Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 7
Simnudagur 15. marz 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J i kvikmyndir Har har du ditt liv, fyrsta mynd Jan Troelis, ger 0 eftir sjálfsævisögu Eyvind Johnsons. Vesturfararntr: atriði úr kvikmyndinni, Liv UUmann og Max von Sydow. VESTURFARARNIR Svíar hafa nú nýlokið töiku kvi'kmyndar eftir fjórum skáld- sögum Wilhelms Mobergs um Emigrantcrna, eða „Vosturfar- ariá“, en þessar sögur hafa átt óhemju vinsældum að faigna í Svíþjóð. Þetta er saga einnar aif hinum mörgu fjölskyldum, er tóku sig upp af harðbýlum jörð- um sínum í Svfþjóð og fluttuisit til Vesturheims um 1850, líkt og Islendingar gerðu í stórhóp- um nokkru síðar. Þetta er mesta stórvirki í kvi'kmyndasögu Svía. Kostnað- ur er ásetlaður um fimm milj- ónir sænskra króna, myndatak- an hefur tekið rúmt ár, en film- að var víða í Sváiþjóð, í Kaup- mannahöfin og á sögusrtöðunum í Minnesota- og Wisconisin — fylkjum í Bandaríkjunum Myndin verður væntanlega frumsýnd fyrir árslok 1970, hún verður í tveim hlutum, en sam- anlagður sýninigartími um fjór- ar klu'kkustundir. Stjórnandi myndarinnar Jan Troell er úr hópi hinna fjöl- mörgu engu kvikmyndahöf- unda, sem fram hafa komið í Svíþjóð nú síðari ár og er jafn- vel talinin þeirra fremstur. Fyrri myndir hans Har har du ditt liv (1966) t>g Ole dole doff (1968) eru margverðlaunaðar bæði heima fyrir og frá kviik- imyndahátíðum utan Svíþjóðar. Þær hafa þó ekki komið hingað frekar en aðrar myndir Svíanna og er það i rauninni sérstakur kapítuli útaf fyrir sig, hvemig bíóeigendur hér hafa gjörsam- lega hunzað hinar nýju myndir nágranna okkar, hér hefur ekki sézt ný sænsik mynd í fjórtán miánuði (að vísu „Áist 1-1000“, ein hún telst varla til þeirra mynda sem hér er átt við). Jam Troell byrjaði feril sinn sem ljósmyndari. Seinna tók hann heimildarkvifcmyndir fyr- ir sjónvarp þangað til fram- leiðandinn Bengt Forslund (einn af stofnendum tímaritsins Chaplins) bauð honum að stjóma einum kaflanum í fjögra þátta mynd, þar sem þrír aðrir leifc- stjórar komu einnig við sögu. Troells var þá umigur og lítt þekktur, en hann vildi aðeins ffá Max von Sydow í aðalhlutverk- ið og engan annan. Sydow var þá að leika í bandarísku mynd- irmi The Keward. Hann samdi við þá félaga, en tafðist viku fram yfir gerða samninga við töku myndarinnar í Bandaríkj- únum. *!Fýrir þessá' tðf gréiddi bandaríska félagið fúlgu, sem nægði til þess að borga allan kostnað við gerð þessarar fyrstu myndar þeirra. Þetta varð upphafið að nánu samstarfi Troells og Forslund, þeir sömdu í sameininigu handritin að Har har du ditt liv og Ole dole doff og nú síðast handritið um Vest- urfarana upp úr s'káldverki Mo- bergs. Jan Troell. En Troells er ekki aðeins leik- stjóri og höfuindur handrits heldur alltaf eirmig myndatöku- maður. Forslund hefur lýst hon- um og aðferðum hams eitthvað á þessa leið: „Á vissan hátt er hægt að segja að Troells viti ekiki hvað hann er að gera. Hann filmar og filmar enda- laust, spólu eftir spólu. Síðan klippir hann á effltir. Hann vinri- ur eins og sjónvarpsmaður. Hann tekur vítt „skt>t“ með stóru myndavólinni af öllum atriðun- um nokkrum sinnum; hainn veit aldrei hvar hann á að setja vélina fyrr en hann hefur farið yfir atriðið með leilrurunum. Síðan ræðst hann að viðfangs- efndnu með lítilli vél, sem hann heldur á og filmar þannig nær- myndir og smáatriði. Þetta er algjörlega andstætt aðferðum annars ungs leiikstjóra Jan Hall- doff, sem veit nákvæmlega fyr- ir fram hvað hann ætlar að gera. En ég vildi ekki taka að mér að breyta neinum leikstjóra og fá hann til að vera eitthvað sem hann er eikki. Og nú í dag finnstt mér að Troells standi næstur Bergman. Hann er í ætt við þá Sjöström og Stiller; myndir hans eru fremur hægar og magnaðar. Hann minnir mig einna helzt á Rússann Mark Dbnskoi (er gerði m.a. ævisögu Gorkis). Það voru ófáir leikstjórar í Svfþjóð sem höfðu löngun til að kvikmynda þessar sögur Mo- bergs. A.m.k. þrjú mismunandi handrit höfðu verið samin, en Moberg vildi ekki að neitt þeirra yrði kvikmymdað, því verk hans höfðu áður fengið slæma útreið í kvikmyndum. Þá sá hann myndina Har har du ditt liv og honum fannst siem Troell væri treystandi fyrirsög- unum. Frá þeirri stundu aðsög- umar voru fyrst gefnar út hafði sænjska þjóðin ákveðið að Max von Sydow yrði að leáka aðal- karlhlutverkið, það yrði ekki tekið mark á neinum öðrum. Von Sydow stakk svo upp á Liv Ullmann og öllum til mik- illar furðu þá fékkst hún til að lei'ka í myndinni". „Kvikmyndin lýsir svolitilum kafla úr sögu Svíþjóðar, úr sögu Bandaríkjanna", segir von Syd- ow. „fig leik hlutverk áigæts bónda, hann er dálítið þrjózk- ur, mjög hedðarlegiur. Hann treystir engum nerna sjálfum sér, ekki heldur guði. Honum finnst guð pretta siig um of, sérstaklega þar sem kona hans er mjög trúuð og treystir í blindni öllum loforðum guðs. Hún er um fertugt, hefur ertfið- að aillt o£ mdkið um dagana, hef- ur eignazt of mörg böm, og læfcnirinn segir henni að hún muni varla lifa af einn barns- burðinn enn. En hún huigsar með sér að ef það sé guðs vilji þá lifi hún áfram, hún geti enigu breytt þar um. Hún verður van- fær, veikást heiftarlega og deyr. Bóndinn verður fyrir miklum vonbrigðum hvemig guð fer með konuna. Hann fer siínar eigin leiðir og þó hamn lendi i vandræðum þá gefijr hann sig aldrei. Lilflsspeki hans er ®ú, að maðuir eigi alltaf að reyna einu sinni enn. Það gerir hanm, ætið, og kemst einhvem veg- inn af... Troell gefiur lelkurum sínum afar frjálsar hendur. Hann vill að þeir leiki að eigin hvötum fyrir framan myndavélina, eft- ir að hann hefiir útskýrt það sem um er að ræða. „Mér lætur illa að eiga við leikara. Ekki vegna þess að ég er Ijósmynd- ari og hef enga leikhússþjálf- un, ég set það ekiki fyrir mig. En þegar ég er að stjóma og kvikmynda í senn get ég ekki hugsað um neitt annað. Ég verð að fá tóm til að finna út hinar ýmsu hreyfingar myndavélanna og leika mér að þeim eftir vild“. Hann dáir mest Truifffaut f Prakklandi, John Ford i Banda- ríkjunum og svo auðvitað Berg- man í Svíþjóð. Framhald á 9. síðu. Liv Ullmann og* Max von Sydow snæða morgunverð úti undir beru Iofti vcstur í Bandaríkjunum við töku myndarinnar um Vcsturfarana. » i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.