Þjóðviljinn - 18.02.1968, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.02.1968, Síða 5
1 I Sunnudagur 18. febrúar 1968 — ÞJÖÐVTLJINN SlÐA Afstaða íslands til EFTIR ÖRN ERLENDSSON, hagfræðing Annar hluti. Hverjir eru nú helztu þættir EFTA-sáttmálans? Kjami sáttmálans er að af- nema stig af stigi tolla og verzl- * imarhöft á þeim iðnaðarvarn- ingi, sem er framleiddur og seldur á EFTA-svæðinu. En innihald sáttmálans er þó mun víðtækara. Hér skulu nefnd helztu atriði. sem.mundu varða fsland. 3. grein sáttmál-ans kveður á um lækkun og síðar afnám tolla og annarra álaga sömu á- hrifa á innlendar vörur, sem falla undir 'skilyrði 4. greinar. að undanskildum þeim tollum og álögum. sem getið er í 6. grein. Sömuleiðis eru undan- skildar allar landbúnaðarvör- ur og einnig sjávarafurðir, sem getið er í viðauka E. f 3. grein sáttmálans var upphaflega kveðið svo á um, að afnám tolla skyldi vera lokið fyrir 1. jan 1970. Á . EFTA-ráðstefnu, sem haldin var í Lissabon í maí 1963 var ákveðið að hraða því, og skyldi því lókið í árs- lok. 1966 Cþó með ákveðnum undanþágum fyrir Noreg og Portúgal og Finnland sem aukaaðila). Niðurfellingu þess- ara tolla lauk þvi fyrir rúmu ári. í fjórðu grein sáttmálans er fjallað um hinar svökölluðu upprunareglur. sem kveður á um hvenær . vara getur talizt vera upprunnin á EFTA-svæð- inu. Tollalækkunin nær einung- , is til þeirra vörutegunda, s.em flokkast undir þessa uppruna- reglu. f 6. grein sáttmálans eru all- ir fjáröflunartollar, sem ekki virka um leið sem vemdartoll- ar fyrir samskonar innlendar vörur eða innlendar vörur, sem geta komið í staðinn fyrir slíkar vörur undanþegnar á- kvæðum 3. greinar sáttmálans. Með fjáröflunartollum má ekki ívilna innlendum vörum, held- ur verður að setja þær á sama bekk og þær innfluttu. Þess er krafizt, að sérhver „vemdandi" þáttur sé felldur úr fjáröflunar- tollunum. Naestu lagagreinar sáttmálans banna allar aðrar viðskipta- hömlur. 8. grein kveður á um útflutningstolla. Þar segir: „Aðildarlöndin mega hvorki innleiða né hækka útflutnings- tolla og frá 1. janúar 1962 að telja má ekki beita neinum slíkum tollum“. 10. grem segir að allar inn- ’ flutningshömlur á EFTA-svæð- inu skuli vera felldar úr gildi fyrir lok ársins 1966. 11. grein krefst niðurfelling- ar á öllum útflutningshömlum ekki seinna en 31. des. 1961. 13. grein bannar niðurgreiðslu á útfluttum varningi og sér- hverja opinbera aðstoð, sem skerðir hagræði EFTA-verzlun- arinnar. í 16. grein, segir að skilyrði fyrir leyfi til atvinnurekstrar fyrir ríkisborgara annarra EFTA-landa megi ekki vera þess eðlis. að þau skapi þeim verri aðstöðu til atvinfturekstr- ar en innlendum atvinnurek- endum. enda hverfi þá þeir kostir, sem vænzt er með af- námi tolla og verzlunarhafta á milli aðildarríkjanna. Þó er gerður sá fyrirvari, að aðildar- ríkin geti varið eignarrétt. sinn á náttúruauðæfum. Við skulum nú reyna að ' glöggva okkur á því hvaða á- hrif þessar reglur (ég tíndi úr einungis þær mikilvægustu) kynnu að hafa á viðskipti fs- lendinga og þjóðarbúið í heild. Ég ætla að byrja á þeirri hlið. -sem snýr að innflutningnum. (Þær tölur og dæmi, sem hér á eftir verða nefnd, eru að nokkru leyti fengin úr erindi. sem Þórhallur Ásgeirsson hélt um sama efni á ráðstefnu Varðbergs 17. marz 1966. Þvi miður hefur höfundur þessara lína ekki aðgang að nýrri töl- um þar sem þetta er ritnð. Þessar tölur hafa þó lítið breytzt og túlka því það dæmi. sem þeim er ætlað.) Eins og ég gat áðan, er af- nám dnnflutningstolla og hvers- konar hafta aðal inntak EFTA- sáttmálans. 6. grein undanskil- ur þó fjáröflunartolla, og því væru það einungis vemdartoll- ar, sem afnema þyrfti, þ.e.a.s. tollar af vörum, sem sömuleið- KOMMÓÐUR — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar FRÍMERKI- FRÍMERKI innlend og erlend i úrvali Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. is eru framleiddar í innflutn- ingslandinu. Ef við þyrftum einungis að taka tillit til þess- ara vara væri málið einfalt. þvi innflutningur á vörum, sem keppa við íslenzka framleiðslu námu árið 1964 einungis 991 milj. kr, af heildarinnflutningi landsins, sem nam 5.636 milj. kr. það ár. Af þessum 991 milj. kr. féllu 477 milj. á EFTA- svæðið með innflutningstollum að upphæð 203 milj. En svo einfalt er málið ekki. í fyrsta lagi eru íslenzkir innflutnings- tollar svo háir, að einhliða nið- urfelling þessara tolla gagnvart EFTA-svæðinu mundi þýða al- gjöra innflutningsstöðvun frá öðrum viðskiptasvæðum. Því væri jafnframt nauðsynlegt að lækka tolla á iðnaðarvörum frá öðrum viðskiptaaðilum. í öðru lagi er ekki hægt að afnema 'tolla á iðnaðarvörum, án þess að afnema eða lækka um leið tolla á því hráefni, sem innlend- ur iðnaður þarfnast og jafn- framt tolla á þeim innfluttu vélum og tækjum. sem þjóna íslenzkum iðnaði, sem þýddi býsna umfangsmikla tollalækk- un. Heildarinnflutningur árið 1964 á hráefni. iðnaðjirvörum og vélum nam samtals 2.139 milj. kr. Innflutningstollar af þessum vörum námu 826 milj. kr. af heildartollatekjum ís- lenzka ríkisins það ár að upp- hæð 1.484 milj. kr. Það er því augljóst, að niðurfelling tolla og samsvarandi tekjprýrnun ríkissjóðs er miklum mun yf- irgripsmeiri og hærri en sem þeim tollum næmi, sem falla niður frá EFTA-svæðinu. Áður en lengra ér haldið vildi ég þó benda á, að hin efnahagslega veikari ríki EFTA. eins og t.d. Portúgal og Finn- land hafa fengið ákveðnar und- anþágur frá EFTA-ákvæð- unum. T.d. þarf Portúgal að hafa lækkað tolla sína einung- is um 50% fyrir 1970. Sömu- leiðis hefur verið tekið tillit til ýmissa erfiðleika Finnlands. sérstaklega hvað varðar iðnáð þess og viðskipti við Sovétrík- in. Það mætti því gera ráð fyrir að ‘sérstaða íslands yrði að einhverju leyti viðurkennd og við nytum við inngöngu í EFTA einhverra sérákvæða að minnsta kosti um stundarsakir, þó erfitt sé að segja hverjar þær yrðu og hve langt þær næðu. En að sjálfsögðu mundu slík sérákvæði krefjast ein- hverra tilslakana af okkar hálfu. Þau helztu vandamál, sem innflutningur landsins hefði í för með sér við EFTA þátttöku væri eftirfarandi: a. Erfið samkeppnisaðstaða íslenzka iðnaðarins við afnám vemdartolla. b. Verzlunin við vöruskipta- löndin yrði mjög torveld. c. Hindruð* yrði nauðsynleg opinber stjóm innflutnings. Aukin vandamál viðskipta- jafnaðarins. d. Áhrif tollalækkana á rík- issjóð. Athugum þetta nánar. a. Síðustu árin hefur íslenzk- ur léttaiðnaður þróazt ört. Með- an á uppbyggingu þessa íðnað- ar stóð, og hún stendur enn yfir, var framleiðslan varin gegn erlendri samkeppnj með verndartollum. Svipuð hafa verið viðbrögð allra þjóða undir sömu kringumstæðum. Um það bil 20% hins starfandi hluta þjóðarinnar vinna við þennan iðnað. Eins og áður er getið yrði að lækka eða fella niður alla tolla á hráefni og iðnaðar- vörum. Það er mjög ólíklegt, að islenzkur iðnaður, sem i flestum tilfellum líður undan ónógu fjármagni, verði sam- keppnisfær við auðhringa Bret- lands eða Skandinavíu. Og mér sýnist það sömuleiðis mikil bjartsýni, sem fram hefur kom- ið hjá talsmönnum EFTA, að með afnámi tolla á hráefntum og þar af leiðandi lækkun framleiðslukostnaðar geti ís- lenzkur iðnaður náð fótfestu á evrópskum .markaði án, opin- berrar aðstoðar, en slík aðstoð væri brot á 13. grein EFTA- sáttmálans. Samkvæmt 16. grein sáttmálans værþ erlendum auðhringum opnaðar allar dyr til atvinnurekstrar á íslandi. Það yrði að breyta til muna rekstrarskilyrðum íslenzks iðn- aðar ef við ætlum að gera okk- ur vonir um jafna samkeppnis- aðstöðu hans við útibú og dótturfyrirtæki áðurnefndra auðhringa. sem bæði hafa póli- tíska, efnahagslega og tæknilega yfirburði. Hversu mikil hætta okkar litlu þjóð og sjálfstæði landsins stæði af erlendum at- vinnurekstri í landinu færi ,ef- laust mikið eftir þeim öflum. sem landinu stjórnuðu. b. Eins og kunnugt er, hefur Island á grundvelli vöruskipta- verzlunar mjög mikilvæga markaði í A-Evrópu, sérstak- lega í Sovétríkjunum. Þessi viðskipti námu -árið'-1966 12%; af heildarverzlun þjóðarinnar.^ Sérstaklega mikilvægar vöru- , tegundip, .sem ,við, gefum ,selt; á þessu svæði er hraðfryst síld, sem ekki hefur fundizt nægileg- ur markaður fyrir í V-Evrópu, niðursuðuvörur. saltsíld og ull- arvörur. Þrátt fyrir það að verzlunin við vöruskiptalöndin hefur dregizt saman síðustu árin, er ekki nokkur vafi á því, að þar eru góðir og öruggir markaðs- möguleikar fyrir hendi, ef ís- lenzka ríkisstjórnin hefur ekki neikvæða afstöðu til ,þessara landa. Fyrir markaðsmöguleik- um á hinu sósíalíska efnahags- svæði liggja eftirfarandi rök: • 1. Vaxandi kaupgeta þessara landa. 2. Vegna meginlandslegu verða alltaf takmarkaðar fisk- veiðar stundaðar frá þessu svæði. þrátt fyrir sterka út- J>enslu fiskveiða Sovétríkjanna, A-Þýzkalands og Póllands. 3. Möguleikar á að gera verzlunarsamninga til lengri tíma, sem verja viðskiptin gegn verðsveiftum og kreppum heimsmarkaðarins. En hvernig samrýmast þessi viðskipti EFTA-aðild? Samkvætnt 10. grein skulu hverskonar inn- flutningshömlur afnumdar. En vegna vöruskiptanna er vöru- listi og leyfiskvóti, fyrir þær vörur, sem um er samið í verzlunarsamningum við vöru- skiptalöndin hverju sinni, nauðsynlegur. Á þessum vörulistum hafa undanfarin ár verið vörur, sem jafnframt hafa verið boðnar af löndum. EFTA-.svæðisins Því yrðu tollalækkanirnar á EFTA-svæðinu afgerandi fyrir þessi viðskipti, þvi að um helm- ingur af þeim vörum, sem keyptar hafa verið frá A-Evr- ópu falla undir 3. grein sáttmál- ans, og mundu þar með lög- málsbundið færast yfir á EFTA- svæðið, nema tollar gagnvart A- Evrópulöndunum yrðu lækkaðir svo, að þeim yrði hlnn ís- lenzki markaður aðgengilegri. Ekki er óhugsandi, að ísland gæti samið um ákveðnar und- anþágur, til að tryggja áfram- haldandi viðskipti við vöru- skiptalöndin, en allar slíkar imdanþágur gera samningsað- stöðu okkar erfiðari og krefj- ast tilslakana af okkar hálfu gagnvart þeim kröfum, sem viðsemjendur okkar vilja koma fram. c. í jafn litlu landi ' og ís- landi er opinber íhlutun og stjórn utanríkisverzlunarinnar. ekki sízt innflutningsins óhjá- kvæmileg, m.a. til að: 1. koma i veg fyrir óhóflega og óskynsamlega gjaldeyris- eyðslu. ■ 2. örva útflutnirtginn og draga úr innflutningi frá þeim .verzl- unarsvæðum, þar sem við eig- um við óhagstæðan greiðslu- jöfnuð að glíma. En hér hnjótum við aftur um 10. greip sáttmálans. Þetta kemur hvað skýrast fram ef við lítum á greiðslujöfnuð okk- ar við EFTA-svæðið (að Bret- landi undanskildu) þar sem um þrálátan greiðsluhalla hef- ur verið að ræða síðastliðin ár. Það gefur auga leið, að ekki mundi draga úr innflutningn- um frá EFTA-svæðinu við af- nám tolla, enda væri það ekki tilgangurinn, en mjög óvist, að útflutningurinn til þessara landa mundi aukast, sem ein- hverju næmj (nánar um það síðar). Hinn vaxandi innflutn- ingur frá EFTA-löndunum mundi óhjákvæmilega leiða til stöðugra greiðsluvandræða við þessi lönd, nema veittar yrðu sérstákar undanþágur til ráð- stafana. sem drægju úr þessum innflutningi. Að vísu er 19. grein hugsuð sem varnagli í svipuðu tilfelli, en þar er kveð- ið á um undanþágur til við- skiptahafta, *f eitthvert aðild- arríkjanna lendir í greiðslu- vandræðum við útlönd. En þessar undanþágur eru einung- is miðaðar við 18 mánaða tímabil og eru ekki líklegar til að ráða varanlega bót á ofan- greindum erfiðleikum. Það eina, sem hér kemur til greina, væri aukning útflutningsins til EFTA-svæðisms. sem næmi hinni sjálfvirku aukningu inn- flutningsins. Nú kann einhver að segja sem svo, að hægt væri að greiða hallann með þeim greiðslumismuni. sem við hefð- um til góða gagnvart öðrum viðskiptasvæðum. En hér er rétt að hafa það viðskiptalög- mál í huga, að ekkert land hef- ur til lengdar áhuga á einhliða innflutningi frá einu landi; á móti þurfa að koma innkaup fyrir svipaða upphæð ef við- skipti eiga að haldast. d. Þegar innflutningur lands- ins er skoðaður með hliðsjón af áhrifum EFTA-sáttmálans ekki hægt að ganga framhiá þeirrí tekjuskerðingu ríkisins, sem tollalækkunin hefur ó- hjákvæmilega í för með sér. Eins og áður var getið námu tekjur ríkissjóðs 1964 af inn- flutningstollum 1.484,0 milj. kr. eða >50% heildartekna ríkis- sjóðs. Það er erfitt að segja fyrir um það. hversu mikil tekjuskerðing ríkissjóðs yrði við niðurfellingu þessara tolla. Það er þó hægt að gera ráð fyrir, að tollar af hráefni og vélum falli að mestu niður en þeir námu 342 milj. kr. árið 1964. Sömuleiðis má gera ráð fyrir, að miðurfelling tolla af ýmsum öðrum vörutegundum, t.d. ýmsum fullunnum iðnaðar- vörum, sem þegar eru fram- leiddar i landinu muni hækka þessa tölu verulega. Þvi rís sú spurning hvaðan þær tekj- ur verða fengnar. sem bæta þessa tekjurýrnun ríkissjóðs. Við því get ég ekkert svar gef- ið. En þangað til ég hefi kom- ið auga á nýjar fjáröflunar- ieiðir. geng ég út frá því, að tekjurýrnun ríkissjóðs verði jöfnuð með því, að seilast lengra niður í vasa launþega með hærri skattaálagningu. Hvað af þeim tekjum verður, sem fást með lækkun og af- námi tolla mun ég síðar koma að. (Þriðji hluti og sá síðasti birtist í þriðjudagsblaði). ©ntineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó bg hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL’ hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. / KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR Prenfsmiðia Þfóðvilgans i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.