Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1968, Blaðsíða 1
* Þurfa að umréikna tollreikn- ingana vegna nýju laganna Talsvert annríki er hjá toll- afgreiðslunum þessa dagana vegna tollaellækkananna og þarf að umreikna þó nokkuð af toll- reikningum ádur en vörurnar verða ' afgreiddar samkvæmt nýju lögunum. F/rir lá í gær bæði á skrif- stofu tollstjóra og á Tollpóst- stofunni þó nokkurt magn fylgi- bréfa með vörum sem nú lækkar tollur á, og sem búið var að reikna út eftir eldri reglunum, Framh. á 12. síðu. % Barnaskemmtun í Austurbæjarbíói i dag KI. hálftvö í dag verður haldin barnaskemmtun í Austurbæjarbíói, þar sem kemur fram fjöldi skemmtikrafta, m.a. Kátir krakkar, sem sjást hér á myndinni, en þetta eru frændsystkini sem æfðu saman söng og leiki í sumardvöl í Steinamóðabæ, Eyjafjöllum, undir stjórn Sigríðar Sigurðardótt- ur. SI. sumar ferðuðust Kátir krakkar um landið og skemmtu víða við góðar undirtektir. uni sagt upp Átta mönnum á skrifstofu Eimskipafélags íslands hefur verið sagt upp störfum hjá fyr- irtækinu, en þessir starfsmenn hafa þriggja mánaða uppsagn- arfrest. Þá hefur verið skýrt frá því hér í blaðinu, að 42 fastráðn- um verkamönnum hefur enn- fremur verið sagt upp störfum. Þannig hefur Eimskip sagt upp 50 mönnum á öllum starfsaldri hjá fyrirtækinu. tölublaö. 41. Sunnudagur 18. febrúar 1968 — 33. árgangur Bandarískir vélfræðingar rannsaka slysið á Reykjavíkurflugvelli í síðastliðinni viku Þrír bandarískir sérfræðingar komu hingað í fyrramorgun til að ranusaka flugslysið sem varð í Nauthólsvik $1. þriðjudags- kvöld, er Skymastervél banda- rísku flugmálastjórnarinnar rann út af brautinni við lendingu. Sérfræðingarnir eru sendir hingað á vegum bandarísku flug- málastjórnarinnar (Federal Avi- ation Agency) og eiga að rann- saka slysið, afla allra upplýs- inga í sambandi við það og á- kveða síðan hvað gert verður við flugvélina. í gær ræddu þeir við Sigurð Jónsson yfirmann Loftferðaeftirlitsins og fleiri. Eins og áður hefur komið fram í fréttum er vélin talin gjörsam- lega ónýt, en dýrmætum tækjum tókst að bjarga úr henni. Hafa aukasýningu á Myndum Vegna mikillar aðsóknar og mjög góðra undirtekta hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu á „Myndum“, sem Litla leikfélagið frumsýndi fyrir skömmu, en fyrirhugað var að hafa aðeins þrjár sýningar. — Sýningin er í tveimur þáttum, „Gömul mynd á kirkju- vegg“, eftir Ingmar Bergman og „Nýjar myndir“ eftir kunna höfunda og ókunna, en sá hluti sýningarinnar hefur að mestu orðið til á sviðinu. Samanstendur hann af söngvum, látbragðsleik, fréttatilkynningum o. fl., en leikstjóri á báðum þáttunum er Sveinn Einarsson. Leikendur hafa sjálfir séð um ljós, tónlist, búninga o.fl. Aukasýningin verður n.k. þriðjudagskvöld kl. 8,30 í Tjarnarbæ. Á myndinni hér að ofan sjást Edda Þórarinsdóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson í þættinum „Gömul mynd á kirkjuvegg“. Báru sigur úr být- um með verkfalli □ í fyrradag lauk starfs- mannaverkfalli hjá Stálvík h.f. í Arnamesi og fékk starfsfólkið nú loks greitt tæpa miljón króna í kaup- greiðslur á föstudaginn og lauik þessu verkfalli þannig með fullum sigri starfsfólks- ins. □ Starfsmannaverkfalliö haföi staðið yfir hátt á aðra viku og fékk Stállvík loks lán í atvinnu- leysistryggingarsjóði til þess að greiða vinnulaunaskuldir til starfsfólksins. Nam það tæplega miljón króna og höfðu þessar vinnulaunaskuldir safnazt fyrir í S'öttum síðan um miðjan des- ember. □ Þar var um að ræða 30 til 40 manns og 'fengu allir greitt hjá fyrirtækinu: skrifstofufólk, starfsfólk í mötuneyti og svo starfsmenn í smiðjunum. □ Þá mun Stálvík h. f. hafa fengið loforð um fyrirgreiðslu á verkefnum. Pagsbrún heldur félagsfund í dqg TUGIR FÉLAGA HAFA SAM- ÞYKKT VERKFALLSHEIMILD ■ í dag heldur Verkamannafélagið Dagsbrún al- mennan félagsfund 1 Tjarnarbæ og hefst fundur- inn kl. 2. Fundarefni er kjara- og atvinnumál. ■ Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur almenn- an félagsfund í Tjarnarbúð og hefst fundurinn kl. 2. Fundarefnið er ályktanir framhaldsþings -A.S.Í. og verkfallsheimild. ranahrepps, Drangsnesi, Verka- lýðs- og sjómannafélagið Bjarma á Stokkseyri, Félag byggingar- iðnaðarmanna, Selfossi, Járniðn- aðarmannafélag Ámessýslu, Sel- fossi, Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki, Verkalýðsfélagið í Hveragerði, Verkalýðsfélag Aust- ur-Húnvetninga, Blönduósi, og þannig mætti telja. Dr* Oddur afhendir skilríkin Núna um helgina er jafnframt vitað um íundi í trúnaðarmanna- ráði margra verkalýðsfélaga hér í borginni og úti á landi, þar sem gengið er frá umboðum til handa átján manna nefnd A.S.Í. í samningagerð við atvinnurek- endur um verðtryggingu kaups- ins eftir 1. marz. Þar má nefna Félag járniðn- aðarmanna, Verkakvennafélagið Framsókn og fleiri félög. Þá eru þessi félög líka að ganga frá Rithöfundafélag íslands mótmælir dómum í Sovét Á fundi í Rithöfundafélagi ís- lands 28. janúar var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur i Ritliöfundafélagi ís- lands 28. janúar 1968 fordæmir skerðingu ritfrelsis og málfrels- is í Sovétríkjunum, sem nýlegir dómar yfir ungum rithöfundum þar vitna um, og vonar að stjórn- arvöld Sovétríkjanna endurskoði afstöðu sína“. verkfallsheimildum til þess að tygja átján manna nefndina hinu .eina raunhæfa vopni alþýðunn- ar hér á landi — allsherj arverk- fall til þess að knýja hina sjálf- sögðu kröfu um verðtryggt kaup fram. Tíminn er líka orðinn naumur til stefnu, þar sem tilkynna þarf með viku fresti verkfall 1. marz. Reynir nú á samstöðu verkalýðs- félaganna. , Síðustu daga hefur skeytum rignt yfir skrifstofu A.S.Í., þar sem verkalýðsfélög úti á landi veita átján manna nefndinni um- boð og jafnframt verkfallsiheim- ild og má þar nefna félög eins og Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi, Verkalýðsfélagið Einingu á Ak- ureyri, Verkamannafélagið Bár- una á Eyrarbakka, Bílstjórafélag Akureyrar, Verkalýðsfélag Kald- Dr. Oddur Guðjónsson hefur nýlega afhent skilríki sín sem ambassador íslands í Sovétríkjunum og er myndin tekin af hon- um (til hægri) og formanni Æðsta ráðs Sovétríkjanna T. Kulatov, við það tækifæri. (Ljósm. Tass). Þorskur og ýsa hækka 20% □ Enn ein verð'hækkunin I kvæmda í gær, en þá hækk- á brýnustu lífsnauðsynjavör- aði verðið á nýjum fiski um um almennings kom til fram-120%. Aðeins tvær fisktegund- ir eru háðar verðlagsákvæð- um, þorskur og ýsa, en að sjálfsögðu hækka aðrar teg- undir einnig til jafnaðar. □ Hækkanirngr eru sem hér segir: □ Nýr þorskur með haus hækkar úr 10 í 12 krónur kílóið, hausaður þorskur úr 12,50 í 15 krónur kílóið og kílóið af þorskflökum úr 24 krónum í kr. 28,50. □ Ný ýsa með haus kostar nú kr. 14,40 kílóið, var áður á kr. 12, hausuð ýsá hækkar úr 15 krónum í 18 pr. kg. og ýusflök hækka um 5,50 kíló- ið, úr kr. 28 í kr. 33,50. Skrifstofumönn- <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.