Þjóðviljinn - 29.11.1968, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.11.1968, Qupperneq 6
f 0 SlÐA — I>JÓÐVILiJTNN — Föstudagur 29. növember 1968. Orkan, ný bók í al- fræðisafni frá AB Komin er út tuttugasta bók- in og hin næstsíðasta í Al- fræðasafni AB. Heitir hún Ork- an og er höfundur hennar Mitchell Wilson, sem getið hef- ur sér mikið orð fyrir rit sín um tækniþróun Bandaríkjanna en hefur einnig skrifað vinsæi- ar skáldsögur. Páll Theódórs- son, eðlisfræðingur, hefur þýtl bökina á íslenzku og skrifar hann jafnframt formála fyrir henni. Menn getur vissulega furðað á því hversu mannkynið varð seint til að átta sá:g á lögmál- uin hinna ýmsu orkumynda og hagnýta sér þær. En þeim mun örari og stðrkostlegri hefur þröunin orðið á þessu sviði é okkar dögum — öld kjamork- unnar. Allt að einu kaKlar vaxandi orkunýting á erun stórstígari að- gerðir. Á síðustu öld var medra eldsneyti brennt en á öllum fyrri öldum sarmanlögðuim og enin mun orkunotkunin fjór- faldast á þessari öld. Orku- gjafar jarðarinnar, kol og olía, ganga æ meir til þuirrðar og þessvegna eru nú vísindamenn um heim allan önnum kafnir við tilraunir sem leitt geti til beiziunar ónýttra og nýrra orkulisnda. Frá þeim tilraunum er greinilega sagt að bókarlok- um, og sennilega vekur sá kafli mesta athygli lesenda. Orkan er 200 Maðsíður og prýdd miklum sæg mynda, einkum litmynda. Prentsmiðjan Oddi hefur ann- azt setningu og uirrobrot bókar- textans, en sjálf er bókin prenf,- uð og bundin í Hollandi. Verð er hið sama og verið hefur á bóteum Alfræðasafnsins, 350 kr. I Minningarorð Þórir Jóhannsson húsvörður Síðast liðinn sunnudiag, er ég fékk hringingu þar sem mér var sagt að hann Þórir væri lát- inn. þá var það fyrsta sem kom mér í hug, getur þetta verið, er það virkilega rétt að hann hafi verið kvaddur á burt í blóma lífsins, hvemig má það vera að slíkir menn hverfi á braut, svo lífsglaðir, sem eiga svo margt ógert? En þannig er það, dauð- inn boðar ekki sína komu. Þórir Jóhannsson var fæddur í Vestmannaeyjum, 1. maí 1922, foreldrar hans voru hjóniii Ingibjörg Þórwrinsdóttir og Jó- ■------------------------------- íslenzk tón- físt erlendis Svita um íslenzk þjóðlög fyr- ir strokhljómsveit eftir Hall- i grím Helgason, leikin af út- varpshljómsveitinni í Leipzig undir stjóm Dietrich Knothe, var ásamt verkum eftir Wemer Egk flutt í útvarpinu í Berlín 21. janúar síðastliðinn. Flutn- ingurinn var endurtekinn 16. ágúst. Þetta sama íslenzka verk flutti útvarpsstöðin aftur 13. október ásamt serenötu op. 44 eftir Antonin Dvorák. Þá var sórnata fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrím flutt í útvarpinu í Köln 14. maí í fyrsta prógrammi. Hún var leikin af mjög vel þekktum tón- listarmönnum. Wemer og Wil- helm Neuhaus. Kathe Remann, siem er dós- ent við háskólann fyrir kirkju- músík í Regensburg, lék Rondo Islanda fyrir píanó eftir Hall- grím í útvarpinu í Múnchen 27. júlí. 14. október héíft prófessor Oscar Haugland fyrirlestur um tón-list Norðurlandia við háskól- ann í Northem Illinois í Banda- ríkjunum. Honum til aðstoðar var söngkonan Alice Berning, sem söng lög eftir Maretti Tur- umen, Paul von Klenau og Hall- grím Helgason. Prófessor Haug- land lætur svo um mælt, að lag Hallgríms „Máríuvísa" sé „fögur túlkun á texta í miðalda- stíl“. Ljóðið er eftir JTón Helgason. í 15. árgangi, 3. hefti vísinda- tímarits Humboldt-háskólans í Berlín birtir dr. Hiallgrímur Helgason ritgerð um íslenzkan tvísöng, „Das Organutn-Singen auf Island“. Ritgerðinni fylgir nótuprentað dæmi, íslenzka tvísöngslaigið „Mína þá mund’ ég þenja vængi út“. han.n Bjömsson, sem bæði eru látin, alkunn sæmdarhjón. Hann ólst upp í föðurhúsum, og eins og Vestmannaeyingum er vant, þá hóf hann lífsstarf sitt á sjómum. Síðan var hann um nokkur ár ýmist á sjó eða við fiskvinnslu í lnndi. Seinna fluttist hann frá Vest- manroaeyjum til Keflavíkur og dvaldi þar um nokkurt skeið, unz hann íluttist austur á Sel- foss, og gerðist þar húsvörður hjá Mjólkurbúi Flóamannia, on því starfi gegndi. hann til dauða- da.gs. Hann giítist eftirlifandi konu sinni Margréti Maignúsdóttur frá Vestmannaeyjum árið 1950. Þau eignuðust þrjá syni, Jó- hann 18 ára, Erlend 11 ára og Magnús á þriðja ári. Oft hafði Þórir það að orði, að það hefði verið sér mikil hamingja, þegar hann gekk í hjónaband, og sú varð raunin á, að sambúð þeirra var ham- inigjurík. Þórir var hreinskilinn og góður drenigur. Hann gat verið byrstur, þegar honum fannst gengið á hlut þess sem minni var og lítilsmegnugur, en hafði eimniig þolinmæði til að hlusta á aðra. Hamn var góður félagi, lífsglaður og fjörkálfur í vina- hópi. Hamn reyndist systkinum sínum og öðru skyldfólki sínu góður bróðir, og gat aldrei hugsað sér langa fjarveru frá j>eim og sinni fjölskyldu. Þegar þann skugga bar að garði fyrir tveimur árum. að Þórir heitinn veiktist, en þau veikimdi urðu hans bamamein. reyndist Gréta kona hans hon- um dygg stoð í þeirri veikinda- Framhald á 9. síðu. AB minnist 50 ára fullveldisafmæiis Almenna bókafélagið hefur gefið út bók um fullveldistök- una og aðdraganda hennar. Nefnist bókin 1918 og er samin af Gísla Jónssyni menntaskóla- kennara á Akureyri. Alllarogt er síðan að fimmtíu ára fullveldisafmæli þjóðarinn- ar bar fyrst á góma hjá Al- menna bókafélaginu og þótti Haraldur Jóhannsson íslenzk bók um sjá/fstæðis- baráttu Malaja er komin út Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur hefur um nokkurra ára skeið starfað við háskólann í Kuala Lumpur í Malasíu. Hana hefur nú gefið út bók um sjálfstæðisbaráttu Malaja sem nefnist „Abdul Rahman Putra fursti — Þættir úr sjálfstæðis- baráttu Malaja“. I formála segir höfundur á þessa leið: — Voldugar öldur bjóðlegra vákninga hafa farið um Asíu og Afríku frá lokum seinni heimsstyrjaldar og koll- steypt nýlenduveldi Evrópu- manna. Nýlendumar gömlu eru nú allar sjálfstæð lönd. Sá er þessar línur ritar hafði umall- lamgt sikeið haft í huga að skýra frá þesstum miklu um- skiptuim í einhverri nýlendn- anna fyrrverandi, þegar hann vatt sér að því á öndverðu þessu ári að taíka saman bók um síðasta áfanga sjálfstæðis- baráttu Malaja og höfuðleiðtoga hennar... í frásögninni er stikflað á atburðum sem á þessu skeiði ber hæst í málum Mal- aja og stjómmélaferli Abdul Rahman Putra fursta. ☆ Bókin er 173 bls. Útgefandi er Morteinskinna, Akranesi. sjálfgefið að þess yrði minnzt með einhverjum hætti. Ákvað félagið að hlutast til um samn- in.gu rits er hefði að geýma ít- arlega frásögn um fullveldistök- una en gæfi jafnfraimt mynd af þjóðlífi og viðtourðum þessara timamóta. Sneri félagið sér til Gísla Jónssonar og tókst hann verkið ó hendur. 1 1918 er að sjálfsögðu full- veldismálinu og fullveldistök- unni gerð mest skil. Leiðir sú frásögn sdtthvað í ljós sem ekki hefur verið í hámælum. Bókin reteur einnig hina mörgu stór- viðburöi þessara daga svo sem styrjaldarlok, eldgos úr Köttu og drepsóttina miklu sem nefnd var spánstea veikin. Eldra fólki eru vitanlega slfkir atburðir í feirsku minni, en máðaldra fólk og þaðanaf yngra kann að von- um á þeim lítil skil. Þó að höfundur í forméla telji bók sína nánast alþýðlegt fræðirit „í ætt við blaða- mennsku“ munu þeir fáir sem ekki geta sðtt til hennar mark- ' verðan fróðleik. Bókin er í stóru broti og 247 blaðsíður að stærð. Þess utan eru myndir á 16 heilsíðum. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda og bundin í Sveina- bókbandinu. Verð til félaigs^ manna í AB er kr. 435.00. Sinfóníúhljómsveitin Síðustu sinfóníutónleikar voru áreiðanlega með þeim skemmtilegustu í langan tíma. Bar tvennt til. f fyrsta lagi var þar frumflutt íslenzkt tónverk, eftir eitt af okkar efnilegustu tónskáldum, og í öðru lagi kom þar fram ung- ur íslenzkur einleikari. Af ííramlagi þeirra béggja ,má sannariega draga þá ályktun, að við íslendingar þurfum ekki að bera kinnroða fyrir hina umgu stétt tónlistar- manna, hún er að öllu leyti jafnoki kolleganna ann arstað- ar. Tónleikamir hófust með hinu nýja verki Þorkels Sig- urbjömssonar, sem nefnist Duttlungar og er samið fyrir píanó og hljómsveit. Þetta er að öllu leyti mjög vandað og skilmerkilega samið verk, ekki nema í meðallagí áræðið. en afar vel falUð til að gleðja eyru hins almenna áheyranda. Formið er skýrt og vafninga- lausit, tilbrigði yfir einfaldiar og aðgcngilegar hugmyndiir, stefna mairkvisst að hápúnkti og lausn, mjög svo samkvæmt gam-alli og gróinni venju; þó endurtekningar ýmsar, (siem raun-ar em frumhu>gmynd) héldu ekki alltaf nauðsynlegri athygli, verður ekki annað sagt en að útkoman sé mjög jákvæð. Þorkell lék sjálfur á píanóið, sem er fremur tengi- Þorkell Sigurbjörnsson Kammermúsik Musica da camera, félags- skapur nokkurra ungra tón- listarmannia, hélt tónleika í íyrri viku á vegum Kammer- músíkklúbbsins. Þeir fóru fram í hinum dásamlegu sal- arkynnum Norræna hússins, sem beira neyndiar ekki af hvað hljómburð snertir, en eru ]>eim mun meira augnayndi. Þeir félagar Musica da cam- era, sem þarna komu fram, voru Jósef Magnússon flautu- leikari, Kristján Þ. Stephen- sen óbóleikari, Pctur Þor- valdsson ccllóleikairi og Gísli Magnússon. sem lék á cembal og piano. Þetta er hljóðfæra- flokkur sem hlýtur fyrst og fremst að velja til meðferðar barokkkynjuð tónverk, og svo reyndist líka vera á þessum tónleikum. Fyrri hluti efnis- skrárinnar var helgaður þrem gömlum meisturum, Jósef lék með aðstoð þeirra Péturs og Gísla, sónötu fyrir fliautu og continuo eftir einn Bachson- anroa, Cari Philip Emmanuel; Pét.ur og Gísli Sónötu fyrir cello og sembal eftir Vivaldi, og allir fjórmenningamir fluttu siðast Tríósónötu eftir J. J. Quantz. Flutnirogur þess- ara þriggja verka var með miklum ágætum, látlaus og yf- irvegaður eins og bezt getur orðið. Seinnihlutinin var síðan helgaður tveim tuttuigustu- aldarverkum. Kristján og Gísli léku Improvization fyrir óbó og piano eftir Matyas Seimber, og leystu hlutverk sín af hendi með miklum glæsibrag. Óbóhlutverkið í þessari faguirforrrouðu smá- smíð er hinsvegar enginn baimialeikur, og kannski ekki nema í meðallagi skemmtilega skrifað. E.n Kristján virtist sumsé ekki eiga í neiroum erf- iðleikum að gæða það lífi og sál. Skemmtilegasta verkið kom svo síðast: Trio fyrir flautu, cello og piano eftir Martinu. Það var indælt að heyra þenn- an arftaka Janaceks rétt einu sinni. Martinu er snillingur sem horfið hefur gróflega í skuggann fyrir sér minni mönnum. Ekki var þetta verk þá slælega leikið, og mættum við bara fá meira að heyra. sem fyrst. — LÞ Halldór Haraldsson liður í samleik hljómsveitar- innar en beinlínis einleiks- verk, og fórst honum það vel úr hendi, eins og vænta rroátti. Halldór Haraldsson lék» hinn skemmtilega póaníkons- ert Ravels, og kom hann mjög á óvart, með glitrandi og ör- ugga tækni, og góða tilfinn- ingu fyrir glæstum litbrigðum : verksáns. Má svo sannarlega vænta mikils af Halldóri í framtíðmmi, bara ef umhverf- ið kæfir hamn nú ekki með sinnuleysi og kennslúþræl- dómi. Hljómsveitin skilaði sínu hlutverki óvenjuvel í Ravelkonsertinum, og það verður raunar sagt um sið- asta verkið á efnisskránni líka, sjöttu sinfóníu Tjækov- skís. — Bruland stjómaði, og verður ekki sagt anroað ero hanm hafi vaxið af þessum tónleikum. — LÞ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.