Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. febrúar 1968 — I>JÓÐVTUINN — SÍÐA J i kvikmyndii* „Marktniðið er að vekja fólk til umhugsunar; ekki aðeins þá sem. sjá kvikmynd- ina heldur einnig þá sembúa hana til. Hér er ekki um að ræða neinar ' fyrirfram fast- mótaðar skoðanir, því að það er ekki ætlunin að segja fólki hvað það eigi að hugsa. En auðvitað neitum við ekki að við höfum pölitískar skoðan- ir“. (Alain Resnais). Kvikmyndastjórarnir Ohris Marker, Alain Resnais, Agnes Varda, Jacques DemyogWill- iam Klein lqomu saman og ákváðu að hefjast handa. Þeir héldu vikulega fundi í rúma tvo mánuði og tóku fjölmarg- ir þátt í þessum umræðum og Ruy Guerra, Claude Lel- ouch, André Delvaux, Joris Xvens og Jean Luc Godard bættust í hópinn. Kvikmynd- in Loin du Vietnam er árang- ur þessa merka samstarfs. Chris Marker, sem átti hug- myndina, hefur fellt hið sundurleita efni saman í eina sterka heild. Þar skiptast á leiknir kafilar, fréttamyndir, viðtöl o.fl. ýmist í lit eða svart-hvítu. Myndin var tek- in á jtímabilinu apríl — júní 1967 í Norður- og Suður-Vi- etnam, í I3andaríkjunum, Kúbu, Bolivíu og París. Ekki er þess getiðí myndinni hvaða leikstjóri hafi gert hina ein- stöku hluta hennar. Þó eru það einkum tveir kaflar sem eru auðþekkjanlegir, en það eru kaflar Godards og Resna- is, sem báðir sýna Ijóslega máttleysi Evrópumanna hvað stríðið snertir. Við sjáum Humphrey varaforseta Banda- ríkjanna á ferð um Evrópu þar sem áLlsstaðar mæta hon- um mótmælaaðgerðir en þeg- ar heim' kemur lýsir hann því stoltur yfir að hann hafi séð nýja Vestur-Evrópu þar sem velmegunin eigi engan sinn líka. Nu sjáum við við'brögð Evrópumanna við „fyrsta stríðinu sem allir geta fylgzt með, sjónvarpsstríðinu“. Godard situr sjálfur fyrir framan myndavélina og lýsir skoðunum sínum; Hann hafði ákveðið að kvikmynda í N- Vietnam en fékk ekki vega- bréf þangað. í stað þess ætlar hann að minnast á Vietnam í öllum myndum sínum. „Það sem heimurinn þarfnast er miljónir Vietnama — einn í sérhverju okkar“, segir Godard. Eins og titi'llinn gefur t.il kynna er þetta ekki fyrst og fremst kvikmynd um stríðið sjálft. Veraleikinn í Vietnam er barátta ríkasta þjóðfélags heims við eitt hið fátækasta, barátta sem í byrjun myndar- innar er lýst með andstæðum, annarsvegar: dagleg sprengju- hleðsla bandarísku flugvéla- skipanna í Tonkinflóa, hins vegar myndir af íbúum Hanoi á hlaupum til ófullkominna fylgsna sinna. En það sem myndin snýst um er hversu óáþreifanlegt þetta stríð er. Evrópumönnum finnst að þeim komi þetta ekki við en finna þó að þeir eru filæktir í það. Og það eru þessar andstæður sem mvnd- in fjállar um. Andstæðumar verða átakamestar í banda- FJARRI VÍETNAM. Jean Luc Godard. kvekarinn, sem kveikir i benzínvættum fötum sínum fyrir framan þinghúsið i Washington. Stýrkur myndarinnar er sá að hún er ekki áróðursmynd. Sem sameiginilegt átak þess- ara listamanna er hún óvenju- lega föst í böndunum ánþess að manni finnist það um of. Það sem maður finnur í henni er athugun ástandsins í Vietnam með öllum þeim tilfinningum sem það orð er farið að fela í sér. En þessi athugun snertir okkur miklu nánar en beinn áróður, og með því móti neyðir hún okk- ur til að gera upp hug okk- rísku atriðunum (gérðum af William Klein). Mótmælaað- gerðir og mótmæli gegn mót- mælaaðgerðum, hið Mikla þjóðfélag er fjötrað í niður- rifsdeilur við sjálft sig. Ann- ars vegar gamlar stríðskemp- ur og sefasýkisöskur fjöldans: varpið sprengjum á Hanoi, hins vegar alda hvarflandi ó- ánægju hippia, svertingja, (Endursagt úr tímaritinu Sight and Sound). FJARRI VlETNAM. Mótmælaaðgerðir svertingja. HVAÐ HAFAST ÞEIRAÐ? Carl Dreyer Danski kvikmyndahöfundur- inn Carl Dreyer er nú 78 ára. Síðasta mynd hans Gertrud (1965) fékk æði misjafna dóma og þótt hún væri valin bezta danska myndin 1965 voru þeir margir sem töldu hana lélega og leiðinlega og ekki sæmandi slíkum snillingi sem Dreyer er. Helztu myndir hans: Þjáning- ar Jeanne d’Arc (1928), Blóð- sugan (1932), Dagur reiði (1943) log Orðið (1954) (allar sýndar í kvikmyndaklúbbi M.R. 1966) enx sígild snilldarverk. Síðustu 20 árin hefur Dreyer reynt að afla fjár til kvikmyndar um ævi Krists. Danska ríkisstjórn- in hefur fyrir skömmu veitt honum þrjár miljónir danskra króna í þessu skyni, og Drey- er undii’býr nú ferð sína til Israel til að hrinda þessu hug- leikna verkefni sínu í fram- kvæmd. Hann hefur þegar skrif- að handritið. Eitt stef hljómar í verkum Dreyers: þjáningin. Hún er ekki neikvæð í augum hans, húner þátttaka mannsins í þjáning- um Krists. „Ranglætið særir mig því ég trúi p. umburðar- lyndi. Mig langar að skapa kvikmynd um mikinn mann, sem hafði vald yfir öðrum mönnum og gerði kraftaverk" ------------------------- I Bræðurnir Karamazof I ★ Rússar eru mjög iðnir við að kvikmynda sígild bók- menntaverk sín — nú er unnið af kappi að Bræðrunum Kara- mazof. Ivan Piréf stjómar, en hann gat sér góðan orðstír fyr- ir mynd um aðra sögu Dosto- éfskís, Idjótinn. Dreyer vinnur nú að kvik- myndahandritum eftir leikrit- unum Brandi Ibsens og Dam- askus eftir Strindberg. Hann vonast einníg til að geta kvik- myndað leikrit O'Neills, Mourn- ing Becomes Eiectra (Eigi má sköpum renha) með Ingrid Bergman og dóttur hennar Piu Lindström í aðalhlutverkunum. Francois Truffaut La Mariée Etait en Noir (Svartklædd brúður) nefnist nýjasta mynd Truffauts. Hún er gerð eftir sögu William Ir- ish (réttu nafni Cornell Wool- rich). Raoul Cautard kvik- myndar, en hann hefur tekið flestar myndir Truffauts svo og margar myndir Godards. Jeanne Moreau fer með aðal- hlutverkið. En gefum Truffaut orðið: „Þetta er saga hefnda. Það verður slys, misskilningur, byssa sem átti ekki að vera hlaðin; kona sem verður ekkja á brúðkaupsdaginn sinn. Ifún heimsækir smám saman alla þá sem þekktu eiginmann hennar, til að komast að hvér myrfi hann. Myndin er alls ekki sálfræði- leg; hún er líkari þvi, að Tirez sur le Pianiste væri snúið upp á kvénhöndina. Allir mennirn- ir koma mismunandi fram gagnvart mjög sannri og al- gjörlega heiðvirðri konu. Við reynum að finna More- au nýtt viðfangsefni sem ekki á neitt sa-meiginlegt hlutverki hennar i Jules og Jim. Enginn hlátur, ekkert bros; í þetta sinn bað ég hana um algjörlega hlutlaust andlit. Þessi kvikmynd er ekki mynd af konu. Moreau er að vísu aðalpersónan, en í lok myndarinnar vitum við í raun- inni ekkert um hana. En menn- irnir sem hún hittir fá hver um sig stu-ndarfjórðung af myndinni til að trúa henni fyr- ir nánustu leyndarmálum sín- um. ÓHEPPNI LIÐÞJALFINN. — Jean Rcnoir (1962). Truffaut (1967). T- v. Jeanne Moreau í aðalhlutverkinu. SVARTKLÆDD BRtJÐUR. Reyndar er ég spenntur að vita hvort gagnrýnendur endur- taki ekki allt það sem þeir hafa sagt um fyrri myndir mínar; t.d. kvikmynd þar sem ekkert gerist; dauf kvik- mynd. Ég varð undrandi þegar þeir sögðu þetta líkaumFahr- enheit 451, því hún er full af atburðum." Jean Renoir Það voru sannarléga engin ellimörk á mynd Renoir, Le Caporal .Épingle (Óheppni lið- þjálfinn, 1962, sýnd í Hafnar- bíói og Filmíu). Myndin leiftr- aði öll af mannlegri hlýju og gamansemi þótt hún lýsti um leið hörmungum síðari heims- styrjaldar. Langur ferill Renoir nær yf- ir allt þróunartímabil franskra nútímakvikmynda; allt frá av- ant-garde-hreyfingunni um 1920 til nýju bylgjunnar og sjón- varpsins. Og enn fer Renoir á stað. Hann ætlar að gerakvik- mynd, sem hann nefnir La Clocharde. Hún fjallar um flækingskonu sem leikin er af Jeanne Moreau. „Moreau hefur þann dásamlega eiginleika að geta gefið skýrt frá sér tilfinn- ingar persónanna. Flækingur- inn trúir á frelsið; vill ekki bindast neinum. Ég veit ekki en hvort þetta verður kvik- mynd sem segir sögu“. Satyajit Ray Með þríleiknum um indverska drenginn Apu beindi Ray heimsathyglinni að indverskri kvikmyndagerð. Myndimar Pather Panchali (1955) Apartito (Ófeigur, 1956) og Apu Sansar (Heimur Apus, 1959) lýsa upp- vexti, menntunarbraut og þroskasögu drengsins. En um leið lýsir Ray kjörum og hög- um indversku þjóðarinnar lá mjög hstrænan en raunsæjan hátt. Á Það kom mönnum mjög á ó- vart þegar fréttist af nýjasta viðfangsefni Rays, en það er science-fiction kvikmynd, The Alien, þar sem Peter Sellers fer með aðalhlutverkið. Ókunnugt geimskip lendir i litlu Bengal-þorpi, og auðvit- að veldur það talsverðri rösk- un á hinu friðsæla þorpslífi. En þetta er ekki aðeins science- fiction segir Ray, heldur er lögð áherzla á að sýna mann- leg viðbrögð við þeim atburði er myndin lýsir. Þ.S. Samvinna ítalskra og tékkneskra leikstjóra ★ ítalir sýna aukinn áhuga á því að vinna með þeim tékknesku leikstjórum sem bezt orð hafa getið sér að undan- förnu — Forman (Ástir ljós- hærðu stúlkunnar), Kadar (Búðin við Aðalstræti) og fleiri. Carlo Ponti hefur gert mynd með Milos Forman, sem nefn- ist Brunaliðsmaðurinn. / »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.