Þjóðviljinn - 09.02.1968, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 09.02.1968, Qupperneq 1
Eldur í báti □ í fyrrinótt kom upp eldur í vélbátnum Ver frá Akranesi er hann var stadd- ur um 7 sjómílur út af Akranesi. Eldurinn var í brúnni á bátnum og kom- 1 ust skipverjar ekki í tal- I stöðina til þess að senda út fré Akrauesi í fyrrinótt neyðarkall. Skutu þeir upp neyðarblysum og settu út gúmbát til þess að hafa hann tilbúinn ef á þyrfti að halda. □ Noikkrir bátar voru þarna nærstaddir og kom annar Akranesbátur, Keilir, fyrstur á vettvang og dró ,hann Ver til hafnar. Hafði skipverjum tekizt að byrgja svo eldinn að hann náði ekki að magnast og tókst fljótt að slökkva hann er til Akraness kom Talsverðar skemmdir urðu á bátnum. Rögnvaldur Sigurjónsson Sigurjón Rögnvaldsson Heiðrún talin af - 6 menn fórust □ Leitinni að Heiðrúnu H frá Bolungavík er nú hætt og talið með öllu vonlaust, að mennimir sex, sem um borð voru, hafi komizt lífs af. Leit um fjör- ur var haldið áfram í gær, en ekkert nýtt kom 1 ljós. Aðeins einn rnannanna sem fórust með Heiðrúnuvar skráður á skipið, Rögnvaldur Sigurjónsson stýrimaður. Aðr- ir skipverjar voru veðurteppt- ir á Isafirði þennan dag, en þeir sem með henni fóru þessa síðustu ferð ætluðu að að- stoða við að koma henni í var á íéafirði, þar sem ekki var talið óhætt að láta hana liggja við brjótinn í Bolunga- vík í óveðrinu. Rögnvaldur Sigurjónsson var 52ja ára gamall og lætur eft- ir sig konu og tvær dætur, en tveir ungir,synir hans, Sig- urjón Rögnvaldsson 17 ára og Ragnar Rögnvaldsson 18 ára fórust með honum á Heiðrúnu. Hinir þrír sem > fórust með Heiðrúnu voru Páll Isleifur Vilhjálmsson, 31 érs,‘sem læt- ur eftir sig konu og barn, Sigurður Sigurðsson 18 ára og Kjartan Halldór Kjartansson 23ja ára, er lætur eftir sig konu og tvö börn, fæddist yngra barnið óveðursnóttina, sem Heiðiún hvarf. Allir mennirnir voru frá Bolungavík og er þessimann- skaði hönmulegt áfall fyrir þorpið. Sigurður Sigurðsson Páll Isleifur Vilhjálmsson Ragnar Rögnvaldsson Kjartan Halldór Kjartansson Robert F. Kennedy fordæmir VietnamstríðiB í þrumuræðu Segir að tími sé kominn til þess að Bandaríkjamenn horfist í augu við sannleikann um það — Ræðst af heift á leppstjórnina í Saigon CHICAGO 8/2 — Robert Kennedy, öldungadeildarmaöur frá New York, fordæmdi í þrumuræðu sem hann hélt í Chicago í dag stríð Bandaríkjanna í Vietnam. Frétta- ritari brezka útvarpsins í Washington sagði aö ræðan hefði verkað eins og sprengjuárás á Hvíta húsið, enda þótt Kennedy hefði aldrei n'efnt Johnson forseta á nafn. Robert F. Kennedy öldungadeildarmaður og Johnson forsetL — Það er kominn tími til þess fyrir Bandaríkjamenn að horf- ast í augu við sannleikann um Vietnamstríðið. sagði Robert Kennedy. Fjandmenn okkar hafa í eitt skipti fyrir öll rifið sund- ur blekkingavef stjórnarvalda okkar. Fyrst af öllu yrðu Bánda- ríkjamenn að gera sér Ijóst að það væri blekking og tálvon ein að halda að atburðir síðustu daga í Vietnam hefðu falið í sér einhvern sigur fyrir Banda- ríkin. Það væri öðru nær. Saunleikanum leynt Kennedy gagnrýndi þá stöð- ugu viðleitni Bandaríkjastjórnar að halda sannleikanum um Viet- namstríðið leyndum fyrir þjóð- inni. — Það er ekki lengra síðan JörfogleSi hin minni ☆ N.k. sunnudagskvöld kl. 9 efnir ÆFR til Jörfagleði hinn- ar minni í Tjarnargötu 20. '☆ Lesið verður úr verkum skálda og hugmyndafræðinga Fylkingarinnar. ■jý Flutt verður leikrit; kyrjaðar verða gamanvísur um ýmsa Fylkingarfélaga. Flutt verður kvæði Þorsteins, um Fylking- arferðina til Færeyja og sýnd- ar skuggamyndir úr þeirri ferð. Sýnd verður kvikmynd úr Reykjavíkurgöngunni. ■/r Félagar fjölmennið — Stjórn ’ ÆFR. _ en í desember að okkur var sagt að 65 prósent íbúa Suður-Viet- nam væru óhult fyrir óvinunum. Nú hefur Vietcong sýnt og sarin- að að enginn hluti og enginn maður í Suður-Vietnam er óhult- ur fyrir þeim. Herra McNamara hefði sagt að í fyrra hefðu kommúnistar misst 165.000 menn. en samtímis hefði hann sagt að meginstyrkur þeirra hefði ekki minnkað. Það liti því út fyrir að hversu margir sem haldið væn fram að hefðu fall- ið væri herafli óvinanna alltaf sá sami. Áratuga stríð — Sókn (þjóðfrelsishersins) hefur sýnt að enginn einasti bær í Suður-Vietnam er óhultur ,fyrir óvinum sem aðeins geta teflt fram 250.000 manna liði, enda þótt Bandaríkin hafi nú hálfa miljón manna þar og viet- namskir bandamenn okkar hafi 700.000 menn undir vopnum og enda þótt við höfum alger yfir- ráð í lofti og á sjó. — Ef við höldum áfram sömu stefnu bíður okkar ekki annað á næstu árum og áratugum en stöðugt stríð á meginlandi Asíu, stríð sem getur leitt til harm- leiks allrar þjóðarinnar. Eina leiðin úr ógöngunum sagði Kennedy að væri pólitísk mála- miðlun. Stríðinu sé hætt — Stigmögnun stríðsins spillir áliti Bandaríkjanna í öðrum löndum heims, sagði Kennedy á fundi með rithöfundum og forleggjurum í Chicago. Við eig- um engan kost betri til að bjarga því sem okkur er dýr- mætast í, Vietnam — lífi her- manna okkar — en þann að hætta mögnun stríðsins og bezta leiðin til þess er að hætta stríð- inu. Hverjir berjast? Kennedy fór hörðum orðum um frásagnir bandarískra stjóm- ar- og hervalda af stríðinu ®g sýndi fram á hversu fáránlegar og mótsagnakenndar þær væru. Því hefði verið haldið fram að Framhald á 7. síöu. Sjósfysanna minnzt á þingi ■ í upphafi fundar sameinaðs Alþingis í gær minntist þingfor- seti, Birgir Finnsson, þeirra sjómanna er farizt hafa með vb. Heiðrúnu II. og brezku togurunum. Vottuðu þingmenn aðstand- endum hinna látnu sjómanna samúð sína meffþví að rísa úr sætum. ■ Á fundi sameinaðs þings var annars aðeins eitt mál á dagrskrá: rannsókn kjörbréfs Ragnars Jónssonar skrifstofustjóra, sem nú tekur sæti Sverris Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, í veikindaforföllum hans. Brezkum togurum skipai að fara frá miðunum frá ísafirði til Langaness 40-50 togarar verða látnir halda burt af íslandsmiðum þangað til skip úr brezka flotanum kemur á þau eftir viku þeim til aðstoðar LONDON 8/2 — Skipstjórar á brezkum togurum fengu í dag fyrirmæli um að forðast fyrst um sinn miðin fyrir noröan ísland og fara ekki- til veiða þangað fyrr en eitt af skipum brezka flctans er þangað komið til að gæta þeirra, segir í tilkynningu sem gefin var út af brezkum togaraeigendum í dag. Brezki flotinn mun senda skip á þessar slóðir einhvern næstu daga og á það að vera komið þangað um 16. febrúar eða undir lok næstu viku. Skip þetta verður búið út til veðurathug- ana og eitt meginverkefni áhafn- arinnar verður að vara brezka togara við óveðrum. Skipstjórinn á þessu skipi mun fá vald til þess að skipa togurum að halda burt af þessum slóðum þegar hann telur hættu á ferðum. Fyrirmælin til togaraskipstjór- anna voru gefin út af togaraeig- endum eftir fund með fulltrúum brezkú stjórnarinnar og samtaka sjómanna. Þeir höfðu komið saman til þess að fjalla um hvaða öryggisráðstafanir ætti 'að gera til að koma í veg fyrir slys af því tagi sem orðið hafa við ísland að undanförnu. Fyrirmælin um að fara af miðunum — það er einkum um að ræoa miðin undan sfröndinni frá ísafirði til Langaness — verða send skipstjórum á 40—50 togurum um útvarp. Þeir munu verða að halda á mið við Nor- egsströnd eða annars staðar fyrst um sinn. Á fundinum varð einnig sam- komulag um að öll skip lengri en 140 fet verði framvegis að hafa loftskéytamenn um bprð. Samkvæmt hinum nýju reglum sem nú ganga í gildi eiga boð að berast frá togurunum til gæzluskipsins á 12 tíma fresti en frá því til þeirra á 24 tíma fresti. Fréttir frá Gren- oble - Sjá 2. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.