Þjóðviljinn - 21.09.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1969, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ I t Sunnudagur 21. septeimlber 1969 — 34. órgangur — 205. töluiblað. Frá þjóðhátíð í Eyjum: Það getur verið anzi flókið að komast á milli. nú. íslenzk tún munli rösklega 100 þús. hektarar og ef að af- rakstur hefur skroppið saman um fimmtán hestburði á hvern, þá er þair um að ræða upp- hæð sem svarar til 600 miljóna króna á ári. Það mundi muna miklu fyrir íslenzka bændur nú, ef þeir gætu siparað fóður- urbætiskaup með eðlilegum afrakstri af túnum sínum. Ég tel að íslenzkum bændum hafi verið seldur vondur áburður, að þeir haíi ekki fengið þann áburð sem þeir óskuðu eftir, vegna þess að ríkið hefur fengið því hlutafélagi sem rak Áburðarverksmiðjuna aðstöðu til að skammta bændum áburð. Menn tala mikið um harða vet- ur, og ekki að ófyrirsynju, en harðir vetur hafa áður komið: ég held við ættum að beina at- hyglinni að þeirri staðreynd að afrakstur á hektara er miklu minni en um aldamót. ★ Ef við svo víkjum að útgerð, þá liggur það Ijóst fyrir, að meiriháttar lausn á hafnar- málum Sunnlendinga er ekki fundin. Á Suðurlandi er raun- verulega aðeins ein höfn sem um munar, Vestmannaeyjar, og hún hefur ekkert uppland. En úti fyrir allri suðurströndinni eru þau fisikimið. að önnur eru gfefei betri, naegtabnxnnur sem ekki aðeins Sunnlendingar heldur íslenzka þjóðin öll hef- ur lifað á. Það hefur verið samfellt stór- átak um áratugi að gera Vest- mannaeyjahöfn nothæfa. Og ríkisvaldið hefur oi't sýnt Viðtal við Karl Guðjónsson mann í broddi lífsins. svo herská að mörgum útgerðarmönnum þótti nóg um, enda var það svo, að sjómenn þar nutu betri kjara en annarsstaðar. Nú hefur þetta jafnazt og kjör sjómanna eru ekki betri í Eyjum en annairs- staðar. En útgerðarbær, sem allt á undir sjósókn, og hefur góða aðstöðu, á að borga sín- um sjómönnum betur en aðrir staðir gera. Það er hagur sam- félagsins á þeim stað og þá út- ari og ódýrari samgöngum milli lands og Eyja. Fólk sem býr við vegkantinn gerir sér alls ekki grein fyrir því, hve mikið íyrirtæki það er fyrir Vestmannaeyinga að koma til meginlandsins, ég tala nú ekki um ef að bíllinn er hafður með — í það kostar álíka mikið að senda bíl til Kaupmanna- hafnar og hér á milli. Lausn á þessum málum liggur ekki á laiusu, en Vestmannaeyingair mannaeyingar sjálfir að reka sinn sjómannaskóla, þótt hann njóti að vísu nokkurs ríkis- styrks. í»að eru á þessu svæði alls- konar félög um tónlistar- og leiklistarstarfsemi eins og menn vita, en ekki geri ég ráð fyrir því, að í þeim efnum sé neinna sérstaikra breytinga að vænta. í Eyjum hefur verið ansi líflegt í músíkinni, bæði í kórum og lúðrasvedt, þar i IspjaJU við Karl Guðjónsson alþingismann ber að sjálf- sögðu margt á góma: landbún- að, útgerð, félagsmál á Suð- urlandi og í Eyjum; er ekki víst að einstakar spurningar þar að lútandi verði upp sikrií- aðar, heldur svörin sett fram sem samfelld frásögn. En þetta samtal byrjaði á forvitni bláða- manns um reynslu þingmanns, reynslu af.því að fulltrúi Eyja- manna verður um leið fulltrúi hinna stóru landbxinaðarhéraða Suðurlands. — Ég var, sagði Karl, meðai þeirra sem mæltu með því að kjördæmin yrðu stækkuð, og ég held að sú breyting * hafi gefið góða raun þegar á heild- ina er litið. Mér finnst hún haíi opnað fólki til sjávar og sveita meiri víðsýni, kennt því að taka meira tillit hvort til annars. En auðvitað dettur mér ekki í hug að haldá' því fram, að þessi kjördæmaskipan sé sú eina rétta. Það er svo ljóst, að það kjör- dæmi siem ég er fulltrúi fyrir er að ýmsu leyti erfitt: það er eiginlega tvö lönd, því Vest- mannaeyjar eru heimur út aí fyrúr sig. Félagslega er mjög torvelt, eins og gefur aiuga leið, að ná saman því fólki sem er í hvarskonair heildarsamtökum á þessu svæði. Og þessi skipt- ing er, frá gömlu sjónarmiði, ekki aðeins landfræðileg held- ur og atvinnuleg: snávarútveg- ur hefur alla daga verið snar- asti þáttor í m'annlífi í Eyjum, en landbúnaður á íslandi á sér höfuðstöðvar á Suðurlandsund- irlendiniU. Allt jxetta skapar einum manni, sem á að vera í för- svari fyrir þessi meginlönd, aerin verkefni — allt verður þetta léttara hjá stóru flokk- unum. En ef ég segi í stuttu máli, hver sé munurinn á því að vera fulltrúi Vestmannaeyja og alls Suðurlands, þá er hann fýrst óg fremst sá — einkum ef maðurinn er alinn upp í Eyjum, að hann verður að setjast við og læna sína nýju lexíu — um landbúnaðinn. ★ Landbúnaður, sjávairútvegur, iðnaður — þésisir þaéttir vindast saman með þekktum hætti á svæðinu, og eins og annarsstaðar er iðnaður held- ur í sókn. En ef við nefnum það sem brýnast er, efst á baugi, þá eru það erfiðleikar þeir, sem bændur hafa' við að glíma. Það má kannski segja sem svo, að einn náungi utan úr Vestmannaeyjum þurfi ekki svo mjög að bera landbúnað- inn fyrir brjósti, einkum ef menn hugsa til þes® að Sunn- lendingar éiga sér að fyrsta þingmanni landbúnaðarráðherr- ann. Hitt er annað mál, að ekki finnst mér að landbúnað- ur hafi notið þess eins og þyrfti. Mér finnst það skipta einna mestu máli í landbúnaði, að afrakstur af íslenzkum túnum hefur farið minnkandi. >ann- ig að þar sem áður fengust — fyrir einum fimmtán til to'ttugu árum — 40 - 45 hest- burðir af hektara þar fást 30 binda miklar vonir við þróun loftþófiaskipa, sem enn eru ekki nógu langt á veg komin, því miður. ★ Suðurland er kannski betur sett með skóla en mörg svæði önnur, við höfum t.d. menntaskóla á Laugarvatni. Hitt er svo annað mál að rík- ið hefur oft verið mjög tregt í taumi að virða allar aðstæð- ur. Til dæmis verða Vest- Frá Þorlákshö/u þessu hjarta íslenzks atvinnu- lífs ærið lítinn skilning og skorið lengst af við nögl efna- hagslegan stuðning við upp- bygginguna. Það hefur nánast alltaf verið farið með þær fjár- veitingar eins og ölmusugjafir til deyjandi fólks, en lítið bor- ið á skilningi á því, að ein- mitt úr þessum stað kom sú blóðgjöf, sem íslenzkt þjóðfé- lag gat sizt án verið. Stéttarsamtök sjómanna hafa verið herská í Eyjum, ekki sízt meðan Siigurður Stefánsson var gerðarinna,r einnig. Menn veirða lík,a að muna, að það eru ýms- ir annmarkar á því að búa á eyju, menn eru allave-ga^ ekki eins inni í samfélaginu og 'þsir sem búa við vegiakerfið — og' það eru þá aðeins betri tekj- ur sem geta jafnað þann mun að nokkru. Og strit kynslóða við að byggja upp Vestmanna- eyjar og sú aðstaða sem þar er gefur svo sannarlega tilefni til að svo verði gert. Það er mikil nauðsyn að finna ledð til að koma á örugg- hafa lika verið ágætir forystu- mehn á þessu sviði eins og Brynjólfur Sigurðsson og Odd- geir Kristjánsson. Og þótt t.d. Selfoss sé miklu yngri bær þá hatfia menn þar komið sér upp hliðstæðum samtökum, auk þess sem þar er sterkt leik- félag. Rangárvallasýslan var talin eina sýslan sem ekki ætti sér þorp. en nú eru þar tvö mynd- arleg þorp til þjónustu við bændur. Hella og Hvolsvöllur. Samskonar þorp er Selfoss að sj álfsögðu í Ámessýslu, en þar eru fleiri pláss og verkaskipt- ing meiri: fiskiþorpin þrjú á ströndinni, Hveragerði gróður- húsanna, og fcelja má að þoi-p sé einnig risið við Ljósafoss; ekki skulum við heldur gleyma skólasetrinu á Laugarvatni. I Skaftafellssýslu er þorp sem stendur á gömlum merg og annast störf fyrir landbúnað- inn, Vík, og vísdr að öð.-u siíku á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er semsagt mikið svæði og fjölskrúðugt. Nú sem stend- ur er það þj akað af afleitri veðráttu og er ’ vitanléga hsett við að 1 andbún aðarxramleiðsl- an dnagist saman, þótt varla verði kjötsíkortur í bili, því að líklegt er að bændur verði að fækka allmiikdð bústofni sínum. Að lofeum viidi ég aðeins segja þetta: Suðurlandsifejör- dsemi er að öllu * samanlögðu ein blómlegasta by®gð á ís- landi, og það er von mín að þetta ágaeta svæði megi í fram-tíðinni búa við sér bag- kvæmara stjórnarfar en nú heúxwr versð wn sfeesð. — áb. >, ■> .4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.