Þjóðviljinn - 01.10.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA —i ÞJÓÐVHaJINN — Miðvifcudagur 1. október 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Ritatjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstlórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórt: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 Í5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Þriíia risa veldiB r J dag e-ru liðin rétt íuttugu ár síðan alþýðustjórn tók völd í Kína eftir einhverja örðugus'tu og stórbrotnustu byltingarbaráttu sem um getur. Þessi atburður breytti þegar rás mannkynssög- unnar, og margt bendir 'til þess að hann muni halda áfram að móta þróun alþjóðamála í vax- andi imæli. Innanlands hafa kínversk stjómar- völd unnið þrekvirki sem þeir einir skilja sem vita einhver deili á lifnaðarháttum manna í van- þróuðum ríkjum; þeir hafa upprætt 'hungurdauð- ann og tryggt furðu öra efnahagslega þróun. Við skipulagningu mála í landi sínu hafa þeir beitt aðferðum og kenningum sem vakið hafa miklar deilur og furðu, ekki sízt síðustu árin; þeir styðj- ast ekki aðeins við sósíalismann, sem var kveikj- an í byltingarbaráttunni, heldur og við fom kín- versk lífsviðhorf, sem em afar fjarlæg vestur- landamönnum. Ekkert er fráleitara en að meta atburðarás í Kína af sjónarhóli vesturlanda, sem hafa allt aðrar efnahagslegar forsendur og allt önnur lífsviðhorf einstaklinga. En óneitanlega verður fróðlegt að sjá hvort Kínverjum tekst að fraimkvæma þá kenningu sína að láta stjómmála- áhuga og siðgæðisviðhorf koma í stað efnahags- legrar umbunar er þeir iðnvæða land sitt. r,. JJt á við hafa Kínverjar orðið stórveldi á síðustu 20 árum og stefna að því að hasla sér völl við hlið Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Allt til þessa hefur þeim hins vegar verið neitað um þann rétt sem þeir eiga heimtingu á í alþjóðleg- um samskiptum. Bandaríkjastjóm hefur beitt verulegum hluta af herstyrk sínum gegn Kína- veldi, komið upp umfangsmiklu herstöðvakerfi umhverfis landið og á kínversku eynni Taivan, háð tortímingarstyrjaldir við landaimæri þess, jafnt í Kóreu sem Víetnam. Allt til þessa hefur hinu vesturheimska stórveldi fekizt að halda stærsta ríki heims utan Sameinuðu þjóðanna og notið til þess aðstoðar ósjálfstæðra ríkisstjórna eins og þeirrar íslenzku. Ofan á þetta hafa síðustu árin bætzt hinar hrikalegu deilur Kínverja og Rússa, en þær sýna afar glögglega hversu örlaga- ríkar veilur enn eru í stjómarháttum og stefnu sósíalískra ríkja. 'J’ækniþróunin hefur leitt til þess að örlög mann- kynsins eru nú samtvinnaðri en nokkru sinni fyrr. Fátt er háskalegra en að reyna að halda stærstu þjóð mannkynsins utan dyra þegar tekn- ar eru ákvarðanir um skipan alþjóðamála. Sú stefna hefur vissulega valdið kínversku þjóðinni miklum örðugleikum en hún brennur einnig á þeim sem beita svo skammsýnni oftrú á eigin völd. Það er ekki aðeins réttlætisimál kínversku þjóðarinnar að þriðja risaveldið öðlist fullt jafn- rétti á alþjóðavettvangi heldur sameiginleg nauð- syn þess mannkyns sem á.tilvem sína undir því að friður haldist í heiminum. — m. Ályktanir frá þingi Landssam- bands ísl. verzlunarmanna □ Þótt nokkuð sé umliðið frá þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, sem haldið var á Akureyri birtir blaðið hér ályktanir þingsins og frásögn af nýrri stjóm LÍV. VII. þing LÍV var haldið á Akureyri dagana 4.-6. septemb- er sl. Þingið sátu 53 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Þing- ið valdi sér að kjörorði: „Stundvísi í starfi“, og vildi með því vekja sérstaka athygli á því vaxandi vandamáli sem óstundvísi er. Kjaramál í kjairamálum gerði þingið eftirfarandi ályktun: „7. þin.g LÍV haldið á Akur- eyri 4.—6. september 1969, leggua- höfuðáherzlu á, að full vinna sé á hverjum tíma tryggð öllum vinnufærum þegnum þjóðfélagsins. Þingið krefst þess að nú þe-g- ar verði gerðar ráðsfcafanir sem dugi til þess, að eyða því atvinnuleysi sem nú ríkir, og tiryggi fulla vinnu. Samfara fullri vinnu er höf- uðnauðsyn að tryggja aukinn kaupmátt launa. Skrifstofu- og verzJunarfólk ásamt öðirum launiþegum hef- ur á undanförnum árum haft fuilan skilning á, að hinir miklu erfiðleikar, sem steðjað hafa að þjóðinni, hafa krafizt þess, að launþegar tækju á;sig ákveðna kjaraskerðingu. Hefur kiröfu- og samninga- gerð verkalýðsfélaganna mót- azt af þessum skilningi. Þrátt fyrir það bafa álögur hins opinbera farið sívaxandi og hefur allur framfærslukost n- aður, skattar og opinber gjöld m.a. af þeim söikum farið stöð- u,gt hækkandi og er nú svo komið, að laun samkvæmt launatöxtum hrökkva hvergi nærri fyrir hrýnustu lífsnauð- synjum. Þingið leggur áherzlu á, að grundvallarforsendia fyrir því að tryggja fólki auknar raiun- tekjur, er að atvinnuvegunum sé á hverjum tíma tryggður nauðsynlegur rekstr argru n d- völlur. 1 því sambandi vill þingið benda á þá hætfcu sem verzl- unairfyrirtækjum er búin með óraunhæfum verðlagsákvæð- um. Hin öra þróun á síðustu ár- um í þeim atvinnugreinum, sem verzlunar- og skrifstofu- fólk vinnur við, sem krefst sí- fellt fleira fólks með meiri sér- þekkingu á sviði viðskipta- og þjónustustarfa, gerir það óum- flýjanlegt, að félög innan LÍV taki nú þegar til endurskoðun- ar uppbyggingu gildandi kjara- samninga". Lífeyrissjóðir f lífeyrissjóðsmálum gerði þingið eftirfarandi samþykkt: „VII. þing LÍV haldið á Ak- ureyri 4. - 6. september 1969, leggur áherzlu á, að sjálfstætt ákvörðunairvald samningsaðila vinnumarkaðsins yfir samn- ingsbundnum lífeyrissjóðum verði ekki skert eða takmark- anir settair af hálfu löggjafar- valdsins, sem ' þessir aðilar telja anr’-'reðar baigsmunum lífeyris^' 'laga og atvinnu- veganna. ' i'rið álítur að opin- ber ihlutun um málefni sjóð- anna komi ekki til gTeina né neinar breytingar á reglugerð- um lífeyrissjóða eða ráðstöf- un fjármuna þeirra, nem.a með samþykki viðkomandi verka- lýðsfélaga, þar sem l'ífeyris- sjóðirnir eru ótvíræð eign fé- lagsmanna þeirra.“ ' Afgreiðslutími Afgreiðslutími verzlana: „7. þing LÍV haldið á Akur- eyri '4.-6.- september 1969 varar eindregið við þeirri nei- kvæðu þróun, sem orðið hefur á lokunartíma söliubúða. Þingið mótmælir harðlega einhliða ákvörðun verzlunar- eigenda í Því máli, sem leitt hafa til brota á gildandi kj.ara- samningum og reglugerðum. Þingið átelur að ráðandi borgar- og bæjarstjórnir sikuli láta viðgangast brot á settum reglugerðum um lokunartíma söluþúða. Þingið telur að mál þetta verði ekki leyst nema í sam- ráði við verzlunarmannafélöig- in og felur stjóm LÍV að vinna nú þegair að lausn málsins." Aðild Þá var gerð eftirfarandi samþykkt: „Þing LÍV bendir á þá þró- un sem átt hefur sér stað víða erlendis í stjórnun atvinnu- fyrirfækja, að launþegar hafa fengið aðild að stjóm og á- góðahluta fyrirtækjanna. Hefur þessi þróun verið já- kvæð fyrir samskipti launþega og atvinnurekenda og fært í fjöimörgum tilfellum betri kjör. 7. þing LÍV telur eðlilegt 'að íylgzt sé náið með nýjunigum í kjarabaráttu sem þessarj og beinir því til stjórnar LÍV að hún láti fara fram könnun á því hvort fyrirkomulaig þetta miuni henta við íslenzkar að- stæður og á hvern hátt væri heppilegast að koma því á. Þingið kýs 5 manna nefnd til að kanna þetta mál og skal stjórn LÍV gera grein fyrir þeirri könnun á 8. þingi LÍV“. Starfsmat Svofelld samþykkt var gerð um starfsmat: „VII. þing LÍV baldið á Ak- eyri 4. - 6. september 1969 ályktar, að með tilliti til þeirr- ar öru framþróunar, tilkomu stórra íyrirtækja og sérhæfni sem ryður sér nú braut á sviði viðskipfca- og þjónustustarfa, sé brýn nauðsyn, að komið verði á starfsmati við verzlunar- og skrifstofustörf og felur stjóm LÍV að vinna að framgangi þessa máls. Orlofsheimilasjóður Um orlofsheimilasjóð verzl- unarfólks gerði þingið svo- hljóðandi samþykkt: „VII. þing LÍV haldið á Ak- eyri 4. - 6. september 1969 samþykktir með vísan til sam- komulaigs LÍV og VR við við- semjendur u-m greiðslu 0,25% tillaigs í orlofsheimilasjóð að stofnaður vexði sameiiginlegur Orlofsheimilasjóður verzlunar- fólks. Tilganigur sjóðsins er að stuðla að byggingu orlofsheim- ila fyrir verzlunar- og slfcrif- stofufólk. Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum. Skal stjómin Kosin sem hér segir: Stjóm VR tílnefnir þrjá mienn og stjórn LIV tvo. Varamenn skulu kosnir með sam-a hæittí. Endurskoðaðir ársreikningar skulu sendir sambandsfélög- um“. Fræðslumál „Sjöunda þing LÍV samþykk- ir að fejla stjórn samtakanna að taka upp öflugia baráttu fyrir setningu ' löggjafar' um verzlun arf r æ ðslu, menntun, réttindi og skyldur þeirra, sem rækja verzlunar- og viðskipta- störf í landinu. f þessu sambandi verði leit- að eftír samvinnu við þá aðila sem verzlunarfræðslan snertir sérstaklega“. Fjárfestingarsjóður „VII. þing LÍV haldið á Ak- eyri 4. - 6. september 1969 lýsár yfir stuðningi við tillögu þá er fram kom á síðasta ASÍ- þingi um, að stofnaður verði sérstakur f j árfestíngarsj óður alþýðu. Hlutverk sjóðsins skal vera að ávaxta sjóðsfé í fyrirtækj- um =iofnunum og atvinnu- re' með kaupum á Verð- og hlutabréfum, þar sem það get- ur orðið til eflingar í upp- byglgingu atvinnuvega þjóðar- innar. Nánar um hlutverk sjóðsdns, uppbyggingu o.fl. bi-rtist í framlögðu fylgiskjali, Félaigs- blað VR 48. tbl. júli 1969 bls. 4 — Fjármiagn fólksins, eftíir Guðmund H. Garðarsson, for- mann VR“, Utanríkisnéfnd „VII. þing LÍV haldið á Ak- ureyri 4. - 6. september 1969 samþykkir að kjósa fimm manna nefnd, er hafi það sér- staka verkefni að fjalla um samskipti LÍV við verkalýðs- hireyfingu erlendra ríkja. Er það skoðun þingsáns, að íslenzka verkalýðshireyfingin verði að skipuleggja betur sam- skipti sin við erlenda verka- Framíhald á 9. síðu. SNJOHJOLBARÐAR MEÐ EÐA ÁN ÍSNAGLA Þér komizt lengra Þér hemlið befur Þér takið betur af á Yokohama snjóhiólbörðum TRYGGIÐ öryggi yðar og ai í umferðinni akið á Yokohama með eða án ísnaq FAST HJA KAUPFÉLÖGUM UM LAND ALLT VELADEILD SIS 38900 ARMULA3 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.