Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILOSItMN — Sunnuidaisur 15. raarz 1370 —- málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Vísað fram á viB A5 undanfömu hafa verið miklar orðræður á mannamótum, í blöðum og útvarpi um spill- ingu íslenzka embættismannakerfisins. Þessar umræður eru rökrétt framhald af þeirri almennu óánægju, sem komið hefur fram með staðnað, úr- elt og afturhaldssamt stjórnarfar. Þessi óánægja birtist til að mynda ákaflega skýrt og eftirminni- lega í síðustu forsetakosningum hér á landi. Ó- ánægjan hefur birz.t í mörgum öðrum tilfellum, itil dæmis í Kvennaskólamálinu, sem snerist upp í almennt baráttumál fyrir réttindum konunnar í þjóðfélaginu. Umræðumar um þjóðfélagið og spillingu þess em ekki einungis þarfar á þessari stundu, þær vísa fram á við til nýs þjóðfélags lýð- ræðis: Það er efnahagskerfið á íslandi og lögmál gróðans sem sníður öllu stakk hér á landi. Ó- ánægjan með embættismannavaldið er einnig ó- ánægja með þetta efnahagskerfi, þótt það sé ekki öllum þeim meðvitað sem gagnrýna kerfið. Spill- ingin verður aðeins upprætt í þjóðféliaginu með því að taka upp efnahags- og stjómarfarsfyrir- komulag, sem setur manneskjuna og frelsi henn- ar í samfélaginu ofar gróðahagsmunum yfirstétt- arinnar. Það ve^ður einungis gert með því að almenningur taki fmmkvæðið og krefjist lýðræð- islegra áhrifa á stjórnarfarið í landinu. Ekki ein- ungis í kosningum á fjögurra ára fresti, heldur í hinu daglega lífi, þannig að almenningur verði á hverjum degi virkur þátttakandi í lýðræðislegri mótun umhverfis síns. jþað er engin tilviljun að gagnrýnin á þjóðfélags- kerfinu á íslandi hefur sjaldan verið jafn ein- dregin og einmit't nú. Rangsleitni þjóðfélagsins blasir betur við en áður; hún birtist í atvinnuleysi, landflótta, lélegum kaupmætti launa, versnandi lífskjörum. Á sama tíma hafa lögmál gróðans feng- ið meiri og meiri ítök í þjóðfélaginu, ólýðræðis- legt embættismannavald hefur sífellt orðið um- svifameira. Viðreisnarþjóðfélagið hefur sýnt galla sína — fjarstæður þess em nú hverju bami ljós- ar. Og það er aldrei ljósara en einmitt 1 dag að vandamál þjóðfélagsins verða ekki leyst nema með aðgerðum sem em í ætt við sósíalisma: Aukið lýðræðislegt ákvörðunarvald fjöldans, efnahags- fyrirkomulag sem leitast við að leysa vandamál- in í þágu fólksins en ekki gegn því. Skattar þjóðviljinn birti í gær frétt þar sem greint er frá því að Svíar hyggist létta mjög skattabyrðar af lág- og miðlungstekjum, sem samsvara 250 — 400 þúsundum ísl. króna á ári. Þetta hlýtur að minna á fjarstæður skattakerfisins hér á landi og nauð- syn þess að endurmeta og athuga alla þætti þess í samræmi við þróun kaupmáttar síðustu ár. — sv. Fyllirí í Hafnarbúðum — Keypti Seðla- bankinn bók fyrir nær 80 þús.? — Er mælirinn ekki fullur núna? — Lýðræði í trú. Fjórar raddir kveð.ia \ sér hljóðs í Bæjarpóstinum í diag. Verkamaður kvaxtar yfir fyffleríi og ágangi drykkju- rúta í Hafnarbúöum'. S. gerir bókakaaip Seðlaibankans að umtaisefni og Kristvin Krist- insson ræðár um forréttindi fra/máimannia í byggin®arfé- lögwm. Loíks kemur svoheim- spekileg hugieiðdng iflrá Gaml- ingja, sem hann kalllar Lýð- ræði í trú. Verkamaður kom að móli við Bæjarpósitinn og baðhann að gera að umtalsefni fyildr- íið í Hafniarbúðuim. — Það er svo agalegt fyJiirí bar, saigði hann, að gubtoam og ælan flýtur um gólfin, og heiðar- legir verkamenn geta alls ekki sezt bar niöur cg fengið sér kafffi, eins og beir edga rétt á. Blessaður sfkaimmaðu bessa róna ærlega, sagði hann loks. Og hér með skammar Bæjarpósturinn rónana og vonast til bess að beir sipiilli ekki fyrir friði og maitarlyst verkamanna í Haínarbúðum. S. beinir svofelldri fyrir-' spum til Jóhannesar Nordal seðlabankiastjóra í tilefni og framhaldi af umræðuibætti í sjónvarpinu á dögunum: Er það rétt sem altalað er, að Seðlabankinn hafi á upp- boði í Naregá á liðnu hausti látið kaupa SkáHholtsútgáfu Islendingabiókar Ara fróða fyrir 6000 krónur norskar(eða nær 80 þúsund kr. ísl.), auk uppboðslauna? Og eff svo er: Gætu sérffiræðingar Seðlabank- ans í peningamélum ekki notazt við ódiýrari, seinni tíma útgáfiu bókairinnar í fjár- málarannsóknum sínum (sbr. ummiæfli bankastjórans í nefnd- um bæfcti um bókakaup bank- ans)? Þess má geta til viðbótar, að íslendingaibók sú er seld var á fyrmefndu uppboði í Osló kom út í Skélholti árið 1688. MorgunbHaðið birti dag- inn efffcir uppboöið frétt um það frá Noregi, að bókin heffði verið seild til íslands. S. Sá orðrómur hetfiur gengið, að sum húsffélög sem stoffnuð vom í Breiðholti um fbúðir, sem úthlutað var á vegum F.B. haffi tekið upp þá ný- lundu að launa formann og ritaca bessara stofnana imeð kr. 1000,00 framlagi á ári frá hverri fbúð, sem sagt beir taka 50.000,00 króna laun ár- lega fyrir þau störf, sem þeir hafa tekið að sór að vinna fyrir sjálfa sig og aðra. Við þekfcjuim aðtferðir opin- berra aðilja tii að skatlileggia okkur og aðra, en er þetta ekfcd einum off langt gengið að láta þetta fóllk, sem er að reyna að eignast íbúð yfir höfuðdð, borga að mifclu leyti íbúðir yfir aðra lffka, jafnvel þtíitt þeir leggi aff mörkum störf sem eru oft tímafrek. Það hljóta að vera sameig- inleg miatifcmið að komast sem ódýrast út úr þessum i- búðarkau,pum. Hvernig geta mann úr okk- ar röðum fengið sig til að taka laun fyrir að vinna að sameiginllegum hagsmunamál- um? Ég vil taka bað fram, að ég undirritaður fékk stað- festingu á þessum orðrómi hjá formanni edns húsfélags- ins og tjáði hann mér aðþear tækju ekki bednMnis viðlaun- um, en þedm hefðd verið út- h’utuð þessi upphæð af fiólkinu sjálfu. Ég læt lesendur blaðsins sjálfa dæma hvað þetta hedt- ir, laun eða styrkur. Eða hvað segja skattyfir- völdin um þetta? Reykjavík 12.3. 1970, Kristvin Kristinsson. * Lýðræðí I trú heffur ætíð verið þörf tirwans og ekki síður nú en áður; ágætar formúlur og játnin-gar, og þótt eitthvað etf kærieik fylgi með, kemur ekki ætáð útsem lýðræði í trú. Lýðræði í trú er m.a. réttur skilningur á ailmennum og sjálfeögðum mannréttindum í nútímasam- fólagi, nútímalheimi. Þann skilning gefcur vantað, þótt menn séu áhugasamir um trú og haffi kiærleika, en það getur aftur þýtt að þeir séu ekki raunkristnir í félagsmál- um, því að samngimi í þeim efinum fer lítið etftir trúar- játningum, Kærleiki er ekki alltaff þekking, en þekking gétur aukið kærleika. Lýðræði í trú eykur gilldi trúarinnar og þá er emdurmait gamalla hefða og hugmynda nauðsyn. Að vera auðvaldstrúar í fé- laigsmálum er líti'li kristindóm- ur og liíitið lýðræði, því að auðvaldsskipúlagiið heffur aldr- ei faliið vel að sönnum krist- indómi og lýðræði og er fom- gripur liðdns tíima. Skipuiag kemur og fer og efckert þeirra er eilíft eða sffgilt vegnahinna óhjákvæ'mlegu breytinga, bví að nýir tírnar kcma með nýj- am skilning, nýjar kröfur og nýjar þarfir. Aðaláhugamél yfirstétta allra tíma er aðvið- halda og vsrnda það bjóðfé- lagsform, sem veitir þeim völd og gróða, hversu rang- látt og heimskulegt sem það er. Réttlæti og lýðræð'i eru hliðstæð hugtök, sem gilda jafflnt í trú sem á öðrum svið- um. Lýðræði í trú er einnig að menn ætlist ekki til að aðrir hafi sömu skoðun á öllum hilutum og sömu af- stöðu og þeir sjálffir. Offmiarg- ir vilja láta aðra vera eins og þeir em sjélfir. Hæma í sjálfeáliti er varla hægt að komast. í trú getur þetta sýnt sdg sem andlegt ófrelsi og bednt ranglæti. og reynd- ar hvar sem er. Allmikið af félagslegu ranglæti okkar tíma mun vera hinn heffð- bundni auðvaldskristindómur sem á sér enga stoð í sannri trú; lýðræði i trú er samaog trúfrelsi og getur alldreisiam- þykkt yfirdrottnun hdns al- rnenna auðvaldskristindiclms. — Gamilingí. Ritstjóm: Ólafur Björnsson Bent Larsen í sóknarhug | Sú yfirlýsing Bents Larsens, að hann verði ekki með í heimsliðinu, sem tefla á við Sovétríkin hefur valdið von- brigðum meðal skákunnenda. Eins og kunnugt ererhann óánægður mcð það að vera settur á 2. borð, en ekki á 1. eins og honum finnst hann eiga heimtingu á. Það er ekki af neinni andúð á Fis- cher, sem hann tekur þessa afstöðu. Andstöðunni er beint gegn þeim sem Iiðið valdi. I Sjónarmið B. Larsens er vel skiljanlegt, hann hefur verið mjög virkur þátttakandi á skákmótum undanfarin ár, en það sama verður ekki sagt um Firscher. Hann er að því er virðist í sjálfskip- aðri útlegð frá alþjóðamót- um, cnda telst það til tíð- índa þegar hann fæst til að vera mcð. Engunt dyist að þegar Fischer er í formi þá er enginn skákmaður í heimi sem getur talið sig sterkari en hann. Það þarf ekki að fara I neinar grafgötur með það að Fischer hefði ekki iátið sjá sig ef hann hefði átt að tefia á 2. borði, en spurningin er aðeins: mætir bann eða ekki? Komi hann ekki er ekki víst að Larsen þiggi þá 1. boröið. En hvað sem ölSlum hugieið- ingum líður um það hver eigi að tefla á 1. borði, er ekki að efa að hver sem væri gæti talið sig fulisæmdan af ■ að fá Tigran Petrosjan 2. borðs mann Sovétríkjanna fyrir andstæðing. Við Ijúk- þessum hugleiðingum með skemmtilegri vinningsskák Larsens yfir Petrosjan, sem tefld var á alþjóðlegu stór- móti í Bandarikjunum fyrir nokkrum árum. Santa Monica 1966 Hvítt: Bent Larsen Svart: Tigran Petrosjan Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Be3 Bg7 6. c4 Rf6 7. Rc3 Rg4 8. Dxg4 Rxd4 9. Ddl Re6 10. Dd2 d6 11. Be2 Bd7 12. 0-0 0-0 13. Hadl! (Hótar að ieika 13. c5.) 13 Bc6 14. Rd5 He8? urinn var 22. — e6!J og nú: a. 23. Bg5-exd5 24. Bxd8-Haxd8 og svartur hefur nokkurt spil, eða b. 23. Dxd8-Hfxd8 24. Hxe5- dxe5 25. Bxc5 og svartur getur barizt lengi enn.) 23. Hf3 Bf6 24. Dh6 Bg7 25. Dxg6!! (Glæsileg drottningarfóm! Eftir þennan leik er það aðeins tíma- spursmál hvenær svartur gefur.) 25. Rf4 26. Hxf4 fxg6 27. Be6f Hf7 Bent Larsen 28. Hxlf7 Kh8 29. Hg5 b5 30. Hg3 Og þá gafst svartur upp enda engin von tii lengur. Glæsileg sóknarskák hjá Larsen. (Þessi ieikur veikir f7 reitinn, betra hefði verið að leika 14. — Rc7.) 15. f4 Rc7 16. f5 Ra6 17. Bg4? (Nákvæmara var að leika 17. b4 og þrýsta þannig á stöðu svarts á drottningarvæng.) 17. Rc5 18. fxg6 hxg6 19. Df2 Hf8 20. e5!? Bxe5 21. Dh4 Bxd5 22. Hxd5 Re6?? (Afgerandi afleikur. Eini leik- Glertækni hfsímk 26395 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningar á öllu gleri. — Höfum 3ja, 4ra og 5 mm. gler, útvegum opnanlega glugga. — Greiðslu- skilmálar. GLERTÆKNI Ingólfsstræti 4 H F . SlMI: 26395 Tvöfalt „SECURE“-einangrunargler. A-gæðaflokk'ur. Beztu fáanlegu greiðsluskilmálar. Glerverksmiðjan SAMVERK h.f. Hellu. Sími 99-5888. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.