri, en í iðnaðarlöndunum er hlutfalistalan 28%. Dánartalan fyrir allan heim- inn vair á fyrra helmingi þessa áratugs 16 á hverja 1000 íbúa. Tölur fró Norðurlöndum um Ibéftbýli, meðalolduro. fl. Eftirfarandi upplýsingar um Norðurlönd eru sóttar í nýút- kompa árbók Sameinuðu þjóðanna, „United Nations Demograp- hic Yearbook, 1966“. Þær eru frá miðju síðasta árj eða í nokkr- um tilvikum frá miðju ári 1965: ■ 1 Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð fbúatala 4.7 milj. 4,6 milj. 195 þús. 3,7 milj. 7,8 milj. Danmörk Finnland ísland Noregnr Svíþjóð Fólksfjölgun (meðalaukning á ári í prósentum á ár- unuin 1958-66) 0,8 0,8 1,8V 0,8 0,7 Þéttbýli (íbúar á hvem ferkílómetra) 111 14 2 12 17 Hjónabönd á hverja 1000 íbúa 8,8 8,2 8,1 6,8 7,8 Hjónaskjlnaðir á hverja 1000 íbúa 1,36 0,99 1,03 0,69 1,24 Ungbarnadánartala (bamslát á fyrsta ári á hver 1000 börn fædd lifandi) 18,7 17,6 lö 0 16.4 13 3 Meðalaldur (áætluð æviár við fæðingu) Drengir 70,3 64,9 70,7 71,3 71,6 Stúlkur 74.6 71,5 75,0 75,5 75,7 1 iðnaðarlöndunum var dánar- talan 9 prómille, en í vanþró- uðum Iöndum var hiín tvöfalt hærri. Fæðingartalan (miðað við hverja 1000 íbúa) var á árun- um 1960—‘64 að meðaltaii 40 í vanþróuðum löndum, en 21 í iðnaðarlöndum. Árbók Samcinuðu þjóðanna hefur að goyma tölur frá ná- lega öllum löndum heims um fbúafjölda, frjósemi, dánartölu. hjónabönd og hjónaskilnaði, í- búafjölda stærstu borga o.s-frv. Á hverju ári tekur hún fyrir eitt tiltekið svið. Að þessu sinni er manndauði sérstaklega tek- inn fyrir og honum gerð mjög ftarleg skil. Á miðju ári 1966 skiptust jarðarbúar þannig: Afríka 318 miljónir, Norður-Ameríka 217 miljónir, rómanska Amcr- íka 253 miljónir, Asía 1868 miljónir, Evrópa 449 mil.jónir, Ástralía, Nýja-Sjáland og Suð- urhafseyjar 17 miljónir og Sovctrikin 233 miljónir, sam- tais 3.356.000.000. Örasta fólks- fjölgunin örasta fólksfjölgunin á sér stað í Mið-Ameríku, þar sem fjölgunin ncmur nú 3,5 af hundraði arloga. Ilægastur cr vöxturinn í Ausfur-Evrópu, 0,6%. Hér eru tölur fyrir nokk- ur einstök lönd: Kína (að For- mósu frátalinni) 1,5%, Indland 2,4% og Brasilía 3%. Þau tíu lönd sem flesta hafa fbúana eru sem hér segir (talið f miljónum): Kína (án Formósu) 710 Indland 498 Sovétrfkin 233 Bandaríkin 197 Indónesía 107 Pakistan 105 Japan 99 Brasilfa 85 Nígería 59 ' Vestur-Þýzkaland 57 Mesta þéttbýlið Þéttbýlið hefur aukizt örast í Asíu, þar sem nú búa 68 manns á hvem ferkílómetra lands- Þó er þéttbýlið þar ekki eins mikið og f Evrópu, þar sem búa 91 maður á hvern fer- kílómetra að jafnaöi. Af Evr- ópulöndum er Holland þcttbýl- ast með 371 mann á ferkíló- metra, en næst koma England og Wales með 319 og Belgía mcð 312 menn á ferkílómctra. Á eynni Möltu búa menn einn- ig þctt, því að þar eru 1005 í- búar á hvcrn ferkílómetra. Landrými er hinsvegar nægi- legt í Botswana í sunnanverðri Afríku, þar scm einn maður er á ferkílómetra og í Ástralíu og Kanada scm hvort hefur tvo í- búa á fcrkílómetra. Þegar hcimurinn er tekinn í heild eru 25 manns á hvem ferkílómetra. Fæn*i ungbörn tleyja Ungbarnadauði hefur minnk- að vcrulega í nokkrum lönd- um siðasta árntuginn. I Hong Kong hefur hann t.d. lækkað um 59,1%, í Sovétríkjunum um 55 og í Japan um 53,5%. Lækkun ungbamadauðans f vanþróuðum löndum hefur ver- ið miklu örari en hún var í iðnaðarlöndum nútímans þeg- ar þau voru á svipuðu stigi. Til dæmis tók það 45 ár á Jamaica að minnka ungbamadauðann úr 175 niður í 48. Svíar þurftu 110 ár til að ná sama árangri (frá 1825 til 1935). Lægsta ungbarnadánartala (barnslát á fyrsta æviári miðað við hver 1000 böm fædd lif- andi) er nú í Svíþjóð (13,3), Niðurlöndum (14,4) og á Is- landi (15). I vanþróuðum lönd- um em 60-100 eða þar yfir ekki óalgengar tölur. 1 Búrúndi er ungbamadánartalan 150, í Suð- ur-Afriku 136 (þessi tala á við afrisku íbúana eingöngu, þvf ungbamadánartala hvíta kyn- stofnsins þar í landi er 28,2) og í Chile 107. Hvaða borgir eru stærstar? 1 árbókinni er að finna íbúa- tölu um 1500 borga (höfuðsteða eða borga með 100.000 íbúa og meira). Hverjar séu tíu stærstu borgir heims veltur að nokkru á því hvPrt útborgir eru reikn- aðar með eöa ekki. (Fremri tal- an sýnir íbúatölu án útborga, sú síðari með útborgum í milj- ónum talið: New York 7,9 11,3 Tókíó 8,9 - 10 9 London — I 7,9 París 2,8 7,4 Buenos Aires 3,0 7,0 Sjanghaí 6,9 — Los Angeles — 6,8 Chicagó — 6,6 Moskva 6,4 6,5 Bombay 4,8 — Árbókin, sem nefnist á ensku „United Nations Demographic Yearbook, 1966“, kostar and- virði 11 dollara óinnbundin og 15 dollara innbundin. Hana má panta (Sales number 67. XIII.1) frá Ejnar Munksgaards bog- handel, Nörregade 6, Köben- havn K. (S. Þ.). AðákveSa sjálfur stærð fjölskyldu 1 nú timaþjóðfélagi merteja framfarir ekki einungis, að meim keppi eftir betri lífs- kjörum, heldur einnig að menn séu þess umkbmnir að tak- marka stærð fjölskyldu sinnar eftir eigin þörfum, sagði D Þant í nýbirtu ávarpi til mann- fjölgunamefndar Sameinuðu bjóðanna þegar hún kom sam- an til fundar í Genf ékki alls fyrir löngu. U Þant hrósaði nefndinni, sem á 20 ára af- mæli á þossu ári, fyrir mikils- vert starf hennar í þágu fólks- fjölgunaryandans og minnti á, að tillaga sem nefndin hafði lagt fram um aukna hjálp Sam- éinuðu þjóðanna við ríki sem væru að gera áætlanir um tak- mörkun fólksfjölgunar hefði nú hlotið stuðning Efnahags- og félagsmálaráðsins og Allsherj- ahþingsins. (S. Þ.). Ekið á kyrrstæðan vöruflutningabít Á sunnudag var R-bifreið ekið aftan á kyrrstæðan vöruflutn- íngabíl frá Akuneyri, en hann stóð á Hofsvallagötu við Haga- mel. R-bíllinn var talinn ónýt- ur eftir ákeyrsluina og öfeumað- urinn var fluttur á Slysavarð- stofuna en cem betur fer reynd- ust meiðsli hans ekki alvarleg. Skortur ú ú tannlækn- umíheiminum Það er skortur á tannlækn- um í heiminum, segir í riti frá Aliþjóðah ei Ibri gðisstofnumnni— (WHO). Alls eru tannlæknar 432 000 talsins (Kína, Norður- Kórea og Norður-Víetnam ekki meðtalin). Það merkir að einn tannlæknir er að jafnaði á 5600 manns. En þar sem skiptingin er mjög ójöfn, verða tannlækn- ar víða að þjóna miklu stærri hópum. 1 Afríku er t. d. einn tannlæknir á hverja 81.000 í- búa, en í Evrópu einn á hverja 3000 íbúa. Tannlæknaskólar, samtals 371, útskrifa árlega yf- ir 15000 tannlækna, en fólks- fjölgunin nemur 60 miljónum árlega. (S. Þ.). JÓNAS E. SVAFÁR: klettabelti fjallkonunnar ráðherra viðskiptanna segir að vegurinn til lífsins sé að fórna efnahag og sjálfstæði með köldu blóði eins og þorskur sá frumstæði í forsætinu segir að trúin á landið sé lík og trúin á stokka og steina l þeir nota gjaldeyri þjóðarinnar til að drepa niður atvinnulífið þeir vilja að lífæð ríkiskassans streymi frá landvættunum í brjálaða hringiðu auðvaldsins þeir eru að reisa við erlenda stjóm yfir klettabelti fjallkonunnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.