Þjóðviljinn - 21.09.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.09.1969, Blaðsíða 10
I JSffiA — Þ-JÓÐVILJINN — Sunnudatgur 21. september 1969. Þessi staður á tvímælalaust mikla framtíð fyrir sér, sem menntasetur og sem ferðamannastaÖur, sagði Þór Vigfússon menntaskólakennari um Laugarvatn í viðtali við Þjóðviljann, 'Og ætti harin að vita hvað hann syngur, því hann hefur ekki aðeins búið hér og kennt við menntaskólann í nokkur ár, heldur gekk líka sjálfur hér í skóla ungur piltur. Nýja húsmæðraskólahúsið í byggingu. Menntasetur d veturna - ferðamannabœr d sumrin Þór Vigíússon menntaskólakennari. LAUGAR- VATN Þan eru mörg handtökin, sem Ijúka þarf áður en M.L. hefur störf í október eigi nemendur að komast í nýju heimavistarbygginguna. Hér er verið að límbcra strigaveggfóður ganganna- Eítir hokkrar málalengingar féllst Þór á að fræða lesenduir Þjóðviljans nokkuð nm staðinm, þótt hann tæki reyndar fram, að til væru margir sér fróðari menn, og byrjaði náttúrulega á nafninu Laugarvatn. Er sagt, að tslendingar hafi eftir kristnitöku verið skírðir að Reykjum í LaugJ ardal, þ^r sem of kalt var til þess annarsstáðar og halfi laug- in, sem fólkið var skírt í, síð- an gefið staðnum nafn. — Hér var venjulegt bænda- býli fram til 1928, segir Þór, að héraðssikólinn var stofnaður og mó síðan segja, að allir hinir skólamir hér, Menntaskólinn, íþróttakennaraskólinn, Hús- mæðraskólirm t)g bamaskóli hreppsins, sem er heimangöngu- skóli, séu allir sprottnir upp af honum. Er nú svo komið, að þetta er orðinn allmikitl staður á vetuma, líklega um 450 manns hér þá, en fastir íbúar á Lauig- arvatni em orðnir um 130 tals- ins. HvataWaður að stofnun I- þróttakannaraskólans, sem fyrst þróðaðist hér í skjóli Héraðs- skólans, var Bjöm Jakobssom, sem hér var lengi við íþrótta- kennslu. Var • fþróttakennára- slkóli íslands stofnaður hér 1942 og Bjöm var fyrsti Skólastjóri hans- Tildrög Húsmæðraskólans voru þau, að farið var að halda að sumariagi matreiðshmámskeiö í Héraðsskólanuim, auk þess sem Þeir voru að hamast við að ljúka heimavist húsmæðraskólanemanna fyrir vetuiúnn, en gáfu sér tíma til að líta upp slundarkorn og safnast saman fyrir framan Ijósmyndavélina- stofnuð var 1942 innan hansvé- banda húsmæðradeiild í húsimi Lind,' gamla húsinu, sem Hús- mæðraskóli Suðurlands er enn í, en hann var síðan stofnaður árið 1944- Þróun Menmtaskólams var þannig að fynst var byrjað að kenna til menntaskóla innan Héraðsskólans og var hór eigin- lega í reynd kominn menntaskóli þegar Menintaskólinn á Laugar- vatni var formlega stofnaður 1953- Tóku þeir Ifýrstu, sem hér lærðu algerlega til stúdentsprófs, prófið í Reykjavík 1952, en fyrstu stúdenitamir voru útskrifaðir beint ihéðan 1954. — Er margt sameiginílegt hjá skólunum, eins og tjd. kennsla, kennarar, félagslíf, mötuneyti? — Það er dálítið um að kenn- arar kenni aukatíma við aðra slcóla, en yfirleitt hefur hver skóli sína kennara og kennslu, og Ifélagsllíf eins ■ og íþróttir, klúbbasitarfsemi, kvöldvökur og fleira þvílíkt fer fram innan hvers skóla. Hið sameiginlega félaggliíf er aOallega böl.lin og er hér damsað heilmikið allan vet- urinn og auk þess vegleg árs- hátíð við hvem' skóla. Mötuneyti er hér sameigin- legt í liéraðsskólanum fyrir nemendur hans, Menntaskólans og íþróttakermaraskólans, sem er útaf tfyrir sig ágætt, en skipu- lag þess óhentugt- Er matazt í tveim flokkum, öllum flokkn- um hleypt inn í einu og þá bæði þrönig á 'þingi, mikið að gera og erfitt að anna þesisu öllu- Mætti kippa þessu í lag t-d- með lengri matartímum, en auk'þesga eru .matmáilstímatinir áfar ó- hentugir fyrir Menntaskólamn. ; ' > . v. fföimr Það sem þyrfti hér væri scr-1 stakt hús fyrir matsölu eða mötuneyti allra , skólanna . og ffyrir samkomnr þeirfá’, 'anináfs nýtist ekki sem skyldi sá kóStxlF'* að hafa rnarga skóla' “á‘! sdfti£v staðnum. Væri þá líka hajgt ;;að!n Heimavistir Menntaskólans. Verið er að Ijúka síðari álmu þeirrar tii hægri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.