Þjóðviljinn - 20.05.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1970, Blaðsíða 5
* MíðvTteudagua- 20. imtó 1970 — ÞJÓÐVTLJlífN — SÍÐA § Meistarakeppni KSf: ÍBK — IBA 2:0 Áhorfendur 2000. Knattspyrnan varð að lúta í lægra haldi fyrír hörkunni Keflvíkingar unnu tvo síðustu leikina og þar með Meistarakeppnina □ ÍBK varð sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ, eftir að lið þess sigraði Akureyrin'ga 2:0 í síðasta leik keppn- irmar, sem fram fór í Keflavik sl. mánudag. ÍBK vann einriig leikinn, sem fnarm fór á Akureyri sl. laugardag 2:1 og h'laut því 5 stig úr keppninni en ÍBA 3 í leiknum í Keflaivík varð knattspyman að lúta í lægra haldi fyrir hörbunni. Það litla sem sást af knattspyrnu í leikn- um kom frá Akureyringum, en harka og á stundum ruddaskap- ur Keflvíkinga mátti sín meira og þeir sigruðu 2:0. Keflvíking- amir komust upp með þessa hörku og ruddaskap í skjóli alltof vægs dómara, sem gerði engar athugasemdir, jafnvel þ"tt leikmenn ÍBK reyndu á stund- um áð sparka í fætur andstæð- inganna eftir að boltinn var far- inn frá þeim. Einstakir leik- menn í ÍBK liðinu hafa í of lengan tíma komizt .upp imeð þetta, og það er sannarlega kom- inn timi til að dómarar fari að taka í taumana, áður en slys hlýzt af, enda á framferði þeirra ekkert skylt við knattspymu. Menn eins og G-rétar Magnús- son, Steinar Jóhannsson og Sig- urður Albertisson, sem að vísu var efcki með í þessum leik, verða að læra það, að framferði þeirra á veliirbum á oft á tíðum ekkert skylt við knattspyrnu og það er dómarans að kenna þeim það, fyrst þjálfarinn gerir það ekki. Akureyrinigar voru mun nær þvi að skora allan fyrri hálfleik, þvi sóknir þeirra vt>ru mun hættulegri en Keflvíkinganna, en einhvern veginn vantaði allt- af herzlumuninn á hverja sókn- arlotu. Hvorugt liðið átti nein dauðafæri í hálfleiknum, og maður var farinn að halda að ekkert yrði skorað fyrir leikhlé, þegar Grétar Magnúsison fékk allt í einu boltann á vítateigs- línu, óvaldaður, og skot hans var algerlega éverjandi fyrir Samúel Gústafsson markvörð ÍBA. Það liðu svo ekki nema 3 mínútur þar til Birgir Einarsson, áður leikmaður Vals, hljóp IBA- vömina alf sér og skaut af nókkuð löngu færi og skoraði. Af áhorfendapöllunum séð, fannst manni Samúel eiga að geta varið þetta skot, en hann UTBOÐ Tilboð óskast í að byggja bama- og ang- lingaskólans á Blönduósi. Verkið er boðið út í þrennu lagi: a) Almenn byggingarvinna, þ.e. að steypa upp húsið og ganga frá því „til'búnu undir tréverk“. b) Hita- loftræstikerfi og hreinlætis- laignir. c) Baflagnir. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu sveitar- stjórans á Blönduósi eða hjá Arkitektastof- unni s/f Álftamýri 9 Reykjavík gegn 2000 kr. skila'tryggingu. Bygginganefnd skólans. gerði enga tilraun til vamar. Þar með höfðu ÍBK leikmenn- imir náð 2ja marka forustu á 3 rmmútum og sannarlega var það gott vegamesti í leikhléið. Það var eins og Akureyring- arnir misstu eitthvað af móði símuim við mörkin og sókn þeirra varð aldrei jafn þung í siðari hálfleik og þeim fyrri. Þar að auki gierðu þeir edna mjög mikla skyssu. I stað þess að nota út- herjana vel, þar sem ÍBK hefur heldur slaka bakverði, sóttu Akureyringarnir sífellt inn miðj- una, þar sem til vamar voru landsliðsmiðherjarnir báðir Ein- ar Gunnarsson og Guðni Kjart- ansson og auðveldaði bessi mein- loka IBA þeim mjög vömina, enda áttu Akureyringar ekki teljandi marktækifæri í síðari hálfleik. Keflvíkingamir lögðu alla á'herzlu á að verjast og halda fengnu fonskoti svo sóknir þeirra voru aldrei þungar, og lauk leiknum þvi með 2:0 sigri IBK, sigri sem að mínum dómi var ekki sanngjam, eða í það minnsta of stór. Bæði þessi lið verða greini- lega í' toppbaráttunni í sumar. Þau em að vísu gerólík. en góð hvort á sinn máta. Keflviking- amir leika mjög fast og á stund- um ruddalega. Gegn liði, sem lætur boltann ganga, dugir þessi harjja þeirra ejcki,. því þá fá þeir ekki tækifæri til að fara í andstæðingana eins og þeir gerðu í þessum leik. Akureyr- ingamir aftur á móti reyna að leika saman, en það vill oft mis- farast sérstaklega fyrir það, hve®>. leikmennirnár em seinir að gefa boltann frá sér og var hann of oft tekinn af tónum á þeim. En greinilegt er samt, að liðið getur leikið áférðanfallega knatt- spyrnu og er til aills lfklegt í sumar. Démairi í leiknum var Einar Hjartarson og það,var ekki hon- um að þakka að leikurinn leyst- Nýkomið Óryggisgler í bíla (belgískt), þrjár teg- undir, hamrað gler. — Einnig litað gler 2ja — 3ja, — 4ra og 5 mm, tékkneskt og belg- ískt, fyrirliggjandi. GLERSALAN OG SPEGLAGERWN Ármúla 20, sími 30760. Völkswageneigendur Höfum fyrirliggiandi Bretti - Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á etnum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð — REYNIÐ VTÐSKIPTIN Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. Samtök sundþjálfara Þorsteinn Ólafsson markvörður IBK stóð sig mjög vel. ist ekki upp í slagsmál, heldur kjarkleysi Akureyringa við að taka á móti mddaskap einstakra leikmanna IBK. Þar á ofanj bættist, að Einari varð á ein mjög slæm skyssa þegar hann sleppti vitaspymu á IBK, þegar Einar Gúnnarsson sló' boltann frá sér með höndunum innan vítateigs í síðar hálfleik. Svona skyssa hefði ég haldið að henti ekki jafn reyndan dómara og Einar Hjartarson. — S.dór. Fundur á vegum FRf í kvöld Stjóm B'rjálsíþróttasambands Isilands gengst fyrir fundi með þvá fþróttafólki, sem valið var tíl sérstakra æfinigia á vegum samibandisins s. 1. vetur. Fundurinn verðuir haldinn í kvöld, miðvifcudaig, kl. 20.30 í Tjamarbúð uppi. Rætt verður um sumarstarfið yfir góðum veátingum. — Stjóm FRl. Svona getur það verið bað hefur stundum verið sagt, að allt getl gerzt í knattspymu og vist er það satt og rétt. Eöngum hefur verið talað ium álög á Fram- liðinu í knattspymu við að geta ekki skorað mörk. I Reykjavíkurmótinu scm nú stendur yfir hefur Pram leikið 3 leiki, hlotið 4 stig, en ekki skorað nemai 1 mark. Þetta eina mark skoraði Fram »ir vitaspymu, sem dæmd var á einhent- an Ieikmann í Víkingslið- inu og á þá höndina sem ekki er til. Segi menn svo að allt geti ekki gerzt f knattspymu. >— S.dór. BreiðaMik vann Einn leikuir fór fram i Eitlu bikarkeppninni um siðustu helgi, mættust þá Breiðablik og ÍA i Kópavogi. Svo fóru leikar að Breiðalbilik vann 2:1. Meðan á leiknum stóð var ctfspymurok allt að 10 vindstig og stóð á annað marlkið. Að sjálfsögðu sótti það liðið látlaust sem und- an rokinu lék en það var Breiðablik í fyrri hálfleik og skoruðu þeir þá sín mörk. Skagamenn sóttu án afláts í síð- ari hólfleik en gekk illa að: hemja boltann og hafnaði aðeins eitt skot þeirra í markinu, hin fóru filest öll yfir. Nú er aðeins einn leikur eftir í Litlu Bikar- keppninni og mæta þá Skaga- menn IBK, og nsegir þeim fyrr nefndu jafntófli til sigurs i keppninni. Víkingur vann Þrótt 7:t Reykjavikurmótinu i knattspymu var haldið áfram sl. má nudagskvöld og léku þá Vikingur og Þróttur. Svo fóru lei'kar að Víkdnigur vann með yfir- burðum eða 7:1 í hálflleik var staðan 4:0, og virðist ætla að rætast sú spá manna að Víkingamir veröi til alls vísir í komandi Is- landsmóti. Þeir hafá nú hlotið 7 stig útúr Reykja- víkurmótinu og lokið leikj- um sinurn. Aðeins Fram getur hlotið fleiri stig með því að vinna þá tvo lei’ki sem það á eftir, en Fram hefur nú 4 stig. 1 september 1968 komu nokkr- ir sundþjálfarar saman til fund- ar, til þess að ræða um stofn- un félagsskapar fyrir sundþjálf- ara og áhugamenn um sund. 1 september 1969 var svo’ þessi félagsskapur formlega stofnaður og hlaut nafnið Samtök sund- þjálfara (SSÞ). Stofnendur voru 37 þjálfarar og áhugamenn um sund Nú eru félagsmenn 40 frá öllum landshlutum. 1 lögum samtakanna segir að tilgangur þeirra sé að efila menntun, þekkingu og fá tæki- færi til þess að fylgjast með nýjungum í sundþjálfun, og að efila kynningu og samstarf sund- þjálfara í landinu. Markmiði þessu hyggjast samtökin ná m a. með fundahöldum, útgáffu- starfsemi o. fll. Til þessa hafa komið út á veg- um samtakanna 4 fréttabréf, en í ráði er að 6 komi út á þessu ári og er fyrsta fréttabréf bessa árgangs nýkomið út. Stærð fréttabréfanna er frá 3—8 fjöl- ritaðar síður og meðal efnis hef- ur verið: Myndaseríur með skýringum um skriðsund og bringusund, skrá y£ir fáanlegar bæku-r, tímarit og kvikmyndir um sund, grein um bréfakeppni í sundi, grein um skipulagningu ársþjálfunar fyrir sundfólk, frétt-ir af stofnfundinum og fé- laigsmannatal. Samtök þessi eru ekki ein- ungis ætluð starfandi sundþjálf- urum, heldur og öllum sem áihuga hafa á sundþjálfun og sundíþróttinni og vilja gjaman fylgjast með nýjungum á þvi sviði t- d. sundkennarar Oig fór- ustumenn félaga. Þeir sem áhuga hafa á þvi að gerast félagsmenn i samtökun- um geta haft samband við ein- hvern stjómarmanna samtak- anna og fá þá send öll fréttabréf þess árs, sem þeir gerast með- limir á. Fréttabréf fyrri ára eru seld á kr. 25.00 stk. Ársgjald samtakanna er kr. 200.00. Stjóm samtakanna skipa: Guðmundur Þ. Harðarson, Hörðalandi 20, Reykjavik, form. Hörður Óskarsson, c/o Sund- laug Selfoss, Selfossi. Erlingur Þ. Jóhannsson, c/o Sundlaug Vesturbæjar, Hoísv.g., Reykjavik. (Frá Samtökum sundþjalfara). BÍLLINN BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagöfu 32 MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINOAR LJÚSASTILLINGAR Sjrni Látið stilla i tíma. Fljóf og örugg þjónusta. 13-10 0 Hemlaviðgerðir ■ Rennum bremsuskálar. ■ Slípum bremsudælur. ■ Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14. — Simi 301 35. (gniinental ONNUMST ALLAR VIÐGERÐIR Á DRÁTTARVÉLA HJÓLBÖRÐUM Sjóðum einnig í stóra hjólbarða af jarðvinnslutækjum SENDUM UM ALLT LAND GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.