Þjóðviljinn - 20.03.1970, Page 10

Þjóðviljinn - 20.03.1970, Page 10
10 SlBA — ÞJÓÐVTLJINN — Fösibudaigur 20. marz 1070. sem rífíur hús. Við rífum gamlar byggingair. — Ég fæ ekki séð að það lag á ég við, varð Hermansen að sen undrandi. — Það er nauðsyn- legt og virðinigarvert starf, og þér hafið fasta vinnu, er eikki svo? — Jú, reyndar. En í þessum bransa er það nú einu sinni svo, að stundum er mikið að gera, sfcundum minpa. Þess vegna er auðvelt að taka verkinu með ró og fá sér frí öðru hverju. Ef við aettum nú að fara að stofna okkur í skuldir með afborganir og vexti og alls konar svínarí, þá yrði ég áð fara að vinna reglulega. Kannski yrði ég meira að segja að vinna eftirvinnu. — Það er betra að Karl Alfreð geti tekið sér frí öðru hverju og verið heima hjá mér t»g krökkun- um, sagði frú Andersen og brosti afsakandi. — En mér fannst teikningarnar reglulega fallegar/ — Er ykkur ljóst að þið hafið kostað félagið tvö þúsund krónur í greiðslu til arkitektsins, sagði herra Korsmo. Hann var gjald- keri byggingarfélagsins. Hann var líka gjaldkeri í bankanum. — Æ, það var synd og skömm, sagði frú Andersen döpur í bragði. — Ef við hefðum haft etfni á því, þá hefðum við getað keypt þær og hengt þær upp í stofunni. Þá hefðum við getað horft á þær og skemmt okkur við að hugsa um hvað það hefði eiginiega átt að vera fónt hjá okkur. — Haldið teikningunum, arki- tektinn á áreiðanlega afrit, sagði Hermansen, sem var slyngur samningamaður og gerði sér enn vonir um að komast að samkomu- lagi. Ef til vill sæju Andersen og kona hans sig um hönd þegar þau væru búin að grandskoða tedkningamar í ró og næði. — Kærar þakkir, sagði frú Andersen. — Þið skutuð fá kn'ló af eggjum hver strax og hænurn- ar byrja aftur að verpa. Auðvitað vildi enginn í bygg- ingarlfélaginu hafa neitt saman við fjölskylduna að sælda. En AndsrsensfjölskyIdan vírtist ekki láta það neitt á sig fá. Bömin vpiju.þó undantekning. Það kom á daginn að hús Andersens og umhverfi þess hafði geysilegt að- dráttarafl fyrir hina yngstu íbúa hverfisins. Þama fengu þeir að lifa og láta eins og þeim sýndíst: Upp úr þurru kom Andersen ef til vill akandi heim frá því að rífa niður eitthvert húsið með fullan bíl af HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. XII. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMi 33-9-68 SKÁLDSAGA' EFTIR SIGBJÖRN HÖLMEBAKK: ANDERSEN FJÖLSKYLDAN skrani og gömlu byggingareifoi, krökkunum til mikillar ánægju, því að nú fengu þau úr nógu að moða við kdfasmíðamar. Kofar risu eins og gprkúlur í garðinum hjá Andersen. "Bömin skemmtu feér við að fóðra dýrin og rótuðu í ruslatunnum nágrennisins í leit að mat handa hænisnunum og grísnum. Það gekk svo langt að Andersen gaf þeim leyfi til að ■hafa sín eigin kanínubúr í garð- inum. Ástandið versnaði sí og æ. Garðurinn hjá Andersen var nú orðinn ólýsanleg ringuilreið af dýrum, kofum, skrani og krökk- um. 1 fyrstu höfðu foreldramir latið þetta afiskiptalaust. Það var svo sem nógu erfitt að halda krökkunum frá eigin grasflötum og blómabeðum, einkum þegar nýbúið var að só. Og f!rú Andersen hafði mjög gott lag á börnum. En svo kom í ljós að Andersen og kona hans höfðu villt á sér heimildir. Hún var alls ekki eiginkona hans; þau vom ekki einu sinni löglega gift, þótt þau hefðu átt saman fjögur börn. Þetta samband virtist hafa staðið í allt að tveimur áratugum, að minnsta kosti var elzta dóttir þeirra nú meira en átján ára og yngsta barnið hafði fæðzt í heim- inn -nokkraim mánuðum eiftir að' byrjað var að flytja inn í nýja hverfið. Þetta gerbreytti auðvit’áð öllú. Af tillitsemi við börmin var á- kveðið að setja á stofn leikvöll fyrir þau yngstu. Einnig vora uppi ráðagerðir um að innrétta tómstundasal í kjallara verzlun- arhússins, en þær rannu út í sandinn vegna þests að salar- kynnin vora notuð sem loftvam- arbyrgi og samkomusalu-r þegar svo bar undir. Til að útvega peninga í leik- vallarbygginguna var hafin fjár- söfnun með happdrætti og flóa- markaði. Flóamarkaðurinn heppnaðist mjög vel. Það kom á daginn að margir urðu fegnir þessu tæki- færi til að losa sig við muni sem þeir höfðu ekki lengur þörf fyrir. Hermansen gaf ógætan kælisfcáp; hann hafði lenigi hugsað sér að kaupa nýjan. Frú Salvesen gaf borðstofuhúsgögn og keypti í staðinn fornleg bændahúsgögn. Fordæmi þeirra hafði góð áhrif. Húsgögn og áhöld ýmdss konar hrúguðust upp í stóra tjaldinu, sem útvegað hafði verið af þessu tilefni. Það ætlaði að reyniast erfiðleikum bundið að selja hilut- ina; enginn vildi kaupa notuð húsgögn négrannanna. Flestir vora aufc þess búnir að kaupa sér nýtízku húsgögn og antik bændahúsgögn hjá fomsölum í borginni. En til allrar hamingju fékk frú Salvesen huigmynd sem leysti vandann. Tvær auglýsingar vom settar í Verkamannablað Þelamerkur og Á'horfandanm 1 Lillehammer og tvedm dögum síðar birtust nokkrir kaupalhéðnar sem stunduðu sölu á notuðum húsgögnum um landsbyggðina. Það safnaðist næstum allt bað fé sem með þurfti. Lóðin var hreinsuð og malbikuð. Hún var girt með hárri rimlagirðingu og fyrir innan var komið fyrir leik- tækjum fyrir mörg þúsund. krónur og bæjarffélagið styrkti þau kaup að nokkra. Stjómarformaðurinn' skyldi vígja leikvöllinn þriðjudaginn 12. júní. Sama daginn gerðist reyndar annað sem í fyrstu leit sakleysislega út en átti síðar eftir að hafa mikil áhrif á byggingar- félagið í heild. Og þar hafði Andersen lfka hönd í bagga. Eitt af því sem nábúunum gramdist mest var virðingarleysi Andersens fyrir . föstum . vinnu- tíma. Hann mætti eikki í vinn- unni dögum saman, ef það var eitthvað annað sem hann hafði áhuga á. Þetta hafði auðvitað á- hrif á lauinagreiðslurnar til hans og fjölskyldan háfði svo sem rétt til hnífs og skeiðar. Ekkert benti þó til þess að kona bans reyndi að koma vit- in.u fyrir hann hvað þetta snerti. Oftar en einu sinni vair hún staðin að því að hringja úr sírma- klefanum í Kau pfélaginu og hvetja manninn bókstaiflega til að koma heim. Frú Leivestad, sem sjálf átti þrjú böm, bafði eitt sinn óvart orðið ábeyrandi að slíku samtali, þegar hún stóð í biðröð fyrir utan símaklefann. Hún skýrði svo frá að frú And- ersen hefði lokk'áð ‘ miáhninn heim á svo ósmekklegan hátt, að hún þorði ekki. annað en flýta 'Sér héTrri T garo 'An'dersens- fjölskyldunnar til að koma börn- unum burt, svo að þau yrðu ekki vitní að neinu sem þau héfðu ekki gott af að sjá. Þrátt fyrir hin hvimleiðu vinnuskróp var samt ekki hægt að saka Andersen um nedtt í sjálfu sér. Hann var einlægt eitt- hvað að gera, en því miður voru það jafnan fánýt verkefni. Upp á síðkastið hafði hann verið að dunda við gamalt bílflak, Buick 1928, sem bafði staðið vall'gró- inn í kjarrinu ,í garðinum í hálfan mannsaldur. Tone dóttir' hans var orðin ásitfangin af Ei- riki, syni Álfs Herrmansens, for- manns byggingafélagsins. Unga parið hafði haft orð á því að það langaði saman í sumarleyfi. Eiríkur vissi að ekki kæmi til mála að reyna að fá bíl föður- ins léðan — Hermansen var mjög hreykinn af nýja Rambler- bdlnum sinum — og því fór And- ersen að dútla við Buickinn. Hiann staðlhæfði að áður en júnímánuður væri liðinn, skyldi bíllinn verða ökufær og tilbú- inn til skoðumar Hann hafði unnið langt fram á nótt, en engu að síður fór bann á fætur eins og vanalega um fimmleytið, skammarlega hress og sprækur. Hann gekk raul- andi um garðinn — spjallaði við grísinn, sem yrði bráðum létt- ari. gaf hænsnunum. reytti dá- lítinn arfa og los'aði meira að segja nokkrar þrjózkar skrúfur áður en konan var tilbúin með morgunmatinn. Klædd glæsilegum, kanarígul- um silkislopp. sem maðurinn hafði keypt handa henni, gekk hún um í herberginu sem var í senn stofa og eldbús; hiafði reyndar áður fyrr verið kram- búðin sjálf en var nú aðalvist- arvera fjöiskyldunnar. Hún andiaði að sér kaffiilmin- um og leit öðru hverju til rmannsins, sem var að elta hænu sem sloppið hafði út úr hænsna- stíunni. Hún horfði brosandi á manninn sinn brambolta fyrir utan. Andersen var 42ja ára. maður og hengslislegur og hárið óneitanlega farið að þynnast. Það hefðu verið ýkjur að kalla Kann beinvaxinn, en samt sem. áður bar rólegur limaburður 'hans vott um krafta og líkams- burði. Frú Andersien var þremur áram yngri. Hún var þrýstin vexti og frjósemin uppmáiuð og konunum í hverfinu fannst hún grófgerð. Hún hafði fullkomdð vald á líkamia sínum og var talandi tákn þess hve kvenlík- ami getur verið frábært athafna- tæki. Andersen naut þess ævin- lega að sjá konu sína að stairfi. Það sauð á katlinum og frú Andersen hellti í bollana. Hún setti bolliama og brauðið á brauð- brettið og gekk út fyrir. Veðr- ið var dásamlegt. Létt þokuský svifu yfir miðborginni en hér uppfrá var loftið hreint og tæ-rt. Það glitraði á döggvota königulóarvefina yfir hænsna- netinu og kjarrinu og sólin Tvöfalt „SECURE“-einangrunargler. .A-gæðaflokkur. Beztu fáanlegu greiðslusikilmálar. Glerverksmiðjan SAMVERK h.f. Hellu. Sími 99-5888. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðu'm. — Einkum hagkværrrar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069. K AEPEX hreinsar gólííeppin á augahragði Vetrarútsalan \ stendur yfir. GÓÐAR VÖRUR Á GJAFVERÐI. Ö. L. Laugavegi 71 — Sími 20141. TIL ALLRA FERflA Dag- viku- og mánaöargjald lí {■Ht Lækkuð leigugjöld 22-0-22 tmjl bíjlaleigan WAIÆRf m %■ RAUÐARARSTIG 31

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.