Þjóðviljinn - 25.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞiÆÓÐVIlLJŒNitJ — Þfráðjudagiur 25- nóviamlber 1369. Mörkuðum Efta-ríki — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. r Aætlunarbúskapur gökum fámennis eru íslendingar um margt sér- stæð þjóð. Þegnum fjölmennra þjóða finnst það nánast skrítla að 200 þúsund manna þjóð skuli reyna að byggja upp sjálfstætt þjóðfélag, vilja ráða málum sínum sjálf. Þetta álit á smáþjóðinni ís- lendingum er íarið að síast inn í íslenzka stjóm- málamenn og valdamenn, að íslendingar geti ekki átt neina framtíð nema sem aðilar að stórri heild, ríkjabandalögum, markaðsbandalögum, hemaðar- bandalagi. Og núverandi valdamenn gætu s'tyrkzt í þeirri trú vegna þess að áratugs tilraun þeirra að kcnma á þjóðfélagi óhefts kapítalisma hefur herfilega mistekizt, enda þótt hún væii gerð við hin ákjósanlegustu skilyrði. Jjessi atriði komu fram í framsöguræðu Magnúsar Kjartanssonar á Alþingi í gær um fmmvarp- ið um áætlunarráð ríkisins. Flutningsmaður minn'ti á að þjóðfélag íslendinga er að því leyti einstætt í Vestur-Evrópu að hinn félagslegi þáttur efna- hagslífsins er miklu stærri en í öðrum auðvalds- þjóðfélögum. Bankar og lánastofnanir em í ríkis- eign að langmestu leyti. Allar stærstu verksmiðj- ur íslendinga em í ríkiseign, þar á meðal síldar- verksmiðjur, áburðarverksmiðja, sementsverk- smiðja og auk þess raforkuverin. Talsverður hluti fiskiflotans og fiskiðnaðar em í höndum bæjarfé- laga eða samvinnufélaga. „Ef allt atvinnukerfið er tekið kemur í Ijós að hlutyr einkaauðmagnsins í framleiðslukerfi þjóðarinnar er ekki nema um það bil þriðjungur. Þar við bætist að á íslandi er naumast um að ræða nokkurt einkafjármagn í pen- ingum“. Magnús minnti einnig á að yfirleitt i er hinum félagslega þætti í framleiðslukerfinu stjómað af mönnum sem andvígir era opinbemm rekstri. En nauðsyn hinnar fámennu þjóðar á sam- einingu kraftanna og fjánmagnsins hafa knúií' meira að segja þá flokka sem alltaf eru með einka- framtakið á vömnum til að leita inn á leiðir félags- legs reksturs. Verkalýðshreyfingin og alþýðuflokk- arnir hafa auðvitað haft mikil áhrif á þessa þróun. j^ú er hins vegar reynt að brjóta þennan félags- lega þátt niður. Inngangan í EFTA á að þjóna því markmiði meðal annars. í þess stað er þjóðinni lífsnauðsyn að efla jákvæðan áætlunarbúskap. Og annar stærsti flokkur landsins, Framsóknarflokk- urinn hefur á seinni ámm snúizt, til fylgis við á- ætlunarbúskap, að minnsta kosti í áróðri sínum. Tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið, hafa áætlunarbúskap að yfirlýstiri stefnu. Svo gæti því virzt, að meirihluti væri kominn á Al- þingi og með þjóðinni til að framkvæma skipuleg- an áætlunarbúskap á íslandi. Verður fróðlegt að fylgjast með afstöðu Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins til h'ins nýja fmmvarps um áætlun- arráð ríkisins, sem einmitt ber í sér ramma um slíkan þjóðarbúskap íslendinga, miðað við það á- stand sem nú ríkir. — s. ráða voldugir auðhringar - Ræða Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, á Eftafundi Alþýðubandalagsins Það heíur löngum þótt mik- il kúnst og þeir menn taldir íorvitrir, er báru í sér þann mátt að geta greint orsiakir flókinna hlutasamb'andia og diregið af þedm ályktanir, er síð’aa- reyndust réttar. Nú aetla ég mér ekki þá dul, að telja mig til þeinra spöku mikilmenna, en það er engu að síður skylda mán að gera tilraun til að greina í sundur og útsikýra þau málefni. sem aetla mastti að lægju innan míns verksviðs. Eins og þefcking á fortíðinni er undirstaða skilnings á nú- tíðinni, þá er rýni í grundvall- ar-lögmal og eðli eins þjóðfé- lagsskipulaigs nauðsynleg for- senda fyrir skilningi á virkni þjóðfélaigsins og þeim þróunaæ- möguleikum, seah í þvi búa. í samræmi við þetta mun ég leitast við að draga frarn i dagsljósið grundvallarlögmál eðli og þær forsendur, sem liggja að baki EFTA og bera það saman við það ástand sem hér ríkir. Fríverzlunarbandalagið grund- virllast eins og orðið segir á íríverzlun. Fríverzlun er göm- ui haigfræðikenning, sem segir að afnám tolla og annarra við- skiptahindrana milli landa tryggi ódýrustu framleiðslu og hagkvæmustu nýtingu auðlindia sérhvers lands, þvi án vemd- unar mun fjármagn og vi«nn- áfl aétíð- léitá iún í gróðávasn- legustu svið efnahaigsiifsins. Kreddan fullyrðir — og þann- iig einnig áróðursboðskap'ur 1 ötjórnarinn-ar' — að sérhver vara verði þá framleidd með lágmarkstilk'ostnaði. þanniig skulu þær framledðsluigreinar hverfa, sem bera háian fram- leiðslukostnað og þar með hátt söluverð. Þetta nefnist baig- kvæm vinnuskipting. Duttlung- ar markaðsins og hildarleikur framboðs og eftirspurnar hljóta svo — ef áróðursboðskapurinn hefur röfcrænan endi — að beina fjáxmaigninu inn á ónum- in lönd efnahaigslífsins, þar sem steiktar gæ'sir hanga í kippum í ofhlöðnum eplatrjám. Þetta er það sem fcallað er strúktúrbreyting eða samsetn- ingu efnahagslífsdns verður breytt. Vil ég nú leggja þetta til hliðar í bráð en koma fyrst að öðru, sem er óbki síður mik- ilvægt. Goðsögnin nm hagkvæma vinnuskiptingu. lögmál fram- boðs og eftirspumar. dular- rnátt markaðsins og óhindraða framtakssemi einstaiklin:gsins — allt huigtök, sem orðin eru að pólitískri trúairjátningu, er sú hagspeki, sem stjóma skal efnáhaigs- og athafnalífi þjóð- arinnar. Viðreisnin er innlend tilraun í sömu átt, en af henni®^ höfum við alltof langa reynslu. En til að gera langa sögu stutta, þá getum við öll verið sammálaum það, að íslandi verður ekki stjórnað af nókkru viti og sikynsemi án leiðandi forystu ríkisvaldsins í efna- haigsmálum. Það gera landkost- ir allir, lega okkar og fámenni. í öðru lagi verður forysta ríkisvaldsins að miðast við þarfir launþeganna. Þeirra vegna verður að draga úr hag- sveiflum eins og mögulega er hægt, því þeir verða að axla þær. Hagkerfi, sem ekki megn- ar að draga þannig úr hag- sveiflum, að þær hvorki orsaki kreppur né ofþenslu tekur ekki mið af ísJenzkum staðháttum. EFTA-innganga er tilraun til að festa og tryggja bagstefnu viðreisnarinnar hér utn ókom- in áir. EFTA-inngangan er framleng- ing viðredsnarinnar á uitanjrík- isviðskiptin. Pólitísikur hugsanagangur hefur ætíð þá tilhneigingu að gefa bugtökum og orðum goð- sögulegt, óvefengjanlegt inni- hald. Umræður um EFTA eru á- gætt dærni þessa. Eitt af þess- um- óhugsuðu slaigorðum er hinn mangrámaði 100 mdljón manna markaður, þar sem við eigum að mata krók okkar á. Það er einkum tvennt sem við varðum að athuiga í sam- bandí við þetta orð markaður: í fyrsta lagi: Við erum ekki komdn inn á markað þó við tengjumst bonum, og í annan sitað, hvers konar roairkiaður er þetta, sem við tengjumst? í hinum svokallaða iðnþró- aða heimd er til ein tegund markaðar, sem kalla mætti frjálsan, það eru hráefnamark- aðimir svoköilluðu, en þessix markaðir mynda grundvöll iðn- aðar- og matvælaframleiðslu iðnþróuðu þjóðanna. Duttlungar framboðs og eft- irspurnar geta leitt af sér heiftúðugar sveiflur í verði vegn,a þess að framleiðsla þess- ara hráefna er mjög háð veð- urfari og gjöfulleika náttúr- unnar. Það eru visisar þjóðir. sem vegna legu sinnar og afuð- æfa eru hráefnaframleiðendur. Innlendir framleiðendur maf- vælahráefna eru hinsvegar vairðir fyrir sveiflunum með flóknu uppbóta- og verðjöfn- unarkerfi. Allur þungi þessa markaðs- fyrirkomulags hyilir þvi á þeim þjóðum, sem ekki hafa nema eina til tvær hráefnategundir tíi að sel.ja. Slíkar þjóðir nefn- ast vanþróaðar eða, ef við vilj- um smjaðra ögn fyrir sjálfum okkur — þróunarlönd. Við fslendingaf erum dæmi- gerð þjóð með þannig fram- leiðslustrúktúr —- og því skil- yrðislaust vanþróaðir. Á hinn bóginn kaupum við tilbúnar iðnaðarrvörur frá mörkuðum, sem eru einokun- arkenndir. Einmitt þessi afiar ójafina og okkur óhagstæða markaðsað- staða bitnar með öllum sínum þunga á okkur. Og hún mun gera það í enn ríkara mæli efit- ir að við höfium tengzt þess- um óstöðugu mörkuðum nánar. Tengingiu við þessa markaði mun því virka á hinn óheppi- legasta hátt fyrir okkur og auka hagsveiflur hér. En hvað með hitt, miarkiaðinn sem við eigum að vinna? Iðnaðarvörumörkuðum EFTA- þjóðanna er ráðið að miklum hluta af voldugum auðhring- um og það er bæði óhemju Þröstur Ólafsson hagfræðingur flytur ræðu sína. fjárfrekt og afar erfitt að festa þar fót. Þessir markaðir eru ekki opnir í reynd, heldur lúta stjórn rótgróinna og fjársterkra auðhringa, sem selja fyrst og fremst eigin framleiðslu. Helgi- sagan um ótæmandi. markaðs- möguleika íslenzkra dvergfyr- irtækja á miljóna möirkuðum Evrópu gæti orðið að drauiga- sögu fyrr en vairir. Andbárur EFTA-vina eru beikktar. Þeir fuflyrpia að edn- hæfni þjóðarbúsibapar okkiar verði yfirunnin, samsetningu atvinnulífsins breytt með EFTA-inngöngu. Slagorðið hljóðar: Strúkturbreyting! Fjármagnið er í diaig lykill iðnþróunarinnar. f hin-u svo- kallaða -frjálsa- markiaðsfyrir- komulagi leitar fjáirmiagnið allt- af þangað sem gróðavonin er mest. Ef fjármagninu er ekki bednt vísvitandi inn á þau svið. sem byggja skal upp og þróa, þá fer það ekki þangað sjálfvilj- ugt, því þið kaupið frekar þá vöruna sem ódýrari er. en þá vöru selur að öllum jafinaðd sá sem lægstan hefur tilkostnað þ.e. mesta framleiðni. Þess vegna eru vemdartoll- ar nauðsynlegir — til að byggja upp nýjar iðngreinar. Erlent sem íslenzkt fjármiagn myndi fyrst og fremst sogast inn í sjávairútveiginn, en ekki byggja upp nýjar áðu-r óþekktar iðn- greinar. Útkorna þessarar marglofuðu fjölbreytnisaukningar yrði því sennilega þveröfug við það sem til er ætlazt. Einhæfni efna- hagslífsins yrði ekki minni en áður. Ný stóriðjuver útlendinga með niðurgireiddrá orku kalla ég ekki fjölbreytniaukningu. Það er ein mikilvæg forsenda sem verður að uppfylla til að fríverziun auki hagkvæmni og fjölbreytni efnahagslífsins. Heiidarþróun og ástand fram- leiðsluhátta þjóðanna verður að vera á svipuðu stigi, séu t.d. framleiðsluhættir einnar þjóðar á fruitnskeiði þá bregzt kreddan og hagnaður fríveirzl- unarínnar er allur þeim meg- in sem heildarframiledðnin er mest. Einmitt þetta er atriði sem aJIir virðast gieyma, , þó sá þáttur EFTA-vand'amálsins ásamt markaðshjialinu, sé þyngstur á metunum hiaigfræði- lega séð. Auðvitað þýðir ekkert að vernda iðngreinar von úr viti og láta verðbólguna geira þeim óhægt um uppbyggingu. En komi hvort tveggja til vernd og staðföst uppbyggingarsteína höfum við ailt að vinna en engu að tapa. Reynsla annaipra þjóða með frumstásða fraín- leiðsluhætti sannar þetta. Öll Suðurameríka er lifiandi dæmi sömu hagstefnu, þar hefur ein- hæfni atvinnulífsins aukizt síð- asitliðin tuttugu ár en fátækt og örbirgð vaxið að s-amia sk-api. Sá algjöri eðlism-unur á efnahagslegu þróunarstigi landa. sem tengd eru með fríverzlun, er ein aðalorsök þei-rrar gei-g- vænlegu vesældar og arðráns, sem þar ríkir. Okkuir íslending- um gæti orðið það dýrkeypt að gleyma þessu. En nú ætla ég að leggja bag- fræðina á hilluna, hún er b-úin að þreyta ykkur oí lengi. En það er þvi miður eina leiðin til að ná öruggri höfn í öllu Framháld á 9. síðu. NÝTT FYRIRTÆKI NÝ ÞJÓNUSTA Önnumst útvegun og uppsétningu alls konar viðvömnarkerfa. Þjófabjöllur - brunabjöllur - fullkomin aðvörunarkerfi Þjófabjölluþjónustan VARI Garðastræti 2 (Vesturgötumeigiin), sími 2-64-30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.