Þjóðviljinn - 19.09.1968, Page 4

Þjóðviljinn - 19.09.1968, Page 4
I 4 SfÐA — í*JÖÐVHiJINN — Piímmtuidiaigiisr lfl. septemiber 1968. tJtgeÆandi: Sameiningarflokiíur aiþybu — SósíalistaiHokkuriinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb),. 'Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 linutr). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuðd. — Lausasöluverð kirónur 7,00. HundruB herskipu |Jtanríkispólitík Svía vann mikinn sigur í kosn- ingunum í Svíþjóð á dögunum. í kosningunum lýstu Svíar andúð sinni á tilhneigingu stórveldanna til þess að skipta heiminum í tvö áhrifasvæði þar sem engu mætti hagga í þjóðfélagsskipan án sam- þykkis stórveldisins. Þetta voru þeir lærdómar sem Svíar tileinkuðu sér eftir innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna fimm í Tékkóslóvakíu; aðild að hem- aðarbandalagi tryggir ekki öryggi smáþjóðar, þvert á móti felst í aðildinni árásar- og íhlutunarhætta, ef viðkomandi þjóð hyggst fara aðrar leiðir við upp- ’byggingu þjóðfélags síns en herraþjóðinni þóknast. Það er ennfremur ekki vafi á því að Svíar höfðu villimannlegt árásarstríð Bandaríkjamanna í Vi- etnam í huga er þeir greiddu hinni hlutlaúsu utan- ríkisstefnu atkvæði sitt. Einn þekktasti og vinsæl- asti forystumaður sænskra sósíaldemókrata, Olof Palme, hafði tekið þátt í mótmælagöngum gegn árásarstríði Bandaríkjamanna. Þannig er það eng- urn vafa bundið, að innrás Sovétríkjanna og hem- aður Bandaríkjanna í Vietnam ásamt öðrum til- raunum þessara stórvelda til þess að beygja þjóð- ir á áhrifasvæðum til undirgefni og hlýðni, hefur nú vakið andúð meðal þjóða heims, sem fer vax- andi. Um leið eykst skilningur á nauðsyn sjálf- stæðrar stefnu hvers ríkis í alþjóðamálum 1 sam- ræmi við sögu og arfleifð hvers lands. Sjálfstæð utanríkispólitík stendur í beinu sambandi víð sjálf- stæða innanlandspólitík, — annar þátturínn er ekki hugsanlegur án hins. j^n þó að sænskur almenningur hafi gert sér þess- ar staðreyndir ljósar, svo og þorri almennings í öðrum ríkjum hafa forystumenn Atlanzhafs- bandalagsins ekki séð ástæðu til þess að viður- kenna þessar staðreyndir í verki. Þeir hafa þvert á móti ákveðið að magna stríðsæsingaáróður fyrir Atlanzhafsbandalagið í sambandi við flotaæfingar bandalagsins undan ströndum íslands. Morðtóla- tilraunir 200 herskipa á að gera dýrlegar í augum almennings á Vesturlöndum með skrifum í blöð- um, fréttum í útvarpi og sjónvarpi og hvers kyns áróðri. Raunar er áróðursherferð þessi farin nú vegna þess að forysta Atlanzhafsbandalagsins ótt- ast að almenningur í aðildarríkjum þess geri sér í vaxandi mæli grein fyrir þeirri geigvænlegu hættu, sem felst í aðild að hernaðarbandalagi. En for- stöðumenn áróðursstofnana þeirra, sem vegsama hernaðarlegt ofbeldi, munu komast að raun um að þeir hafi ekki haft árangur sem erfiði. ■ jþegar hundruð herskipa Atlanzhafsbandalags- ins beina byssukjöftum og skeytum að ímynd- uðum skotmörkum á íslenzkri grund eða í hafinu við ísland þessa dagana er hollt að minnast þess að með því að ljá land okkar undir hemaðarstarfsemi erum við að styðja hernaðarstefnuna í heiminum bæði í austri og vestri. Við erurr. að leggja þeim lið, sem vilja viðhalda skiptingu heimsins í áhrífa- svæði, aflienda hluta af landi okkar til þj'álfunar í manndrápum og kúgunaraðgerðum. Þegar tvö hundruð herskipa athafna sig við íslandsstrendur hlýtur það að vekia andúð allra íslendinga. — sv. ‘ ÉÉíÍ Sjómannaskólinn í Reykjavík. Gunnar Bjarnason skólastjóri: Búa þarf svo að Vélskólanum að hann sé fær um ai gegna hlutverki sínu Vélsikóli íslands var settur í 53. sikipti sl. mánudag. Við skólasetnmgu flutti Gunnar Bjamason skólastjóri ræðu og fara nokkur aitriði hennar hér á eftir. Sú breyting á starfsháttum skólans, sem á varð samkv. lögum frá. 1966 kemur nú til fullra framkvæmdia á þessu hausti. 3. bekkur (þ.e. 4. stig) starfar nú í fýrsta skipti sam- kvæmt þessum lögum, en kennsla í þeim bekk hefst ekki fyrr en 1. nóv. Á námskeiðunum, I. stigi, verða í vetur hér í Reykjavík um 40 nemendur í 2 bekkjum. 1. stig er einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Á Akur- eyri verða í því 14 nemendur en 22 í Vestmannaeyjum, eða tæp- lega 80 nemendur samtals á öllu landinu. 2. stig (þ.e. 1. bekkur skól- ans) verður með rúmlega 40 nemendur í Reykjavík og 14 á Akureyri. eða samtals tæpl. 60 nemendur. í 3. stigi (2. bekk) verða 31 nemandi og í 4. stigi (3. bekk) verða 28 nemendur. # Verklega kunnáttu má ekki vanta Nemendur i Vélskóla íslands verða því um 200 nú í vetur. f>að er eðlilegt að spurt sé hvort þetta séu ekki of margir nem- endur í þessurn skóla, hvort ekki sé verið að stofna til vand- ræða með offramleiðslu. Ég vil svara þessari spumingu strax: Ég held ekki að svo sé, þvert á móti held ég að viðgangur og þroski Vélskólans sé heillavæn- leg þróun. Ég hef lenigi verið þeirrar skoðunar að veilan, eða veiki hlekkurinn, í þjóðfélagi okkar sé skortur á kunnáttu og þek!> ingu á verklega sviðinu. Næsta kynslóð á undan mér og jafn- vel minni kynslóð, nægðu dugn- aður og verkhyggni til að sjá þjóðfél^ginu vel fyrir þörfum. Þetta hefur smám saman breytzt í það horf, að nú er þriðja atriðið orðið mjög mikil- vægt og það er kunnáttan. Því miður eru þeir enn alltof fáir. sem koma auga á þessi augljósu sannindi. Á meðan allt lék í lyndi og löngu eftir að sóknin tók að harðna sögðu menn: Dæmin sanna að það er ekkert atriði. allur þessi lærdómur og skóla- ganga, aðalatriðið er að vera duglegur og áræðinn, með for- sjá. Menn hafa lagt í glerverk- smiðju og sitthvað fleira sem hægt væri að nefna, lagt í það stórfé svo miljónum skiptir og svo hefur það mishratt horfið út í loftið. Þjóðin hefur orðið reynslunni rikari, en slík reynsla er ærið dýrkeypt. Ég held það hafi verið í fyrravet- ur að stjómmálamaður var að lýsa leiðum út úr efnahags- vandamálunum í sjónvarpinu og kvað m.a. svo á. að styrkja þyrfti fleiri fyrirtæki til auk- inna vélakaupa o. s. frv. Mér varð hugsað: Til hvers er það. ef enginn kann með þessar vél- ar að fara? Athafnamaður taldi mjög nýlega einnig í sjónvarp- inu, að fslendihga vantaði ca. 100 ný stór fiskiskip og tveir framámenn um æskilega þróun í atvinnulífi okkar töldu lífs- nauðsyn á að fjölga íslenzkum framleiðslugreinum og auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Ekkert 'er hugsanlegt að framkvæma í þessa átt án þess að til komi margbrotnar vélar og áhöld og þær kref.iast vissu- lega kunnáttu Það er herfilegur misskilning- ur að halda að nóg sé að æðstu yfirmenn tæknilegra fyrir- tækja hafi kunnáttu og mennt- un. Eftir því sem fleirj sam- starfsmenn þeirra hafa til að bera kunnáttu og leikni, því meiri líkur eru til að vel fari. Vinnuhagræðing. sj álfvirkni. framleiðni o,s.frv., sem er und- irstaða að efnalegri yel- gengni nútímamenningarþjóðfé- lags. byggist að verulegu leyti á kunnáttu. hugkvæmni og leikni þeirra. er tækjunum stýra. Nú kann einhver að spyrja: En er ekki vélstjóramenntun of einhliða, miðast hún ekki ein- vörðungu við "Sökipavélar? Vissulega eru skipin ennþá aðalatvinnuvettvangur vél- stjóra, eins og til hagar í okk- ar þjóðfélagi. Þó er þegar far- ið að bera á breytingu, jafnóð- um og tæknileg fyrirtæki rísa af gnunni. Nefna má Áburðairverk- smiðjuna, Sementsverksmiðj- una, síldarverksmiðjur, frysti- húu o.fL Þannig mun verksvið þeirra aukast með vaxandi fjöl- brey tni í - atvinwuháttum. Þessi er líka reynslan á öllnm hinum Norðurlöndurum. í Svíþjóð, t. d., fara ekki nema undir 10% af fuHnaðarprófsvélstjórum á sjóinn, yifir 90% þeirra vinna við alls konar iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtæki. Menntun þeirra þykir hæfa svo vel ýmsum rekstri að þeir eru sums stað- ar í hærri launaflokki heldur en tæknifræðingar. Það er þvi mikilvægt að þaiin- ig sé búið að Vélskólanum að hann sé fær um að gegna hlut- verki sínu. V Aukin starfsemi Vélskólans Eins og ég gat í upphafi eykst starfsemi Vélsikólans út um landsbyggðina á þessum vetri. 1. og 2. stig verður rekið á Ak- ureyri og er 2. stigs kennsla þar nýmæli. Kennsluaðstaða er mjög sæmileg á Akureyri og hefur bæjarstjóm staðarins séð um að undirbúa hana. Ekki sé ég ástæðu til annars en að vera<< bjartsýnn á árangurinn, enda ber ég fullt traust til forstöðu-1 mannsins, Bjöms Kristinssonar, sem veitt hefur 1. stigi þhr for- stöðu þá tvo vetur, sem það hefur verið á vegum skólans. Auk þess, sem ég tel mikilvægt að sem flestir þeirra er hug hafa á, eigi kost á að mennta sig á hagrænu (praktísku) sviði, tel ég að þetta spor geti orðið þáttur í að skapa jafnvægi í byggð' landsins. Sama máli gegnir um fram- kvæmdimar í Vestmannaeyj- um. Formaður vélstjórafélags- ins þar. Sveinn Gíslason, hefur í/erið mjög ötull í að koma því í kring að 1. stigs kennsla get- ur farið þar fram í vetur. Hann hefur fengið bæj arstjpra stað- arins, Magnús Magnússon, í lið með sér og er nú verið að leggja síðustu hönd á undirbún- ing vélasalar ög verkstæðis í gömlu rafstöðinni. Verk þetta er kostað af bæjarsjóði. For- stöðumaður í Vestmannaeyjum verður Jón Einarsson nú í vet- ur. Hann er þessum málum kunnugur, enda veitti hann námskeiði Fiskifélagsins for- stöðu fyrir 3 árum og hefur kennt hér í Reykjavík síðan, aðallega við námskeiðið (1. stig). Vona ég að allt gangi þar að óskum, enda er Vestmanna- eyjum, þeim mikla útgerðarbæ, mikil nauðsyn á slíku nám- skeiði á staðnum. V Breytingax á skólastarfi í Reykjavík Um breytingar í sambandi við starfsemi skólans hér í Reykja- vík er þess fyrst að geta, að verið’ er að Ijúba við að gera gólf í smíðahúsi norðan við ■ skólann. Hefur sú framkvæmd vissulega kostað ærið fé, en ég tel að vel hafi til tekizt. Við skólann kenna nú í vetur 17 kennarar, þar af þrír sem ekki háfa kennt hér áður, þau Jóhanna Thordarson, Jóhann Ólason og Rafnar Sigurðsson, sem áður var nefndur. Johanna er bandarísk af íslenzkum ætt- um og kennir ensfcu. Jóhann Ólafsson er rafvirki og lauk prófi frá rafvirkjadeild Vél- skólans 1956 með 1. einkunn. Hann mun kenna rafmagns- fræði í námskeiðunum. Rafnar Am'dal Sigurðsson vélstjóri er rennismiður eins og fyrr var getið. Rafnar kennir smíðar, sérstaklega rerinismíði. TRÉSMIÐjA Þ. SK0LASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi s.'mi 4 01 75 * A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.