Þjóðviljinn - 01.02.1970, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.02.1970, Qupperneq 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Sumnudagur 1. retmlax 1970. TATI TALAR ÖM PLAYTIME PLAYTIME. Tati og Þjóðverjarnir sem sýna hljóðlausu dyrnar á vörusýningunni. Laugarásbíó sýnir nú frönsku myndina Playtime við prýðis- góða aðsókn og almenna aðdá- un. Aður hefur verið sagt ail- ýtariega frá efni myndarinnar hér í blaðinu og skal það ekki endurtekið. Hér fara á eftir meginþættir viðtals er birtist í franska tímaritinu Cahicrs du Cinéma skömmu eftir að Play- time var frumsýnd. Hér segir Jacques Tati frá hinu undur- furðulega og ljúfa uppátæki sínu, Playtime, og ýmsu öðru ærið forvitnilegu. — Fyrst dlettur manni í hug að spyrja: Hvemig verður hug- myndin að Playtime til, og hvemig skrifar maður siíka kvikmynd? Tati: „Það verður að greina á milli myndrænnar kvikmyndar og skrifaðrar kvikmyndar. Play- time er algjör andstæða bók- menntalegrar kvikmyndar. Hún er fremur skrifuð eins og ball- ett. Hún er skrifuð í myndum. Ég teikna þær (reyndar hállf illa), ég segl sögu mína í mynd- um, en þessar myndir leiða svt> af sér söguiþráð. Ég kann mynd- ir mínar utanbókar og lít aldred í handritið þegar við erum að kvikmynda“. — Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvemig handritið að Playtime hefur litið út. Tati: „Undirbúningurinn að Playtime var ekkert frábrugð- inn þvi sem gerist venjulega við hverja kvikmynd. Ef þessi und- irbúningsvinna er viel af hendi leyst þá er það tæknimönnum mínum að þakka. í myndatök- unni athuga ég auðvitað sjálf- ur öll sjónarhom sem við not- um. lægar við höfum komið ckkur saman um þessi atriði þá verð ég að skapa ákveðið and- rúmsloft meðal leikaranna og aHra hinna svo að þeir gleymi því hálfpartinn að verið sé að taka kvikmynd. Að kvöldi dags er oft sagt við mdg: „Það er eins og við höfum efcki gert nokkum skapaðan hlut í dag“ Á þennan hátt náði ég eðlileg- um blæ á myndina. Fólkið er ekki að ledka. Til þess að ná þessu fram vel ég manngerðir (typur), en ekki leikara í hlut- verkin. Eif það kemur t.d. horað- ur, þurr, hraðmæltur karl- skröggur inm á skrifsitofuna til mín, hugsa ég með mér að hamm eigi auðvelt með að reiðast. Bf hamm er aftur á móti rólegur og sezt makindalega í hægimdastól- inn, dettur mér í hug að láta hann sitja og bíða á skrifstofu. Það er mdkið verk í byrjun að leita uppi þessar ýmsu manngerðir. Ég bið ekki fólk að leika í myndum minum, heldur aðeins vera það sem það er. í „Fransmanni i fríi“ t.d. fannst öXtum að þeir væru í raunverulegu fríi. Ég sá mynd- ina fyrir mokkrum mánuðum og mér til mikillar ánægju sá ég, að leikaramir hegðuðu sér á ströndinmi nákvæmlega eins og þeir myndu gera í dag. Þetta er mikilvægt atriðd: Það er tím- inn sem sker úr um hvað er ýkt og hvað ekki“. — Svo maður snúi sér aftur að kvifcmyndaihandiritinu, gæti virzt að býggímgin í kvifcmymd yðar ætti rætur í flókmum graf- ískum formum. Tati: „Allt sem sýndst aivar- legt og hátíðlegt í fyrri hlutan- um verður að giríni í hinum sleinni, — t.d. þýzki verzlunar- maðurimn með hljóðlausu dym- ar og hans breytta firamferði í veitingahúsinu Royal Garden. Hann smitast af andrúmsloft- inu, entía þótt hann sé allt ann- að eft gleðimaður. Sarraa má segja um allar persómur mynd- arinnar: Það er ekfei vegna þess að menn hafi byggt nýtízfcu hús að rnenn geti ekfei látið sér líða vel í því. Það þarf (bara svo- lítiran lteka svo að allt geti orðið eðdilegt á ný. Þama þarf upp- bygging mín að koma til. Fólkið er þanraa ekki til einskis. Ef á- horfandinn sér einungis röð mynda (Orly, skrifstofuhúsdð, vöruhúsið), þá sér haran alls ekki kvikmyndina. Mönnum finnst kannski langdregið þegar Hulot leitar að starfsmanninum i skrifstofuvölundarhúsinu, en hjá þessu verður efcki komizt. Lögreglustjóri kvartaði yfir þvi að hann þyrfti viku til þess að venjast nýju lögreglustöðinni. Þartf þá ekki Hulot raofckrar mínútur til að átta sig? í myndum mínum hef ég fylgt þróun skopleiksins frá Keaton, Chaplin og Max Lind- er, til Litla og Stóra og Marx. bræðra. I „Fransmanniraum“ var það Hulot sem sá um allt grínið og uppátækin í myndinni. Nú læt ég aðra um þetta og vel þær persónur er hæfa bezt hverju gríni. Það er t.d. ekki Hulot sem þrýstir á hnappana í skrifstofuhúsinu til að láta vita af sér, til þess valdi ég stuttan eftirlaunafearl, sem gerir það miklu betur en Hulot. Hulot hefði áredðanlega gert þetta öðruvísi, ýtt á vitlausa hnappa t.d., en sá gamli reynir í alvöru að gera sitt bezta, hann er feim- iran og hræddur við hnappana. Þetta er eitt þeirra atriða þar gem gagnrýnendur hafa ekki getað skilið þá þróun, sem ég talaði um. í Playtime er Hulot ekkert þýöingarmeiri en hinar persón- ur myndrinnar. Hann er hluti heildarinnar, hann gefur öðrum pensónuleik sinn. Þama er Eng- lendingurinn Hulot, Hulot sem rífst við Þjóðverjann á vöru- sýniragunni, verkamaðurinn Hu- lot o.s.frv. Hulot er engin stjama lengur sem allt snýst um. Við verðum að gera útaf við þjóðsöguna um hina ómiss- andi stjömu. Ég hefði gjarnan viljað að Hulot brygði fyrir í öðmm kvikmyndum, bíðandi eftir strætó, eða hlaupandi eftir leigubíl, og síðan héldi myndin áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar sá tími kemur, að menn Mæja að slífcu, þá munu þeir eiiga erfitt mieð að hlæja í hálfan annan kluikfcutíma að sörnu persónunni. Ég segi þetta eikki til þess að verja Piaytlme, heldur getur enginn leikari ver- ið eins góður og fjöldi persóna í kringum hann. Enginn leikari gæti gert taetur en þjónninn í Royal Garden, sem smárn sam- an lætur af hendi föt sín í skipt- urr. fyrir rífin föt félaga sinna. Hann er óborganlegur. Það sama er að segja um bandaríslfou komiumar. Þetta eru tuttugu og fimm liðsforingja- frúr og þær mætfcu allar með hatta. Ég hafði ekki beðið þær að setja á sig þetta blómaskrúð, aðeins sagt að þsar skyldu klæð- ast einhverju léttu, það væri vor. Þær voru eðlilegar, töluðu, og kornu stundum með góðar setningar. Þær tóku þátt í þessu af lífi og sál og ég þurfti aldrei að segja þeim hvað þœr áttu að gera“. — í hiraum sígildu grínuppá- tækjum, hjá Sennet, voru ann- aðhvort tveir menn í slagsmál- um, eða þá hundruð manna í einu, sem beindu allir athygl- inni að því sama, t. d. hópur lögregluþjóna að elta Keaton. í Playtime sjást oft hundruð rraanna í einu á myndinni, en hver og einn er niðursokkinm í sína eigin athöfn. Þetta er alveg nýtt. Tati: „Það var strax svoiitið af þessu í „Fransmanninum", en það er auðvitað mikiu fleira fólk í Playtime. Það er rétt sem þér segið. En fimm hundr- uð Iöggur á hælum Keatons; svoleiðis er ekki hægt að gera í dag, vegna þess að fólki þættu það ýkjur. í dag (og hér á ég við sjálfan mdg) verður maður að gera hið gagnstæða. Þetta geri ég í Playtime. I nætur- klúbbnum .er alls konar fólk. Það er ekki Hulot sem tetour það með sér eins og Keatom tók með sér löggumar. Stef mynd- arinmar er efcki afmörtouð saga að öðru leyti en því að seinni hluti hennar fjallar um vígsilu- kvöld næturtolúbbsims og allt sem gerist það kvöld. — Atriðin í klúbbnum voríx ekki klippt og þeim síðan raðað saman eins og vemjulega, heldur gerðust þau í rökréttu samhengi hvert á eftir öðru, eins og ballett. — T.d. hefði ég getað tekið nær- mynd af litlu flugvélinni á bamum, klippt hana svo inn í myndina, þá hefðu allir séð að þetta var flugvél, en flugvélin bráðnar af því að fólkið svitn- ar í kring, menn verða að sjá það samtímis. Það er hluti af heild. Þama er kotmin orsök og afleiðing í sama atriði. — Ég h'efði getað brotið dymar í klúbbraum með því að sýna hvað á eftir öðru, handfangið, glerið sem brotnar, svipbrigði dyravarðarins o. s. frv. En í myndinni sér maður dyravörð- inn speglast í glerinu, hand- fangið er fyrir framan hann, þetta er efcfcert plat, ekkert klippt, hurðin hryraur saman. í sarna atriði, og er það ekki miklu betra? — „Nýja kvikmyndin" svo- nefnda varð ekki til í vikunni sem leið. Nýja kvilkmyndin hefur verið til frá upphafi kvik- myndanna. Ég tók fyrsitu mynd mína „Hátíðisdag" með átta \ aðstoðarmönnum. Það var ekk- ert annað en nýja bylgjan, sem var á móti fjárfretoum umsvif- um við kvikmyndagerð. Ég er algjörlega á þessari skoðun. Ég vel ekki Sophiu LoYen til þess að ledka unga, erlenda stúlku á ferð í París. Ég kvikmynda bara það sem mig laragar til. Mer finnst ekki að ég tilheyri einhverri „gamalli bylgju“ af þeim sökum að ég hegða mér gagnstætt því sem mienn eru vanir að gera í gamanmynd. Ef ég hefði viljað feta í annarra spor haíði ég einungis gert ein- hverjar formibreytingar, en á því hef ég ekki áhuga. Þá hefði ég' ekiki gefið kvikmyndunum neitt að ráði. En með Playtime finnst. mér að ég hafi gefið ungu kvikmyndinni eitthvað, þótt það sé kapnski yfirlæti að segja þetta. Ég á auðvitað ekki við að ungir kviitomynddhöf- undar eigi að taka myndir sín- ar á 70 mm filmu, ég á við að ég hafi farið nýjar leiðir og sýnt ýmsa hluti sem enginn hafi áðu;r gert, en engu að síður eru framkvæmanlegir. ■ Það sem olli mér mestum vonbrigðum í viðbrögðum gagn- rýnenda voru ekki aðfiranslur þeirra, þær áttu rétt á sér og gastu etf til vill hjálpað mér í næstu mynd, hieldur að þeir skyldu ekki sjá til hvers mynd- in var gerð. Það skildi ég alls ekki. Fólk sem ég hélt miklu einfaidara heffiur skilið mynd- ina. Menn gera mér upp sakir al- veg að ástæðulausu. .Ef, ýg.þofðiv ætlað mér að vera á móti nú- tímabyggingarlist hefði ég val- ið það ljótasta sem, þyggj; hef-^ lur verið. En hvað var ég að gagnrýna? Það var ekki verk- efni mitt að gerast dómari yfir arkitektum, þvert á móti, ég lagði mig í líma til að enginn arfcitekt gæti sagt neitt ljótt um umhveröð í myndinní, ég valdi allt það fallegasta, sótti m.a. fyrirmyndir til Þýzkalands og fleiri landa. Og Royal Gar- den er ekki síðri en Lidt>“. — Þetta er auðvitað fárónleg spuming, en hvaðan fáið þér hugmyndir að sprelli og gríni? Em þetta atfhuganir, eiratómur hugarburður, eða hvorttveggja í senn? Tatí: „Ég skal nefna dæmi, það gerðist hjá venzlafólki - mínu á litlu sveitasetri. Um- hverfis húsið var stór garður, þar var m.a. viðarhiaði og skúr. Nú sfculuð þið heyra hvemig eðlilegur brandari verður til. Eftir miðdegisverðinn sátum við sex eða sjö niðri x stofunni. Þau spiluðu á spil en ég siat og las. Þá stóð einn karlmann- anna upp, mjög venjuiegur, við- feldinn maður; hann yrði að fara því hann þyrfti að vakna snemma næsta morgun. Hann kvaddi og fór, en hinir héldu áfram að sipila. Oti var ausandi rigning. Garðshliðið var í u.þ.b. sextíu metra fjarlægð frá hús- inu, og það var auðvitað niða- myrkur. Hálftíma síðar var barið að dyrum. Við furðuð- um okkur á því hver þetta gæti - verið svo síðla kvöids og luk- um upp. trti stóð hinn indæli, lágvaxni herramaður, blauitur inn að skinni, og spurði einkar kurteislega og elskuiega: „Af- sakið, en hvar er hliðið?" Héma fcemur ímyndunarafl áhorfand- ans til sögunnar. Ég sem þefckti garðinn s'kemmti mér við að ímynda mér hvað hefði gerzt. Hvert í ósköpunum hatfði hann farið? Hafði hann hlaupið beint í hænsnastíuna, reynt að komast í gegnum viðarhlaðann o. s. frv.? 1 ímymdun minni varft i \ I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.