Þjóðviljinn - 22.11.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1968, Blaðsíða 3
Fö&tudaglur 22. nóvember 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Lúðvík Jósepsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins í vantraustsumræðunum: Eigi að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verður að breyta um stefnu □ Eigi að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verður að breyta um stefnu í atvinnumálum og fjárhagsmálum, og það fyrr en síðar, sagði Lúðvík Jósepsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalagsins í vantraustsumræðunum á Alþingi í gær- kvöld. □ Sýndi Lúðvík fram á að efnahagsörðug- leikarnir eru að miklu leyti afleiðing rangrar stjórnarstefnu og rakti tillögur Alþýðubandal. til úrbóta, sem byggja á allt öðru viðhorfi en kjaraskerðingarráð- stafanir ríkisstjórnarinnar. Lúðvík hóf ræðu síina á þessa leið: Það er efcki að undra þó að alllþýða mainna víða um land spyrji gjörsamilega fbrviða hver óskö'pim séu eiginlega að gerast í efnahagsmálum, eftir þaar stór- kosHlegu fréttir, sem borizt hafa Danir einir um að gagnrýna Aþenustjórn á Natofundinum Pipinelis brást illur við gagnrýni Hartlings — Utanríkisráðherrar íslands og Noregs þögðu BRUSSEL — Það vafcti mikla athygli á utanrífcisráðherrafundd Natórífcja í BriisseJ á dögunum að Pouíl Hartling, utamrífcisnáð- heira Danmerkur, varð einn til þess að veitast að herfoxingja- stjóminni í Grikklandi, og hlaut allhvassyrt svör frá Pipinelis ut- anrifcisráðlherra í staðinn. Hartling saigði m.a. að styrfcur Naito hvíldi efcki aðeins á sfcrið- drekum og öðrum vopnum held- ur í enn rifcara mæli á vilja ein- stakra ríkja til að halda á lofti lýðræðistogsjónuim — og ræddi uim tilvik þar sem troðið væri á lýðræðistoigsjón og einstafclings- frelsd. Pipineiis, utanríkisráð- hierra Grifckja, sifcilldi hivað klukk- an sló og var aUharðorður í svörum: hann sagði að sú stað- reyind að Hai'tling hefði haldið á lofti þessum ásöfcunum væri ,,bein ógnun við bandalagið“, þ.e.a.s. Nato. Natómenn telja orðaskipti þessi „mjög óvenjuleg". Hartíling var einn um aö tala um Grikkiamd á þessum fuindi, fuilltrúar Noregs og íslands þögðu t.a.m. þunnu hljóði — og er til þess tekið í dönskum blöðum. (skv. Inform- ation). Hæstiréttur náðaði ekkiA. Panagoulis Mótmælaalda gegn fyrsta pólitíska dauðadóminum í 16 ár í Grikklandi Lúðvík Jósepsson síðustu dagana frá stjómarvold- um landsins um niýjar ráðstafanir í efnahaigsmélum. Fyrir tæpu ári var verð á er- lendum gjaldeyri flestra þjóða hækkað gaignvart íslenzkri krónu um 32.6% og nú er aftur til- kynnt hæktoun hins erlenda gjaldeyris sem nemur 54.4%. Þetta þýðdr í reynd, að verð- gildi t.d. norskrar krónu, þýzks marks, sœnslfcrar krónu og Bandaríkjadollars, svo dæmi séu tekin, hcfur hækkað á einu ári um rúmil. 100% gagnvart ís- lenzkri krónu. Fiskibáturinn og vélin I við'skiptalífinu merkir þetta, að fistoiþátur, sem samið var um smíði á í Noregi fyrir ári og þá kostaði 20 miljónir króna kost- ar nú 40 miljónir. Samsikonar vél og keypt var í Bandaríicjunum fyrir ári á 100 þús. krónur, eða með öðrum orð- um vörur, sem keyptar eru frá þessum viðskiptalöndum okkar kosta nú helmimgi meira í íslenzk- um peninigum en þær kostuðu fyrir ári. Það er etoki að undra þó að fólk standii agndofa frannmi fyrir slll’kum stórkostlegum verðbreyt- imguim með aðeins árs millibili. Röng stjórnarstefna aðalsökin Lúðvík minnti á vangaveitur stjómmélarítara í Morgunblaðinu um það hvort ísiland væri nægi- lega stór eining til þess að vera efnahagslega sjálfstæð, eða hvort við kynnum að stjóma efnahags- málúm oklkar, og taldi bragð að þá þarmið fyndii, og myndu marg- ir fyrrverandi stuðnimgsmenn stj'óimarflokkanna búna að fá nóg af fórsjá þeirra. •Hann sýndi fram á að efna- haigsiörðuigleikamir em aðeins að nokkru leyti enfiðleikunum að kenna, aðalorsökin væri röng stjómairstefna. Annað viðhorf Lúðvík sýndi fram á að hefði verið farið eftir tilllögum Al- þýðubandalagsins um uppbygg- ingu íslenzfcra atvinnuvega væru gjaldeyristekjumar mifclu meiri en. nú er. Hanmi lýsti tilhiæfulausar þær fullyrðdngar Bjama Benedikts- I sonar að engar tillögur hefðu | fraim komxð frá stjómarandstöð- unni, og rakti í aðalatriðum tdl- lögur Alþýðubandalagsdns um lausn efnahagsvandans, sam áður hafa verið birtar hér í blaðinu. Tiliögur Alþýðubandalagsins eru byggðar á gjörsamlega öðru viðhorfi til vandamálsins. Tillög- ur ríkisstjórnarinnar eru miðað- ai við það, að leysa vandann einhiiða á kostnað launafóiks í landinu. Samkvæmt þeim eiga allar byrðiarnar að legg[jas< á hcrðar vinnandi fóiki. • Nýrrar stefnu þörf Ræðu sinni lauk Lúðvik á þessa leið: Þeir eru sennilega orðnir margir sem áður studdu rákisstjómina, en gera það ekki lengur, sem hafa séð að þ -ir höfðu látið ginnaist af óraunhæfu raupi. Við eigum mikinn vanda að glíma eins og komið er okk- ar efnahagsmálum. En því fer fjarri að rétt sé að kenna LANDINU um þann vanda. Því fer fjarri að ástæðurnar séu þær, að fsland sé of lítið efnahags-EININGU til þcss að geta verið sjálfstætt land. En eigi að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar þarf að breyta um stefnu í atvinnu- og fjárhagsmálum — og það fyrr en síðar. Óraunhæft raup um verzlunar- frelsi, fj árfestingarfrelsi og á- lagningar-frelsi verður að víkja Eyrir skynsamlegu mati, fyrir-; hyggju og raunhæfum aðgerðum — fyrir áætlunar-búskap. En til þess þarf að taka upp nýja stefnu — ný vinnubrögð. Og af þeim ástæðum þarf núver- andi ríkisstjóm að fara frá og það sem allra fyrst. Karl Guðjónsson var síðasti ræðumaður Alþýðubandialaig'sins í vantraustsumræðunum í gær- kvöld og verður skýrt frá ræðu hans í næsta blaði. TILLAGAN FELLD Umræðunni um vantrausts- tillöguna lauk um miðnætti og fór þá fram atkvæða- greiðsla. Var tillagan felld með atkvæðum stjórnarflokk- anna. Mótmælagerðum stúdenta í Tékkóslóvakíu lauk í gær PRAG 21/11 — Stúdentar í Tékkóslóvakíu hafa lokið mót- mælaaðgerðum, sem framkvæmdar voru með því að þeir tóku víða háskóla á sitt vald og settust þar að. í þeim til- gangi að mótmæla frekari eftirgjöf ríkisstjómar sinnar við Rússa og krefjast tryggingar persónufrelsis. Stúdenitar í Braitisilava hurfu úr hásikólanuim í gærkvöld og á há- degi í dag ylirgáíu stúdentar í Prag háskðlann í höfudborgimni og skoruðu þá forgönigumenm mótmælaaðgerðanna á skólasyst- kim sín að forðast allar athafnir sem gætu skaðað hagsmuni lainds- ins. Ríkisstjómin í Tékkósióvakíu hefur oftar en ein,u sinni skorað aflvarlega á stúdenta að stefna ekki hagsmunum lamdsins í hættu og sat hún á fumdum í afllan dag tál að ræða, að sögn fréttaritara brezfca útvarpsims, um ólguna meðal stúdenta og i ðnverkamanna. Sagt er að noktouð hafi borið á smáverkföllum iðnaðarverka- manna í Prag í dag. AÞENU 21/11 — Hæstiréttur Grikklamds vísaði í dag á bug náðunarbeiðni fyrir Al- exandros Panagoulis á þeirri forsendu að hann hefði ekki skrifað sjálfur umdir beiðn- ina. Alexandros Panagoulis er tvídæmdUr til dauða fyrir að hafa gerzt liðhlaupi úr hern- um og fyrir að hafa undirbú- ið samsæri með það fyrir augum að steypa ríkisstjóm- inni. En fyrir banatilræðið við Papadopoulos forsætis- ráðherra hefur hann aðeins verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Nú getur ekkert orðið hon- um til bjargar nema að rík- isstjómin náði hamm. Rúmlega tuttugu Grikkir eru í hungurverkf alli fyrir ut- an gríska sendiráðið í Lond- on og meðal þeirra leikkonan fræga Melina Mercouri sem kom frá Róm til að taka þátt í verkfallimu og bróðir hins dæmda, Statais Panagoulis. Náðunarbeiðnir hafa streymt til Aþenu úr allri Evrópu frá því að dómurinn var kveðinn upp á dögunum. En allt bendir til þess að grísfca herforingjastjómdn muni s kella skolleyrum við þeim og láta taka Panaigoulis af lífi. Góðar heimildir í páfagarði eru bomar fyrir því, að Páll páfi hafi snúið sér tiL grísku ríkisstjómiarinnar í fyrradag með beiðni um náðun oig svip- uð tilmæli hafa borizt frá rík- isstjómum Vestur-Þýzkalands, Ítalíu, Svíþjóðar o.fl. að ó- töldum fjölmörgum samtök- um um alla Vestur-Evrópu. Talið er að Pana'goulis verði samt sem áður tekinn af lífi, og búizt er við að af- takan fari fram næirri her- búðum berlögreglunnar í Ghouil, þar sem hinn dauða- dærndi er í haldi, en þar var af'töfcustaður. í borgarastyrj- öldinni í Grikklandi. En síðastliðin sextán ár hefur enginn verið tekinn af lífi í Grikklandi fyrir pólitíska glæpi. Fimm ár frá þvi að John F. Kennedy var myrtur i Dallas □ í dag eru liðin fimm ár síðan John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var ráðinn af dögum í Dallas í Texas. Um þann atburð hefur nýlega verið komizt svo að orði: „Riffilsikotin sem urðu John F. Kennedy að bana í Dallas fyrir fimm árum hæfðu um leið sjálfs- traust bandarísku þjóðarinnar, sannfæringu hennar um siðferðilega yfirburði sína. Með morðinu á Kennedy brustu ekki aðeins þær vonir sem margir góðviljaðir en kannski glámskyggnir menn, bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra, höfðu gert sér um að forsetadómur hans myndi marka tímamót, að honum myndi takast að leiða Bandaríkin af villigötum hernaðaríhlutunar og yfir- gangs erlendis og ofsókna og misréttis heimafyrir til „hinna nýju landa“ friðar og sátta, frelsis og jafnrétt- is sem hann hafði heitið bandarísku þjóðinni — heldur hefur það orðið æ Ijósara með hverju árinu sem síðan hefur liðið að 22. nóvember 1963 urðu alger umskipti í sögu Bandaríkjanna. Sú vargöld pólitískra morða sem þá hófst í Bandaríkjunum er í algleymingi og samtímis henni hefur áhrifavaldi Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi stöðugt hnignað, og innri mótsagnir hins banda- ríska þjóðfélags sjálfs komið æ betur í ljós“. — Myndin var tekin rétt eftir að skotin riðu af, Kennedy hefur hnigið niður í sæti sínu (örin). p

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.