Þjóðviljinn - 13.05.1970, Blaðsíða 10
1Q SlBA — ÞJÖÐVILJEMN — Miðvikudagur 13. maí 1070.
H.-K. Rönblom:
Haustlauf
hyldýpi
— Enmþá er ég ekki orðinn
alveg minnislaus, sagði prestur-
inn, — og auk þess get ég leitað
í íu ndarbóku nu m.
Hann fletti möppu sem lá á
skrifborðinu.
— Fiestir búa hérna. fyrir ofan
og fara því upp brekkuna, sagði
hann eftir stundarkorn. — Ég get
fljótlega fundið út hverjir eiga
leið niðureftir. Það voru samtals
fimmtán manns á fundinum.
— Ekki fleíri? spurði Paul í
hugsunarieysi.
Presturinn leit upp og brosti
við.
— Finnst yður það lítiö? Það
finnst mér ekki. Fundurinn var
auglýstur sem samkoma fyrir trú-
aða. Þeír fyrirfinnast ekki í stór-
hópum. Frelsarinn sjálfur hafði
aðeins tólf sem hann treysti. Nú
held ég að ég sé búinn að finna
það sem þér leitið að.
Samtals voru það tfimm af þess-
um fimmtán, sem haldið höfðu
niður brekkuna, þar af tvenn
hjón. Það voru því aðeins þrjú
heimilisföng sem Paul þurfti að
skrifa hjá sér. Talan lækkaði enn
þegar presturinn minntist þess að
önnur hjónin voru einmitt að
flýta sér mjög mikið þetta kvöld
og urðu að fara fyrir hálftíu. Með
basði heimilisföngin í höndunum
þakkaði Paul prestinum fyrir
hiálp óg vinsemd og fór aftur út
að snuðra.
I fyrri staðnum var engar upp-
lýsingar að fá. Hjónin höfðu far-
íð úr kapellunni yétt eftir klukk-
an hálftíu og ekkert séð né heyrt.
Á síðari staðnum bjó frú Edla
Andersson, lítil og snyrtileg
kona á sjötugsaldri. Þegar Paul
skýrði frá því að hann kasmi að
tilvísun prestsins bauð hún hon-
um inn fyrir.
Heimilið var álíka snyrtilegt og
frú Andersson sjálf. Skrautmun-
unum á sófaborðinu var raðað
með stærðfræðilegri nákvæmni.
Stofublóm í postulínspotti glóði
rétt eins og það væri nýstigið upp
úr baðinu. Hvergi var rykkorn
að sjá. Úr gylltum ramma á
veggnum horfði stækkuð litmynd
á Paul. Hann taldi víst að þar
væri kominn hinn látni herra
Andersson og tyllti sér niður
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hrauntungu 31. Simi 42240.
Hárgreiðsla. — Snyrtingar.
Snyrtivörur.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18 III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
Perma
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SlMl 33-9-68
fyrir augum hans. Kringlóttur,
harður púði við bakið minnti
hann á að lffið er ekki ánægjan
eintóm.
— Ég er að rifja upp aðstæð-
urnar kvöldið sem Báck féll af
vélhjólinu og beið bana, sagði
hann. — Presturinn hélt ef til vill
að þér gætuð gefið einihverjar
upplýsingar, ef ég færi fram
á það.
Frú Andersson kinkaði kolli.
Meðmæli prestsins höfðu svæft
tortryggni hennar, en reglusemi
hennar útheimti að maðurinn
yrði settur í réttan bás. Henni
var samstundis ljóst að hann var
ekki í hópi hinna rétttrúuðu,
þrátt fyrir kunningsskap við
prestinn.
— Er máðúrinh ritstjóri? spurði
hún.
Paul taldi meiniiaust að vera
ritstjóri. Það gerði engar öhemju
kröfur til háttvísi og varfærni.
Hann kinkaði kolli.
— Ég skrifa, sagði hann. —
Þekkti frú Andersson elf til vill
hinn látna?
— Auðvitað. Báck hefur átt
hcima á þessum slóðum í mörg
ár og ég sömuleiðis. Allt frá þvi
að Andersson dó.
Hún benti í áttina að stækkuðu
litmyndinni á veggnum og stað-
festi með því að minnsta kosti
eina af kenningum Pau'ls.
— Frú Andersson var á fundi
í kapellunni kvöldið sem Báck
varð fyrir slysinu?
— Já, rétt er það. Fundi í litla
salnum.
— Presturinn hélt að frú And-
ersson hefði verið fram yfir
klukkan tíu.
— Þá misminnti hann ekki,
sagði frú Ander.sson fjörlega.
— Um sama leyti og þér fór-
uð heim, hdfur Báck átt að vera
á heimleið á vél'hjólinu sínu. Þér
hafið kannski séð hann?
— Nei, ekki sá ég hann.
— Nú, jæja, það er ekkert við
því að gera. Þá —
— En kvenmanninn sá ég.
— Hvaða kvenmann? Og hvar?
Frú Andersson kaus að svara
síðari spurningunni.
— Br maðurinn kurniugur hér
í bverfinu? Þá veit hann kannski
að spölkom fyrir neðan kapell-
una er stór óbyggð lóð. Það var
einmitt þar sem taflan frá kirkj-
unni var fest upp. Og þar hafði
hann gert sér vei'ka von um að
frú Andersson hefði séð Báck
á vél'hjólinu.
— Þar var hún á vakki, sagði
frú Andersson.
— Var hún að bíða eftir ein-
hverjum?
— Já, það þykir mér sennilegt.
Bkki svö að skilja að ég viti
hvort hún hitti þann sem. hún
beið eiitir eða ekki. Ég gekk
heimleiðis og sneri mér ekki við.
Lítið á grasið, segi ég —
— Grasið?
-----sem i dag stendur tein-
rétt en er ffleygt í ofn á morgun.
Þarna gekfc hún, veslings kon-
an, i léttúð sinni, og aðeins stein-
snar frá henni var verið að kalla
annan vesliing fyrir dómara sinn
með brotna höfuðkúpu. Það fór
hrollur um mig þegar ég las það
í þlöðunum.
Pauil hristi höfuðið til að láta
i ljós skilning sinn og samúð.
— Þekktuð þér hana?
— Víst gerði ég það, sagði frú
Andersson án þess að hika. —
Það var kona að nafni Irene
Carp. Hún er í stúkunni sem
Báck var í.
Samvizkuisamur leynilögreglu-
maður leynir vandlega tilfinning-
um sínum. Hann er þolinmóður
og fálátur, hann lætur ekkert
koma sér á óvart, hann lyftir ’ekki
brúnum, hann blístrar ekiki lágt
og segir ekki „Sem ég er lifandi
maður, frú Andersson“. Paul
braut allar þessar reglur og frú
Andersson leit á hann aðvörun-
araugum, en hann lét sig það
engu skipta.
Allt kom saman og heim. Þetta
var réttur dagur. Og réttur tími.
Konan sem stóð og beið var frú
Irene Carp, meðstjörnandi í
stúkuráðinu í Haustvindii. Hún
hafði haft með sér hjól og hafði
stillt því upp við staurinn, sem
spjaldið frá kirkjunni var fest á.
Frú Andersson virtist hafa
nok'kra ánægju af að láta spyrja
sig spjörunum úr, að búa yfir
þýðingar-miklum upplýsingum.
Sjálfri hafði henni aldrei komið
tii hugar að aíhuiganir hennar
gætu skipt máli fyrir rannsókn
málsins. Hún leit aðeins á þetta
spm lærdómsríka áminningu um
fallvaltleik lifsins og gildi þess
að safna að sér hinum réttu Ifjár-
sjóðum.
Paul Kennet leit öðrum augum
á þetta. Nú vissd hann hvemig
Báok hefði getað tafizt á heim-
leiðinni; og, hann var í hjarta
sínu hróðugur yfir því að hafa
haft upp á mikilvægum upplýs-
ingurn, sem farið höfðu fram hjá
lögreglunni.
— n —
— Það er furðulegt, sagði Paul
og teygði makindarlega úr fótun-
um, — hvernig smáuppgötvun
getur haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar. Úr krukkubroti getur forn
leifafræðingur dregið ævintýra-
iegar ályktanir um útlit krukk-
unnar og tímabilið sem hún var
gerð á. Af fáeinum aumlegum
beinaleifum getur mannfraáðing-
urinn ákveðið útlit þeirrar skepnu
sem átti beinið fyrir örófi alda,
allt frá trýni og aftur á rófu-
brodd. Þekktur heimspekingur
hefur skrifað snjalla setningu um
gildi hins smáa fyrir túlkun hins
stóra. Ef ég væri ekki búinn að
gleyma henni, hefði ég leyft þér
að heyra hana.
Hann þagnaði andartak til að
gefa Súsönnu tækifæri til að
leggja orð í belg, en hún var önn-
'um kafin við eigin sýslanir, svo
að hann hélt áfram.
— Setningin sem ég minntist á
gengur að minmsta kosti út á
það að gefa smámununum þann
heiðurssess sem þeim í rauninni
ber. Frá heims-pekilegu sjónar-
miði er það athyglisvert, að bað
skyldi kvenmaður bíða eftir Báck
á óbyggðu lóðinni. 1 rauniinni er
það ekki sérlega merkilegt að
kona bíði eftir einhverjum í
myrkrinu. Heimurinn er fullur af
konum sem gera það. En í réttu
samhengi er bið þessarar konu
liður í ráðagerð og út frá henni
er hægt að draga ýmsar álykt-
anir.
Súsanna sat og saumaði og svar-
aði engu, og Paul var í skapi til
að tala svo að hann hélt áfram
ótrauður.
— Að fletta oifan af slíkri ráða-
gerð er sambærilegt við sagn-
fræðilega rannsókn. Maður stígur
inn í leyndardómsfullan heim.
Það þekki ég sjálfur af eigin
reynslu. Staðreyndimar eru óað-
gengilegar eins og pakkar í jóla-
gjafakörfu — þær eru þarna en
það er ekki hægt að komast að
þeim og það er oft villandi sem
á pökkunuim stendur. Sama er
oft að segja um persónur sagn-
fræðinnar. Það tekst ekki strax að
gæða þær lífi. Það verður að
nálgast þær af varfærni, kynnast
verkum þeirra og athöfnum,
kynna sér smámunina — og einn
góðan veðurdag fara þær allt í
einu að tala sjálfar. Fyrstu orðin
eru ef til vill þvogluileg og óskýr,
il!!i!llHIIIHIiiSlllinilliHlllHHIIS!l!!SII!l!Sili!llill!liitlHIHiUUllH!ll!llSillll!líi!li;HHlinilinlíimj|j!i!!ijjjíl!S!lll!U
20 g smjor
20 g hveiti
4 dl tfijólk
2—3 dl rifinn ostur, stcrkur
Gouda
. salt, pipar
Bræðið smjöriff, hrærið hveitið sam- .;
an við og smá þynnið með mjólkínni. '
SjóSið sósuna S 5 mínútur.
Bætið rifnum osti i og kryddið með
salti og pipar.
Berið sósuna fram strax með kjöt-
\ eða fiskréttum, grænmetis- eða eggja-
í réttum.
<m nif™ ii íi iiiiij i ;i ii i mmmm
XæI fci! 'il iliiyi
Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTraðino CDmnanvhf
Mog gæoaTiokKar Laugaveg 103 sím'i 1 73 73
MAND S A-1 sésa: Með kjöli9
með fiski9 með hverju sem er
IMÍ*
nPMIUSH
HEFUR TEPPIN SEM
HENTA YÐUR
TEPPAHUSIÐ
*
SUÐURIAND&
BRAUT 10
*
SÍMI S3S70
£
lH!!iÍ!lniniMníÍH!immmmi!i!i!!M!!i!Mi!iMmminillil!liilii!!Í!Íi|jfi!miiÍ!lniit!iji!i!i!lin!iiiHiliííiNlínHíi!Í
Tvöfalt „SECURE“-emangfmnargler.
A-gæðaflokkur. Beztu fáanlegu greiðslusddlmálar.
Glerverksmiðjan SAMVERK h.f. HeHu.
Sími 99-5888.
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af morgum stserðum
og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita-
bæi, sumarbústaði og báta.
VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði.
ELDAVÉLAVERKSTÆDI
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.f.
Kleppsvegi 62 - Sími 33069.
Húsbyggjendur. Húsameistarar. Athugið!
„ATERM0
ti
— tvöfalt einangrunargler úr hinu Kelms-
þekkta vestur-þýzka gleri. — Framleiðslu-
ábyrgð. — Leitið tilboða.
A T E R M A Sími 16619 kl.
10 -12 daglega.