Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 10
10 SIÐA'-ÞJÓÐVmrmiJ---Sunrw&agur 58. fiéteöaaj X96S. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY 13 mér til að yfirgefa Birkden, var sá sami og sagði eitthvað við hana. Ég veit ekki hvemig þetta gengur fyrir sig í eðlisfræðinni, Culworth, en í læknisfræðinni væru svona tilviljanir grunsam- lega margar. Að lokum skal ég segja yður hvað ég held, þótt ég hafi engar sannanir fyrir því. Þótt mér detti ekki í hug, að neitt alvarlegt hafi hent föður ykkar, þá er ég næstum viss um að Noreen Wilks er dáin. Alan lyfti hægri augnabrún og tók út úr sér pípuna til að virða hana fyrir sér — kennaralát- bragð. — Er það nú ekki full- langt gengið? — Það má vera. Það et hugs- anlegt, að hún hafi farið til læknis, sem hatfi látið hjá líða að setja sig í samband við mig. Það er líka hugsanlegt að sjúk- dómur hennar hafi ekki verið eins alvarlegur og ég hélt. Kannski eru Noreen og faðir ykkar einhvern staðar saman að skellihlæja að öllu saman — — Það kemur áreiðanlega ekki til greina, sagði Alan hvössum rómi. — Þér haldið ekki? Það geri ég ekki heldur. Og ég held að Noreen Wilks sé dáin. Nú ætla ég að spyrja nokkurra spurninga í Verksmiðjuklúbbnum. Ykkur er velkomið að koma með mér. Þið takið ef til vill eftir ein- hverju sem mér sést yfir. — Það er bezt við gerum það. Alan, sagði Maggie. — Ég er Smurt brauð Snittur VTO ÓÐINSTORG Sími 20-4-90. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. viss um að pabbi kom hingað til að spyrjast fyrir um Noreen Wilks. Og það er einmitt það sem Salt læknir er að gera. Og hvað getum við gert annað? — Ég veit það ekki. Alan var vansæll á svipinn. — En við höfum ekkert með þennan Verk- srmðjuklúbb að gera. Gerumvið okkur ekki að fíflum — Salt læknir þaut upp úr stóln- um. — Við skulum þá gera okk- ur að fíflum. Mér1 hefur staðið á sama um slíkt í mörg ár. Ætlið þið að koma eða ekki? — Ég kem, sagði Maggie. — Ég er með bílinn minn. Ég skal elta ykkur. Alan var ekki beinlínis ólundarlegur, en hann var bersýnilega vantrúað- ur enn. — Vitið þér hvar hann er? , — Ég hef aldrei komið þang- að, en ég veit nokkum vegmn hvar hann er, sagði Salt lækn- ir- — Og ég skal aka hægt. Þegar þau voru setzt upp í bilinn og voru að aka af stað, sagði Maggie við hann: — Ég veit að þér er lítið um að tala þegar þú situr við stýrið, en þér er kannski sama þótt þú hlustir. Mig langar til að út- skýra þeetta með Alan. Hann er í rauninni ekki andsnúinn þér. Sannleikurinn er sá, að hann er nýkominn heim úr háskólanum, úr fyrirlestrasalnum og rann- sóknastofunni og svo detturhann allt í einu ofaní aillt þetta — og hann er í rauninni ekki bú- inn að átta sig enn. Hann er enn í þessum sérstaka heimi sín- um, "þar sem ekki er gert ráð fyrir því að neitt annarlegt komi fyrir. — Nema vetnissprengjan, taut- aði Salt læknir. — Ég veit. Ég hef stundum stælt um það við Alan og vini hans. Þeir eru svp undarlega saklausir að sumu leyti. Éf til vill vegna þess að þeir hafa alltaf verið í skólunum, aldrei innanum fólk sem hugsar ekki um annað en peninga. Mérfinnst ég oft verai mörgum árum eldri en hann. áalt læknir umlaði eitthvað. Hann virtist ekki hafa mikinn áhuga á ‘aldri Culworthsystkin- anna. — En Alan er fjórum árum eldri. Nú umlaði hann ekki einu sinni. Hafði engan áhuga. — Og ég get svo sem ekki láð honum það, hélt hún áfram, staðráðin í að’ fá hann til að sýna einhvem áhuga.. — Sjáðu til, Salt læknir, þú gerir hlutina dálítfð dramatíska. I hvert skipti sem þú segir Noreen Wilks, þá lætur það í eyrum eins og þú haldir að hún hafi verið myrt. — Er það satt? Það þykir mér leitt. — Ó, — ég veit að það er ekki viljandi gert. Af hverju ætti einhver — ? — Ég er að aka, sagði hann hranalega. Hún var fokreið út í hann og henni fannst hún verða að gera eitthvað, svo að hún leit við til að aðgæta, hvort Alan kæmi á eftir þeim. Það gerði hann. Sfðan starðl bán fram fyu.lr stg á götumar í Biricden sem voru að byrja að myrkvaist, og það var eins og hún ætlaðist til að þær litu allt öðru vísi út. En það var ekki minnsti óhugnaðar- eða leyndardómssvipur á þeim. Birkden leit út eins og fyrir nokkrum klukkutimum, þegar hún hafði komið þangað með strætisvagninum — það voru ekki nema nokkrar stundir síð- an, þótt henni fyndist nú ein9 og hún hefði dvalizt dögum sam- an með Salt lækni. 2 Þau óku nú framhjá stórum sam- býlishúsum og stórum bygging- um á eigin lóðum, millistigið milli borgar og sveitar. Innan skamms óku þau meðfram risai- vaxinni verksmi’ðjubyggingu Sameinuðu verksmiðjanna —það rif jaðist upp fyrir henni að fyrir- tækið hafði fært sig út úr borg- inni fyrir nokkrum árum, og við mikilúðlegan innganginn. stöðvaði Salt læknír bílinn og snurði varðmainninn um leiðina að klúbbnum. Samkvæmt vis- bendingu hans óku þau eftir vegi, sem hefði getað verið sveitarstígur, síðan beygðu þau inn á hliðarstíg og lögðu bílun- um á Ppnu svæði, þar sem, fá- einir bílar stóðu fyrir, skammt frá uoplýstum inngangi. — Hvað nú? sagði Alan önug- lega, hesfir hann kom til þeirra. — Við förum inn, saRði Salt læknir- — Ég get haft orð fyrir okkur. — Hér virðist heldur fámennt, sagði Maggie. — Það er ekki orðið svo álið- ið, sagði Salt læknir. — Og svo getur þetta verið eitt af rólegu kvöldunum. Og það er bara betra. Hann gekk á undan beim inn. Það var enginn dyravörður inn- an við innganginn — Maggie hafði átt von á því, vegna þess að hún hafði komið í margs konar klúbba með Hugh — en þama var staður fyrir vörð, svo að hann vair ef til vill ekki kominn á vakt. Salt læknir hik- aði ekki vitund, heldur hélt áfram og opnaði dyr sem vissu að daufum ljósum og mildri tón- list. Það var vínbar, skemmti- lega upplýstur og skreyttur á nútímalegan hátt og húsgögnin með skandinaivísku sniði. Þaðvar nóg rými fyrir framan boga- myndað barborðið, þar sem hvít- klæddur barþjónninn og flösk- urnar hans voru í skærri birtu, en meðfram veggjunum voru lág borð og lágir stólar og sófar með einhverju fyrirmyndar á- klæði úr Sameinuðu verksmiðj- unum. Engir sátu við borðin, en þrennt stóð við barinn, tveir uppdubbaðir ungir menn ogjafn- vel enn uppdubbaðri stúlka. Tón- listin, mildar klarinettur og fiðlur, sem hafði verið tekin upp einhvers staðar í New York eða Los Angeles, hélt áfram án af- láts og gaf til kynna að lífið og - ástin væru ósköp indæl, en reyndar væri ekkert sem skipti miklu máli. Maggie heyrði ekki betur en Salt læknir væri eitt- hvað að þusa um þetta. Nú gátu þau heyrt samtalið við barinn. Annar ungu mann- anna var að segja að einhver sýndi ranga mynd- — Þú og þessar myndir þínair, sagði stúlkan þreytulega. — Ger- ir það nokkuð til? — Vertu ekki að þesisu, ljúf- an. Rétt eins og þú vitir ekki hvað á spýtunni hangir! — Veit ég það? Síðan hvenær? — Síðan þú varst svo sem fimmtán, myndi ég segja. — Qg þér myndí skjáflast, Alec. Þetta var hlnn maðurinn. — En hvar í fjandanum er Kata? — Ég var búin að vara þig við, sagði stúlkan. — I hvert skipti sem hún fer að dedúa við andlitið á sér, þá fer hún að hugsa um eitthvað annað. — Vitum við hvað það er? — Nei, reyndar ekki, sagði stúlkan. — Vegna þess að ég veit það ekki heldur. — Jæja, við skulum þá kbma inn, sagði Alec. — George, ef ungfrú Tiller spyr eftir mér, þá segðu henni að við séum farin inn. Ég er búinn að skrífai hana ir.n. Þau þokuðu sér í áttina að dyrunum til vinstri við barinn- — Þeir eru afskaplega strangir i sambandi við það héma. — Og ekki að ástæðulausu, ssigði hinn ungi maðurinn. — Guð má vita hvaða dót færi að streyma híngað. Maggie vissi vel, að þessu var ekki beint að henni og félögum hennar tveimur. Ungi maðurinn hafði alls ekk' tekið eftir þeim. En bessi athugasemd hafði ekki notaleg áhrif á hsma. f þessu umhverfi, klædd vinnufötunum og eftir að hafa horft á ungu stúlkuna, fannst henni hún vera litilmótsleg, kauðaleg, rytjuleg. Og begar Salt læknir gekk með hægð að barborðinu, settist hún á næsta stól og benti Alan að setjast líka. En hsmn vildi endi- leRa balla sér unn að vegRnum rétt fvrir innan dvrnar og horfa á ekki neitt og hún vissi að honum fannst hann eins og al- ger auli. Það var einfaldlega veena bess að hann vissi að hann hafðí enmn rétt til að vera bama og það var hægt að reka hann út á hverri st.undu. En hann hafði enga tilfinningu fyrir því á bessum puntulega stað að andlit;ð á sér væri óvið- eigandi og hárið, fötin hans og skórnir ómöffuleg. að hann vær? kauðalegur ómerkilegur; þetta hafði umhverfið sagt henni án afláts frá því að hún kom inn. Nú horfði hún á Salt lækni, sem hallað; sér upp að bar- borð’nu og hafði veriðað kveikja í pípu sinni- Það gat verið — já, hsmn var reyndar furðulegur maður, en hann hafði einn kost — honum virtist standa alveg á sama. — Ég heiti Salt, sagði hann við barþjóninn. — Salt læknir. — Jahá- Barþjónninri var frem- ur ungur og með burstaklippt hár; sindlitið á honum sýndist breiðara um kjálkana en yfir enjiið. Maggie hafði feng'ð and- úð á honum við fyrstu sýn. — Eruð þér Tony? spurði Salt læknir. — Nei. Tony vinnur hér ekki lengur. — Æ — hvaða vandræði. — Það eru ékki allir sam- mála þvf. Ég kom f staðinn. — Ég skil. Salt læknir sýndist viðutam og hálf aulalegur. — Annars þekki ég Tony ekki neitt, Kunningi minn minntist á hann við mig. — Jæja? En þér eruð víst ekki meðlimur, eða hvað? — Ha, — nei, engan veginn. Salt rak upp smáhlátur sem Maggie hafði aldrei heyrt fyrr og lagði ekki mikinn trúnað á. — Annars veit ég ekki af hverju ég segi engan veginn, þvf að annað hvort er maður líklega meðlimur eða maður er það ekki — það er yíst ekki hægt að vera sumpart meðlimur. Nei, ég er það ekki. — Ég skildi yður í fyrstu at- rennu. Jæja, en ég get ekki Umboðssala Tökum í umboðssölu notaðan kven- og herrafatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Gréttisgötu 45. ROBINSOIV'S ORAXGE SQlanda 7 siimuiii með vatni má bUASH SKOTTA Nei, hvernig geturðu látið þér detta í hug að ég sé tilbúin? Þú kemur tveimur mínútum of fljótt! LTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45. Otsala — Kjarakaup Úlpur ■— Kuldajákkar — Peysur — Buxur Hvítar fermingarskyrtur — Skyrtupeysur og margt fleira. O. L. Laugavegi 71 Sími 20171. Gerið við bíla ykkar sjáK Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, simi 13100. Hemlaviðqerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. % I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.