Þjóðviljinn - 27.04.1969, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1969, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJlNTNÍ — Sunnudagur 27. apríl 1969. Freinargeré vegna lagafrumvarps um prófessorsembætti í ættfræði Við umræður í Neðri deild Alþinjgis um frunw. til la@a um stofnun prófessorsembættis í ættfræði fór menntam'álaráð- herra allmörgum orðum um afskipti heimspekideildar af þessu máli. Taldi hann þau afskipti hafa „gert þetta mól allt saman að furðulegum kapatula í sögu heimspeki- deildarinnar". Raunar beindi ráðherra orðum sínum einkium að okkur fjórum undirrituðum, en við höfðum verið flutnings- Forsala miða á leikinn við Arsenal Fyrirframsala á aðgöngu- miðum að leik Arsenal og landsliðsins 4. miaí n.k. hefst í dag, aunnudaig. 1 R- vík verða miðamir seldir í tjaldi fyrir framan Út- vegsbanfcann, en utan Rvík- ur verða umboðsmenn á eftirtöldum stöðum: Akranesi: Magnús Kristjénsson. Grundarfirði: Jónas Gestsson. ísafirði: Ólafur Þórðarson. Sauðárkróki: Stefán Petersen. Siglufirði: Tómias Hallgrímsson. Akurieyri: Hreinn Öskairsson. Húavik: Vilhjálmur Pállsson. Neskaupstað: Sigurður Bjömsson. Vestmannaeyjum: Jóh. í. Guðm. c/o Flugfél. Keflavík: Hafsteinn Guðmundsson, Selfossi: Björn Gíslason. Það sikal tekið fram, að Flugfélaig Tslands giefur sér- stakan afslátt af ferðum vegna Ieiksins. Gilda þau fargjöld daginn fyrir o£ daginn eftir leikdag og sjáflfan leikdaiginn. Þar sem þúast miá við miki'Mi aðsókn, er fólki ráð- lagt að tryggja sér miða í tima. Verð aðgönguimiða verður kr. 200 í stúku, kr. 100 stæði og kr. 25 fyrir böm. (Frétt frá KSÍ). menn þeixrair tillögu, er heim- spekideild samþykkti sem um- sö'gn sína um þetta lagafrum- vairp. En um þá umsögn deild- arinniar sagði ráðhema m.a.: ..Ég sé en@a ástæðu til að draga dul á það. að mér hefur mjög misiíkað. hvemig heim- spekideildin . . . hefur komið fram í þessu máli. Það er gerð tilraun til að spilla hugmynd, sem ég taldí mjög góða . . . I máli ráðherra gætti slíkra missiagtia að *xið töldum ó- hjákvæmilegt að gera athuga- semdir til Alþingis við orð bans. til leiðréttingar og skýr- ingar Með því að allrækileo-ar frásaignir af Alþingisumræðum um þetta mál bafa birzt i blöð- um, einnig varðandi þau atriði: sem beint var að okkuir sérstak- lega, þykir okkur einnig óhjá- kvæmilegt að koma eftirgreind- um athugasemdum á framfæri opinberlega. (1) Menntamálairáðberra taldi heimspekideild bafa klofnað um málið: ..Heimspekideildiarkenn- aramir átta hafa skipzt í tvo jafna hópa“, og er þetta marg- eedurtekiði í máli ráðh., við fjórmenningamir taldir vera helminigur deildarinniar. Hið rétta er, að er málið kom til umsaignar heimspekideildar. hinn 28. jan. s,l., voru 14 deild- arrnenn á fundi (af 17, er at- kvæðisrétt hafa), en tveir af þessum 14 sátu hjá. Af þeim 12, er tóku einhvem þátt í af- greiðslu málsins, greiddu átta tillögu okkar atkvæði, og var hún því samþykkt sem ályktun deildairinniar. En hinir fjórir, saignfræðikennaramir, báru fram sérálit. Eru báðar álits- gerðimiair prentaðar með nefnd- aráliti meirihluta menntamála- nefndar Neðri deildatr, ásamt umsögn hiáskólarektors. í báð- um álitsgerðunum er umræddu prófessorsembætti hafnað, og kom ekki fram nein tillaga í heimspekideild um að mæla með stofnun embæ'ttisins. Var af- staða deildarinniar til þesisa efnisatriðis því samhljóða. Rökstuðningur gegn stofnun embættisins var hins vegar lítið eitt misimunandi. Sagnfræði- kenmairamir lögðu megináherzlu á, að vegnia brýnna þarfa á öðr- um kennurum, er deildin hefði gert tillögur urn í kenniairaáætl- un sinni fyrir næstu sjö ár (til 1975), sé stofnun þessa embætt- is ótímabær. T ályktun deildar- innar er tekið í sama stremg. Þar segir svo: „Deildin getur ekki fallizt á stofnun prófessorsembættis af þessu tagi, á meðan ekki hefur verið orðið við tilmælum deild- arinnar um embætti og stöður í beim greinum, sem þegar fer fram starfsemi í á vegum deild- arinnar eða áætlandr eru um. Hefur deildin á undanföimum bremur árum gert tillögur til vfirvalda um stofnun þriggja práfessorsembætt.a og einnar lektorssi öðu (fulls starfs), án bess að þær tillögur hafi náð fram að ganga. Er því svo kom- ið, að tvísýnt er. hvort unnt verður að halda upp; fullnægj- andi kennslu o-g prófum í sum- um þeim greinum. sem eru á veaum deildarinnar, og að nokkru er þessa raunar nú þeg- ar ekki kostur. Auk þessa má °eta. að í tillöeum deildarinna.r til háskólanefndiax um aukið kennaralið á næstu 7 árum (til 1975) er gert ráð fyrir 19 lekt- orsstöðum til viðbótar (sem sumum hverjum mætti breyta í prófessorsembætti síðar), þar af 5 á næstu tveimur árum (1969 'til 1970)“. En megináherzla er í álykf- un deildarinnar lögð á, að stofn- un prófesisorsembættis í ætt- fræði sérstaklega samrýmist yf- irleitt ekki þeim háskólaiJÓlit- isku sjóniarmiðum, sem efst eru á baugi bæði hér og við háskóla í nágranmalöndunum. Um þetta segir svo í ályktun heimspeki- deildiar: „Deildin telur, að enda þótt segja megi, að fræðigrein sú, sem hér er um að ræða, hafi nokkra sérstöðu hérlendis, þá sé hún ekki þess' eðlis, að. hún geti verið sjálfstæð háskóla- grein, með sérstöku. prófessors- embætti, endia er deildinni ekki kunnugt um. að við nökkum háskóla, stóran eða smáan, sé prófessiorsembætti í greininni né sérstök kenniarastaða. af öðru tagi“. (2) Menntaimáliairáðhérra sagði okkuir fjóra „andmæla því beinlínis, að ættfræði geti tal- izt vísindagrein . . . hafi fjór- ir kennarar við heimspekideild „beinlínis sagt menntamálanefnd Nd. rangt til um eðli ættfræði sem vísindagreinar og staðbæft auk þess, að hvergi nokkurs staðar séu til við nokkum há- skóla, stóran eða smáan, pró- fessorsembætti í g.reininni né sérsitök kenmarasfaða af öðru ta'gi“. Segi-r ráðherra um þetba: „Þessi ummæli fjögunra kennara eru ekki aðeins röog, heldiur tel ég þau fullkomlega hneykslanleg, svo hneykslanleg, að það nálgaist móðgun við þing- nefnd og Alþinigi að viðhafa slík ummæli". Til stuðnimgs máli sínu vitniar ráðherra í fjórar alfræðibækur, sem beri ,,svt) að segja nákvæm- lega saman um að telja ættfræði stuðningsvísindi sagnfræði eða deild í. þátt af sagnfræðivísind- um“. „Hér hefur því verið gerð til- raun til að blekkja hv. mennta- málanefnd og sjálft Alþinigi", segir ráðherra. Hið rétta er, að í ályktun heimspekideild-ar er yfirleitt alls ekki fjallað um vísindalega stöðu ættfræðinniar, þ.e. hvort telia beri ættfræðirannsóknir vísindalegar í þeim skilnimgi, að bae-r fáist við vísindaleg verk- efni og brix: hnn •'n'sindaleg- um starfsaðferðum. í ályktun- inni em heldur ekki bomar brigður á fræðilegt gildi ætt- fræðinnnr cem biálpargreinar fyrir aðrar fræðigreiniar, t.d. sagnfræði. Eins og segir hér að framan, er í álvktuninni aðeins látið uppi það áb't. að ættfræði sé ekki þess eðlis. að húm geti varið s.iálfstæð háskólagrein, með sérstöku prófessorsembætti. Er það álit vitaskuld byggt á beim meginsjámarmiðum um uppbvggingu háskóla. sem efst eru á baugi. bæði hér og í ná- pranin al öndunum. Það er heldur ekki rétt, að staðhæft hafi verið. að hvergi nokkurs staðar sé f.il við nokk- um háskóla embætti eða staða í ættfræði, heldur er aðeins sa-gt, að heimsoekideild sé ekki kunnugt um slíkt.. Okkur fjómm var ekkj kunnugt um neitt slíkt, og í umraeðum á fundi heim- stoekideilldiar kom elkkí fram, »ð nokkrum deildarmiannia væri knnnugt um slíkt embætti eða stöðu. C3) Menntamálaráðherra vitn- aði í Eneyelopædia Britamn.iea um það, að prófessorsembætti væru í ættfræði t.d. við þýzka háskóla. og segir um þá bók, að hínigað til hafi ..ekki þótt smekk- logt að telja, að þar sé ekki far- ið með réttar staðreyndir". Ráð- he-rra nefndi þó emgan sérstak- an þýzkan háskóla í þessu sam- bandi. Með því að við tölduim rétt að hætta á að gerast sekir um þá smekkleysu að hafa heldur það, er sanmara reyndst, jafnvel Framhald á 7. síðu. Að kveðja dyra Frumvarp þriggja Aliþýðu- þandalagsmianna um Ieigunám á verkbannsfyrirtæfcjum olli miklu uppnámi á Morgun- blaðinu. Samt eru viðbrögð þess blaðs hófsamleg í saman- burði við þá algeru vanstill- ingu sem gripið hefur mál- gagn Bjöms Jónssonar og Hannihals Valdimarssonar, litla blaðið með langa naifninu. Það lýsir algerri andstöðu við frumvarpið, telur það „skrípa- leik á alþimgi“, pg vill með engu móti hefta frelsi svo- kallaðra vinnuveitenda til að reka verfkafólk út úr fyrir- tækjum sem öll þjóðin veit að þeir eiga ekfci í raun og haldið er fljótandi með enda- lausum framlöglum af al- mannafé. Fyrr á þessu þingi kom hins vegar fram frum- varp um að alþingi bannaði verklfáll yfirmanna á fiisfci- skipaflotanum og skammtaði þeim í þokkabót mjög veru- lega kauplækfeun. Þá töluðu liðsmenn þeirra Hannibals og Bjöms ekkeirt um „skrípaleik á al.þinigi“; í sitaðinn hélt Hannibal Valdimarsson rasðu og lýsti yfir því í lokin að hann vildi ekki bregða fæti fyrir það fmimivarp; hann myndi sitja hjá! Sannskon-ar vellþókinun hafði Hánnibal á frumvarpi sem ríkisstjómin bar fram á þingi haustið 1967, en í því var lagí til að lög um vísitölulbætur yrðu niður felld, samkomulagið frá 1964 svikið. Sú ákvörðun er undirrót þeirrar stórifelldu kjaraskerð- ingar sem síðan helfur verið fraimíkvæmd og þeirrar allt of árangurslitlu bairáttu sem verklýðshreyfingin hefur háð. Hainnibal Valldimarsson, for- seti Alþýðusamibandsins, fflutti enga ræðu við það tækifæri; hins vegar gættí hann þess vandlega að vera ekki við- staddur þegar at’kvæði voru greidd — hann vildi ekki bregða fæti fyrir það fmm- varp heldur. Þannig er það alveg Tjóst hvað Hannibals- sinnar telja „skrípaleik'* og hvað þeir telja rétfcmæt vinnu- brögð á alþingi. Litla blaðið með langa nafninu er einnig mjög heift- arfullt sökum þetss að hér í blaðinu héfur verið á það bent að ástæðulaiust sé fyrir á annað þúsund verkamenn að láta reka sig út af vthnu- sitöðum sínum. Segir blaðið að slík ummasii séu hvorki meira né minna en. krafa um „byltingu". Það er alfcunna að verklýðssamtök í Vestur-Ev- rópu hafa oft gripið til slíkra viðbragða þegar atvinnurek- endur hafa reynt að beita illa fengnu húsbóndavaldi; hefur sú barátta oft borið ár- angur þótt ekki hafi af henni hlbtizt jaifn vanþóknanleg af- leiðing og „bylting1*. En litla blaðið með langa nafninu tel- ur auðsjáanfega að íslenzkir verkamenn eigi ekki að gera sig svo digra að telja sig eiga einTfvom rétt á vinnustöðum sínum; þeir eiga að hlýða þeg- ar atvinnurekendur skipa þeim fyrir. Vafalaust em þessi skrif fyrirboði stjómmálatíðinda af svipuðu tagi og menn halfa fengið að kynnast undanfama mánuði. Þeir Hannibal og Bjöm hafa leitað húsasikjóls bæði hjá Alþýðutfflokknum og Framsókn; nú stendur auðsjá- anlega til að berja upp á hjá Sjálfstæðisfflökknuim, hægra miegin. — Austri. Höfum til sölu varahluti í margskonar amerískar vélar og tséki svo sem þungavinnuvélar, bifréiðar og önnur flutn- ingatæki. Ennfrémur varahluti í rafmiagns- og fjar- skiptatæki svo sem útvörp, sjónvörp og talstöðv- ar. Kynnið ykkur hvoirt varan er til hjá okkur áður én þér pantið erlendis frá. SÍMAR, 31333 og 31232. Sölunefndin. ÚTB0Ð Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu barnaskóla við Álfhólsveg. Útboðsgögn afhent á skrifstofu minni gégn 5000,00 kr. skilatryggingu. Tilboðin opnuð 13. maí 1969. Kópavogi 25. apríl 1969. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. ■w MELAYOLLUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ í dag kl. 14,00 Valur - KR Dómari: Magnús V. Pétursson. Mótanefnd. x... síj# .fV/* t<.t SfjiÉ ..f. __ii -fc. * K0MMÓÐUR — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar ÍBÚDIR Til sölu eru tvær íbúðir á vegum Byggingasamvinnufélags Kópavogs 5 herbergja fokheld og 3ja herbergj-a fok- held í júní. Upplýsingar þriðjudaga og miðvikudaga kl. 5—7 á skrifstofu félagsins Skjólbraut 1, sími 42595 eða hjá Grími Runólfssyni, sími 40576. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 Trésmíðaþ jónustan veitir húseigendum fullkomna viðgerða- og við- haldsþjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra ásamt breytingum og annarri smíðavinnu úti sem inni. — SÍMI; 41055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.