Þjóðviljinn - 17.09.1969, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1969, Blaðsíða 6
I SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miövifcudatgur 17. septemniber 1969. Hið ískyggilega ástand á Norður-Irlandi sem enginn sér I fyrir endann á hefur verið eitt helzta fréttaefni blaða og útvarps í sumar. I dag birtir Þjóðviljinn fyrstu greinina af þremur sem Jacques Amalric hefur ritað í ,,Le Monde“ um Norður- Irland, atburðina þar að undanförnu og aðdraganda þeirra. £ldar loga í Dyflinni 1916 Brezkij hermenn 8AGGILIÐINNAR ÞAÐ SKIPTIR um við Vikt- oríustöðina, þegar komið ea: úr suðurátt frá Dytfílinni. Þar er tollbyggingin og sfcrifstofur út- lendingaeftirlitsirLS. Þegar kom- ið er út úr þeseari gráu, ó- hreinu byggingu, blasir við siamveldisfáninn. Tvö hundruð kílómetrum þaðan, á Amdens- stöðinni, þar sóm lestin lagði af stað, biafcti við hún hinn þriíiti fáni írska lýð- veldisins. En landsiagið er það sama, sömu grænu litbrigðin og þar gat að líba, hæðirnar eru svipaðar, limgerðin, bú- peningurinn, og fólkið. en í 25 kílómetra fjarlægð frá Belfast koma vel-ksmiðjubyggingaæna>r í ljós. Borgin hefur ólíkt svip- mót Dyflinni. Strætisvagn- arnir eru tveggja hæða og rauð- ir, eins og í London, leigubílar Belfastborgar eru og nákvæm- lega eins og þeiir, sem aka um hjairta City, stórir, svartir og þægilegir. Á matsölustöðum eru á þoðstólum ýmsar rósavíns- tegundir frá Suður-Aíríku. Þegar baldið er út í ■ úthverfin, finnur maður strax, hvort hann er staddiur í hverfi kaþ- ólskra manna ellegar mótmæl- enda. Muninn sór maður á and- litum fólksins, og híbýlum þess. íburðurinn er stórum meiri í hverfum mótmælenda, og framian við þau eru gjam- an fánastengur. Þær er hins vegar ekkj að finna í hverfum kaþólskra. Mótmælendur flagga samveldisf ánanum við öll hugs- anleg tækifæri. Þeir virðaist bafa sérstafca naotn af því. Sennilega eru þeir að sann- færa sjálfa sig og aðra um uppruna sinn með þessu móti. Fáni írska lýðveldisins er bann- aður á Norður-lrlandi, bg því flagga fcaþólskir aldæei, og hafa þess vegna enga ástæðu tjl að hafa fánastöng firaman við hí- býli sín. í HVERFUM mótmælenda sjást greinileg merki liðinna tíma. M- a- má sjá vígorðið „Gefizt efcki upp“ letrað með tjöru. Þetta eru orð mianna Vilhjálms af Ónaníu, er kaþ- ólskar sveitir Jakobs annars veittu þeim umsátur í London- derry. Þótt liðið sé hátt á þrjðju öld fná því að þetta var, heldur vígorðið sínu gildd. Skatnmt frá gietur að líta ann- an „orðskvið“ skráðan stórum rauðum srtöfum, „Berjið páf- ann“. Og þama rétt hjá er hópur ungs fólks vopnað- ur bareflum, og á jakkaboð- ungum þess stendur „Munið 1690“. Það ár biðu sveitir Jak- obs annars algeran ósigur fyr- ir mótmælendum við Boyne. Að baki þessum ungu varðlið- um sést gli-tta í annað vígorð, sem leiðjr hugann að löngu liðnum orustum: „Eigi að víkja". Svo sagði Sir Edward Carson í byrjun aldiarinn- ar, en hann var foringi orang- ista, og leit svo á, að með sjálfstæði írlands yrði úti um allt, það er að segja, að páfinn myndi ná yfirhendinm.. Hon- um voru hugstæðar kenningar þær, sem öllum ungum mót- mælendum voru innrættar, heimastjóm, Rómarstjórn, páfa- stjóm. Ekki steirtsnar frá þekur barnaleg veggmynd af. Vil- hjálmi af Oraníu í orustunni við Boyne heilan húsvegg. Or- usta ' þessi var háð 12. júlí 1690. í hálfa öld hefur 12. júlí verið þjóðhátíðardagur mót- mælenda í Ulster. Þennan dag, svo og 12. ógúst, en þá var sig- urinn við Londonderry unnjnn, skipuleggja mótmælendur mikl- ar hersýningar í flesitum borg- um og bæjum í Ulster. Á þenn- an áhrifaim'ifcla bátt eru kaþ- ólskir minntir á ósigra sína. En þetta ár voru kaiþólsfcu Rómverjiarnir í Londonderry' (mótmælendur í Ulster kalla kaþólsika ætíð Rómverja. af því að þeár eru þjónar páfa- valdsins), ekki í sfcapi til að tafca á móti pennyunum, sem Orahgistar ffleygðu til þeirra ofan af virkisveggjum gömlu borgarinnar í háðungarskyni. Þeir gerðu uppreisn, og þessi uppreisn kann að binda endj á yfirstjórn mótimælenda- ÞAÐ ER þýðingarlaust að ætla sér að skilja atburðina í Ulster, ef maður gerir sér ekki grein fyrir því, að það eru at- burðir liðinnar tíðar, sem blanda loftið lævi, spilla og ejtra út frá sér. í Ulster end- urtekur sagan sig ekki. Þar hjakkar allt í sama farinu. For- tíðin er konungur, harðstjóri. Það er í hans nafni, sem þeir drepa stundum og berjast gjarnan, svíkja stundum þann kiristindóm og þann guð, sem þeir hreykja sér af að styðja. Þessar mótsagnir, sem samfé- lögin tvö hengja batt sinn á, er einnig að finna í tungutaki fólksins. Orðin mótmælandi, or- angisti, konungssinni og sam- einingarsinni háfa sömu þýð- ingu, og á sama hátt orðin kaþ- ólsfcur, þjóðernissinni, pápisti og lýðveldissinni. Þetta sýnir, að hér er efcki eiinungis um að ræða trúarbragðastyrjöld, og sum átöbin minna gjaman á stríð milli frumstæðr>a ætt- bálka. En hvað er eiginlega á seyði í Ulster? Það er ekki auðvelt að svara þeirri spum- ingu. Sleggjudómiar eru marg- ir. „Alþjóðlegt kommúnistasam- særi“ segja öfgamenn úr hópi mótmælenda, og hirða nú ekki lengur um páfann. „Uppreisn minnihluta, sem á útrýmingu á hættu“, segja skeleggir þjóð- •emissinnar. En þótt mál þetta virðist einstætt, er það ef til vill ofur einfalt og sígilt, þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Og er þetta ekki gámla sagan um þann sterkari, sem óttaðist að verða sá veikari, meirihlutann, sem óttaðist að þurfa að láta í minni pokann? Er þetta ekki hliðstætt því, sem átt hefur sér stað í AÍsír, Bandaríkjun- um, Elsass og Lothringen? TÖLURNAR tala sinu máli. í Ulster eru mótmælendur um ein miljón talsins, og eru meira en 60% íbúanna. Ef frland yrði sameinað, yrðu þeir varla fleiri, því að í írsfca lýðveld- inu aðhyllast aðeins 4% af þrem miljónum íbúa mótmæl- endatrú. írum er ekki gefin sú dyggð að sýna umburðarlyndi í trúarefnum, það hefur sagan sýnt og nú, eins og í byrjun aldarinnar, er nauðsynlegt að heyja baráttu til að viðbalda skiptingunni, og láta ekki við- gangast að Ulsterbúar bregð- ist köllun sinni, og láti kaþ- ólskuna ríða yfir sig eins og loga yfir akur. Og þannig álít- ur mikill fjöldi mótmælenda, að það sé algerlega loku fyr- ir það skotið, að slaka á gagn- vart kaþólskum. Viðkoman hjá kaþólskum er geysimikil, og þessi staðreynd er býsna þung á metunum. Kaþólska kirkjan í írlandii er sennilega íh>aldssam>ari en í flestum lönd- um öðrum, og lætur alla.r sitað- hæfingar um gaignsiemi getnað- arvama sem vind um eyru þjóta. En þrá-tt fyrir þetta hef- , ur kaiþólskum í Ulster heldur lítið fjölgað, einfcum vegna þess, að fólk leitar þaðan á brott ýmdsisa hluta vegna. Ár- ið 1937 vom 33,5°/o þjóðarinn- ar kaþólsikrar trúar, og árið 1961 aðeins örlitlu ffleiri, eða 34,9%. Þessi blutfallstalia virð- „ ist lítið hiafa hækkað síðustu árin, enda þótt 51% skóla- barna séu nú fcabólskrar trú- ar. Þannig er brottflutningur kaþólsfcra alger forsenda fyr- ir áframhialdiandi yfi.rráðum mófjmælenda á Norður-lrlandi- Þessd valdafíkn mótmæl- enda er óumdedlanleg. Þess gerist ekki þörf að ræða við skeleggustu foringjana, svo sem séra Paisley, eða Ronald Bun- ting sem stjórnar sveitum „Lög- hlýðinna borgara" til að ganga úr stouigga um þetta. Nægilegt er að kynna sér að nokkru leyti starfsemd Reglu orangista, en aðalstöðvar hennar eru til húsa á Dublin Road 65 í Belfast. ALLIR Ulsterbúar kunna einhver skil á þessum félags- skap. Mikil^. fjöldi orangista á aðild að honum, sumir telja að þeir séu um 100 þúsund, en mjög örðugt er að afla sér upplýsinga um starfsemi hans. Samt sem áður er hann án efa mjög öflugur. Hann á íulltrúa í hverju einasta þorpi í. Ulst- er. Fall O’Neills fýrir fjórum mómiðum skýrir nokkuð vald reglu þessanar, sem starfar að sumu leyti á svipaðan hátt og frímúrarar og hefur innan sinna vébanda presbytara sem hókirkjumenn og meþódista. 25. apríl sl. tófcu hielztu tignar- menn innan reglunnar höndum saman og samþykfctu vantraust á stefnu þáverandi forsætis- ráðherra O’Neill, en hann hafði verið Vinsamlegur í garð kaþ- ólslkra. Aðeins þremur dögum síðar sagði O’Neill af sér. Eft- irmaður hans, Chichester-Clark, fer efckí í neina launfcofa með aðild siína að reglunni. „Auð- vitað er ég félagi í henni og stoltur af“, er h-aft eftir hon- um, skömmu efti-r að hann komst til valda. Sama er að segj-a um fflesta ráðherra h-ans. Aðeins 5 af 39 þingmönnum íhaldsmanna („Únionista“) eru Sjálfstæðisbarátta íra hefur kostað miirg mannslífin. Blóðugustu átökin urðu í páskaupp- reisninni 1916 scm lyktaði með ósigri írsku þjóðfrelsissveitanna en var þó undanfari þess að írska lýðveldið var stofnað. Myndirnar eru frá páskaupprcisninni. Efri myndin (teikning) sýn- ir uppreisnarmcnn í aðalpósthúsinu í Dyflinni þaðan sem uppreisninni var stjórnað. Ljós- myndin sýnir hvernig umhorfs var í pósthúsinu eftir að Bretar höfðu náð því á sitt vaid. NORÐUR- ÍRLAND N ekki félagar í reglunni. Tveim þeirra hefur aldrei hlotnazt sú sæmd, einn sa-gði sig úr henni, þar sem dóttir haps ha-fði í hyggju að giftast kaþ- ólskum manni, sá. fjórði var rekinn úr reglunni, því að hann hafði sézt í k-aþólskrá kirkju. Sá fimmti, R’ichard Fer- guson, sagði sig úr féla-gsskapn- u-m mjög nýlega. Á úrsögn sinni gaf hann eftirfarandi skýringu, og oHi hún miklu fjaðrafoki í Belfast: „Það er kominn tími til. að eining riki í Ulster. Þar sem ég er stjórn- málamaður, t-él ég sikyldu mína að segja mig ú-r reglunni. Stjórnmál eiga að vera hafin yfir trúarbragðaerjur... í- haldsmenn eig-a ekki að láta líta svo út sem þeir verði að sitja og standa eftir þvi sem reglan býður þeim.“ En það er einmitt þetta, sem þeir virð- ast vera að gera. Reglan var stofnuð árið 1790 að undirla-gi ungs lö-gfræðings, Wolfe Tone. Hann var mótmælendatrúar, en reyndi að fó samfélögin tvö til að sætta sig við brezk yfirráð. Allt frá stöfnun hef- ur reglan verið mjög sterkt afj, mjög hliðhollt Bretum, og segja má, að undanfarin 50 ár h-afi hún í raun réttsri ráðið lögum og lofum í Ulster fyrir milH- göngu íhia-ldsmanna („Únion- ista“). En hverjar eru kenningar reglunnar? Þrátt fyrir margar tilraunir reyndist okkur eíf- itt að fá svör ábyrgra aðila. Hins vegar var okkur bent á lítinn bækling, sem hefur að geyrtia helztu sjónarmið féla-gs- manna, og þar fengum við svör við nokkrum spumingum okk- ar. Höfundu-rinn séra Dewar segir Vþar á einum stað: „Það er ógerlegt að aðskilja trúmál og stjórnmál á Norður-írlandi. Þesis vegna verða orangistar. sem eru sannir mó-tmælendur og trújr þegnar brezkti krún- unnar að verja stjórnarskrána. trúna og sameininguna við Stóra-Bretland. Land-amærin (hér eir átt við 1-ándamæri Ul- ster og Suður-írlands) eru því sá virkisveggur, sem tryggir þeim stjórnmálalegt frelsi und- i-r samveldisfánanum, -svo sem virkisveggir Lond-onderry fyrir þremur öldum“. Hverjar eru skyldur hjnna sönnu orangista? Séra Dewar sikýrgreinir þser á eftirfarandi h-átt: „Þeir eiga að rækta með sér sannleiksást. réttlæti og bróðurkærleik, trú og ■ til- beiðslu. Þeir skulu vera h-átt- vísir og kuirteiisir. Þeir eiga að rækja féilagssikap dyggðugra, en forðast þá, sem djöflinum þjóna. Þeir e-iga að elska, virða og verja trú mótmælenda, og le-itast við að útbreiða h-ana, en berjast gegn villu-kenning- um kirkjunnar í Róm, og láta aldrei sjá sig við pápískar guðsþjónuistur. Á allan hátt skulu þeir berjasit gegn áhrif- um kaþólsku kirkjunnar, — svo fremi að það gangi ekki í berhögg við lög, — gegn út- breiðslu henna-r og valdi, en hugsa þó hlýlega og með kæ-r- leifca til sinna ka-þólsku bræðina“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.