Þjóðviljinn - 02.06.1970, Síða 4
4 síða — Kró&VHJIHTN — í>riðju<aia.gur 2. júni 1970.
—- Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Qtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri; Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.: Ölafur iónsson.
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Úrslitin í Reykjavík
j^ínn mikilvægasti þáttur borgarstjórnarkosning-
anna í Reykjavík var að þar var tekizt á um
framtíð vinstri hreyfingar á íslandi. Tveimur
klofningslistum var stefnt gegn Alþýðubandalag-
inu, og þau framboð voru ekki sízt hættuleg vegna
þess að þau stuðluðu að trúleysi og óhug meðal
vinstrimanna. Því voru þessar kosningar mjög ör-
lagarík eldskírn fyrir Alþýðubandalagið; á þao
reyndi í verki hvort þessi nýju samtök væru verk-
efnum sínum vaxin. Úrslit kosninganna hafa nú
skorið úr um þetta álitamál á eftirminnilegan hátt.
Alþýðubandalagið í Reykjkavík hefur bætt við ^ig
1744 atkvæðum frá þingkosningunum 1967, og
enginn dregur lengur í efa að það er forustuflokk-
ur vinstrimanna og launafólks. Sú sundrung
vinstrimanna, sem spáð hafði verið, birtist í stað-
inn sem mikill glundroði innan Alþýðuflokksins-
sá flokkur hefur á þremur árum tapað yfir 2.500
atkvæðum. Þessi árangur Alþýðubandalagsins er
ein mikilvægasta staðreyndin sem kosningarnar
hafa leitt í ljós; eftir óvissu sem valdið hefur sam-
tökunum tjóni blasa nú við mjög ótvíræð sóknar-
færi. Þjóðviljinn samfagnar Alþýðubandalags-
mönnum með þennan mikilvæga árangur.
ý^f kosningaúrslitunum í höfuðborginni má einn-
ig draga margar aðrar ályktanir. Nú eins og
áður færðu vinstrimenn Sjálfstæðisflokknum sig-
urinn á silfurbakka með sundrung sinni. Því valda
ekki aðeins nær 2.000 atkvæði sem falla dauð
og ógild, heldur fyrst og fremst sú óvissa og van-
trú sem sundrungin veldur. Slíkan óvinafagnað
mega vinstrimenn ekki leyfa sér framar, vilji þeir
ná árangri verða þeir að temja sér þá stefnufestu
að vinna saman þrátt fyrir minniháttar ágreinings-
efni. Það ætti einnig að vera mönnum ærið íhug-
unarefni að enda þótt K-listinn fengi makleg
málagjöld í kosningunum, nægðu þau fáu atkvæði
sem hann fékk til þess að fella Guðmund J. Guð-
mundsson, varaformann Dagsbrúnar. Af slíkri
reynslu ber mönnum að læra, og það ætti að vera
þeim mun auðveldara sem nú verður ekki lengur
um það deilt hvar forustuafl vinstrimanna er að
finna.
J]n þrátt fyrir sundrung urðu kosningarnar í
Reykjavík mjög mikið áfall fyrir stjórnarstefnuna.
Stjórnarflokkarnir báðir töpuðu fylgi hlutfallslega,
og hjá Alþýðuflokknum var um hrun að ræða. Það
er vafalaust rétt mat hjá eina borgarfulltrúa Al-
þýðuflokksins í Reykjavík, að í þeim úrslitum birt-
ist reiði vegna stjórnarsámstarfsins. Því eru allar
horfur á því að í kosningunum hafi sá árangur náðst
að stjórnarsamvinnan liðist í sundur á næstunni. Ef
svo fer geta alþingiskosningar orðið þegar á þessu
hausti. Alþýðubandalagsfólk um land allt þarf án
tafar að búa sig undir þau átök; úrslit sveitarstjórn-
arkosninganna í Reykjavík og víða um land hafa
orðið mönnum gott veganesti til myndarlegrar sókn-
ar. — m.
Sjötugur í dag
Arnór Krístjánsson
Sæll og blessa&ur frændi vor!
Kveð.iunm varð ég að stela frá
þér. Eldci get ég annað en skrif-
að þér á svona stórafmæli, svo
góð sem samskipti okkar hafa
verið og þdn við flesta menn.
Kannski hefur fólki varla
dottið í hug 'að þessi skinn-
lausi hnoðri sem fæddist í Holti
fyrir 70 árum, yrði langlífur.
Ekki sízt þar sem þið. voruð
tveir bræður sem skiptuð á
milli ykkar „lífsneistanum".
Allar slíkar hugimyndir hafa
verið eðlilegar á þeirri tíð, þeg-
er ekki var annað tiltækt, en
velta skinnveikum hnoðrum upp
úr kartöflumjöli. En.þrátt fyr-
ir þessa byrjun hefur húðin á
Nóra dugað eins vel og ann-
arra húð og vel það. Og önd-
in sem veik blakti í vitum þér
1 byrjun hefur á 70 ára bar-
áttuferli framkallað margan
hressilegan gust við ýmis tæki-
færi. Og sjálfsagt veit ég ekki
nema lítið um það. Ég held að
fyrsta ljósa minning mín um
þig sé síðan þú keyptir skíðin
handa mér. Pau' kostuðu 15
krónur eða var ekki svo? Pabbi
VIPPU - BliSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270sm
Aðrar stærðir ..spníðaðar eftir beiðni.
gluggasmiðjan
Síðumúja 12 - SifT.i 38220
ætlaði að biðja þig að kaupa
þau þegar þú færir suður, ef ég
yrði góður þegar botnlanginn
væri tekinn úr mér. Allt geikk
samkvæmt áætlun. Þú gerðir
þitt og ég mitt. Kannski varstu
að fara á Alþýðusambandsþing
og kannski var það þá sem þú
ræddir við Sæmund á fjórum
fótum, þannig, að enn lifir í
manna minnum.
Þú hefur semsé verið meira
gefinn fyrir að ganiga upprétt-
ur.
Svo man ég að þegar þu
áttir heima í Steinholti kom ég
stundum, og þar sá ég mikils-
háttar „Fróðárundur" sem var
skúta uppi á vegg. Síðan fara
minningar að skýrast. Manstu
þegar þú passaðir okkur Möllu,
þegar mamma og pabbi fóru á
samkomur? Þá lágum við
kannski á eldhúsgólfinu og prt-
um og sungurn jafmharðan. Þá
var Ifka hlegið gríðarlega. Má-
ski hefur þetta ekki verið veru-
ske hefur þetta ekki verið veru-
lega dýrt kveðið, enda efnis-
meðferð og form í frjálslegra
lagi. Ég man sumt af þessu
ennþá. Við skulurn rifja þetta
upp þegar þú verður áttræður.
Svo rérum við á Grími með
Þormóði. Þá sungum við alltaf:
„Sjá, hin ungboma tíð‘“, meðan
við vorum að draga fyrsta fyr-
ið á morgnana. Síðan kom lín-
an. Stundum var fallegur þorsk-
ur en stundum var „hlýrinn"
allsráðandi. Þá fékkstu mér
gogginn og hlóst svo að slagnum
þegar ég, þessi erkiklaufi, barð-
ist hatrammri baráttu við þenn-
an fjöruga fisfc. Þetta endaði
venjulega með því að ég festi
gogginn í síðuinni og allt varð
stopp. Annars var þetta dálítið
undarlegt; þó þú stæðir með
bitlausan gogg og virtist ekki
hafa neitt að gera. gat fiskurinn
hrúgazt innfyrir. En þégar þú
hafðir mest að gera léztú: mig
vita, að ekki væri sama hver
héldi á ,,prikinu“.
Gaman væri að geta opnað
fyrir sér fortíðina og séð ým-
B.S.f. bendir á:
Að marggefnu tilefni, er því beint til farþega méð öll-
um áætlunarbifreiðum, að mæta hér á stöðinni eigi
síðar en 15 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma,
og afhenda þá þegar farangur sinn, sem verður að
vera greinilega merktur, því annars verða tafir við af-
hendingu hans á ákvörðunarstað.
Ath.: Mætið 15 mínútum fyrir brottför.
Merkið farangur greinilega.
BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS,
sími 22300.
Tiikynning
frá samræmingarnefnd
gagnfræðaprófs
Sjúkrapróf samræmds gagnfræðaprófs vorið 1ð70
fara fram sem hér segir:
Fimmtudagur 4. júní (slenzka II
Föstudagur' 5. júní Danska
Laugardagur 6. júní Islenzka 1
Mánudagur 8. júní Stærðfræði
Þriðjudagur 9, -júní Enska
Prófin hefjast alla daga kl. 9.00 f.h. Prófað
í Reykjavík í Gagnfræðaskóla Austurþæjar og á
Akureyri í Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Samræmingarnefnd gagnfræðaprófs.
islegt sem á daga þína hefur
drifið. Þar mætti kannski líta
mann sem stendur uppi í ræðu-
stól á flokksiþingi og tal-
ar Hann talar þannig að
þingheimur er í góðu skapi
og hláturinn glymur um sal-
inn. Störfin verða léttari. Svo
mætti kannski gægjast inn á
Alþýðusambandsþing og sjá
eitthvað svipað. Þar hefur íhald-
ið kannski haft dágóðan byr
t»g sósíalistar átt í vök að verj-
ast. Þá er eins víst, að Nóri
lesi þeim pistilinn þar til tafl-
ið hefur snúizt við. Þe.ssu næst
vildi ég eiga þess kost að sjá
þá tíð þegar þú varst formað-
ur Verkamannafélags Húsavik-
ur. Kannski man það félag
ekki „sinn fífil fegri“.
1 þessu sambandi . vildi ég
þakika þér fyrir ræðuha sem bú
fluttir þar á félagsfundi eftir
marz-verkfallið ’68. Hún var um
það, að menn skyldu bera virð-
ingu fyrir verkalýðshreyfing-
unni og yrðu að skilja henn-
ar samtakamátt.
Þennan mátt finna menn
vonandi á þessu vori, þeir sem
ekki hafa fundið hann áður. Það
verður þessi máttur sem hrist-
ir klafann af öllu laumafólki og
færir því þann sess sem því
ber. Fyrr verður ekki hægt að
lifa menningariífi á íslandi. Ég
er að meina menningariíf sém
ekki kafnar undir nalfni. Þú
manst að við sungurn forðum
„Sjá, hin ungbocma tið“. Þeg-
ar ég kem norður í sumar skul-
um við taka lagið hraustlega.
Hvað við syngjum þá er eng-
inn vafi.
Sigurður Pálsson.
Umferðarfræðsla
5 og 6 ára barna
í Reykjavik
Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur í sam-
vinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur efna til um-
ferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn í Reykjavík.
Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar, klukkustund
í hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús og kvikmynd,
auk þess sem börnin munu fá verkefnaspjöld-og.—
eru þau beðin að koma með liti.
Fr.æðslan fer fram sem hér segir:
3.^-4. júní 6 ára börn. 5 ára börn.
Melaskóli 11.00
Vesturbæjarskóli 14.00 16.00
5. og 8. júní. -
Austurbæjarskóli 09.30 11.00
Hlíðaskóli 14.00 16.00
9.—10. júní.
Álftamýrarskóli 09.30 11.00
Hvassaleitisskóli 16.00
11.—12. júní.
Breiðagerðisskóli .... 09.30 11.00
Breiðholtsskóli 14.00 16.00
15.—16. júní.
Árbæjarskóli 09.30 11.00
Vogaskóli 14.00 16.00
18.—19. júní.
Langholtsskóli 09.30 11.00
Laugarnesskóli 14.00 16.00
Foreldrar eru vinsamlega beðnir að sjá um að börn-
unum verði fylgt í skólann.
Lögreglan. Umferðarnefnd Reykjavíkur.
Sjákrapróf
Sjúkrapróf landsprófs miðékóla fara fram dagana
3.—9. júní. Próftafla hefur verið send til skólana.
LANDSPRÓFSNEFND.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Iðnaðarmálastofnun islands.