Þjóðviljinn - 22.04.1969, Blaðsíða 5
Þriðiudagur 22. aprffi 1969 — ÞJÓÐVTLJIiNN — Sl»A jj
Handknattleikur 1. deild
ÍR-ingar féllu í &3ra deild
eftir tap gegn KR, 23-21
D Eftir eins árs dvöl í 1.
deild eru ÍR-ingar fallnir
niður í 2. deild aftur; út um
það var gert í þessum leik
þeirra við KR sem var
hreinn úrslitaleikur um f all-
ið. Þetta er sorglegur endir
á góðri byrjun fyrir ÍR, sem
hefur á að skipa efnilegu
liði, en ég er ekki í neinum
vafa um að þeir koma strax
upp aftur. Ég sagði einhvern
tímann fyrr í vetur. að ég
tryði því ekki fyrr en ég
taeki á, að KR-ingar féllu
niður í ár, en einmitt um
það 'leyti var þeim spáð
falli. Þessi spá mín reyndist
rétt og KR-liðið hefur sýnt'
að það er vaxandi lið sem
á fullt erindi í 1. deild.
-§>
Enska
knattspyrnan
Miok Jomes og Ermest Grag
SJkoruðu fyrir Leeds gegn bik-
arúrslitaliðinu Leicéster á
laugairdag. Heimaliðið á Elland
Road var allan leikinin betri að-
ilimn og má nú telja bá ör-
ugiga með sigur í deildarkeppn-
imtni. Manch. City, hitt bikar-
úrslitaliðið tapaði stórt gegn
Souithampton. City tefldi fram
Praimihald á 9. síðu.
Það var aðeins fyrstu 7min-
úturnar sem iR-ingar leiddu
í leiknrum. Eftir að KR hafði
jafnað 2-2 og Hilmar Björns-
son skoraði 3ja mark þeirra
höfðu KR-ingar forustu og
stundum nokkuð stóra.
Byrjunin á leik beggja sýndi
að bæði liðin voru mjög tauga-
óstyrk enda engin furða þar
sem fal'l í 2. deild lá við. Þó
var eins og KR-ingar væru
fyrri til að ná valdi yfir leik
sínum, og ekki var það verra
fyrir þá að ÍR-ingar hugðust
leika sama bragðið við þá og
gegn FH á dögunum, að taka
tvo beztu leikmenn þeirra úr
umiferð. Þetta mistókst svo
hrapailega, að það er nær ó-
skiljanlegt hvers vegna þessu
var ekki breytt, þegar sýnt var,
að þetta dugði ekki- Mér er
nær að halda að bessi mis-
tök hafi kostað IR sigurinn.
KR-ingar smájuku svo for-
skot sitt, og í leikihléi höfðu
þeir néð 4ra marka forskoti
12-8. I síðari hálfleik hélzt
sami munur framan af en um
miðjan hálfleikimm hafði IR
tekizt ad minnka muninin nið-
ur í 1 mark 17-16. Aldrei
tókist þeim samt að jafna og
KR-ingar néðu aftur að breikka
bilið í 20-16 og bjost maður
þá við að iR-ingarnir myndu
brotma niður en svo varð alls
ekki. Þeirn tókst aiftur að ná
eins marks mun 20-19 og áttu
möguleika á að jaífna, én misstu
boltann og fengu á sig imark
í staðinn.
S>
Keflvíkingar sigruðu Breiða-
bliksmenn naum/ega 2-1
Að sögn máttu Kef lvikingarn-
ir þakka fyrir sigur yfir 2.
deildarliði Breiðabliks í LitJlu
bikairkeppninni í leik þessara
aðilia s.l. laugardag. Leikurinm
fór fram siuður í Kefflavik og
heimamenn sigruðu 2-1 en sig-
ur mark þeirra skoruðu Breiða-
bliksmenn s.iálfi-r á síðustu min-
útum leiksins.
Það er greinilega eitthvað að
hjá Keflvfkingum, svo illa hef-
ur þeim gengið í þeim æfinga-
leikjum sem þeir hafa leikið
í vetur. Þetta er merkilegt þar
sem liðið hefur mörgum ágæt-
um leikmönnum á að skipa, en
það er eins og þeir nái ekki
saman og sér í lagi gengurþeim
illa að skora mörík. A síðasta
keppnistímabili varð það satna
uppá teninignum; þeir áttu á-
gæta leiki en tókst ekki að
skora, hversu góð marktæki-
færi sem liðið fékk. Ég trúi
ekki öðru en að það sé hægt
að laga þettoa, svo góðir ein-
staklingar eru í liðinu.
Breiðablik er á leiðinná með
gott lið enda tími til kominn,
að næst stænsiti bær laindsins
komi sér upp góðu knattspyrmu-
liði. Ekiki kæmi það á óvart
þótt þeir næðu að komiast uppí
1. deild í sumar, svo vel hef-
ur lið þeirra farið aff stað í
vor.
S.dór.
Hormulegastiæfíngaleikur
landsliBsins fram tilþessa
IlvaO er að ske hjá lands-
Hðinu? verður manni á að
spyrja cftir að hafa horft
á íélegrt lið Akureyringa sigra
það 2-1 siðastliðinn sunnudag.
Eí ÍBA-liðið hefði sýnt eitt-
hvað sérstakt, þá væri þetta
skiljanlegt en þar sem liðið
var ails ekki gott og jafnvel
síðra en mörg þau lið, sem
landsliðið hefur verið að sigra
að undanförnu, þá getur mað-
ur ekki sætt sig við þessi úr-
slit-
Ég veit efitir að hafa séð
þessa sömu menn og nú skip-
uðu landsliðið leika í vetur,
að þeir geta ailir miklu meira
en þeir sýndu í þessum leik,
allir með tölu en hvað er þá
að? Hvers vegna ná þeir ails
ekki saman allt í einu í þess-
um lei'k, eifltir að hafa sýnt
það mörgum sininum að þeir
geta leikið eins og bezt verð-
ur á kosið? Við þessum sipurn-
ingum er ef til vill ekkert
svar. að minnsta kosti giátu
leikmennirnir enga skýringu
á þessu gefið eftir leikinn.
Það var Þórólfur Beck sem
skoraði fynsta mark leiksins
með glæsilegu skoti frá vita-
teigs línu snemma i fyrri
hálfleik. Um miðjan fyrri
háltfleik skoraði laindslliðið
sjálfsmark eftir nokkuð vel
unna sóknarlotu Akureyringa.
Skúli Agústsson skoraði síð-
an sigurmark norðanmanna
um miðjan síðari hálfleik.
Eniginin í landsliðinu á skil-
Þar með má segja að gert
hafi verið út um leikinn og
lokastaðan varð 23-21 KR-ing-
um í hag og verða það að
teljast nokkuð sanngjörn úr-
siit miðað við getu liðanna í
þeasum leik.
Ég vil halda þvi fram, að
bæði þessi lið eigi fullt erindi
í 1. deild og vissulega finnst
manni að tími sé kominn til
að fjölga liðum í deildinni, því
það hefur verið árvisst, að lið-
ið sem fellur niður kemur
strax upp aftur og spá mín
er sú að þetta breytist ekki
í náinni framtíð. Þesis vegna
væri rétt að fjoliga f 1. deild
um tvö lið á næstu tveimur
árum.
Beztu menn KR-liðsins að
þessu sinni voru þeir Emil
Karlsson markvörður sem hvað
etfttir annað varði af snilld í
leiknum, Árni Indriðason og
Hilmar Björnsson sem þrátt
fyrir stranga gæzlu skoraði
hvað eftir aonað og stjórnaði
liðinu af röggsemi.
Hfá IR 'bar Asgeir Elíasson
af og hefur raumiair gert það oft
áður í vetur því allt spil liðs-
ins sniýst í kringum hann. Þá
voru þeir Þórarinn Tyrfingsson
bg Ágúst Guðmumdsson báðir
góðir í þessuim leik.
E>ómarar voru Magttús Pét-
ursson og Óskar Einarsson og
dæmdu leikinn skínaridi vel,
og það var ánægjulegt að sjá
Oskar sýna þá festu og ákveðni
sem hann gerði í leiiknum.
Mörk KR: Hilmar 9, Geir
6, Steinar 3, Karl 2, Sigurður,
Árni og Gunnar 1 mark hver.
Mörk IR: Vilhjálmur 7, As-
geir 6, Ágúst 2, Bryniiólfur 2,
Þórawinn 3, Jón 1.
S.dór
ið hros fyrir þennain leik. All-
ir léku þeir langt undir getu.
Hjá Akureyringum bareinna
mest á Skúla Ágústsisiyni og
Magnúsi Jónaitanssymi en lið-
ið allt virðdst í góðri út-
haldsþjálfun og hafa þeir
greinilega æft vel í vetur.
Einar Helgason þjalfari IÐA
varði mark þeirra að þessu
sinni en Einar lék mörg ár
í marki Akureyringa. Hann
stóð sig með prýði og virð-
ist í góðri þjálfun ogermanni
ekki grunlaust um að ymgri
markverðirnir okkar megi
passa sig á honum hvað við-
víkur landsliðssætinu, ef
hann æfir a(£ alvöru í sumar-
Dómari í leiknum var gam-
all rnaður frá Akuireyri sem
ég man ekki eftir að hafa
séð dæma hér fyrr, og af
þessum leik að dænna þá
held ég að hann eigi lítið
erindi í stöðu knattspyrnu-
dómara. Silór.
Sænska liðíS
LUGI leikur við
Fram í kvöld
I kvöld kl. 8.30 hefst fyrsti
leikur sænska liðsins LUGI
hér á lamdi og leika þeir
þá gegn Fram. Sem kunn-
ugt er leikur hinn frá-
bæri handknattleiksmaður
Jón Hjaltalin Magnússon
með LUGI, en hann stund-
ar nóm í verkfræði við
háskólan í Lundi en LUGI
er einmitt þaðan. Jón hef-
ur dvalizt hér á landi síð-
an um páska, og segirhann
að LUGI-liðið sé mjög gott
og séu þeir mrjög haröir
leikmenn, svo harðir að
orð er á haft i Svíþjóð.
Framarar, sem mæta
LUGI í fyrsta leiknum,
eru óðuij ¦ i sækja i sig
veðrið oé m'i íðastásunnu-
daginn var sigruðu þeir
Hauka frá Hafnarfirði með
hvorki meira né minna en
7 marka mun. Þetta ásamt
ágætuim leikjum í síðari
hluta Islandsmótsins sýnir
að þeir eru búnir að ná \
sinni fyrri getu, þótt það ¦
hafi verið svo seint að þeir :
gátu ekki blandað sér í í
baráttuna uim Islandsmeist- f
aratitilinn- Allavega er ó- i
hætt að spá tvisýnum og f
skemmtilegum leik í kvöld. !
S.dór. :
Litla bikarkeppnin
Nýtt „gulhldarliS"
risið app á Skaga?
Hafnfirðingar fóru enga
frægðarför til Akranéss þegar
lið bessara bæja mættust í
Litlu bikarképþninmi s.l. laug-
ardag því hið unga og efnilega
lið Skagarnanna sigraði þá með
7 mörkum gegn 1.
Það var hinn snjalli útherji
Skagamanna Matthías Hall-
grimsson sem skoraði fyrsta
mark leiksins með kollspyrnu
beint upp úr horni. Um miðj-
an fyrri bálfleik jöfnuðu Hafn-
firðingar 1-1 og var þar að
verki Ingvar Viktorsson bak-
vörður ÍBH, sem skaut yfir
ilia staðsettan markvörð Skaga-
manna. Björn Lárusson fyrir-
liði Skagamanna skoraði síðan
2. mark þeirra rétt fyrir leik-
hlé.
Að sögn eins leikmanna IBH
var fyrri háHfleikur ekki svo
mjög ójafn og úrslit hans nokk-
uð sanngjöm en eins og hann
sagði „þá skeðu ósköpin í þeim
síðari og þá réðum við hrein-
lega ekkert við þá".
Fram — Haukar 20-13
Fram tryggði sér annað sæt-
ið með sigri yfir Haukum
Það var hægri útherji Skaga-
manna sém sköraði 3ja mark
þeirra. Síðan skoraði Bjöm
Lárusson 4. markið eftir frá-
bæran samleik hans og Guðj.
Guðmundssoniar sem lagði
boltann fyrir Björn í dauða-
færi, sem hann nýtti til hins
ýtrasta. Þá skoraði Matthías
5. markið en Matthías lék í
stöðu miðherja í þessum leik.
Haraldur Sturlaugsstvn skoraði
það 6. og Matthías' hið 7- og
hafði þar með skorað þrennu
í leiknum.
Það er greinilegt að Skaga-
mennirnir verða með topþlið
í sumar, framlina þeirra er
lfklega sú besta, sem við eig-
um í dag, og að sögn Hafn-
firðinganna er varnarleikur liðs-
ins óðum að lagast. Jón Al-
freðsson sem leikið hetfur í
stöðu tengiliðs til þessa lék
•$• að þessu simni í stöðu mið-
varðar eða „svíber" eins og
farið er að kalla aftasta mann
í vörminni. Með þessari stöðu
breytinigu hefur varnarleikur
liðsins stórbatnað, enda hefur
Jón flesta hæfileika tii að bera
sem þarf til að verða góður
miðvörður.
Með því að sigra Hauka í
þessum Iwlt hefur Fram
tryggt sér „silfrið"
Is-
landsmótinu því þótt félög-
in séu jöfn að stigum hefur
Fram betra markahlutfall.
• Annars var þessí leikur einn
sá leiðinlegasti sem maður
hefur séð í mótinu til þessa^
og var alls ekki þvi likt að
þarna ættust viid Iið númer
2-3 í mótinu heldur að
þarna væri um botnlið að
ræða.
Framarar náðu yfirhendinni
strax í byrjun og héldu henni
allan leikinm út. Munurinn var
lengst af 3-6 mörk en aldrei
minni. I leikhléi var staðam
10-7. I síðari háMedk julku
Framarar heldur við forskotið
og sýndu alla yfirburði í leikn-
um. Lokastaðan varð svo 20-13
eða sjö marka muinur, sem var
sízt tatE stór svo lélegt var
Hauka-liðið og er þetta án elfa
lélegasti leikur þess í mótinu.
Bezti maður Fram var Þor-
steinn Björnsson, sem varði af
snilld. Þá áttu Sigurður Einars-
son og Axel Axelsson báðir
góðam leik. Línutsendinigar Ax-
els eru mjög góðar og átti
Sigurður sdnn góða leik mik-
ið honum að þakka.
Hjá Haukum var Stefán Jóhs-
son eini maðurimm sem ekki
lék undir getu, enda ekki hon-
uim llfkt að láta hugfallast þó
að á móti blási. Siguirður Jóa-
kimsson átti einnig nokfcuð góð-
an leik og var harður í vörn-
inni og eimnig drjúgur að
skora af Mnu.
Dómarar voru Reynir Ólafs-
son og Oli Ólsen og dæmdu
vel.
Mörk Fram: Imigólfur 7, Sig-
urður 5, Guðjón 2, Axel 2,
Pétur 2, Björgvin og Arnar
1 mark hvor.
Mörk Hauka: Stefán 6, Sig-
urður 2, Þórður, Elías, Viðar,
Gísli og Ölafiur 1 mark hver.
S.dór.
Um naestu helgi mætaSkaga-
mennimir Keflvíkingum uppá
Skaga og verður fróðlegt að
sjá þessi tvö 1. deildar lið
mætast og ætti sá leikiur að
gefa nokkuð goða mynd alf
styrkleika liðanna og hvermig
Skagamönnumum gemigur á móti
sterkari liði en IBH. S.dór.
LOKOSTAÐAN 1 1. DEILD.
FH
Fram
Haukar
Valur
KR
IR
tO 9 1 0 190:154 19
10 5 1 4 179:168 11
10 4 3 3 175:184 11
10 4 1 5 184:178 9
10 2 2 6 170:107 6
10 2 0 8 197:221 4
2. ejnvígisskakin.
Hvftt: Petresjan
Svart: Snassky
Tarasch-vöra
1. c4 e6
2. d4 d5
3. Rc3 c5
4. cxdS exdo
5. Rf3 Rc6
6. K3 Rf6
7. Bg2 Be7
8. 0—0 0—0
9. Bg5 cxd4
10. Rxd4 hfi
11. Bc3 Bg4
12. Bb3 Be6
13. Hcl He8
14. Rb5 Dd7
15. R5d4 Bh3
16. Rxc6 bxc6
17. Dd3 Bxg2
18. Kxg2 a5
19. Hc2 a4
20. Rd2 Db7
21. Kgl Hac8
22. Hfcl Rd7
23. Rf3 c5
24. b3 axM
25. axb3 Bf8
26. Hal t Rf6
27. Hca2 Ha8
28. Hxa8 HxaS
29. Hxa8 OxaS
30. Dc2 Re4
31. Rd2 Rxd2
32. Bxd2 Da6
33. Kfl Db5
34. Bc3 «6
35. Ddl Dc6
36. f3 De6
37. Kg2 hð
38. hS Bd6
39. Dd3 Be5
40. BxeS Dxe5
41. h4 KiS
42. Kfl Ke7
43. Kf2 De6
44. Db5 Dd6
45. Db7t Kf6
46. Db5 Dc7
47. Dd3 c4
48. bxc4 bxc4
49. Dc3t Ke6
50. Ke3 Dc5t
51. Dd4 Da3t
52. Kd2 Daðt
53. Kc2 Db5
54 Kc3 Db3t
55. Kd2 Db4t
56. Kc2 Da4t
57. Kc3 Da5t
58. Kxc4 Dc7t
59. Kd3 Dxg3
60. De4t Kf6
61. Dd4t Ke7
Samið um jafntefli.