Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 10
J0 SÍOA •— EtíOB'VEfcJBaiff — mmaúu&a&ax Q fábt&ax ISBa. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY einmitt, ihélt hann áfram og sneri sér að Salt lækni. — Allt í iagi með minnfc enn.þá. Já, hún héfur komið hingað tvisvar og látið öllum illum látum — vel hifuð, hýst ég við. Og um þessa sömu Noreen Wilks sem hafði stungið af án þess að segja neinum neitt, — hverskonar stúlka mynduð þér segja að hún væri, Salt læknir? — Við hverju er svo sem að búast með lélegu uppeldi og öll- um þeim sora sem blöðin og timaritin ala þessar stúlkur á nú á dögum- Hún er ekki $læm, eins og umhverfi hennar hefði þó getað gefíð tilefni til, en tóm í kollinum, ábyrgðarlaus, héra- leg. — Enn ein af þessum litlu næturflugum, hrópaði Hurst sigrihrósandi. — Og Birkden er morandi af þeim nú til dags. F'yrirgefið, Salt læknir, en ef þér eruð að leita að henni. bá eruð þér einfaldlega að sóa tírr _im-m. — Það held ég ekki. full- trúi — — Heyrið mig nú — við höf- um engar sannanir fyrir því að hún sé í rauninni horfín. — Svona stúlkur, — og við vitum að hún var laus í rásinni — ei,ga það til að stinga af hvert sem er með hverjufn sem er. Þær 6egja engum frá því, ekki mæðr- um sínum, systrum, bræðrum, húsmæðrum — né læknum. Þetta er ékkert nema gin og kyn hjá þeim. Fara hvert sem er, gera hvað sem er — annað en vinna fasta vinnu. Það hafa komið hingað ótal tilkynningar Smurt brauð Snittur VIÐ OÐINSTORG Sími 20-4-90 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) SímJ 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtlstoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968 um stúlkur af þessu tagi. Og það er ekkd annað en tímasóun að vera að grennslast fyrir um þessa Noreen Wilks. Ef til vill hefur hún farið til Birmingham — London — hvert sem er. Og þér skuluð einfaldlega hætta að hu,gsa um hana. Hann stóð á fætur og rétti fram höndina- Salt læknir lét sem hann sæi ekki höndina og hann stóð ekki á fætur. — Ég hef ekki lokið máli mínu, fulltrúi. — Heyrið mig nú — ef þær gerai sig ekki sekar um nein af- brot, þá getum við ekkert átt við að elta þessar litlu næturflugur. Hann var orðinn gremjulegur og, hann settist ekki aftur. —j Ég féllst á að tala við yður vegna þess sem Broadbent sergent sagði við mig — en ég er önnum kaf- inn — — Setjizt niður, fulltrúi. Þetta var sagt með þvílíkum ofsai, að Hurst var allt í einu korninn niður í stól sinn án þess að hann hefði ætlað sér það. Hann var að því kominn að hreyfa mót- mælum þegar Salt lækndr tók til máls: — Leyfið mér nú að útskýra hvers vegna ég er hing- að kominn. Og hættið að tala um þessar litlu næturflugur á leið til Birmingham. Ég veit vel hvað er að gerast í Birkden.. Þakka skyldi mér eftir sjö ára dvöl hér. Ég bið yður bara að hlusta á mig. Þetta er þýðingar- meira en nokkuð annað sem þér fáið að heyra í' dag. — Viljið þér veðja? Og Hurst starði á hann- — Vitaskuld — fimm pundum, svaraði læknirdnn um hæl. — Þótt ég viti ekki hver verður dómarinn og ákveður sigur- vegarann. Jæja — Noreen Wilks. Hún virðist hafa verið horfin í svo sem þrjár vikur. Og hún gengur með dálítið óvenjulegan sjúkdóm í nýrunum — krónískan nephritis. Ef þér viljið faglegar útskýringar, þá skal ekki standa á þeim. Þetta er hálgildings sér- grein mín — svo fremi sem önnum kafinn heimilislæknir get- ur haft sérgrein — — Ég tek yður trúanlegan um allt þetta, Salt læknir. En hvað gerdr þetta svona áríðandi? — Ég hef skipulagt meðferð fyrir hana, sem reyndist ágæt- lega. Og ég hafði brýnt fyrir henni að hvert sem hún færi, þá yrði hún að hafa samband vdð lækni innan tíu daga. Ég hafði komið henni í skilning um að ef hún vanrækti þessa með- ferð vikum samam, yrði hún fljótlega fárveik og kynni að deyja- Hún gat verið grunnfær og ábyrgðarlaus um flesta hluti, en hún vissi að þetta var al- vara, hún var hrædd Pg hún gaf mér einlægt loforð um þetta. í veski sínu var hún með bréf frá mér til hvaða læknis sem hún kynni að leita til, þar sem meðferðin var útskýrð og hann beðinn að hafa samband við mig vegna upplýsinga um tilfellið. Nú hefur ekkert heyrzt frá henni í þrjár vdkur. Baldwin læknir er auðvitað með spjaldið hennar núna, en aðalatriðið er að eng- inn læknir, hvorki utan sjúkra- hús® né innan, hefur haft sam- band vdð mi,g vegna Noreen Wilks. —• Eki þöfct hún hasfí. loflað þessu hátiðlega — og ég veit hvemig þessar stúlkur eru — þá er ekki víst að hún hafí leitað læknis — bara látið það eiga sig — — Þá væri hún nú á sjúkra- húsi — eða dáin — — Það getið þér ekki sannað, Salt læknir — — Ég get ekki einu sinni sann- að að ég sé fær um að sinná sjúkldngum, nema með því að leggja fram bréf upp á það. En ég er fús til að sýna sjúkdóms- sögu þessarar stúlku hvaða sér- fræðingi sem er — eða sérfræð- inganefnd ef þér viljið held- ur — — Ég er ekki að draga lækn- ishæfni yðar í efa, Salt læknir, ég er aðeins að reyna að fylgj- ast með röksemdafærslu yðar — — Góðan daginn, fulltrúi! Maðurinn sem inn kom var hár og grannvaxinn, roskinn og valdsmannlegur. — Já, Sir Amold? Hurst var sprottdnn á fætur, ákafur og brosaodi. — Ég var að spjalla við yfir- mann yðar, Ringwood höfuðs- mann — Salt læknir sat kyrr pg hóstaði hraustlega. — Öjá, — þetta er Salt læknir — S;r Arnold Donnington. Salt læknir hefur áhyggjur af sjúkl- ingi sínum — stúlku að nafni Noreen Wilks — sem virðist vera horfin. En ég er viss um að honum er sama — — Salt læknir? Sir Amold hafði andlit til að sýna fyrirlitn- ingu. — Ég held við höfum hitzt áður. 1 réttinum þegar ég var leiddur til vitnis. Þér gáfuð dá- lítið fráleita yfirlýsingu vegna þessa náunga — — Já- Salt læknr leit upp til hans og minnti mest á lítið, syfjulegt bjamdýr, en rödd hans var hvöss þegar hann sagði: — Hann var veikur maður. Sir Arnold virtist ekkert kæra sig um að forðast orðahnipping- ar. — En ég man ekki betur en hann fengi harðan dóm nokkru seinna — mörg ár, minn- ir'mig — — Og hann er ennþá veikur maður, sennilega veikari. Veikur í höfðinu. — Það verður að vernda þjóð- félagið — — Sumt er ekki þess virði að vemda það, sagði Salt læknr þurrlega. — Það má vel vera. En rödd Sir Arnolds var álíka hvöss. — Þér ættuð að reyna við iðnvæð- ingu um þessar mundir........... Salt læknir. Við höfum í þjón- ustu okkar um það til fimmtán hundrað konur og stúlkur. Þær fara allar sinna ferða eins og þeim sýnist, bölva eins og her- foringjar eða stinga af þegar verkstjórinn finnur að verkum þeirra. Engin reglusemi, engin á- byrgðartilfinning, ekkert verið að hugsa um að vinna fyrir laun- unum sem við greiðum þeim — helmingurinn af þeim orðljótar dræsur- Ef til vill er unga kon- an sem þér erað að spyrja um — þessi — \ — Noreen Wilks, sagði Salt læknir skýrum rómi. — Ef til vill var hún af því taginu — —• Satt að segja held ég að hún hafí unnið í Sameinuðu spunaverksmiðjunum um tíma, Sir Arnold. Salt læknir var nú orðinn mildur í rómnum, næst- um lotningairfullur. — En þér skuluð bara tala við fulltrúann. Ég get beðið. — Þökk fyrir. Ég verð ekki lengi og þér getið verið hér kyrr á meðan. Þetta er ekkert einka- mál. Hann sneri sér að lögreglu- ftrlltrúianum. — Það er í sam- bandi við gamla Worsley húsið. Þið höfðuð auga með því fyrir okkur. — Já, Sir Arnold. Við gerum það enn. Af hverju — hefur nokkuð komið fyrir þar, herra minn? — Ekki svo að ég viti — nei, fulltrúi. En ég verð þó að játa að ég hef ekki komið þangað mánuðum saman. Sir Amold var liðugt um málbeinið. Eins og þér vitið trúlega, þá stendur gamla Worsleyhúsið alveg við Verk- smiðjuklúbbinn okkar og við keyptum það í þeim tilgangi a>ð gera það að viðbótarhúsnæði við klúbbinn. Við gerðum áætlun og fengum verktaka til að annast allar breytingar og undanfama þrjá mánuði hef ég verið að reyna að ýta undir þá að hefja frámkvæmdir. Vandræðamenn. En þeir ætla að hefjast handa innan fárra daga og þá koma þeir með sinn eigin næturvörð. Og ég ætla að segja einkaritara mínum að láta ykkur vita þegar þar að kemu.r. En þessa síðustu daga langar mig til að biðja ykkur að hafa góðar gætur á húsinu. Að vísu er fátt fémætt þar inni, — en auðvitað er blý á þakinu — — Þessir þrjótar láta sér ekk- ert fyrir brjósti brenna. — Jæja, við viljum alla vega ekki missa það núna. Biðjið því menn yðar að reka ailla burt af lóðinni. Það væri ágætt að hafa hund — — Ég er hræddur um að við gætum ekki réttlætt það, herra minn. — Nei, við sem höldum lífi í plássinu megum ekki fara fram á Of mikið? Hann hafði rokið upp, en nú stillti hann sig- — Jæja, en þig ætlið að hafa gætur á staðnum þessa síðustu daga. ég fer ekki fram á annað. — Það skulum við gera, Sir Amold. — Ágætt, Salt læknir, ég vona að þér finnið sjúklinginn yðar *— Dóru Jilkes — — Noreen Wilkes. Salt læknir sa*gði nafnið mjög skýrt og greinilega. — Það var og. Jæja, ég vona að þér finnið hana. Verið þið sælir báðir tveir. Og hann beið ekki eftir því að Hurst fulltrúi sem stóð hjá skrifborðshorninu, fylgdi honum til dyra. Þrátt fyrir það elti Hur.st hann klunnalega og alla leið fram í gang, í von um að það bæri einhvern vott um virðingu.. Þeg- ar hann kom til baka var Salt læknir að kveikja sér í pípu. — Eins og Ameríkanarnir myndu segja — Salt læknir tott- aði pípu sína á milli orðanna — — Stórmennið í Birkden. For- seti#— í sameinuðu anglo-belg- ísku — spunaiverksmiðjunum. Forseti — í Birkden útgáfufélag- inu. Var borgarstjóri. Sitthvað fleira. Risinn i Birkden. Hurst var nú kominn að skrifborði sínu á ný og horfði á gest sinn með nokkurri van- þóknun. — Sir Amold Donning- ton getur verið harður í horn að taka, hvass í orðum, en hann er merkilegur maður. Hann hefði ekki þurft að ílendast hér og draga Birkden uppúr svaðinu, en það hefur hann gert. Ég veit ekki um neinn sem hefur átt eins mikinn þátt í því að gera Birkden það sem bærinn er í dag. — Það efa ég ekki, sagði Salt læknir. ( — En hvað er hann í dag? Nei, verið ekki að segja mér það. Ég hef þraukað of lengi í öfugum endai á honum. Meðal annarra orða, mér fannst Dannington alls ekki koma fyrir sem neitt hörkutól í þetta sinn. SKOTTA Umboðssala Tökum í umboðssölu notaðan kven- herrafatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. og Þetta er pabbi, og hann meinar að ég eigi að koma inn á stundinni! | ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SEUAST! VERZLUN GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. Vináttufélagið ÍSLAND - RÚMENÍA Aðalfundur fimmtudaginn 8. febrúár 1968 kl. 9 e.h. að Freyj-ugötu 27. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rúmensk myndlist. 3. Um Ion Tuculescu, listmálara. 4. Sýndar litskuggamyndir. STJÓRNIN. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sgólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53 Kópavogi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur, ljósasamlokur — örugg þjónusta. BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir Rennun; bremsuskálar. Slípum bremsudaelur. Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Simi 30135. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.