Þjóðviljinn - 13.05.1970, Side 4

Þjóðviljinn - 13.05.1970, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVTUINN — Miðvikudagur 13. mai 1970. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsIs Otgefandl; Útgáfufélag ÞlóSviljans. Framkv.stjórl: EiSur Bergmann. Rltstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Slgurður V Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýslngastj.: Olafur iónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Verðskulda refsingu ^ugljóst er að ráðamenn Alþýðuflokksins finna nú brenna á sér reiði aldraðs fólks og öryrkja vegna þeirrar smánarlegu hækkunar á tryggingabótum sem ákveðin var á þingi í vor. Hækkunin nam aðeins 5,2% enda þótt kaupmáttur bótanna hefði rýmað um a.m.k. 15%. Hafa Alþýðuflokksmenn nú gripið til þess ráðs að kenna samstarfsflokki sínum um, og í eintaki af Alþýðublaðinu sem borið var í öll hús í Reykjavík á laugardaginn var er komizt svo að orði: „Hefur hvað eftir ann- að risið ágreiningur anilli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um almannatryggingar'nar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað halda bótum trygginganna uiðri og jafnvel lækka þær, en Al- þýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir hækkun þeirra. Þegar Alþýðuflokkurinn hreyfði því síðast, að hækka þyrfti bæ'tur trygginganna töldu Sjálf- stæðismenn það óþarft! Allir þegnar þjóðfélags- ins hefðu orðið að sæta lífskjaraskerðingu og því væri ekki nema eðlilegt, að sú kjaraskerðing bitn- aði einnig á bóta-þeguim trygginganna. Slíkt var sjónarmið Sjálfstæðisflokksins.“ þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins geta ekki firrt sig ábyrgð á þennan hátt. Þegar frumvarp ríkisstjómarinnar um 5,2% hækkun á bótum almannatrygginga var lagt fyrir þing, lögðu stjórnarandstæðingar til að hækkunin yrði 15%. Þar var um lágmarkstillögu að ræða sem ekki var unnt að gagnrýna sem yfirboð. Örlög þessarar tillögu ultu á Alþýðuflokknum. Bæru þingmenn hans eins mikla umhyggju fyrir kjör- uim aldraðs fólks og öryrkja og Alþýðublaðið vill vera láta, var verulegur þingmeirihluti fyrir þess- ari hækkun, og ríkisstjómin hefði þá orðið að framkvæma hana. En þingmenn Alþýðuflokksins brugðust; þeir greiddu allir sem einn atkvæði gegn því að bætur almannatrygginga hækkuðu um 15%. Þá ábyrgð geta þeir ekki umflúið með því að fela sig á bak við Sjálfstæðisflokkinn. þingmenn Alþýðuflokksins munu bera því við að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu; þeir hafi orðið að kaupa ráðherrastólana því verði að níð- ast á málstað aldraðs fólks og öryrkja. En þessi réttlæting fær ekki heldur staðizt; engum dett- ur í hug að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þorað að setja slíkt mál á oddinn skötmmu fyrir kosning- ar. Skýringin er sú ein að það vantaði raunveru- legan áhuga og einbeittni hjá ráðamönnum Al- þýðuflokksins. Þeir hafa stjómað tryggingamálum í heilan áratug, á mesta velmegunarskeiði sem ís- lendingar hafa lifað, og látið það viðgangast að við höfum dregizt lang’t aftur úr öðrum Norður- landaþjóðfélögum á þessu mikilvæga sviði. Því verðskuldar fomsta Alþýðuflokksins refsingu sem um munar í þeim kosningum seim framundan em. — m. Hugmyndir um kvikmyndasjóð og heildarlög um kvikmyndir Þingnefnd lýsir yfir að aðkallandi sé að styðja íslenzka kvikmyndagerð Q Þingmenn úr öllum flokkum, óskipt mennta- málanefnd neðri deildar Alþingis, lýstu yfir í þinglokin því áliti að „aðkallandi“ væri að „styðja íslenzka kvikmyndagerð og nauðsyn að taka það imál til ýtarlegrar athugunar til að finna því fram- tíðarskipan.“ Við uimræður og afigreiðslu á stjómarfrumvarpinu um breyt- in®u á lögunum um sikeimimit- anaskatt á nýloknu Alþingi var beirri hugmynd komið á fram- fasri að stoifna baeri kvik- myndasjóð tíl sityrktar innlend- um kviiomyndum, og nauðsyn bseri til að sett yrði þeigar á nassta þingi hedMarflöiggjöf um kvifcmyndir, í líkingu við kvik- myndaiöggjöf grannlandanna. Frumvaxp rfkisstjómarinnar var eingönigu fllutt vegna kvairtana eigenda kvikmyndaihúsa um að beir væru hættir að græða á húsum sínum og þótti ríkis- stjóminni sjálfsagt að iækka opinber gjöld þeirra fyrst svo væri kwmið! Vanandi verða umræðumar á Alþingi til þess að komið verði á ýtarlegri lög- gijöf um þetta mikilvæga svið í nútíma þjóðfélagi, og verði löggjöf Norðurflandanna höfð þar til hliðsjónar sem eðliiegt má teljast, verður það að sjálf- sögðu lögfestur sá nútíma- skilningur, að kvikmyndaihús eigi ekki ednigönigu að vera gróðaillnd fýrir braskara og engu skdpti hvaða rusl er sýnt, heldur verði hverjum þeim sem rekur kviikmyndaihús settar skýrar lagareglur til aðhaílds í vali mynda, þannig að menn- ingairhlið kvikmyndanna fái að njóta sín, að kvikmynda- húsin sóu rekin ek;ki einungis sem afþreyingarhús heldur líka sem menningiarstofnaimr. ★ Stuðningur við innlenda kvikmyndagerð Magnús Kjartansson lýsti í umnæðumuim tillögu sem hann hetfði sýnt í menntamálamefnd neðri deildar, en ekki náðist samstaða um. Hetfði hann held- ur kosið að mennitaimáiameflnd Jéti álit í ljós á þessu mikil- væga máli í sflimennum orðum, en að halda tillögu sdmni til stredtu að þessu sinni og flytja hana á Alþingi, en um málið Hæstu vsnjiingar í Happdrætti Hf Mánudaginn 11. maí var dregið i 5. fiokki Happdrættis Háskóia Is- Iands. Dregnir voru 4.200 vinning- ar að f járhæð 14.200.00,00 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir 500. 000,00 króna vinningar, komu á númer 31690. Tveir miðar voru seldir í umboðinu á Akureyri oig tveir í Borgamesi. 100.000,00 krónur komu á númer 33381. Vom allir miðamir af því númeri seldir í Aðalumboðinu í Tjamargötu 4. (Birt án áfbyrgðar). SængrurTatnaðiir HVÍTTTR og MISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR (yiðil* SKÓLAVÖRÐUSTtG 21 var fjaílað á síðustu amnadög- um þingsins. Menntamóilanefnd neðri deild- ar sagði í nefndaráltii sínu m, a.: „Nefndin telur aðkallandi að styðja íslenzka kvikmynda- gerð og nauðsyn að taka það 4> mál til ýtarlegrar athugunartil að finna því framtíðarskipan“. ★ Kvikmyndasjóður verði stofnaður Tillaga Magnúsar var á þá leið að skemmtanaskatturinn af kvikmyndahúsum rynmd í sér- stakan kvikmyndasjóð. Tiliag- an í heild var þannig: „Skemimtanasfcattur skv. 2. gr., 2. flokki, rennur til kvik- myndasjóðs, sem heyri umdir menntamálaráðuneytið. í stjóm sjóðsdns eiga sæti fimm menn skipaðir af ráð- herra tíl fjögurra ára í senn. Eftirtalin samtök tilnefna einn mann hvert í stjórn sjóðsins: samtök kvikmyndaihúsaeigenda, samitök kvikimyndagerðarmianna, Bandalag. íslemzkra listamamna og samtök kyikmyndaklúbba, en ráðherra skipar formann kviikmýndasjóðsíns án tilmefn- ingar. Á sama hátt skal skipa jafnmarga varamenn. IButverk sjóðsins er: a) að styrkja og efla ísílenzka kvikmyndagerð með beinum fjórstyrkjum, lánum, ábyrgð- um og vefðlaunum b) að korna á fót kvikmynda- safni, sem heimilt skal aðsiýna kvikmyndir sínar á sýningum. sem umdanþegnar eru ölllum opinberum gjöldum c) að verðiauna kvikmynda- hús, sem fram úr skara við val á góðum erlendum og inn- lendum kvikmyndum, svo og baimamiyndum, til sýninga. d) að stuðla á ammam hátt að bsettri kvikmyndamenningu. Menntamálaráðherra sfcal setja regflugerð, sem nánar kveður á um sitarfsemd kvik- myndasjóðsins“. I umræðunum á þingi um skemmtamaskattmn sættu eig- endur og stjórar kvikmynda- húsa harðri gagnrýni alþingis- manna fyrir menningarleiysd í myndavaili bíóanma. MELAYOLLUR Rey k javíkurmótið: í dag kl. 20,00 leika FRAM-.KR Mótanefnd. J ■ ■ 3 ! ] 1 Frumboðslistur við bæjarstjórnarkosning-1 urnur ú Suuðúrkróki 31. muí 1970 ! ■ ! ■ S m ■ ■ ■ A-listi D-listi Alþýðuflokkur Sjálfstæðislokkur 1. Erlendur Hansen. 1. Guðjón Sigurðsson. 2. Bingir Dýrfjörð. 2. Halldór Þ. Jónsson. 3. Jón Karlsson. 3. Björn Daníelsson. 4. Dóra Þorsteinsdóttir, 4. Friðrik J. Friðriksson. 5. Einar Sigtryggssón. 5. Kári Jónsson. ; 6. Elínborg Garðarsdóttir. 6. Pálmi Jónsson. 7. Sigmundur Pálsson. 7. Erma Ingólfsdóttir. 8. Helga Hannesdóttir. 8. Árni Guðmundsson. 9. Friðrik Friðriksson. 9. Bjöm Guðnason. 10. Sigurrós Berg Sigurðard. 10. Minna Bang. 11. Haukur Jósefsson. 11. Vilhjálmur Hallgrímsson. 12. Kristinn Bjömsson. 12. Ólafur Pálsson. 13. Guðbrandur Frimannsson. 13. Jón Nikódemusson. 14. Magnús Bjarnason. 14. Sigurður P. Jónsson. j B-listi G-ltisi Framsóknarflokkur Alþýðubandalag 1. Guðjón Ingjmundarson. 1. Hulda Sigurbjörnsdóttir. 2. Marteinn Friðriksson. 2. Hreinn Sigurðsson. 3. Stefán Guðmundsson. 3. Haukux Brynjólfsson. 4. Kristján Hansen. 4. Lára Angantýsdóttir. 5. Stefán B. Pedersen. 5. Ari Jónsson. 6. Sveinn M. Friðvinsson. 6. Steindór Steindórsson. 7. Sæmundur Hermannsson. 7. Elías B. Halldóxssoti 8. Dóra Magnúsdóttir. 8. Fjóla Ágústsdóttir. 9. Magnús Sigurjónsson. 9. Ögmundur Svavarsson. 7 10. Ingimar Antonsson. 10. Jón S. Jónsson. 11. Pálína Skarphéðinsdóttir 11. Jónas Þór Pálsson. 12. Pálmi Sighvatsson. 12. Hjalti Guðmundsson. • 13. Egill Helgason. 13. Valgarð Björnsson. 14. Guttormur Óskarsson. ■ ■ ■ 14. Hólmfríður Jónasdóttir. • ■ 5 " ■ Kosið verður í ■ ■ ■ Félagsheimilinu Bifröst. Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis og lýkur honum kl. 11 síðdégis. ■ ■ ■ l ■ ■ ■ Kjörstjómin á ■ Sauðárkróki, 5. maí 1970 Ámi Hansen Þórir Stephensen Jón H. Jóhannsson. 1 i l I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.