Þjóðviljinn - 27.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.11.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — tkPÓÐVILJESIN — Pimmtudaigiur 27. nóvömlber 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðsjireyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Ritstjórar: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Sigurður V. Friðþjófsson. Svavar Gestsson. Ólafur Jónsson. Eiður Bergmana Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fréttaritstjóri: Ritstj.f ulltrúi: Auglýsingastj.: Framkv.stjóri: Framtíðarleið pramtíð sjávarútvegs og fiskiðnaðar er aðalefni athyglisverðrar ræðu sem Hjalti Kristgeirsson flutti á fundi Alþýðubandalagsins um EFTA fyrir skemmstu. Ræðumaður sagði þar meðal annars: „Óþarft er að útlista hversu mikla þýðingu sjávar- útvégur og 'fiskvinnsla hafa nú í íslenzkum þjóðar- búskap. Segja má að allar framfarir 20. aldar hjá okkur byggist á sjósókn. Því fer fjarri að sjávar- útvegurinn starfi á hámarksafköstum og með há- marksnýtingu. Færð hafa verið að því fullgild rök að útflutningsverðmæti sjávarafurða mætti stór- auka, jafnvel tvöfalda frá því sem nú er. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki gert, sprettur fyrst og fremst af vantrú á sjávarútveginum, vantrú á sér- stöðu okkar í veröldinni, vantrú á dug og úrræða- semi íslendinga sjálfra. Sjávarútvegurinn er ekki úrelt atvinnugrein, en að ýmsu leyti eru ríkjandi viðhorf til hans úrelt“. JJjaiti telur að hér þurfi ekki einungis til að koma endurnýjun fiskiskipaflotans, heldur einnig stóraukin rannsóknarstarfsemi og tenging vísindastarfs á sviði sjávarútvegs og fiskiðnfræði við fræðslustofnanir landsins. Hann álítur að EFTA-aðild verði íslendingum ekki að gagni til að leysa þau verkefni á þessum sviðum sem óhjá- kvæmileg séu. íslendinga geti að vísu beðið verk- efni varðandi uppbyggingu annars iðnaðar en þess sem vinnur úr sjávarvörum. En sjávarútvegur og atvinnustarfsemi tengd honum geti verið og eigi að vera aðalundirstöður atvinnulífsins um langa framtíð og jafnvel alla framtíð. Allt annað sé annarrar gráðu verkefni sem leysast þegar að þeim kemur. Hjalti minnir á orð Jóns Sigurðsson- ar fyrir oneira en öld um „hafsins nægtir“. „Hafs- ins nægtir hafa ekki þorrið, þótt ótæpilega hafi stundum verið af þeim ausið. Sveltandi heimur mænir nú á hafið sem sína lífsbjargarlind. Það er skylda þeirra þjóða sem til þess hafa aðstöðu að nýta auðlindir hafsins til saðningar hungruðu mannkyni“. „100 miljón manna markaður EFTA- landanna er sneisafullur af iðnaðarvörum. Óupp- fylltar þarfir eru vandfundnar, og listin er sú að búa til nýjar þarfir fyrir nýja framleiðslu. Annars staðar í veröldinni er fólk imeð oúppfylltar frum- þarfir; það er sá helmingur mannkyns seim býr við næringarskort. Þessar aðstæður marka hlutskipti matvælafrajmleiðandáns og matvælaútflytjand- ans... Af þessum rótum er runnin sú fullvissa að íslendingar þurfi aldrei að missa markaðar fyrir sjávarafurðir sínar. Þetta er stutt sterkum heims- sögulegum rökum: Við það tengist von mann- kynsins um betra líf“. geri menn saman þennan skilning á meginþætti íslenzkra atvinnumála og stöðu íslands 1 heim- inum og hinar fáránlegu hugmyndir róðherr- anna um íslendinga sem sigurvænlega keppinauta mestu iðnaðarþjóða Evrópu á þeirra grónustu mörkuðum, einn aðalþátt EFTA-áróðursins. Hvor leiðin skyldi nær heilbrigðri skynsemi? — s. Sögur og sagnir úr Bolungavík komnar Skuggsjá hefur gefið út bók eftir Finnboga Bemódussou, sem nefnist Sögur og sagnir úr Bolungavík. HöÆundwr er faeddur árið 1892 og hetfur lengst eí alið aid- ur sinn á Bolungiatvík. Hann byrjaði sjlóimennsku ntúu éra gamall og var við hana óslit- ið í hálía öld. I meira en hálfa öld hefur hann ritað daglega hjá sér það sem honuim fannst markverðast fyrir bera og er það vatflasamit að nokkur annar íslenzkur sjómaður hafi jatfn- lengi haldið svo skilinierkileigar og ýtarfegar dagbækur sem hann. I>á hetfur hann, fyrst og fremst sjálfum sér til dundurs skráð bá þætti seim birtast í bók þessari og var í raun og ■veru ekki ætiað annað en að vera afþrey i ngarstarf fyrir sjálfan hann- Tvær nýjar Ijóðabækur frá AB eftír ungar skáldkonur o Fyrir um það bil ári gaf Al- mienna bókafélagið út í ednu Þuríður Guðmundsdóttir. fjórar Ijóðaibætour er aillar voru samstæðar að ytri gerð, i litlu biroti, þrantaðar á góðan papp- ir og bundnar í harðkápur, og var verði bóikanna mrjög stillt í hótf. Voru tvær þessara bóka eftir imga höfunda er ekiki höföu áður gefið út etftir sig ijóð- I>essi tilraun með ódýra út- gáfu ijóðabóka gaf allgóða raun og nú hefiur AB sent á mark- aöinn, í saims konar útgáfu tvær Ijóðabætour ungra skáildikvenna, sem hvoruig hefur fyrr kynnt Ijóð sín á prenti. önnur þessara bóka heitir Sifellur og er hún etftir Stein- unni Sigurðardóttur, 19 ára gamia Reykjavíkurstúlku. Stedmmn er stúdent frá Mennta- skódamim í Reykjavfk og dvelst nú við hóskóllanám í Irlandi en hún var um skeið biaða- maður vdð AlþýðuibHaðið. Bók- in skiptist í fjóra kafla er bera Stcinunn Sigurðardóttir. hedtin: Blámi guðs óg augna þinna, Fegurðarátt, Fátt er nú til gráts og Grasið við sumar- langan veginn. Hún er 54 blaö- síður. Hin bókin er etftir Þuriði Guðmundsdóttur frá Sámsstöð- um í Hvítársiðu og netfnist hún Framatiald á 7. síðu. Lúðvík Kristjánsson ritihötf- undur hlýddi á Finhboga lesa' úr þessum daglbókum símuim og á hann sinn stóra þátt í, að þættir þessdr voru getfnir út í bókartfonmi. Lúðvík sikrifar for- mála fyrir bókinnd og segir þar m.a.: ,,Verþúðaskei&ið, eins og Finnbogi nafinir stundiuim bemsku sina í BóLungaivík, var ríkt aif tilbreytni, ekiki vegna nýjunga, heldur sökiurn. þess, að iom arfiedfð vermeinnskunnar hélzt enn í hortfi uppruna síns- Verbúðin var á vissan hátt eins konar sikódi 1 og verstöðdn út- bmðsluimiðsitöð. Hvorutveggja kynntist Finniboigi, ekki af frá- söign, hdldur í raun. Þótt Finn- bogi fagni stakkaskiptunum, sem orðið hafa mieð þjóð vorri á sitartfstferii hans, telur hann sdg þó ætíð í þakkarskulld við þá menn, sem settu svip sinn. á Malar- og Grundarlífið í BoL- ungavik, þá er hann var að al- ast þar upp. Má skynja af ýms- um frásögnum Finnboga, hvað honum er hugstætt frá þeim tíma-“ Sögur og sagnir úr Bolunga-. vík skiptist í fjóra aðaiLhluta: Frá ýmsum mörrnum og atburð- um, Dulræn fyrirbæri og sjáv- axfurður, Jón skrifiari á Hóli og fomeskj usögur og loks Get- ið nokíkurra Boflungavíkurfotr- manna. Sögur og sagndr úr BóLunga- vdk er 212 bls. og kostar 460 kr. auk söluskatts. Kápa Atla Más sýnir vestfirzka galdra- statfi. SIGUR VEIG VIGFÚSDÓTTIR ; FaMa hin fomu tré-.—r SkógT in'inn þynnist af hinum gömlu trjám, en nýgræðingurinn sprett- ur upp í staðinn- Nú hefur eitt slíkt tré fallið, sprottið upp af sterkium pg kjamgóðum rótum- Þriðja þm- lézt háöldruð kona, Sigurveig Vigfúsdóttir, er langa hríð átti heima í húsinu 17A við Óðinisgötu. Frú Sigurvedg fæddist að Völlum í Svarfaðardal 16. apríl 1881- Hún var dóttir hjónamna Vigfúss Hjörleifssonar og Sig- ríðar Halldórsdóttur, ættaðrar úr Eyjafirði- Var Vigfús somur Hjörieifs prests Guttormsjkonar að Völlum, fyrrum prests að Skinnastöðum í Axarfirði og að Tjöm í Svarfaðardal-Guttormur faðir sr. Hjörfeifs var prestur að Hofi í Vopnafirði. Hann var sonur sr- Þorsteins Þórðarsonar að Krossi- Kona sr- Guttorms að Hotfi var Oddný Guttorms- dóttir sýsiumanns, Hjörieifsson- ar. Kona sr. Hjörleifs að Völlum var Guðlaug Bjömsdóttir prests siðast í Kirkjubæ í Hróars- tungu, Vigfússonar, prests í Garði í Kelduhverfi, en foreldr- ar sr. Vigfúss voru sr. Bjöm Magnússon og kona hans Elín Benediktsdóttir lögmanns Þor- steinissonar, og hefi ég þá tölu ekki lengri, en óneitanlega eru þetta tignir t>g trauistlr ætt- stuðlar- Mjög ung að árum fluttist Sigurveig með foreldrum sínum að Ferjubaikka í Axarfirði, og þar ölst hún upp á bakka hinnar boljandi elfar, Jökulsár á Fjöll- um. Var faðir hennar siðasti ferjumaðurinn, er ferjaði yfir Jökulsá, áður en hún var brú- uð. Hefur frú Sigurveig alizt upp f fögru umhverfi, þvi að Axarfjörður er sumarfögur sveit með skógum sínum og kjörrum og háreistum fjallstindum- Árið 1901 giftist hún Guðna Þorsteinssyni, síðar’ múrara- meistara, ættuðum úr Árnes- sýslu. Fbreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jónsson bóndi í Gröf og Guðrún Jónsdóttir, hreppstjóra að Galtafelli. Hafði hann verið bamakennari á Húsavik og í Skinnastaðahreppi Fáein minningarorð undanfarin ár- Er ekki ólíklegt að bugir þeirra hatfi fremur laðazt saman, þar sem bæði vom sönghneigð, en Guðni var organleikari- Nokkur ár dvöld- ust þau hjón á Húsavík, en mestallan búskap sinn vom þau í Reykjavík, en þangað fluttust þau árið 1908, Og lengst af áttu þau heima í húsdnu 17A við Óð- insgötu. Mann sinn missti hún 1935- Þau hjón eignuðust tvö böm: Björgu söngkonu, gifta Eiríki Pálssyni lögfr., fyrrver- andi skattstjóra í Hafnarfirði og núverandi forstjóra Sóivangsog Guttorm, kvæntam. Emelíu Sig- urðardóttur og hatfa þau hjón búið hjá Sigurveigu- Frú Sigurveig hafði lengi smá- matsölu, og munu matþegar hennar hafa verið orðnir all- margir. Vom það menn af öll- um stéttum og stigumn- Meðal annarra var Ásgrimur Jónsison listmálari þar fjölda ára í fæði- Ég var i fæði hjá henni allmörg ár og þekkti hana þvi talsvert- Frú Sigurveig var á margan hátt sérstæð kona- Fremur var hún lág vexti, en hún var líka það, sem hún sýndist. Hún mun hafa verið fremur heiiisuveil, að minnsta kosti síðara hluta æv- innar, en iét það lítt á sig bíta og vann skyldustörf sín af þrautseigju og þolgæði, unz kraftana þraut með öllu, og all- mörg síðustu árin lá hún rúm- föst og naut aðhlynmingar san- ar síns og tengdadóttur, Hún var ein þeirra kvemma, er vinma störf sín í kyrrþey og em ekki þysmiklar, en hún var sériega háttpníð kona- Munu þar hafa farið saman eðliskostir og á- unnin skaphöffin. En þótt hún starfaði mest í kyx-rþey var hún sívökul í voiferðarmálum þjóð- ar simnar og fýlgdist vel með því, sem gerðist í umheámiinuin Laus var hún viðaðlátasefjast atf skoðunum, einungis vegna þess að þær væru í tízku eða fyrir það, að fint t>g voldugt fólk fylgdi þeim, en mörg hugðarefini átti húi„, ogermér grunur á, að hau hafi átt meiri ítök í huga hennar en dagdeg störf, er hún vann atf nauðsyn- \ Á tfélagsskap kvenma hafði hún mikinn áhuga. Hafði hún á símim tima taLsvert staríað með Bríetu Bjarnhéðinsdóttur að kvenfrelsismálum- — Ákveðin bindindiskona var hún og hafði verið í félagsskap góðtemplara fyrr á árum. Hún var aiLþjóðleg i hugsun og bar gott sikyn á menmingarleg verðmæti- Hún var sjálfistæðiskona f bezta skilningi þess orðs, vildi ísland íyrir fslendinga og var ákveðinn andstæðingur allrar hersetu í landinu- Hún fyrii'leit allan undiriægjuhátt við erlend stór- veildi og þá menn er elíkt at- hæfi höfðu í frammd. Ég man t.d. efitir því að þegar einu sinni sem otftar firéttist, að íslendiing- ar hefðu greitt atkvæði með Bandarikjamömnum á þingi Sameinuðu þjóðanna þvert á móti því, sem frændur vorir á Norðurlöndum gorðu, varð henni að orði: „Það borgaði sig ekki fyrir Bandarikjamemn að innlima Island og gera það að ríki innan Bandaríkjanna. Við það misstu þeir aitikvæði, því að atkvæði íslands geta þeir alltaf treyst". En þótt Sig- urveig væri ákveðin í skoðun- um og héldi oft fast á máli sínu, átti hún góða kunningja með ó- lík lífsviðlxorf og ólíkar skoð- anir í þjóðmálurm. Aldrei mun hún hafa verið bundin böndum neins sitjómmálaflokks, enda var hún frábitin því að vera eitthvert hjarðardýr í þjóðmál- um, þótt hún amnars væri á margan hátt félagslynd, en vinstrísinnuð var hún, sem svo er kallað, og þeir sem minnst máttu sín f þjóðfélaginu áttu alla hennar samúð, og vai gat hún blandað geði við frjálshuga og heilbrigðt alþýðufólk. Hún var veitul og gestrisin og mun hún þó lengstum hafa haft af fremur litlu að taka. Frú Sigurveig var skýrleiks- kona, fróð um marga Muti og sfþyrst f fróðleik og fræðslu- Sagði hún einhvem tíma við mig, að hún reyndi að tína hvem fróðleiksmola er hún gæti þvf að alla menntun og þekk- ingu hefði hún fenigið í molum, Einhverrar fræðsLu hefur hún notið í æsku, því að nokkuð kunni hún í dönsku og ensku, og hún sagði mér, að kennari hefði verið eitthvað á Ferju- bakka, þótt heimilið væri fá- tækt og bammargt. Hefur það líklega verið Guðmundiur Hjalta- son, sá mildi alþýðufræðari, en hann var einmitt farkennari í Axarfirði og Kelduhverfi 1887— 1898- Líklega hefiur hún einnlg fengið einhverja tilsögn í hljóm- list; hún var mjög söngvin, edns og ég hefi áður drepið á- Söng- líf var þá mikið í Axarfirði og ekki sízt á Ferjubakka, enda var einn bróðdr Sigurvedgar organ- leikári. Sönglögin voru svo mjög lögð henni á tungu og inngróin, að ef við vomm að rifja upp eitthvert ljóð, gat hún oft ekki komið því fyrir sig nema raula það undir lagi. Enn er ótalinn einn sá hæfi- leiki frú Sigurveigar, sem henni var raunar ósjálfráður. Hún sá margt og heyrði sem venjulegir menn verða ekki varir við. en hún hafði ekki hátt um þessa ófreskisgáfiu sína- Vissi ég ekk- ert um þetta fyrr en ég hafði kynnzt henni allmikið, en ýms- ar sýnir sá hún- Ekki kom hún fram með neinar kenningar um, hvað þetta væri eða hvemig á því stæði- Hún sagðist einungis sjá þetta, meira gæti hún ekki sagt. Trúuð var hún á fram- haldslíf etftir dauðann, og er ekki ólíldegt, sýnir hennar hafi stjrrkt hana f þeirri trú. Ef líf er etftir þetta líf, sem mörg af oss búast við, er ég þess fullvís, að hin látna heiðurskona hefur átt góða heimvon- Blessi drottinn minningu hennar. Jóhann Sveinsson frá Flögu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.