Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÓÐVnjf'INN — Sunnudagur 15. marz 1970 I Kort a£ Súezskurði, Jean Lacoufure: SÚEZSKURÐUR ALDAR GAMALL Ferdinand de Lcsseps. í vetur voru liðin hundrað ár síðan fyrsta skipið sigldi um Súezskurð. Alla tíð síðan hefur skurðurinn ekki aðeins verið ein mikilvægasta siglingaleið í heimi, hann gerbreytti samgöngum milli Evrópu og Asíu og átti verulegan þátt í eflingu heimsviðskipta. Yfirráð Breta yfir skuiJinum um langt árabil voru ein helzta undirstaða brezka heimsveldisins og saga Súezskurðar í hundrað ár er snar þáttur í sögu heimsvaldastefnunnar. í þessari grein segir franski blaðamaðurinn Jean Lacouture frá aðdragandanum að gerð skurðarins og átökunum um yfirráðin yfir honum. í annarri grein sem birt verður á þriðjudaginn verður síðan rakin sagan fram tíl okkar daga. „Brúðtoaup Austur- og Vest- urlanda“, „Furðuvenk aldiairinn- ar“. Á þessa lund voru fyrir- sagnir heimsblaðanna síðast í nóvember árið 1869, þá er hinn aldagamli draumur um skurð gegnum Súezeiðið var orðinn að veruleika. Fyrsta ferðin, sem stóð 17.-20. nóv„ hafði gengið að óskurn. Margir, sem vitni voru að þessum einstæða atburði rituðu um hann og hér fer á eftir til- vitnurt í frásögn franska rit- höfundarins Fromentin, þar sem sjá má, hversu sevintýra- legt tiltæki þetta hefur verið, og einnig gefur hún innsýn í hið alþjóðlega baksvið þess- ara stórfenglegu framkvæmda. „Að morgni hins 17. nóv. tóku ískyggilegar fréttir að berast um Ismailíu. Egypzk- um bát, Latif, hafði Iwolft og teppti hann skurðinn. Lands- stjóa-inn hótaði að setja nokkra liðsforingja í gapastokkinn. Ef snekkja keisaradrottningairinn- ar kemst kJakklaust í gegn hef- ur fyrirtækið heppnazt, ef ekki þá er allt til einskis". Daginn eftir var aht komið í kring. Snekkjan „öminn“ sigldi bægt og hátíðlega inn í Timsah-vatn með Efgeníu keis- aradrottningu og Ferdinand Lesseps innanborðs. Á eftir komu 8o skip þar af 50 stríðs- skip keisarans og annarra kon- unglegra tignarmanna. í Ismalíu var miiíkið um dýrðir og Fromentin ritar í bók sína hirifinn og hneyksi- aður í senn: „Hróplegar and- stæður! 6-7 þúsund m-anns lifa í allsnægtum á miðri eyði- mörkinni. Hér getur að líta annars vegar óhóf og vellyst- ingar — hins vegar algert alls- leysi. . . “ Gladstone sagði um Súez- skurðinn, að hann væri mesta stórvirki allra tíma og André Siégfried sagði eftirfarandi: „Súezskurðurinn, sem Ferdin- and Lesseps lauk við árið 1869 hefur kostað 15 ára baráttu. Tæknilegur undirbúningur undir verkið hefur staðið í 75 ár. í hálfa fjórðu öld hatfa haig- fræðingar og stjómmálamenn velt þessari hu.gmynd fyrir sér, en sjálf er hún allt að því fjögur þúsund ára gömul“. Fjögur þúsund ára görnul? í>að er ekki víst, að það bafi verið verkfræðingar Sethi 1„ sem tengdu Níl við Beizku- vötn um 1380 fyrir Krist. En sjö öldum síðar hafði eftirmað- ur þeirra Nechao tengt Kairó, vötnin og Rauðahafið. Og öll rök hníga að því, að það hatfi verið hinn sigursæli arabi Amr, sem tók við merki þeirra Dar- eiosar og Trajanusar og tengdi Rauðahafið Nílarkvíslum. Har- ún A1 Rasjid kalífi í Bagdad hafði hug á að tengja Rauðahaí og Miðjairðarhaf. Feneyingar rannsökuðu möguleikana á þeim framkvæmdum, en hættu við verkið, þegar sjóleiðin tdl Indlands um Góðrarvonarhöfða fannst. Loðvík 14. var hvattur til þess að hrinda verkinu í framkvæmd, og að lokum var það Napóleon mikli, sem áhu.ga fékk á því. Talleyrand ráðherra lét svo umrnælt i tilefni af leið- angri Frabka til Egyptalands: i.Tryggja á lýðveldinu eigniar- rétt á Súezleiðinni". En verk- fræðingurinn, sem Napóleon fól framkvæmd verksins taldi það óvinnandi sökum mismun- andi jarðvegshæðar við höfin, en þar skaikfcaði einum 8-10 metrum. Þessar glæsilegu á- ætlanir voru því látnar fyrir róða, enda þótt ann-ar verk- fræðingur teldi verkdð fram- kvæmanlegt. Stuðningsmenn kenninga Sa- int-Simons fengiu næstir áhuga á hugmyndinni um Súezsifcurð, en þeir höfðu haslað sér vödl á Egyptalandi. Enda þótt Mú- barneð Alí sýndi þessum bug- myndum þekra áihugaleysi, stotfnuðu þeir félag um mál- efnið. Þar voru ýmeir vaiin- kunnir sérfræðingar m.a. Eng- lendingurinn Stephenson, son- ur þess, sem gerði fyrstu jám- brautina og Austurríkismaður- nn Negrelli. En áhrifamesti verkiræðingurinn í félaginu var hlynntur hugmyndinni um 400 kílómetra langan skurð, sem tengdi borgirnar Alexandr- iu og Súez og sameinaðist Níl á eins kílómetra kafla. Land- stjórinn. sem alltaf hafði liitið þessar fjrirhuguðu fram- kvæmdir óhýru auga batfnaði þessari áætlun, sem bann kall- aði „fáránlega". Árið 1854 settiist í valdastól á Egyptalandi Múhameð Said. Æskuvinur hans var Ferdinand Lesseps varakonsúll en hann var sonur Mathieu Lesiseps konsúls, sem hafði aðstoðað Múbameð Alí við að treysta völd sín. Ferdinand Lesseps hatfði um langt skeið haft á- huga á hugmyndinni um Súez- skurð. Hann var kunnugur hug- mynd de Bellefonds, fyrrver- andi verkfræðngs hins konung- lega flota, um að gera skurð frá Peluse til Súez, og einnig vissd hann deili á framkvæmd- um Englendingsins Waghom, sem hafði komið á sambandi Jandleiðina milli Alexandriu og Súez ti’l þess að flýta fyrir sendiboðum milli Bombay og London. Skömmu eftir að Mú- hameð Said hafði tekið við völdium bauð hann þessum vini sínum til dvalar hjá sér í Kaíró. Eftir nokkurra vikna varfærnislegar fortölur tókst Lesseps að fá vin sinn til að undirrita skjal, sem veitti hon- um „algeirt vald til að stofna og stýra alheimsfélagi með það að markmiði að grafa skurð í gegnum Súezeiði". Lesseps hafði nú öll tromp á hendi. Hann var í ætt við keisaradrottninguna Efgeníu, hann hafði góða áætlun, tveir samverkamenn hans, Linant og Mouigel, voru frábærir verk- fræðingar. Þá átti hann vin- áttu landsstjórans og sérleyfi í vasianum sem virtist vera skýlaust. En hann þurfti að heyja fimmtán ára baráttu við ýmsa aðila, áður en hann sá fyrir endann á verki sínu. Fyrst átti hann í persónulegum deilum við áhangendur Saint- Simons, sem töldu sig hafa ver- ið svikna. í öðru lagi stóð styrrinn við brezka heimsveld- ið, og lóks átti hamn við að etja fjárbags- og tæknilega örðug- leika. Fylgismenn Saint-Simons rógbáru hann og spilltu fyrir honum eftir megni. Þeir báru honum á brýn kurináttuleysi, fjárglæfra og ævintýra- mennsku, og fólk tók að trúa, að eitthvað væri hæft í þess- um áburði. En Lesspas stóð atf sér aila storma, og óvinir hans urðu að viðurkenna það. Einn forvígismaður þeirra, Prcsper Enfantin sa-gði: „Enginn mað- ur hefði getað þolað þetta hefði hann ekki verið haldinn fít- onsanda eins og Lesseps." Harðskeyttari var barátfa sú, sem Lesseps þurfti að hevia við soldáninn í MikJagarði og brezku stjórnina, en raunar bar landstjórinn mestan hita henn- ar. Samkvæmt samningi. sem Egyptar og Tyrkir höfðu gert 1840 eftir 30 ára baráttu var Egyptaiand lcnsskylt Tyrk- landi, og taldi Tyrkjasoldán sérleyfi það, sem Said hafði veitt Lesseps brot á þessum samningi. Hann taldi landstjór- ann ekkert vald hatfa til þess að ráðstafa svo mikilvægu verkefni. Tilraun hans til að stöðva framkvæmdir við Súez- sfcurð var síðasti vottur af yf- irráðum hans yfir Egyptalandi. 10 ár liðu þar til staðfesting Tyrkja fékkst á ákvörðun Sa- ids. Veldi Tyrkja hafði að und- anförnu farið mjög hnignandi, og því hefði ef tU. vill verið hægur vandi að lempa þá með góðum samningum. En Bretar vildu styðja við bakið á þess- um bandamönnum sínum gegn Rússum, og einnig vildu þeir sporna gegn því, að annað stór- veldi gæti ráðið yfir sjóleið til Indlands. Palmerston lávarður, þáver- andi utanríkisráðherra Breta, sem áðuir hafði barizt h-at- rammlega gegn Napóleon sagði etftirfarandi um Súezsku’rð: „Skurður gegnum eiðið? Það er ógjömingur, það er storkun við brezka stórveldiðí.það yrði til þess að Frakkar færu að hlutiast til ,um málefni Austur- Iandia“. (Encyclopedia Britan- nica“). Brezku blöðin köliliiðu framkvæmdir Les'seps glæfra- fyrirtæki og hann sjálfan æv- intýramann. Þótt Gladstone, formaður stjórnarandstöðunn- ar, teld; i hann kjark. andaði yfirleitt mjög köldu til hans frá Bretum, og beir reyndu með ráðum og dáð að styrkja and- spyrnu Tyrkja. Hér verður efcki greint frá öllum þeim árekstrum sem áttu sér stað milli egypzku land- stjó-ranna Saids og Ismails o-g lénsherra þeirra á TyrkJandi, milli Lesseps og Napóleons 3. Frakkl an dskeisara, milli Breta og Frakka, milli hluthafa og stjómaæ „alheimsíélagsins“. Aðeins þrjú atriði þessarar baráttu, sem fór fram á ýms- um vígstöðvum, verða reifuð hér, vegna þess að þau höfðu mikilvægar afleiðingar i stjóm- málum og þjóðfélagsmálum: I fyrsta lagi alþjóðleg fjárfest- ing á Egyptalandi, sem hafði geysimikil áhrif. þá nauðungar- vinna og síðan afnám hennai og loks leynimakk helztu ný- lenduvelda þessa ttoa, Breta os Frakka. Lesseps var að mörgu leyti stórsnjall og langt á undian samtíð sinni. Segja má, aðbann hatfi lagt girundivöll að auð- valdsstefnunni eins og hún þró- aðist í lok aldarinnar. Hann stefndi að alþióðlegum fram- kvæmdum og fjárfestingu. Fé- lag sdtt kallaði hann því „al- heimsfélag". Það var stofnað árið 1858 og fyrsta verk þess á fjáimálasviðinu var að bjóða út 400 þúsund hlutabréf. sem hljóðuðu upp á 500 franfca hvert. Hann ruddi alþjóðlegum samböndum og fjármálas'am- steypum brautina inn í það. sem við köllum nú þriðja heim- inn, þar sem þær gátu stund- að airðrán. Það sem gerðist á Egyptalandi á árunum 1858 til 1875 var, að erlendir auðjöír- ar náðu undirtökunum undd* Skurðgröfturinn á lokastigi. Dýpkunarprammar f yrir norðan Beizku vötn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.