Þjóðviljinn - 14.01.1968, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 14. janúar 1968.
' \
Áttræð
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðipundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. SigurðSson,
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Soffía Lilliendahl
Atvinnuleysi í feium
J^amkvæimt upplýsingum frá nokkrum verkalýðs-
félögum í Reykjavík sem Þjóðviljinn hefur birt
undanfarna daga má telja líklegt að ekki muni
f jarri því að tala atvinnulausra sé farin að nálg-
ast 800 - 900. Þórunn Valdimarsdóttir, varaformað-
ur Verkakvennafélagsins Framsóknar vekur at-
hygli verkakvenna á þVí, að allar félagskonur,
giftar og ógiftar, sem-verið hafi í vinnu 1 frys'ti-
húsum og öðrum vinnustöðum og ekki haft vinnu
undanfarið eigi fullan rétt á bótum úr atvinnu-
leysistryggingunum. Þórunn bendir á, að sáralítil
vinna hafi verið í vetur í frystihúsum borgarinn-
ar en þar hafi unnið að jafnaði 300-400 verkakon-
ur. Aðeins fimm þeirra kvenna sem misst hafa
vinnu í frystihúsunum og annarsstaðar hafa látið
skrá sig atvinnulausar; allar hinar hafa látið hjá
líða að nýta þær bætur sem þær eiga með réttu í
atvinnuleysistryggingunum. Verkamannafélagið
Dagsbrún telur að milli 200 og 300 verka;nenn í
Reykjavík séu atvinnulausir, en ekki hafa nema 65
hirt um að láta skrá sig. í mörgum öðrum starfs-
stéttum er meira og minna atvinnuleysi vegna
samdráttar í atvinnulífinu og einungis fáir
þeirra sem misst hafa atvirínu Jcomnir á skrá, á
annað hundrað manns.
JJvers vegna er atvinnuleysið í feíum í Reykja-
vík? Hvers vegna,láta ,menn, sem missa at-
vinnu sína, ekki skrá sig atvinnulausa og nýta þær
tryggingar sem verkalýðshreyfingin knúði fram
með verkföllunum miklu 1955? Eitthvað er sjálf-
sagt enn eftir af tortryggni reykvískra verka-
manna við Ráðningarstofu Reykjavíkur sem stofn-
uð var á atvinnuleysisárum af íhaldinu í Reykja-
vík til þess að verða eitt af höfuðvígjum
þess í höfuðborginni. Verkamönnum var þá óljúft
að fara inn á eina skrifstofu íhaldsins og gefa þar
ótal upplýsingar um kjör sín. Svo kann enn a"
vera. En eru það ekki verkalýðsfélögin sjálf ,sem
eiga höfuðsökina á því að atvinnuleysið er í felum
í Reykjavík? Hafa þau brýnt nægilega fyrir fé-
lagsmönnum sínum að þeir'eiga einn stærsta sjóð
íslendinga, Atvinnuleysistryggingasjóðinn? Hafa
verið haldnir fundir í öllum verkalýðs'félögum í
Reykjavík í vetur, m.a. til að ræða atvinnumálin
og aðsteðjandi atvinnuleysi? Hefur verið sams’tillt
barátta verkalýðshreyfingarinnar gegn atvinnu-
leysinu? Það er meginatriðið að ekkert verka-
lýðsfélag má drabbast svo niður, að starfsemi þess
fari eingöngu fram á skrifstofum en jarðsamband
stjórna og starfsmanna við vinnustaðina verði
bláþræðir einir. Og í öllum verkalýðsfélögum eiga
félagsmenn heimtingu á að almennir fundir séu
haldnir oft á ári hverju og öll helztu vandamál fé-
laganna, ekki sízt vandamál eins og aðsteðjandi
atvinnuleysi, séu þar rædd og skýrð og ákvarðan-
ir teknar um baráttuna. Hefði það verið gert und-
anfarið hefði fleiri félagsmönnum í verkalýðsfé-
lögunum í Reykjavík verið fullkunnugt um trygg-
ingarrétt sinn í atvinnuleysi. Þá hefði atvinnu-
leysið ekki verið í felum í Reykjavík. En það er
forsenda baráttunnar gegn atvinnuleysinu að at-
vinnuleysingjar' og félög þeirra viti hvernig stað-
an er. t- s.
Soffía Lilliendaihl er áttræð ó
morgun, 15. janúar. Hún er
fædd á Skálanesi, Vopnafirði.
Hún giftist Birni Grímssyni.
haustið 1917 og áttu þau hjón-
in gullbrúðkaup fyrir mánuði.
Allan þennan langa tíma haía
þau hjón unnið af kappi fyrir
sósíalismann og verkilýðshreyf-
inguna, lengst af á Akureyri,
sem heimili þeirra var löngum
góður arinn okkar hreyfingar.
En nú búa þau í Reykjavík,
þar sem meginihluti myndarlega
barnahópsins, sem þau hafa
komið upp, á heima. Sagan af
baráttu þeirra hjóna er ein gf
mörgum hetjusögum íslenzkrar
verklýðshreyfingar, ef hún yrði
skráð, ekki síst af baráttunni
á þriðja og f.iórða áratug aldgr-
innar — Soffía verður að heim-
an í dag.
Þjóðviljinn árnar Sofxíu óg
þeim hjónum allra heilla.
Kosningabaráttan í Danmörku:
Kraci boðar samvinnu
vsð borpraflokkana
Hann sagði að óhugsandi væri
að einhverskonar samvinnusátt-
máli yrði gerður með sósíaldemó-
krötum, SF og Vinstrisósíalistum.
Ég er þess fullviss að það er
ekki hægt að treysta Vinstrisós-
íalistum, sagði forsætisráðherr-
ann.
En fjármálaráðherrann Henry
Gruenbaum sagði aftur á móti á
fundi í Árásum að sósíaldemó-
kratar gætu ekki gjörsamlega
útilokað möguleika á einhverri
samvinnu við Vinstrisósíalista.
En við lítum mjög alvarlegum
augum á athæfi-þeirra hinn 15.
desember, bætti hann við.
Gruenbaum taldi að Vinstri-
sósíalistar myndu að líkindum
fá nokkuð fylgi, en síðan myndi
flokkurinn missa mikilvægi.
Formaður sósíalíska alþýðu-
flokksins Aksel Lars.en sagði í
gærkvöld .að hann væri reiðu-
búinn að ganga til samstarfs við
sósíaldemókrata í ríkisstjórn, ef
það skapaði meiri möguleika á
því að koma fram stefnumálum
sósfalíska alþýðuflokksins. Lar-
sen bjóst ekki við því að Vinstri-
sósíalistar' muni fá mann kjör-
inn á þing.
Formaður Vinstriflokksins Poul
Hartling sagði á fundi í dag, að
nityerandi forsætisráðherra þurfi
ekki endilega að hefja samninga
um nýja ríkisstjórn eftir kosn-
ingar, ef hún hefur ekki fengið
tilskiiinn þingmeirihluta, sagði
hann.
VAUXHALL
BEDFORD
UMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900
Aðstoðarmaður
óskast til rannsóknarstarfa. Nokkur reynsla
í járnsmíði eða rennismíði æskileg.
Upplýsingar í síma 21340.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Bréfaskó/i SÍS & ASÍ
veitir sífellt hundruðum manna aðstoð við að auka
víðsýni sína, hæfni og þekkingu á sviðum land-
búnaðar, sjávarútvegs, verzlunar og viðskipta, er-
lendrar málakunnáttu, margvíslegra félagsfræða.
svo og almennra fræða, m.a. eðlisfræði, stærð-
fræði og móðurmálsins, auk margs annars.
Alls 35 námsgreinar og fleiri í undirbúningi.
Tómstundir frá vinnu eru dýrmaétar, — enn dýr-
mætari ef þér notið þær til heimanáms.
Biðjið um kynningarbækling skólans.
Innritist.— því fyrr — því betra. Innritun allt árið.
Innritizt — því fyrr — því betra. Innritun allt árið.
Skóli inn á hvert heimili. — Velkomin til náms.
Bréfaskóli SÍS*& ASÍ,
Sambandshúsinu, Reykjavík.
KOMMÓÐUR
— teak og eík
Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar
Skipholti 7 — Sími 10117.
Verkfræðingar
Tæknifræðingar
ísafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða verkfræð-
ing eða byggingatæknifræðing.
Krafa um launakjör og upplýsingar um nám og
störf fylgi umsókn.
Umsóknarfrestúr er til 1. febrúar. Staðan veitist
þá strax eða eftir samkomulagi.
ísafirði, 10. janúar 1968.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Skattframteljendur
í Kópavogi
Skrifstofa mín í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð
vérðúr í janúar 196ff- Öþin sem hér segir:
15.—20. janúar kl. 4—6 e.h., nema lattgardag
■ kl. 1-6 e.h. . - 4;' -s
22.—27. janúar kl. 4—10 e.h., nema laugardag
kl. 1—6 e.h.
29., 30. og 31. janúar kl. 4 'e.h. til kl. 12 á miðnætti.
Umboðsmaður Skattstjóra.
Barðstrendingafélagið
GRÍMUDANSLEIKUR í Tjamarbúð íaugardaginn
20. jan. kl. 20.30. i .
Aðgöngumiðar afhentir í Tjarnarbúð fimmtudag-
inn 18. jan kl. 5—7 og við innganginn.
Kvennanefnd Barðstrendingafélagsins.
' i
Aavill - gallabuxur
Amerísk úrvalsvara.
hjá' okkur.
Fæst aðeins
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
PARKET
DLW
PLASTINO KORK.
Litaver sf. ’
Grensásyegi 22-24 — Símar 30280 og 32262
i