Þjóðviljinn - 09.02.1968, Síða 10

Þjóðviljinn - 09.02.1968, Síða 10
StóÖ undir skúr- vegg alla stór- hríðarnóttina HÓLMAVÍK 8/2 _— í ofveðrinu aðfaranótt sl. sunnudags sukku tveir bátar hér í höfninni á ' Hólmavík og tveir aðrir voru hætt komnir. Hlóðst svo mikill ís á bátana að þeir sukku. Er nú búið að ná þeim upp aftur. Þá lá maður á' sjötugsaldri héðan úr Hólmavík úti alla stór- hríðarnóttina og hefur honum ekki orðið meint af sem þykir vel af sér vikið hjá svo öldruð- um manni. Maður þessi heitir Jóhann Nielsson og hefur hann haft kindur í vetur á eyðibýlinu Kálfanesi, sem er hér skammt frá þorpinu. Jóhann fór til kind- anna á laugardaginn eins og venjulega en er hann sneri heim- leiðis um kvöldið var komið svo mikið afspyrnurok og hríð, að hann réð sér ekki. Náði hann girðingunni við flugvöilinn og gat haldið sér í hana og fikrað sig eftir henni að skúr sem þama stendur. Komst hann ekki inn í skúrinn en stóð ‘ í skjóli við hann alla nóttina. Hefur honum ekki orðið meint af þessu volki. f Drangsnesi féll snjóflóð á tvö fjárhús og drap um 50 kind- ur. Ennfremur sökk bátur í legufærum á höfnihni. Yfirnefnd Verð- lagsráðs ákvað loðnuverð í gær í gær barst Þjóðvilj anum eft- irfarandi fréttatilkynning frá verðlagsráði sjávarútvegsins: Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið, að lágmarksverð á loðnu í bræðslu á loðnuvertíð 1968 skuli vera 42 aurar hvert kg. auk 5 aura pr. kg. í flutn- ingsgjald frá skipshlið í verk- smiðjuþró. Verðið er byggt á þeirri for- sendu að fellt verði niður út- flutningsgjald af loðnuafurðum á komandi loðnuvertíð. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltr. kaupenda gegn atkvæðum fulltr. seljenda í nefndinni. f nefndinni áttu sæti Bjarni Bragi Jónsson, sem er oddamað- ur nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Ólafur Jónsson til- nefndur af fulltrúum kaupenda í Verðlagsráði og Guðmundur Jörundsson og Jón Sigurðsson, tilnefndir af fulltrúum seljenda í Verðlagsráði. ÓÐINSMENN TIL HULL? Sam- kvæmt óstaðfestum fregnum frá Hull hefur borgarstjórnin þar í huga að bjóða Skipshöfninni á Óðni á skipinu til Hull í viður- kenningarskyni fyrir aðild þeirra að björgun brezkra sjómanna. Við komu yfirmanna Notts County til Reykjavíkur í gær. Fulltrúi brezka sendiráðsins, Brian Holt (til vinstri) og Geir Zoé’ga, umboðsmaður breskra togaraeigenda, styðja Stokes, 1. stýrimann út úr flugvélinni, en hann getur ekki stigið í hægri fót vegna kalsárs. Á eftir honum gengur Burkes skipstjóri. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Skipverjarnir á Óðni voru sögðu yfirmennimir af Notts County við komuna til Rvíkur sagði að yrði að taka af er til Englands kæmi. Þeir sögðust sjaldan eða aldr- et hafa komizt í annað eins veð- □ ..Skilið þakklæti okkar til skiþverjfinna á Óöni, til | áo”: læknisins og hjúkrunarkvennanna á ísafirði fyrir alla andi frost auk roksins. — við hjálpina og til ísfirðinga sjálfra fyrir gestrisnina“, sögðu | vissum að við vorum í ísafjarð- skipstjóri og stýrimaður brezka togarans Notts County,' sSef’stýrimatur. v» víS er þeir ræddu við blaðamenn við komuna til Reykjavíkur búnir að vera að berja ís af í gær. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum fóru 16 skip- □ brotsmannanna til Englands á miðvikudagsmorgim, en skipstjórinn George Burkes og 1. stýrimaður Barry Dav- id Stokes, sem verst urðu úti, uröu að liggja áfram á sjúkrahúsinu á ísafirði. Þeir Burkes skipstjóri og Stok- es stýrimaður komu til Reykja- víkur í gær með vél Flugfélags- ins og halda áfram heimleiðis í dag. Voru þeir þó ennmáttfarn- ir í gær, stýrimaðurinn gekk við hækju og gat ekki stigið í hægri fótinn, en skipstjórinn var mjög kalinn á hönduim og var komið drep í fingurgómana, sem hann skipinu allan daginn, en þegar það strandaði hættum við því, þá var betra að hafa þyngslin til að halda því niðri. Strandið sögðu þeir að hefði ofðið um kl. 11 um kvöldið, en þeir náðu sambandi við Óðinn um kl. 6 um morguninn. — Skipið brotnaði mikiðstrax, kom stór rifa á það að neðan og allt fór á flot í vélarrúminu, — sennilega brotnaði þá sknífan líka. Framhald á 7. síðu. Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, þakkar danska sendihcrranum, Birger Kronmann fyrir bókargjöfina. (Ljósm. B.H.) GJÖF TIL BORGARBÓKA- SAFNS REYKJAVÍKUR Sendiherra Dana hér á landi, Birger Kronmann afhenti í gær Borgarbókasafni Beykjavíkur bókagjöf sem Eiríkur Ilrcinn Finnbogason veitti móttöku. Gat sendiherrann þess að bókasöfn á Akureyri, Neskaupstað, Vest- mannaeyjum, ísafirði og Siglu- firði ættu von á dönskum bóka- gjöfum innan tíðar. , Eiríkur Hreinn þakkaði gjöf- ! I Brezkir blaðamenn slógust á ísafirði Stundum haifa heyrzt raddir urrv það, að íslenzkir blaða- menn væru allágengir í frétta- öflun fyrir blöð sín. Nú hef- ur það hins vegar áþreifan- lega sannazt, að hvað harð- fylgi og ágengni í starfi snertir eru þeir hrein börn hjá brezkum blaðamönnum (og munu þeir þó ekki al- verstir). Við komu frú Edd- on til Keflavikurflugvallar i fyrrakvöld lá við pústrum og miklar hrindingar og stimp- ingar urðu milli fréttamanna umhverfis hana, er blaða- menn The SUN, er bauð frúnni hingað og greiddi hermi drjúgan skilding fýrir að sitja eitt að fréttum og myndum af ferðinni, reyndu allt hvað þeir gátu að varna fréttamönnum annarra brezkra blaða að ná tali eða mynd- um af henni. í gær kastaði þó fyrsttólf- unum við komu frúarinnar til Isafjarðar og kom til handa- lögmáls milli brezku sjón- varps- og blaðamannanna úti fyrir sjúkrahúsinu og varð sjúkrahúslæknirinn að kalla á lögregluna á vettvang til þess að skakka leikinn. Fer hér á eftir frásögn frétta- manns Þjóðviljans á isafirði, Jóns A. Bjarnasonar ljós- myndara, af þessum atburð- um. Jón kvaðst hafa farið út á flugvöll fyrir hádegi i gær, þefar flugvélin sem frú Edd- on kom með til Isafjarðar héðan úr Reykjavík lentiþar. Var það áætiunarvél frá Flugfélagi íslands. Á flugvell- inum var fyrir um 30 manna hópur brezkra sjónvarps- og blaðamanna, ljósmyndara og kvikmyndatökumanna. Þar reyndu fylgdarmenn frúarinn- ar frá The SUN eins og á Reykjavíkurflugvelli að koma í veg fyrir það með harð- fylgi, að nokkur næði talief konunni eða gæti tekið af henni mynd. Var þó hart að þeim sótt og brugðu þéirloks á það ráð að aka ekki með hana strax til sjúkrahússins, heldur skutu þeir henni inn á Mánakaffi og geymdu hana þar í háHftíma á meðan þeir ráðslöguðu um hvemig þeir ættu að komast með hanainn á sjúkrahúsið eini-r. Þegar The SUN-mennkomu til sjúkrahússins með frú Eddon voru starfsbræður þeirra þar fyrir og hugðust báðir hópamir ryðjast inn i húsið. Kom til slagsmála milli brezku fréttamannanna innbyrðis og einnig þjörm- uðu þeir að umboðsmanni brezkra togaraeigenda er þama var með í förinni. Sjúkrahúslæknirinn neitaði að hleypa blaðamönnunum inn og hringdi á lögregluna. Tókst honum'eftir mikið þóf að hleypa frú Eddon einni inn um dymar án þess að frétta- mennimir brezku kæmu í kjölfarið. Einum blaðamanni frá The SUN tókst þó að brjótast inn um bakdyrnar fram hjá yfirhjúkrunarkon- I ' unni og húsverðinum er þar voru tiíl vamar innrásbrezku blaðamannanna. Kqmust fleiri ekki inn að sinni, en brezku fréttamennimir munu hafa haldið áfrarn umsátri' um sjúkrahúsið fram eftir degi. Skv. síðari fréttum munu blaðamenn frá The SUN hafa ijósmyndað endurfundi beirra Eddons hjóna eins og þá lysti, en aðrir fóru bónleiðir til búðar. Mjög mikið álag hefur verið á þeirri einu vél, sem getur símsent myndirfrá Islandi — hafa sumir blaða- menn freistað þess að fá fllug- vél leigða til að flytja frétta- myndir til Skotlands. The SUN styður Verka mantjaflokkinn að nafninu til og er taprekstur á því. ina og sagði að Reykvíkingum þætti gott að fá þessar bækur en betri vaepi sá vinarhugur sem að baki lægi. Eiríkur Hreinn sagði ennfrem- ur að lagt hefði verið kapp á það undanfarin ár að útvega safninu úrval nýrra bóka frá hinum Norðurlöndunum. T.d. hefðu 700 bækur verið danskar af þeim 17.000 bókum sem keyptar voru til safnsins á sl. ári. Góð samvinna hefði tekizt við bókasafnamiðstöðina dönsku. Væri nú svo komið að Borgar- ibókhsafnið gæti fengið nýút- komnar danskar bækur jafn- fljótt og bókasöfn í Danmörku. Bækurnar sem danski sendi- herrann afhenti í gær voru þess- ar: Biblens verden eftir Michael Avi-Yonah og Emil G. Kraeling, Dansk prosa, þrjú bindi. tekin saman af Hans Lyngby Jepsen, Danske diktere i det 20. árhundr- ede. 3 bindi, tekin saman af Frederik Nielsen og Ole Restrup, Gamle viser i folkemunde í samantekt Karen Stougaard Hansen. Danmarks kulturgeo- grafi eftir Viggo Hansen, Land- borkvinden eftir Ole Höjrup, Bodil Ipsen eftir Bodil Ipsen, Jysk lune. E)ansk lune í saman- tekt Johannes Evald Tang og Niels Th. Mortensen, Kunstens historie, 'tvö bindi eftir Aage Marcus, Dansk billedkunst eftir Niels Th. Mortensen, Nordens historie eftir Poul Kirkegárd og Kjeld Winding, tvö bindi, Mod- emisme i dansk kunst, spesielt efter 1940 eftir NJens Jörgen Thorsen. Föstudagur 9. febrúar 1968 — 33, árgangur — 33. tölublað. Stjórnarfrumvarp í réttarfari: Bnfáld dómsmál íái hraíarí afgreiðslu □ í gær var lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp til laga um svonefnd áskorunarmál, til laga um viðauka viö lögin um meðferð einkamála í héraði frá árinu 1936. Er lagabreytingu þessari ætlað að stuðla að hraðari af- greiðslu nokkurra einfaldra dómsmála. Undir ákvæði frumvarpsins falla fjárkröfur samkvæmt víxl- um, tékkum, skuldabréfum og öðrum einhliða óskilyrtum skuldaviðurkenningum, svo og mál til heimtu peningaskulda sem stafa af lausafjárkaupum, enda háfi þá stefnandi staðið við skuldbindingar . af sinni hálfu. Mál sem falla mundu undir á- kvæði þessa lagafrumvarps eru t.d. yfirgnæfandi meirihluti þeirra mála, sem nú er stefnt fyrir bæjarþing Reykjavíkur, en fjórir fulltrúar yfirborgardóm- ara eru nú nær eingöngu bundn- ir við afgreiðslu þessara mála Framhald á 7. síðu. \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.