Þjóðviljinn - 17.09.1969, Page 7

Þjóðviljinn - 17.09.1969, Page 7
▼ M&ðiwiikiuidiaigiur 13- september 1069 — ÞJÓÐVILJIIIN — SlÐA ’J ÚTISÝNINGIN I NESKAUPSTAÐ: Framtak sem gæti orðið öðrum til eftirbreytni • Sem kunnufft er voru lang- flest verkin á útisýningu þeirri, sem haldin var á Skólavörðu- holti í sumar, send til Nes- kaupstaðar að sýningunni liér lokinni og sett upp þar í skrúð- garðinum. — I>etta framtak þeirra Norðfirðinga licfur vak- ið athygli og fréttir að austan herma að sýningin hafi yfir- leitt þótt athyglisverð. • Á fundi í Félagi íslenzkra myndlistarmanna liinn 5. þ.m. var eftirfarandi samþykkt gerð: „Fundur í Félagi íslenzkra myndlisftarmanna lýsir yfir á- nægju sinni með framtak Nes- kaupstaðar, þar sem útisýning- in á Skólavörðuholti var sett þar upp nú siðla sumars. Iútið bæjarfélag taldi ekki eftir kostnað né fyrirhöfn við að koma sýningunni fyrir á bezta stað sem völ var á. Til þessa hafa verið liöfð mörg orð um nauðsyn þess að koma list um landið, en minna orðið um efndir. Ber þvi að meta að verðleikum þetta framtak Neskaupstaðar, sem gæti orðið öðrum til eftir- hreytni.“ © Þjóðviljinn birtir í dag grein, sem Bjarni Þórðarson bæjarstjóri hefur ritað um sýn- inguna. Greinin birtist í Aust- urlandi skömmu eftir að sýn- ingin Var opnuð um miðjan ágúst. ' Höggmyndasýningin í skrúð- gairðinum í Neskaupstað var opnuð á sunnudiaigsmorgun. — Fjöfeniairgir gestir komu í garð- inn þann diag, og sn'ðan hefur aðsókn verið talsverð. Munu þeir bæjarbúar ekki miargir, sem ekki hiafa lagt leið sína í skrúðgarðinn í þessari viku og mairgt aðkomumianna hefur einnig^gert það. Svo sem við var að búasit eru menn ekki á eitt sáttir um listaiverkín. Þó mun ekkert hafa komið mönnum á óvart, eftir þær frásagnir, sem borizt höfðu af sýningunni á Skólavörðu- holti. f>ó vantar það vorkið, sem ég hafði einna mest heyrt taiað um „Velferð'airrikið". — Það fauk nefnilega út í veður og vind nokkru áður en það skyldi flutit hingiað, og má vera, að sumum finnist það táknrænn athurður. Svo miklir natúralistar er- um við enn, að ílestum þótti ,,Stóð“ Raignars Kjartanssonar bera af. Mörg önnur verk fundu náð fyrir flcsitra augum en nokbuir þótfcu fyrir neðan allair hellur, svo siem innaní- fiarnir og andlitslausir menn, sjúbrairúm o.fl. — Menn, sem óvanir eru að umgangast list af Iwssu tagi. hljóta að fá þá tilfinninigu, að listamaðurinn sé að spila með þá, nerna hann sé sjálfur eitthvað skrítinn. En við eigum vist að trúa því, að þetta sé framúrstefna í list, og að þetta sé það, sem koma skial. Sýningin tefeur sig prýðilega út í skrúðgarðinum. Reyndar tókst ekki að koma þyngsta verkinu, mikilli vöirðu, sem vegur tvö og hálft tonn, upp í garðinn og stendur hún á stéttinni fyrir framan tröpp- Uirnar og sómir sér vel. Þessa vörðu hefur Reykjajvíkurborg keypt fyrir 200 þús. kr. og Stóðið keypti hún fyrir 80 þús. kr. Þó að menn séu ekki á einu máli um verkin á sýningunni og flestum finnist sum þeirra fáránleg og utangarna, verður því ekki neitað, að mikið er í það varið, að ( fá sýningu sem ]x?ssa. Menn komast í nokkra snortingu við nýjar stofnur í listum og cnginn skyldi íyrirfram fullyrða neitt um það, hvað ofan á verður í þeim efnum. Ætli menn að hafa full not af sýningunni, er ráðlegt að ganga oftar en einu sinni á vit þeirra verka, setm ]>ar eru, njóta áhrifa þeirra og leita skilnings á þeim öílum, sem voru ,að verki við sköpun þeirra. Ef myndirnar á höggmynda- sýningunni eru bornar sam-an við verk yngri listmálara, hljóta menn að komasit að þeirri niðuirstöðu, að málararn- ir eru fæstir eftirbátar mynd- höggvaranna, þegar um það er að . ræða, að gera afkáralegar myndir, sem hinn almenni skoðari hefur engan "skilning á og vcrðuir fyrir engum áhrif- um af, nema þá til hneyksl- unar. Ég varð ekki fyrir vonbrigð- um með þessa sýningu. Meiri- hluti listaverkanna fellur mór vel í goð, önnur miður en sum finnst mór nauða ómerkileg og alveg laus við það, að fela í sér nokkuð það, siem verð- skuldiar að vera kennt við list. Og svipuð þessari afsitöðu mun afstaða alls almennin.gs vera, þótit til kunni að vera þeir, sem fordæma þetta allt, og aðrir, sem hefja það allt upp til skýjanna sem guðdómlega list. B.Þ. Við ætlum að vinna að því að framhald geti orðið □ t Neskaupstað hafa nú scinnihluta sumars verið til sýnis í skrúðgarði bæjarins hfiggmyndir þær, er áður stóðu um hríð á Skólavörðuholti í Reykjavík en höfundar þeirra eru nær 20 aðilar úr Félagi íslenzkra myndlistarmanna. Sýningu þessari er nú lokið og verkin verða senn flutt burt. Af því tilefni sneri fréttamað- ur Þjóðviljans sér til formanns menningarnefndar Neskaup- staða.r, Birgis Stefánssonar, og spurði hann um ýmislegt varð- andi sýningu þessa. Hver eru tildrög þess, að úti- sýning á hög.gmyndum var fengin hingað til Neskaup- staðar? Það byrjaði nú þannig, að gamall 1 Norðfirðinguir, sem hafði talsvert samband við þessa menn suma, sem að höggmyndasýningunni standa, og þá sérstaklega Ra'gnar Kjairtansson, sem er forstöðu- miaður sýningarnefndairinnar í Reykjavík, hann kom að máli við okkur hér og greindi frá því, að það hefði verið talað um það nokkuð í þessari sýn- ingarnefnd að koma sýning- unni upp oinnig utan Reykja- víkur. Meðal annars hafði þeim dottið í huig Aikiuireyri og ein- Rætt við Birgi Stefánsson, formann menn- ingarnefndar Neskaupstaðar hver staður á Austuirlandi, og var þá einna helzt talað um Egilsstaði. Ég var stadöur í Reykjavík um mánaðamót febr- úar-marz, og átti þá tal við ýmsa aðstandendiur sýningar- innar fyriir hönd menningar- nefndairinnar, sem siðar ákvað að reyna að fá sýninguna hing- að. Síðar gerðist það, að Ak- ureyringum var boðin þessi sýning, en þeir tóku hana ekki. Hinsvegair vair frá því gengið snemma vors frá okkar bálfu, að fá sýninguna hingað aust- ur í ágústmánuðd. Kjörin sem ókkur voru boð- in, virtust fremur haigstæð, þ.e. að við skyldum fá verkin end- urgjaldslaust, en sjá um fluitn- ing þeiirra til og frá Reykja- Illirti af skrúðgarðinum með nokkrum listaverkanna. vík svo og uppsetningu hér á staðnum. Vairðandi flutning verkanna, þá settum við akkuir í samband við Landhielgisgæzl- un-a sem tók málaleitan okkar um að flytj-a sýninguna fram og til bakia frábaórlega vel, og annaðist það verk okkur að kostnaðarlausu. Er óvist, að af sýningunni hefði orðið, ef ekki hefði komið til greiðvikni Landhelgisgæzlunnar. Nú, svo komu veirkin hingiað austur, flest hin siömu og sýnd höfðu verið á Skólavörðuholt- inu og allt voru það sömu höf- und-ar og þar, sem hér sýndu, • nema einn er vantaðd í hóp- inn. I sýningarnefndinni í Reykjavík voru Ragnar Kjart- ansson, Jóhann Eyfells ög Jón B Jónasson. Var ákveðið að einhver þessara manna kæmi au'Stur með sýningunni til að setja bana upp hér, og varð það Jón B. Jónasson, er dvaldi hér í tvo daga. Sýningin var opnuð 10. ágúst og stóð til 7. september. Hvernig var svo aðsóknin? Við höfum reyndiar ekki ná- kvæm-ar tölur um það, en það hefur verið gæzla í giarðinum og sýningarskrár þar afhentar. Aðgangur hefur hinsvegar ekki Fnarahald á 9. síðu. Á torginu framau við Skrúðgarðinn var komið fyrir höggmyndinni Vörðunni H eftir Jóhann K. Eyfells. Hér stendur við viirðu þessa Birgir Stefánsson, formaður menningarnefndar Neskaupstað- ar, sem hafði milligöngu um að fá höggmyndasýninguna austur. ' V s ' ' •. •■\nnsxsx>,;.^..s ^ í-XssvW ss ^.s<^.ss • • - Þarna sjást: Höggmynd eftir Guðmund Bencdiktsson, Stóð eftir Ragnar Kjartansson, Skrítnir fogl- ar eftir Jón B. Jónasson og Mynd eftir Diter Rot (fjærst í kassa). — Ljósmyndirnar tók Hjör- leifur Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.