Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 2
2 SfÐA — I>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. nóvember 1967. -------:-----f----------------------------------------- Áthugasemd Tryggvi Ófeigsson hefur beð- ið Þjóðviljann að bixta eftir- farandi athugasemdir frá h.f. Júpíter við grein Georgs Við- ars Björnssonar, sem birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag, 22 nóv.: Enda þótt Georg Viðar Björnsson sé sjálfur ekki svara verður er rétt vegna þeirra, sem kynnu að hafa lesið skrif hans og þekkja ekki til, að gera fáeinar athugasemdir: Viðhald á skipum h.f. Júpí- ters hefur alla tíð verið eftir kröfum Skipaeftirlitsins og Lloyd’s. enda eru skip stöðvuð, ef ekki er farið eftir fyrir- mælum þessara aðila. Sama er að segja um eftirlit af hálfu borgarlæknis. Kröfum hans hefur veri/3 fullnægt og að sjálfsögðu eru skip þessa fé- lags undir heilbrigðiseftirlitið sett, eins og önnur skip. Tilhæfulaust er, að skip hafi látið úr höfn með „aðeins eina ljósavél nothæfa um borð“ — eins og í greininni stendur. Hitt er annað mál, að á meðan Georg Viðar Björnsson var skráður vélstjóri á b/v Neptun- usi, má segja, að • vélstjórárnir á því skipi hafi ekki verið nothæfir — vegna drykkju- skapar — fyrstu sólarhringana eftir að lagt var úr höfn. Þess voru jafnvel dæmi, að vélstjóri á þessu skipi var fullur við löndun í Þýzkalandi, fullur alla uppsiglinguna til Reykja- víkur, fullur allan tímann hér í landi og fór fullur út í sjó aftur. Félagi Georgs Viðars Björnssonar. „Báðar ljósavélar hálfónýt- ar“, segir Georg Viðar. Það er tilhæfulaust, að látið hafi ver- ið úr höfn með vélarnar í þessu ástandi, en staðreynd er það, að fleira en Ijósavélarn- ar voru ónýtar f Neptúnusi eft- ir handtök og umhirðu Georgs og þeirra félaga hans s.l. sum- frá hf. Júpíter aðrir vélamenn voru reknir í land af Neptunusi í ágúst s.l. og tildrögin voru-þessi: B/v Neptunus lét úr höfn til veiða ,7/8 1S>67. Rétt á eftir brotnaði stykki í aðalVél, sem engin dæmi eru til að hafi brotnað fyrr í neinum togara hér, hvort sem draga má álykt- un af því eða ekki. Farið var inn og gert við þetta og lagt út aftur. 'Rétt fyrir utan Akur- eý, kl. 3 um nóttina brann yfir kyndiblásari aðalvélar. Þá var I. vélstjóri og undirmenn hans allir undir áfengisáhrifum (þar á meðal Georg Viðar) og ákvað skipstjóri að bíða til morguns, en kl. 8 um morguninn var á- stand á vélamönnum óbreytt, en þá var lónað inn á ytri höfn- ina og viðgerðarmenn fluttir um borð. Var stanzað þar til að reyna að koma í veg fyrir, að meira brennivín yrði borið um borð, enda var skipsmönnum bönnuð landganga. Enn. var lagt út sama dag kl. 17,00, en kl. 21,00 -tilkynnti I. vélstjóri, að mikill leki væri á gufukatli. Var snúið við sem skjótast og dróstvskipið inn til Reykjavík- ur og fór ekki út aftur í bili. Vútrygging skipsins óskaöi eftir sjóprófi og var það haldið. Ætlað var.að þjóða Georg Við- ari Björnssyni að mæta, en hann fannst ekki. Þau þrjú heimilisföng, sem hann hafði gefið útgerðinni upp, voru öll röng, ög götulögreglan sagði hann heimiilislausan, þegar til hennar var leitað að hafá uppi á honum. Ketilskemmdin í skip- inu stafaði af mishitun á katl- inum, sem enginn getur átt sök á nema vélstjórarnir, þar með talinn Georg Viðar. Mótorljósavél skipsins var, þegar skipið kom inn, svo á sig komin, að öll smurgöng í henni voru stífluð af leðju úr sóti, olíu og vatni aðallega. Var vélin orðin ógangfær af þessum sökum og . stórsk'emmd, en það, Framihald á 9. síðu. Georg Viðar Bjömsson og Að standast freistingar Það hefur verið málsvörn stjómarflokkanna að undan- förnu að þeir hafi ekki kom- izt hjá því að lækka gengi krónunnar vegna frumkvæðis Breta; þeir hafi verið stað- ráðnir í því að halda genginu óskertu þar til lækkun punds- ins dundi yfir eins og reið- arslag. En í fyrradag viður- kennir Alþýðublaðið íforustu- grein að þessi málflptningur sé uppspuni frá rótum; blaðið segir: „Stjórnarandstaðan hefur í umræðunum um gengisbreyt- inguna notað eitt árásarefni á ríkisstjómina sem ekki er margtuggið áður. Það er sú óneitanlega staðreynd, að ráð- herrar hafa undanfama mán- uði afneitað gengislækkun og hvað eftir annað sagt opin- berlega, að til hennar væri ekki ætlunin að grípa. Áf hverju gáfu Bjarni Benedikts- son og Gylfi Þ. Gíslason slík- ar yfirlýsingar, þótt þeir hafl án efa skilið betur, en flestir aðrir, að gengi krónunnar kynni að falla innan fárra mánaða? Svarið er augljóst. Þeim bar sem ráðherrum skylda til þess. Ráðherrar * verða að halda uppi trausti á gjaldmiðlinum, enda þótt það kosti yfirlýsingar, sem þeir vita sjálfir að kunna að reynast rangar eftir skamma stund. Hvað mundi gerast, éf forsætisráðherra eða við- skiptamálaráðherra væru f ræðum sínum með vangavelt- ur um .að gengi krónunnar kunni að falla? Það mundi þegar tekið sem yfirlýsing um gengisfall, allt traust á gjald- miðlinum mundi hverfa og gjaldeyrisbra.sk hefjast í stór- um stfl. Slíkt má ekki koma fyrir. Þess vegna verða ráð- herrar að andmæla gengis- lækkun fram á síöustu stund.“ Hér er það sagt umbúða- laust að Bjami Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason hafi á- stundað vísvitandi ósannindi mánuðum saman. Þeim er talið það til ágætis að þeir séu einstakir snillingar f því að fara með rangt mál, og skal sú, niðurstaða ekki ve- fengd. Á hitt er ástæða til að benda að þeir Bjarni og Gylfi halda enn fast við framburð sinn, enda þótt gengislækkun- in sé komin til framkvæmda: þeir staðhæfa ennþá með ein- lægnissvip á andlitinu að Bretar hafi neytt þá til geng- islækkunar, og sömu rök- semdir er að finna í greinar- gerð Seðlabankans. Þetta get- ur samkvæmt skýringu Al- þýðublaðsins naumast stafað af öðru en því að ráðherrarn- ir vilja halda sér í æfingu. Það er alkunna að afreks- menn í öllum greinum verða að gæta þess að vera í sí- felldri þjálfun; þeir mega aldrei' slaka á. Ef ráðherrar vilja ná þeirri fullkomnun í ósannindum sem Alþýðublað- iö ræðir um mega þeir aldrei láta undan þeirri freistingu að segja satt. — AustrL MikiS flutt inn af dönskum tóbaksv. Einar Th- Mathiescn og Viggo Ligaard. Hér á landi er staddur Viggo Ligaard frá Scandinavian Tob- acco Company í Rödovre í Danmörku. Umboðsmaður fyr- irtækisins hér á landi Einar Th. Mathiesen kynnti Ligaard fyrir blaðamönnum nú fyrir skemmstu og var við það tæki- færi sagt frá tóbaksiðnaði í Danmörku og þá sérstaklega frá starfsemi fyrrgreinds fyrir- tækis. Scandinavian Tobacco Comp- any er eitt stærsta fyrirtæki í dönskum tóbaksiðnaði. Það var stofnsett með sameiningu þriggja elztu tóbaksfyrirtækja Danmerkur árið 1961: Chr. Augustinus, sem stofnsett var 1750, C. W. Obeh stofnsett 1787 og R. Færch, stofnsett 1869. Fyrirtækið rekur nú sex aðal- Ólafur Helgason útibússtjóri Ölafur Ilelgason Á fundi bankaráðs Otvegs- banka íslands sl. föstudag, 24. þ.m. var Ölafur Helgason, bankafulltrúi, ráðinn útibús- stjóri Otvegsbanka Islands í Vestmannaeyjum. Ólafur Helgason lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, stundaði hag- fræðinám við Hafnarháskóla og í Prag 1946 til 1952. Hann hefur starfað í endurskoðunar- og ábyrgðardeild Otvegsbani<a Islands síðan 10. okt 1952. verksmiðjur sem útbúnar eru fullkomnum sjálfvirkum véla- kosti. Starfsfólk verksmiðjanna er 3600 karlar og konur. Viggo Ligaard sagði að þrárt fyrir að veðurfar í Danmörku gerði það ómögulegt að rækta tóbaksplöntuna í landinu hefði þróazt mikill tóbaksiðnaður í Danmörku og væru ■ danskar tóbaksvörur nú þekktar og við- urkenndar um allan heim. Otflutningur danskra vindla er mikill og' innflutningur danskra vindla er mikill til Is- lands. En auk vindla framleið- ir Scandinavian Tobacco Comp- any sígarettur, píputóbak, munntóbák og neftóbak. Fyrir- tækið flytur út tóbaksvörur til 25 landa, mest til Ástralíu. Einar Th. Mathiesen hefur verið umboðsmaður fyrirtækis- ins á Islandi í u.þ.b. ár og nefndi hann nokkrar vindla- tegundir frá Scandinavian Tob- acco Company, sem hér eru á boðstóilum: smávindlana Dan- ish Golf og Danish Apollo, Ad- vokant Cerut, Cæsar Cigar og Diplomat, sem er algjör nýj- ung hjá fyrirtækinu þ.e. pakki með einum vindli. Viggo Ligaard gat þess að lokum að neyzla á tóbaksvör- um hefði vaxið geysilega 1 Danmörku undanfarin ár þrátt fyrir herferðir krabbameinsfé- laga. T.d. reyktu Danir eldri en 18 ára meira en 300 vindla á ári, hver einstekur — og.væri það heimsmet. 1 þessu sam- bandi yrði að hafa í huga að 14% danskra kvenna reyktu vindla af ýmsum stærðummest þó af Monacco smávindlum. VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 ÓDYRT — GOÍT TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og gasolíu. BENZÍN: 1. Verð frá dælu pr. liter Kr. 8,20 2. Verð á tunnum pr. líter — 8,23 s GASOLÍA: ' 1. Verð frá leiðslu pr. líter Kr. 2,18 2. Heimkeyrt pr. liter — 2,23 3. Á tunnum í porti pr. líter — 2,23 4. Á tunnum heimkeyrt pr. líter — 2,28 5. Á bifreiðar frá dælu pr,- líter — 2,64 ■ Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 27. nóv. 1967. — Söluskattur er innifalinn - verðinu. Reykjavík, 26. nóv. 1967 VERÐLAGSSTJÓRINN. - TMYNN/NG Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því að næstu daga verða gefin út ný verðlagsákvæði sem gilda skulu um þær vörur er greiddar verða samkvæmt hinu nýja gengi. Einnig skal athygli vakin á því að tilkynning nr. 12 frá 30. október 1967 um bann við hækkun verðs og álagningar gildir um þessar vörur þar til hin nýju ákvæði taka gildi, sem og allar þær vörur er greiddar hafa verið samkvæmt eldra gengi. • 1 Ennfremur er óheimilt að hækka verð á innlend- um iðnaðarvörur og þjónustu nema samþykki verðlagsnefndar komi til. | Reykjavík, 25. nóv. 1967. VERÐL AGS ST J ÓRINN. .... -i i I Isabella-Stereo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.