Þjóðviljinn - 20.05.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — KTÖÐVI1.TTNN — MiMnfeudagur 20. maS 10T0. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: fvar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fullfrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur 'Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavórðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Flokkurmn eða fólkið J stjómmálaumræðum þeim sem orðið haía íyrir borgars'tjómarkosningarnar í Reykjavík hefur fátt vakið meiri athygli og andúð alimennings en sú yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar, að hann hafi engan áhuga á málefnum Reykjavíkur nema Sjálf- stæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum. Á laug- ardag reyndi Geir að færa þessi ummæli til betri vegar í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins með því að segja að hann hafi ekki verið að hugsa um flokkinn sinn heldur traust borgarbúa; hann vilji aðeins vera borgarstjóri með „beinum stuðn- ingi Reykvíkinga“ eins og hann orðar það — þ.e. ef meirihluti borgarbúa greiðir Sjálfstæðisflokkn- uim atkvæði. Þessi ummæli Geirs Hallgrímssonar eru ekki sannleikanum samkvæm. I borgarstjóm- arkosningunum 1966 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 18.929 atkvæði en aðrir flokkar samtals 20.061 at- kvæði. Það vantaði þannig mikið á að um „bein- án stuðning Reykví'kinga“ væri að ræða. Hins vegar féllu á annað þúsund atkvæði ónýt vegna sundrungar, og íhaldið hélt meirihluta í borgar- stjórn þótt það væri í minnihluta meðal kjós- enda. Og þá var Geir Hallgrímssyni algerlega sama um hinn „beina stuðning Reykvíkinga“; valdakerfi flokksins hélzt óhaggað — það var eina áhugamál hans. Kerfí Bjarna og Gylfa þaS hefur einnig vakið athygli að undanfömu hvemig Bjami Benediktsson og Gylfi Þ. Gísla- son hafa skipzt á gagnkvæmuim ástarjátningum. Bjami hefur varið Gylfa fyrir árásum Morgun- blaðsins á stjóm menntamála, og Gylfi hefur lýst yfir því að ekki sé um að ræða raunverulegan ágreining milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins á nokkru sviði. Enginn sem þekkir sam- búð þeirra félaga efast um að þeir eru fyrir löngu búnir að semja um það að flokkar þeirra taki sameiginlega að sér stjórn Reykjavíkurborgar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn onissir meirihluta sinn. Allt tal Morgunblaðsins uim óvissu að kosn- ingum loknum er því sýndarleikur. ^ðeins eift getur raskað valdaker'fi þeirra Bjarna og Gylfa, að stjómarflokkarnir báðir fái mjög alvarlega áminningu í sveitarstjórnarkosningun- um í vor. Slík úrslit myndu ekki aðeins stokka upp spilin 1 Reykjavík og öðmm bæjarstjórnum, heldur hefðu þau áhrif á örlög ríkisstjómarinnar sem er nú valtari en svo að hún þoli að verða fyr- ir meiriháttar hnjaski. Kjósendur eiga þess kost að brjóta sundur valdakerfi Bjama Benediktsson- ar og Gylfa Þ. Gíslasonar; það er hið mikla tæki- færi sem býðst um næstu mánaðaimót. — m. Hann Eyjólfur sundkappi. — Persilstelpan á Lækjartorgi — „... grátbroslegt ginningarfífl“. Fyrst er hér bréf frá Snúllu: Kaeri Bæjarpóstur. Ég horfðd nýlega á bá kol- legana Magnús Kjartanssoji og Eyjólf Konráð Jónsson leiða sannan hestai sína í sjón- varpi. Ég hafði mjög mákið gagn af bessum þætti, og von- andd Eyjólfur Konráð Ifka. Ég á ek'ki ednungis við "þá lexíu, sem Maignús gaf honum, heJd- ur einnig að þessi þáttur kann að hafa varpað nokikru ljósi á manninn út á við. Þessd sfce- leggi maður hafur nefnilega, merkillegit nokfc, verið harla ó- þefcfcbur meðal landsdns barna. Nýiega fór fram í einum menntasfcóla landsins nokk- urs konar könnun á almiennri kunnáttu nemendanna og var m.a. spurt œn, hver viæri Eyj- ólfur Konráð Jónsson. Og hverju heldurðu nú, Bæjar- póstur minn, að þorri bless- aðra bamanna hafi svarað? Jú, þau svöruðu, að hann væri sundkappi. Snúlla. Þá hefur Steini þetta að segja: Einhvem tíma var á það mdnnzt í 'Þj'óöviljanum að rétt- ast mryndi að setja persil’stelp- una sem prýtt hafðí í áratugi Lækjartorg fjöHfarnasta stað Reykjaivíkur, á minjasafn til miinningar um menningari- huga meirihluta Sjáifstæðds- floktosins í bæjarstjóm og bcrgarstjóm Reyfcjavfkur. Var á það bent að einhverjum hedldsaila í ihaldsnáðdnni hefði verið leyft að hafa þessa ó- fétisaiuglýsingu á miðju Lækj- artorgi sem umbun fýnr framlag hans í flokfcskassann. Nú er persdltelpan horfin ef Lækjartorgi og væntaniiega hefur verið tekið tillit til þess- arar áibendingar um geymslu hennar, því átakanlegra daemi um menningaráihuiga fhaldsiins og heildsalanna í Reykja.vík er vandfundið. En þá tók ekki betra við, því nú hafa verið endumýjaðar með ferlegum hætti persálaugllýsingamar á miðju Lækjartorgi, og ber nú enn meira en éður á hinum sérkennilega menningaráihuga borgaryfirvaldanna og hedld- salialþjónustu þeirra en nokk'.-u sinni, meðan stelpan í blakt- andi kjólnum réði ailvödd yfir Lækjartorgi. I tilefni af þessum persil- auglýsingium í hjairta miðbæj- arins í Reykjaivi'k þætti efa- laust ýmsum borgarbúum gaman að vita þvort hlutað- eigandi heildsaila og niðjum hans hafi verið leigt Lækjar- torg til! 99 ára sem herstöðvar gegn almenningi og til að aug- Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1970. Skoðun fer fram sem hér segir: Gerðahreppur: Mánudagur 25. maí: Þriðjudagur 26. maí. Skoðun fer fram við bamaskólann. Miðneshreppur: Miðvikudagur 27. maí. Fi’mmtudagur 28. maí.' Skoðun fer fram við Miðnes h.f. Vatnsleysustrandarhreppur: Föstudagur 29. maí. Skoðun fer fra'm við frystihúsið í Vogum. Njarðvíkur- og Hafnahreppur: Mánudagur 1. jiini. Þriðjudagur 2. júní. Skoðun fer fram við samkomuhúsið Stapa. Grindavíkurhreppur: ; Miðvikudagur 3. júní. Fimmtudagur 4. júní. Skoðun fer fram við bamasikólann. Mosfells-, Kjalames- og Kjósarhreppur: Föstudagur 5. júní. Mánudagur 8. júní. Þriðjudagur 9. júní. Miðvikudagur 10. júní. Skoðun fer fram við Hlégarð, Mosfellssveit. Seltjarnameshreppur Fimmtudagur 11. júní. Föstudagur 12. júní. Skoðun fer fram við íþróttahúsið. Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaðahreppur: Mánudagur 22. júní G- 1 ■ - 200 Þriðjudagur 23. júní G- 201 ■ - 400 Miðvikudagur 24. júní G- 401 ■ - 600 Fimmtudagur 25. júní G- 601 ■ - 800 Föstudagur 26. júní G- 801 ■ - 1000 Mánudagur 29. júní G-1001 - ■ 1200 Þriðjudagur 30. 'júní G-1201 ■ - 1400 Miðvikudagur 1. júlí G-1401 ■ - 1600 Fimmtudagur 2. júlí G-1601 ■ ■ 1800 Föstudagur 3. júlí G-1801 - ■ 2000 Mánudagur 6. júlí G-2001 ■ - 2200 lýsa þvottaefnið sitt. Hver hefur gert þamn samning £yr- ir borgarinnar hönd og hvað hefur verið greitt fyrir þetta einstæða og hneykslanlega auglýsingastæði í áratugi? Myndi eklki vera hægt að losna við þann leiðindasaimn- ing Sjálfstæðdsfllokksins við einhvem gasðdng sinn með því að geifa hlutaðeigandi heild- sala einkarótt á þivi að laibba uim Lækjairtong svo sem tvo tilma á dag með auglýsinga- spjöld í bak og fyrir, en hlífa borgairbúuim við að þurfa að blygðast sín fyrir smekkleysi persdlstráksins á miðju torg- inu? Hvemig væri að ein lítil nefnd yröi skipuð til þess að gera tillögur um frágang Lækj artorgs, þainnig að það minnti síður á smábæ í Afr- íku, þar sem svona persilaug- lýsdngar þykja tilvalin borgar- prýði? Þessurn tillögum er hér með komið á framfæri við borgar- yfirvöldin og vonandi athugar hún sérstaklega hvort ekki er hægt að blíðka heildsalann lil að láta Lækjairtorg laust und- an persil ef harur fengi að ganga þar með auiglýsinga- spjöldin sín í bak og fyrir. Sú auiglýsing yrði miklu é- hrifameiri, vegna hreyfingar- innar, því hinar eru alltaf kyrrar og hedmamenn hætta kánnski að sjá þær, þótt þessi sérkennilega borgarskreyting sé mdkið augnayndi aðfcomu- fólki og þyki talandi vottur um menningarstig borgarbúa, eða að minnsta kosti um and- legt ástand borgaryfirvaldanna og heildsalastéttarinnar í R- vík. Steini. Og að Jofcum þetta bréf. ■ ' Ég hlustaði á útvarp frá alþingi nýlega, undir raéðu Gylfa Þ. Gíslasonar kom mér í huig vísa, sem varð til fyrir nokfcrum ámm. Hún ersvona: Þar var eátt grátbnosiegt ginningarfífl, Gylfi kvað heita það menningar vífl, - er stóð upp í öskunni kolbrunnið kurl kunnastur fyrir sitt orðræðu.., nuri. Vifl var tréhnallur sem not- aður var til þess að berja að- alUega sokkaplögg. öðruin . nöfnum nefnt Klappa eða KIöpp. En með ræðu sinni á al-, þingi núna hefur hann brenpt af sér síðustti leifar ,þe$s trausts, sem íslenzka þjóðin bar til hans. 30 Þriðjudagur 7. júlí G-2201 ■ - 2400 Miðvikudagur 8. júlí G-2401 ■ - 2600 Fimmt-udagur 9. júlí G-2601 • - 2800 Föstudagur 10. júlí G-2801 ■ - 3000 Mánudagur 13. júlí G-3001 - ■ 3200 Þriðjudagur 14. júlí G-3201 ■ - 3400 Miðvikudagur 15. júlí G-3401 ■ - 3600 Fimmtudagur 16. ’júlí G-3601 • - 3MI' Föstudagur 17. júlí G-3801 ■ - 4000 Mánudagur 20. júlí G-4001 • - 4200 ■Þriðjudagur 21. júlí G-4201 ■ - 4400 Miðvikudagur 22. júlí G-4401 ■ - 4600 Fim’.ntudagur 23. júlí G-4601 ■ - 4800 Föstudagur 24. júlí G-4800 og þar yfir. Skoðun, fer fram við bifreiðaeftiríitið Suðurgötu 8. Skoðaö er frá kl. 9-12 og 13-17 á öllufn áðumefnd- um skoðunarstöðum. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild ökusfcírteini. — Sýna ber skilrífci fyrir bví, að Ijósatæki hafa verið stillt. að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1970 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. 'Hafi gjöld þessi ekki verið greidd eða ljósatæki stillt, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Gjöld af viðtækjum í bifreiðum skulu greidd við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðun- ar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiða- skatt og bifreiðin tekin úr umferð. hvar sem til hennar næst. — Geti bifreiðareigandi eða umráða- maður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega. • Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bif- reiða skulu vera læsileg og ber því þeim, er þurfa að endúrnýja númeraspjöld bifreiða sinna að gera það nú þegar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sér- staklega áminntir um að faera reiðhjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. .Bæjarfógétinn í Hafnarfirði. sýslumaðurinn í Gullbrinsu- og Kjósarsýslu, 15. maí 1970. EINAR INGIMUNDARSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.