Þjóðviljinn - 22.04.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.K3ÓVTU1NN — ÞTiðjiudagar 22. apaaSl 2969. DIMIIINNVdxandi a^u9'a siávarút_ ■^^ mW mU^ wKm ■ BW ■ ■ ■■■■■HBnanMMMi _ H eætu skiozt á skoðunum um mál- — málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýslngastj.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórlr Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. Tilefnið jyfjög alvtarleg átök eru nú hafin á vinnumarkaðn- um. Fyrsti þát'turinn í keðjuverkföllum Dags- brúnarmanna og rafvirkja er hafinn, og á sama tíma hefur verkbann iðnrekenda stöðvað hátt á annað hundrað fyrirtseki. Framleiðsla landsmanna er lömuð að verulegu leyti. Ástæða er til að minna enn einu sinni á hvað það er sem veldur þessum ó- tíðindum. Tilefnið er það eitt að atvinnurekendur hafa einhliða ákveðið að lækka kaup láglaunafólks um allf að því 20%; viðbrögð verklýðsfélaganna eru vamarbarátta gegn þeirri ofstækisfullu árás. Eng- in hagfræðileg rök er unnt að faera fyrir því að þjóðfélagið rísi ekki undir því að 10.000 kr. mán- aðarlaun haldi verðgildi sínu, en það er tæpur helm- ingur þeirra launa sem hliðstæðar stéttir fá í grann- löndum okkar, þar sem þjóðartekjur á mann eru svipaðar og hér. Ekki þarf mikla framsýni til þess að gera sér grein fyrir því að jafn víðtæk þjóðfélags- leg átök og nú eru hafin munu á skömmum tíima sólunda fyrir þjóðarheildinni mun hærri upphæð- um en þeim sem um er deilt. Framferði atvinnu- rekenda er í senn óréttíætanleg árás á kjör lág- launafólks og háskalegt tilræði við afkomu þjóðar- heildarinnar. Öll þjóðholl öfl þurfa- að sameinast um að hrinda þeirri árás. Úr vörn i sókn J stéttaátökunum að undanfömu hafa verkalýðsfé lögin sýnt mikla hófsemi. Þau hafa einvörðungu h'áð varnarbaráttu til þess að tryggja afkomu lág- launafólks; þau hafa í lengstu lög skirrzt við að beita afli og miðuðu að lokum verkfallsaðgerðir sín- ar við það að útflutningsframleiðslan yrði fyrir sem minnstum skakkaföllum. En þessi hófsemi verk- lýðsfélaganna stuðlaði ekki að hliðstæðri varúð af hálfu atvinnurekenda, heldur virtist hún æsa upp í þeim ofstækið; þeir hafa nú gripið til verkbanna í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. Því hljóta verk- lýðsfélögin nú að taka baráttuaðferðir sínar og kröfugerð til endurskoðunar. Fyrir því em full rök að breyta varnarbaráttunni í sókn, gera kröfur um grunnkaupshækkanir í samræmi við stáðreyndir um þjóðartekjur á mann, knýja fram stytfingu vinnutíma með óskertu kaupi og lengra orlof í sam- ræmi við það sem nú tíðkast annarstaðar á Norður- löndum, auk þess sem fyrir löngu er orðið tíma- bært að verkafólk fái tryggðan rétt 'til eftirlauna. Árásin á iðju Jjað er fróðleg staðreynd að atvinnurekendur Sjálf- stæðisflokksins gera harkalegustu árás sína á Iðju. Sú var tíð að flokkurinn kvaðst hafa sérstakt dálæti á stjórn þess félags og Mbl. þóttist um skeið vera mikið málgagn hennar. Nú má hins veg- ar öllum vera Ijóst að Morgunblaðið og Sjálfstæð- isflokkurinn ætluðust til nokkurs á móti. Fomstu- menn Iðju em auðsjáanlega taldir hafa bmgðizl blaðinu og flokknum með því að halda fast á lág- markskröfum verkafólks. — m. vegsmálum Hian opinberi umræðufondur, sem handinn var í Sigtúni 14. april á vegum Félags áhuga- manna um sjávarútvegsmál, þar sem Geir Hallgrímsson borgar- stjóri hafði framsögu um fisk- útgerð og fiskvinnslu í Reykja- vík, bar þess greinileg merki að áhugi á sjávarútvegsmálum fer vaxandi hér í borginni. Auk frummælanda tók fjöldi manna til máls og ræddi aðstöðuna til útgerðar hér frá Reykjavík. Þá kom fram gagnrýni á það, að seldir hafa verið þrír eða fjórir línuveiðarar héðan út á land frá áramótiHtL Þá þótti ýmsum út- gerðarmönnum hér í borginni að fyrirgreiðsla bankanna hér við út- gefðina frá Reykjavík væri ekki nógu góð og að mun lakari en fyrirgreiðsla útibúa bankanna við^ útgerð í öðrum landshlutum. Ég tel að þessi fundur hafi verið bæði fróðlegur og gagnleg- ur á marga lund, þó að hann leysti ekkert af þeim vandamálum, sem Um var fjallað, enda var ekki til hans stofnað í þeim tilgangi, heldur einungis til þess, að menn gætu skipzt á skoðunum iom : in. Eftir þá tvo umræðufundi um sjávarútvegsmál sem félagið hef- ur haldið á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan það var stofnað, þá tel ég að vel hafi verið af stað farið. En hins vegar er mikið og þrodaust starf framundan, ef það á að takast að koma sjávarútvegs- málum okkar í sómasamlegt horf. Hversvegna eru iáðumiðin ekki hagnýtt? Það grípur mann undarleg til- finning þegar maður kemur nið- ur að Reykjavíkurhöfn og sér þar erlent veiðiskip með mikinn Iúðu- afla sem það hefur sótt um lang- an veg heiman að frá sér, vestur í Grænlandshaf. Nýlega lá eitt slíkt veiðiskip hér í höfnmni. Þetta var nýlegur línuveiðari frá Álasundi í Noregi. Skipið hafði fengið mikinn lúðuafla hér vestur af Faxaflóa, en þurfti að Ieita lands vegna þess að kaðalendi hafði flækzt í skrúfu skipsins. Lúðuna hraðfrysta Norðmenn- irnir um borð og eru skipin sem þessar veiðar stunda frá Noregi því óháð því að þurfa að leita lands með aflann þó það dragist eitthvað að fá fullfermi. □ Norðmenn hafa stundað þessar veiðar hér stutt vestur af íslandi á undanförnum árum og oft farið héðan af nærliggjandi miðum heim með mikinn og dýran farm. Það hlýtur að vera meira en lítið bogið við sjósókn okkar og hag- nýtingu miða hér í námunda við landið, að við skulum láta útlend- inga eina um að hagnýta svo gjöf- ul mið sem lúðumiðin í dýpinu hér vestur af Faxaflóa. Úthaf hf. — nýtt „óskabarn" þjóðarinnar? Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað með mikilli þátttöku manna og kvenna um allt land, þá var stórhugur ríkjandi með þjóðinni þó hún byggi við þröng kjör.. Þá var Grettistaki- lyft sem lengi mun verða minnzt í þjóðar- sögunni. Nú hefur Farmanna- og fiskimannasamband íslands stofn- að til samtaka sem minna mjög á þann stórhug og þá bjartsýni sem ríkti við stofnun Eimskipafélags- ins. Úthaf h.f. heitir hið nýjá fé- lag sem Farmanna- og fiski- mannasambandið hefur stofnað og leitar nú eftir þátttöku almenn- ings um allt Iand. Hvert á svo hlutverk Úthafs h.f. að vera í ís- lenzkri fiskútgerð? Úthaf ætlar að kaupa verksmiðjuskuttogara og gera hann út til veiða á heimshöf- ...íum hvar sem fisk er að fá. Aflinn á að fullvinnast um borð. Þetta á að vera bæði veiðiskip af fullkomnustu gerð, en um leið fljótandi verksmiðja sem gernýtir aflann; engu verður kastað. Hluta- félagið hefur hug á að kaupa pólskan verksmiðjutogara sem^ farið verður að smíða. Verð skips- ins í íslenzkum krónum mun vera nálægt 207 miljónir. Ríkis- ábyrgð mun nú fengin fyrir 80% af skipsverðinu. Einn tíunda hluta verðs munu Pólverjar vera fúsír að leggja fram, sem síðar mætti svo greiða með fiskimjöli. Þá er cftir rúmar 20 miljónir íslenzkra króna, sem félagið þarf að geta fengið innan ekki mjög langs tíma, svo að það verði ekki af kaupunum. Nú mun koma í Ijós, hvort enn lifir sá stórhugur með íslending- um, sem stofnaði Eimskipafélagið og lagði grundvöllinn að innlend- um siglingum að og frá Iandinu Með tilkomu fullkomins verk- smiðjutogara í íslenzka veiðifloi ann yrði brotið blað í fiskveiði sögu okkar og nýr kafli yrði haf- inn. Tilkoma slíks skips sem hér um ræðir muttdi án efa marka tímamót í okkar útgerðarmálum. Færeyingar hafa nú eignazt tvo verksmiðjutogara, og sá þriðji er í smíðum x Noregi. Norðmenn eiga nú og gera út sjö verk- smiðjutogara. Iuð er ekkert leyndarmál þar í landi að verk- smiðjutogarar þeirra hafa skilað mjög góðum árangri, það er á- stæðan fyrir því hve ört þeim hef- ur fjölgað. Sá stórhugur sem hefur hasl- að sér völl á meðal vor, með stofnun Úthafs h.f., fyrir for- göngu Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, hann verður vonandi til þess, að þjóðin vakni til fullrar meðvitundar um, hvað gera þarf og gera verður, til þess að við skipum aftur veglegt sæti á meðal togveiðiþjóða heims. Þetta er ekki bara metnaðarmál heldur fyrst og fremst hagsmuna- mál þjóðarinnar allrar. Sem fisk- veiðiþjóð eigum við mikið verk framundan, þar sem er að endur- nýja togaraflota okkar með nýj- um skuttogurum. En það er ekki bara endurnýjun hinna gömlu togara sem rekur á eftir og krefst skjótra viðbragða, heldur er full þörf á að . togaraflotinn verði stækkaður sem allra fyrst. Þessi floti þarf að samanstanda af skip- um af tveimur megin-gerðum. Annarsvegar verksmiðjuskuttog- urum. sem fullvinna afurðirnar um borð og gernýta aflann, hins- vegar af skipum sem sækja á nær- liggjandi mið, ísa fiskinn í kassa og koma með hann hingað óunn- inn sem vinnsluhráefni fyrir hrað- frystihús okkar. Þannig er togara- útgerð Norðmanna byggð upp nú, með skipum af þessum tveim- ur megin-gerðum. Ég sakna þess mikla áhuga hér sem gert hefur vart við sig hjá norskum bönkum í sambandi við uppbyggingu togaraútgerðarinnar þar í landi á síðustu fimmtán ár- um. Þar er það ekkert einsdæmi að bankar hafi beinlínis lagt fram hlutafé í togaraútgerð til að flýta fyrir uppbyggingu togaraflotans. Ég mun heldur ekki vera einn um Framhald á 9. síðu. @nlinenlal Önnumsf allar viðgerðir i drátlarvélahjólbörðum Sandum um allt land Gúmmívinnusiofan h.f. Skipholti 35 — Reykjavik Sími 31055 Sængurfatnaður HVÍTUR OG MISLITUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR SÆNGURFATNAÐUR. DRALONSÆNGUR KODDAVER LCxv — ★ —* (yiíðilH' SKÖLAVÓRÐUSTÍG 21 FÆST I KAUPFELAGINU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.