Þjóðviljinn - 20.01.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1970, Blaðsíða 4
4 BÍÐA — ÞJÓÐVELJXlSrN — Þriöjudaeur 20- jaraúar 1970. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjó5vil]ans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur lónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðusL 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Rökin þraut, atkvæðin dugðu J^jaldan hefur ríkisstjómin og stjómarflokkamir orðið jafnaðþrengdir á þingi og í umræðunum um aðild íslands að Fríverzlunarbandalagi Evr- ópu. Þó umræðurnar stæðu ekki lengi höfðu þing- menn Alþýðubandalagsins sýnt fram á haldleysi áróðursrökstuðnings stjórnarinnar svo að ekkert var eftir. Ríkisstjómin varð að játa að allt væri í óvissu um utflutningsiðnað á íslandi serh blómg- ast ætti vegna markaðar í Eftalöndum, því engar ráðstafanir eða undirbúningur hefur farið framj til að koma á slíkum iðnaði í stórum stíl og hvergi ■ er trygging fyrir því að hann geti selt vörur sín- ar á mörkuðuim í Englandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Austurríki, sem öll mega teljast háþróuðustu iðnaðarlönd Evrópu. Fullyrðingar stjórnarflokkanna, ráðherra þeirra og blaða um hinn stórkostlega markað sem bíði íslenzks iðnað- arvamings í þessum löndum gufuðu alveg upp í reyk þegar ljós't varð af umræðunum að þetta voru ekkert annað en frómar óskir og áróðurs- þvæla, af hálfu íslenzkra stjómarvalda hafði bein- línis ekkert verið að þviunnið að þessar óskir gætu orðið eitthvað annað en áróður. jþingmenn Alþýðubandalagsins bentu einnig á, að áhugi ríkisstjórnarinnar hefði beinzt að öðru. I samræmi við stefnu stjórnarinnar hefur áhuginn beinzt að því að opna landið og atvinnulíf þess fyr- ir erlendum auðfélögum. í því skyni fór iðnaðar- ■ málaráðherra Jóhann Hafs'tein í utanlandsför sl.1 sumar, en engar fregnir fengust af árangri þeirr-! ar farar þótt eftir væri leitað í umræðum á þingi. Og alræmt er orðið að Landsvirkjun setti í sumar ; flennistórar auglýsingar í erlend blöð, þar sem auðlindir íslands voru boðnar falar, líkt og hér væri þjóð á nýlendustigi; þjóð sem ætlaði að sætta sig við nýlendustigið í atvinnumálum sínum enn um langan tíma. Engin skýring fékkst á þessu til- tæki Landsvirkjunar. Og áður en umræðunni um Efta lauk, varð viðskiptamálaráðh. Gylfi Þ. Gísla- son að játa það umbúðalaust, vegna þess að Lúð- vík Jósepsson hafði fært sönnur á málið, að með aðild íslands að Efta er m.a. verið að gefa auð- hringum Bretlands, Svíþjóðar, Danmerkur, Nor- egs og annarra Efta-landa jafnrétti á við íslend- inga til atvinnurekstrar á íslandi við niðursuðu- og niðurlagningariðnað úr sjávarafla landsmanna. Kunnugt er að m.a. í þessum löndum eru starfandi; mjög fjárs'terkar samsteypur fyrir'tækja í þessumj greinum, og kynni íslenzkum atvinnurekstri að þykja þröngt fyrir dyrum ef þau ryddust inn í íslenzkt atvinnulíf. jþað bætir svo ekki úr mále'fnalegum ósigri stjórn-: arflokkanna í Efta-málinu að hamra á þeim á- róðri að Alþýðubandalagið sé andvígt íslenzkri iðn- væðingu. Það er ekki íslenzk iðnvæðing að ofur-1 selja auðlindir landsins erlendum auðhrjngum og getur orðið . örlagaríkt efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. — s. Leiðbeiningar II. Skattamatið við framta Rífcisskattanefnd hefruir sam- þykkt, að stoattmat framt^ls- árið 1970 (sfcattárið 1969), stoudi vera sem hér segir: L Búfé til eignar í árslok 1969. A. Sauðfé í Austurlandsfcjör- dæmi, Suðurlandskjördæmi, Vestmannaeyjum, Reykjajvík, Reykjanesumdæmi og Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu: Ær .................... kr. 1050 Hrútar ................. — 1400 Sauðir ................ — 1050 G-emlingar ............. — 800 B. Sauðfé annars staðar á landinu: Ær .................... kr. 1100 Hrútar ................. — 1400’ Sauðdr ................. — 1100 Gemlingar .............. — 850 C. Ahnað búfé alls staðax á landinu: Kýr ................... kr. 8200 Kvígur IV2 árs og eldri — 5800 Geldneyti og naut .. — 3100 Kálfiar yngri en V2 árs — 900 HestaT á 4. v. og eldri — 4700 Hryssur á 4. v. og eldri — 2300 Hross á 2. og 3. v. .. — 1700 Hross á 1. vetri .... — 1106 Hænur .................. — 120 Endur .................. — 150 Gæsir .................. — 180 Geitur ................. — 400 Kiðlingar .............. — 200 Gyltur ................. — 4800 Geltir ................. — 4800 Grísir yngri en 1 mán. — Grísdr yngri en 1 mán. :— 0 H. Teknamat A. Skattmat tekna af landbún- aði skal ákveðið þannig: 1. Allt sem selt er frá búi, skal talið með því verði, sem fyrir það fæst. Ef það er greitt i vöirum, vinnu eða þjónustu, ber að færa greiðslur til pen- ingaverðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjónustu, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færðar framleið- anda til tekna í reikning bans. 2. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafurðir,, garðávextir, gróðurhúsaafurðir, hlunninda- afrakstur)-, svo og heimilisiðn- að, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir til- svarandi afurðir, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Veirði efcki við'' markaðsverð miðað, t.d. í þeim hreppum. þar sem mjólkursala er lítil eða engin, skal skattstjóri meta verðmæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi. Ef svo er ástatt, að söluverð frá framleiðanda er hærira en útsöluverð til neytenda, vegna niðurgredðslu á afurðaverði, þá skulu þó þær heimanötaðar af- urðir, sem svo er ástatt um, taldar til tekna miðað við út- söluverð til neytenda. Mjólk, sem notuð er til bú- fjárfóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóðurbæti miðað við fóðurein- ingar. Þar sem mjólkursfcýrslur eru /ekki haldnar, skal áætla heima- notað mjólkurmagn. Með hliðsjón af ofangrednd- um reglum og að fengnum til- lö’gum skattstjóra, hefur mats- verð verið ákveðið á eftirtöld- um búsaifurðum til lieimanotk- unar, þar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverð: a. Afurðir og uppskera: Mjólk, þar sam engin mjólkur- ■ala fer fram, miðað við 500 1. neyzlu á m. Kr. 10.40 pr. kg. Mjólk til búfjárfóðurs, sama verð og redknað er til gjalda í verðlagsgrunv. kr. 3,20 pr. fcg. Hænuegg (önnur egg hlutfallslega) kr. 76,00 pr. kg. Sauðfjársdátur kr. 83,00 pr. st. Kairtöflur til manneldis kr. 1000,00 pr. 100 tog. Róflur til manneldis kr. 825,00 pr. 100 kg. Kartöflur og rófur til skepnu- fóðurs kr. 200,Ofl pr. 100 kg. b. Búfé til frálags: Skal metið af sfcattstjórum, eftir staðháttum á hverjum stað, með hiiðsjón af markaðs- verði. c. Kindafóður: Metast 50% af eignarmati sauðfjár. \ B. Hlunnindamat: 1. Fæði: Fæði, sem látið er launþega og fjölskyldu hans) endur- gj aldslaust í té í mötuneyti, matstofu eða á heimili vdnnu- veitanda, er metið sem hér segir: Fæði karlm. kr. 90,00 á dag Fæði kvenm. kr. 72,00 á dag Fæði barna, yngri en 16 ára tor. 72,00 á dag Séu fæðishlunnindi látin endurgjaldslaust í té á annan hátt: skulu þau teljast til aekna á kostnaðarverði. 2. Húsnæði. Endurgjaldslaus afnot laun- þega (og fjölskyldu hans) af húsnæði í eigu vinnuveitandia eru metin sem hér segir: I toaupstöðum og kauptún- um, fyrir hvert herbeýgi kr. 165,00 á mánuði eða kr. 1980,00 á ári. í sveitum, fyrir hvert her- bergi kr. 132,00 á mánuði eða kr. 1584,00 á ári. Sama skal gilda um húsnæði, sem vinnuveitandi lætur laun- þega í té á annan hátt, án endurgjalds, ef upplýsingar ltggja ekki fyrir um verðmæti hlunnindanna. Sé vitað um kostnaðarverð hlunnindanna stoulu þau teljast til tekna á því verðd. 3. Fatnaður: Einkennisföt karla kr. 3.500,00 Einkennisf. kvenna kr. 2.400,00 Einkennisfrakki karla kr. 2.700,00 Einkennisfcápa kvenna kr. 1.800,00 Hlunnindamat þetta miðast við það, að starfsmaður noti einkennisfatnaðinn við fullt ársstarf, sam telzt nema a.m.k. 1800 vinnustundum á ári. Ef árlegur meðaltalsvinnu- timi starfsstéttar reynist siann- anlega styttri en að framan greinir og einkennisfatnaður- inn eingönigu notaður við starf- ið, má víkja frá framangreindu hlunnindamati til lækkunar, eftir nánari ákvörðun rikis- skattanefndar hverju sinni enda hafi komið fram rökstudd beiðni þar að lútandi frá hlut- aðeigandi aðila. Með hliðsjón af næstu mgr. hér á undan ákveðst hlunn- indamat vegna einkennisfatn- aðar flugábafna: Einkennisföt karla kr. 1.750,00 Einkennisföt kvenna kr. 1.200,00 Einkennisfrakki karla kr. 1.350,00 Einkenniskápa kvenna kr. 900,00 Fatnaður, sem ekki telst ein- fcennisfatnaður, skal talinn til 'ekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. C. Eigin liúsaleiga: Sé öll húseign eiganda til eigin nota, þá sfcai eigin húsia- leiga metast 11% af gildandi fiasteignamati húss og lóðar, eins þó um leigulóð sé að ræða. Þ-ar sem lóðarverð er ó- eðlilega mikill hluti af fiast- eignamati, má víkja frá fullu fasteignamati lóðar og í sveit- um sfcal aðeins miða við fast- eignamat íbúðarhúsnæðis. I ófullgerðum og ómetnum íbúðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal eigin leiga reikn- uð 1% á ári af kostnaðarverði í árslok eða hlutfallsiega lægri eftir því, hvenær húsið var tekið í notkun á árinu. Ef húiseign er útleigð að hluta, skal reikna eigin leiigu: 1 herbergi kr. 2064 á ári = 172 á mánuði 1 herb og e. kr. 4128 á ári = 344 á mánuði 2 herb. og e. kr. 6191 á ári = 516 á mánuði 3 herb. og e. kr. 8256 á ári = 688 á mánuði 4 herb. og e. kr. 10320 á ári = 860 á mánuði 5 herb. og e. kr. 12384 á ári = 1032 á mánuði — og svo framvegis. 1 gömlum eða ófuUkomnum íbúðum, eða þar sem herbergi eru lítil, má víkja firá þessum skala til lækkunar. Enn frem- ur má víkja firá herbergjaskaia, þar sem húsaleiga í viðkom- andi byggðarlagi er sannanleiga lægri ’en herbergjamatið. ra. A. Fæði: Fæði karlmanns kr. 80,00 á d. Fæði kvenmanns kr. 64,00 á d. Fæði barna, yngri en 16 ára kr. 64,0fl á. d. Fæði sjómanna. sem fæða sig sjálfir: a. á bátum undir 12 rúmlestir fcr. 80,00 á d. b. bátum 12 rúmlestir eða stærri kr. 64,00 á d. B. Námskostnaður: Frádrátt frá tekjum náms- rnanna skal leyfa skv. eftirfar- andi flokkun, fyrir heilt skóla- ár, enda fylgi framtölum náms- manna vottorð skóla um náms- tima, sbr. þó síðar um nám utan heimilissveitar, skóla- gjöld, námsstyrki o.fl.: 1. kr. 34.000,00 Háskóli íslands Húsmæ ðrakennar askóli íslands. Kennairasfcólinn Menntasikólar Píanó- og söngkennar'adeild Tónlistarskólans í Rvk. Tæknisfcóli ísiands 1. og 2. befckur Vélskóla Islands. 5. og 6. bekkur Verzlunar- skóla íslands. 2. kr. 28.000,00: 3. bekkur miðskóla. 3. bekkUr héraðsskóla Gagnfræðasfcólar. Fóstruskóli Sumargjafar. Húsmæðraskólar. íþróttasfcóli Islands. Loftskeytaskólinn. Samvinnuskólinn. 3. bekkur Vélskóla íslands. 3. bekkur Stýrimannaskólans (fiairmannadeild) 2. bekkur Stýrimannaskólans (fiskimannadeild). 1. - 4. bekkur Verzlunar- sfcóla íslando. Dagdeildír Myndlista og Handíðasfcóla íslands. 3. kr. 21.000,00 1. og 2. bekkur miðskóla. 1. og 2. bekkur héraðsiskóla. Ungli n giasfcólar. 1. og 2. bekkur Stýrimanna- skóláns (farmannadeild). 1. bekkur Stýrimannaskólans (fiskim ann adeild). 4. Samfelldir skólar — kr. 21.000,00 fyrir heilt ár: Bændasfcólar. Garðyrkjuisk. á Reykjum. kr. 12.000,00 fyrir heilt ár: Hjúkrunarskóli Islands. Ljósmæðraskóli Islands. 5. 4 mánaða skólar og styttri Hámarksfrádr. kr. 12.000,00 fyrir 4 mánuði. — Að öðru leyti eftir mánaðafjölda. Til þessara skóla teljiast: Iðnsfcólar, varðskipadeild Stýrimannaskólans. Matsveina- og veitingaþjóna- skóli þar með fisfcisfcipa- matsveinar. 6. a. Dagnámskeið, sem sitend- ur yfir eigi sfcemur en '16 vikur enda sé ekki unnið með náminu, frádráttur kr. 600,00 fyrir hverja viku, sem námskeiðið stendur yfir. 6. b. Kvöldnámskeið og dag- námskeið, þegar unnið er með náminu, frádráttur nemn greiddum námskeiðsgjöldum. 6. c. Sumamámskeið erlendis leyfist eklki til frádráttar. 7. Háskólanám erlendis Vestur-Evrópa kr. 80.000,00 Austur-Evrópa. Athugist sér- stafclega hverju sinni, vegna n ámsl aun af yrirkomul ags. Norður-Ameríka kr. 135.00,00. 8. Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af sfcólum hérlendis. 9. Atvinnuflugnám: Frádráttur eftir mati hverju sinni. Búi námsmaður utan heim- ilissveitar sinnar meðan á nárni stendur, má hækfca frá- drátt sfcv. liðum 1 til 6 um 20/%. ’. I skólum skv. liðurrt 1 trt’ 5, þar sem um sfcólagjald er að ræða, leyfist það einnig til frádráttar. Hafi nemandi fengið náms- styrk ur ríkissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum, sfcal náms- frádráttur skv. firamansögðu lækkaður sem styrknum nem- ur. Námsfrádrátt þennan sfcal leyfa til firádráttax tekjum það ár, sem nám er hafið. Þegar um er að ræða nám, sem stundað er samfellt í 2 vetur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3, 4 óg 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir við- komiandl skóla það ár, sem námi lauk, enda hafi námstími á því ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstúni var skemmri, má draiga frá 1/8 af heilsársifrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem nám slóð yfir á því ári, sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem sitanda yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frádrætti þeirra vegna til helm- inga á þau ár, sem nám stóð yfir, enda sé námstími síðara árið a.m.k. 3 mánuðir. ÞÚ LÆR!R MÁLIÐ * I MÍMI Sími 10004 (kl, 1-7) \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.